Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGUR 22.NÓVEMBER 1997
ro^ir
LÍFIÐ í LANDINU
„Pressuballið" í kvöld
hefur sent mikla skjálfta
inn í raðir kvenna í fjöl-
miðlastétt. Þar eru á ferð
þjóðkunnar valkyrjur
sem láta sér ekkert fyrir
bijósti brenna - en hafa
verið með böggum hildar
síðustu vikur. Astæðan?
„Gala“ dansleikur er
ekki daglegt brauð hjá
blaðakonum og fjöl-
miðladívum og glansandi
síðkjóll því ekki hangandi
í hveijum klæðaskáp.
Þær sem vaða eld og
brennistein fyrir góða
frétt hafa verið með
stunu á vör og þyngsli
fyrir höfði undanfarnar
vikur — og bölvað karl-
peningi úr starfsstéttinni fyrir að sleppa alltaf of billega.
Eina huggunin hefur verið sú að einhvers staðar hefur
heyrst að karlarnir hafi mátt hafa áhyggjur af mittismálinu -
þeir fáu sem eiga smóking.
Margir hafa undrast þau
ólæti sem urðu á milli
unglinga og Iögreglu í
Garðabæ í vikunni. Svo
rammt kvað að upp-
vöðslu unglinganna að
lögreglan varð að grípa til
táragass til að veqast.
Fyrir þá sem muna er
það engin nýjung að ung-
lingar í „fyrirmyndarbæn-
um“ Garðabæ kunna ým-
islegt fyrir sér. I þeim
efnum er skemmst að
minnast þess þegar þeir
grýttu snjóboltum í þá-
verandi menntamálaráð-
herra, Ólaf Garðar Ein-
arsson á útifundi á Lækj-
artorgi hér um árið. Ráðherra var að vonum ekki skemmt og
þaðan af síður þegar í Ijós kom að unglingarnir voru úr
Garðabæ Einarssonar en ekki Reykjavík.
Elín Hirst.
Sjálfstæðismennirnir f
Firðinum ganga að próf-
kjörsborðinu í dag til að
velja á lista flokksins fyrir
bæjarstjórnarkosningarn-
ar á næsta ári. Kosninga-
baráttan hefur verið lítið
spennandi að þessu sinni
og engra tíðinda í sjálfu
sér að vænta. Flestir bú-
ast við að Magnús
Gunnarsson nái endur-
kjöri í fyrsta sæti listans
þó að auðvitað gæti
gamla handboltastjarnan
Þorgils Óttar Mathi-
esen náð góðum leik en
hann hefur verið vara-
bæjarfulltrúi flokksins á
þessu kjörtímabili.
Og meira úr Firðinum. Gunnar Gunnarsson, skólastjóri
Tónlistarskólans, er á batavegi eftir hræðilegt slys fyrr á
þessu ári og þurft að einbeita sér að endurhæfingu. Nú hef-
ur verið fastmælum bundið að hann komi aftur til starfa um
áramótin og verði í hlutastarfi fyrst í stað.
Bjargaði M Edwards Heath
Pressuball í Lídó. Helle Virkne Krag dregur vinningsnúmer í happdrætti kvöldsins. Atli
Steinarsson blaðamaður spaugar við heiðursgestinn og til hægri er Sigurður Bjarnason
frá Vigur, þáverandi formaður Blaðamannafélagsins.
Pressuböll Blaðamanna-
félags íslands voru stór-
viðburðir í skemmtana-
lífinu á sjöunda ára-
tugnum. Erlendir gestir
komu til landsins,
sendiherrarflögguðu
heiðursmerkjum og kon-
urfóru í síðkjól. Þá var
gaman að lifa.
„Pressuböllin á 7. áratugnum
voru kærkomin uppákoma í
svartasta skammdeginu. Þetta
voru snobbböll, sem enginn vildi
missa af, sem vildi teljast maður
með mönnum," segir Atli Stein-
arsson blaðamaður. „Jafhan var
vandað til gesta og fengnir stjóm-
málamenn, helst bæði frægir og
skemmtilegir, eða dáindismenn
eins og skáld - til að vera ræðu-
menn kvöldsins. Forseta íslands
var boðið svo og einhveijum ráð-
herrum og auðvitað sendiherrum
þeirra ríkja, sem ræðugesturinn
var ffá,“ segir hann.
I kvöld hittast núverandi og
fyrrverandi blaðamenn á Hótel
Islandi í tilefni af 100 ára af-
mæli Blaðamannafélags Islands
en iítið hefur borið á Blaða-
mannafélagi Islands í skemmt-
analífi þjóðarinnar síðustu ára-
tugi. Félagið hafði þó miklu
hlutverki að gegna á þessu sviði
í gamla daga og stóð fyrir flott-
ustu böllunum í skemmtanalíf-
inu. Fyrir stríð voru haldin tvö
glæsileg Pressuböll en þau féllu
niður og voru ekki haldin aftur
fyrr en á sjöunda áratugnum. Þá
voru haldin sex eða sjö Pressu-
böll, eitt á ári. Atli Steinarsson
var í undirbúningshópnum og
man vel hvernig böllin gengu
fyrir sig.
Lenti í byl
„Fyrsta Pressuballið var haldið
þegar Hótel Saga opnaði í öllum
sínum glæsibrag. Stangaveiði-
ballið var á föstudegi, aðeins fyr-
ir félagsmenn, en Pressuballið
daginn eftir og opið almenningi
að hluta. Þá var Gunnar Gunn-
arsson skáld ræðumaður kvölds-
ins. Sfðar komu gestir eins og
Edward Heath, formaður breska
íhaldsflokksins og þáverandi for-
sætisráðherra Skugga-ráðuneytis
íhaldsmanna í Bretlandi. Hann
var frábær ræðumaður og ballið
tókst dúndurvel," segir hann.
Pressuböllin voru ætíð haldin
í mars en þá gerði oft vond veð-
ur og því fengu þau á sig nafnið
„Pressuballsbyljir". Þegar Ed-
ward Heath kom var versta veð-
ur og leit út fyrir að vélin gæti
ekki lent. En flugstjórinn sá gat
og steypti sér f það. Atli segir að
sendiherra Breta hafi verið á
flugvellinum að taka á móti
gestinum ásamt Tómasi Karls-
syni þáverandi formanni Blaða-
mannafélagsins. I öllu ofankóf-
inu átti bílstjórinn í erfiðleikum
svo að Atli fór fram úr sendi-
herrabílnum sem síðan fylgdi
honum fast eftir til Reykjavíkur.
Daginn eftir var hádegisverður í
Ráðherrabústaðnum. Þá gaf
sendiherrann sig á tal við hann
og sagði eitthvað á þessa leið:
„Eg vil gjarnan þakka þér líf-
gjöfina, því án þín hefðum við
aldrei komist til Reykjavíkur.
Bílstjórinn er nýr í starfi og
hafði aldrei séð slíkt óveður og
þekkti engar leiðir hér. En þegar
þú varst kominn fram úr var
auðvelt að elta bíl þinn.“
Jarðarber með flugi
Fjölmargir erlendir gestir komu
til landsins. Eitt árið var Berna-
detta Devlin, róttæk írsk þing-
kona, boðin en aflýsti sama dag
og ballið var. Öðru sinni var
William Heinesen, þjóðskáld
Færeyinga, boðinn en ballið fór
vel fram án hans. Forsætisráð-
herra Danmerkur, Jens Otto
Kragh, var einn gesta ásamt
konu sinni Helle Virkner. A því
balli fór rafmagnið í nærri
klukkustund rétt fyrir borðhald-
ið og paník varð í eldhúsinu.
„Það var verulega vandað til
matseðilsins og skemmtikrafta.
Minnisstæður er til dæmis for-
réttur úr avocado, sem nú heita
lárperur á íslensku, en höfðu þá
ekki sést á Islandi fyrr. Þetta var
svo fínt og dýrt að allir létu sem
þeim þætti það lostæti," riljar
hann upp. „I annað skipti voru
fersk jarðarber fengin sunnan úr
heimi með flugi til að hafa í
ábætisréttinn og þætti með ólík-
indum.“ -GHS.
Gullveig Sæmundsdóttir, Steinar J. Lúðvíksson, Óli Tynes og Sigurdís Laxdal á Pressu-
balli. Það var gaman i þá daga. Þessi mynd er úr myndasafni Tímans.
Maður vikiiiinar er 100 ára
Blaðamaðurinn er 100 ára. „Þú ert sjálf-
ur Boggi inn við beinið,“ mætti segja um
íslenska blaðamanninn: örlítið óíynd-
inn, farinn að gamlast en aldrei verið
ungur, alltaf á þönum - eftir vindi, í kall-
færi við atburði en aldrei í kviku mála,
spurull en ekki nógu spurull, ánægður
með sig en óánægður með launin, hefur
hætt í fússi eða verið rekinn, ráðinn aft-
ur og hefur ýmis líf í ólíkum myndum.
Veit minna um mikið, segir margt en lít-
ið. Islenski blaðamaðurinn er maður
vikunnar. 100 ára og alltaf að.
Bogginn I íslenska blaðamanninum er maður vikunnar.