Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 5
Xfc^Mr LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Ingólfur Margeirsson: „Sálumessa syndara er mesta áskorun sem ég hef tekid íleitinni að kjama manneskjunnar í formi ævisögu. Þetta er sú bók sem hefur gefið mér persónulega mest sem höfundi en jafnframt verið erfiðasta bók sem ég hefskrifað.u - mynd: pjetur Síðasta ævisagan? Hvemig á að skrifa ævisögu? BlaðamaðurDags barþessa spumingu undirlngðlfMar- geirsson en hann hefurskrif- að fimm ævisögursem allar hafa vakið mikla athygli. Nýjasta hók hans erSálu- messa syndara, ævisaga Esra Péturssonar geðlæknis. Hvað þarf viðmælandi að hafa til að hera svo hægt sé uð skrifa ævisögu hans? „Hann þarf ekki að vera frægur heldur hafa frá einhverju að segja. Hann þarf að hafa skilgreint ævi sína fyrir sjálfum sér, ekki einungis Iifað frá degi til dags. Kraf- an er því fyrst og fremst sú að mann- eskjan sé tilbúin að gera sér grein fyrir því hvers vegna hún er eins og hún er, hvað hefur mótað hana og sé tilbúin að rýna í sálarlíf sitt en ekki eingöngu skýra frá ytri atburðarás - og leggja þannig sitt af mörkum svo aðrir skilji sitt eigið líf betur.“ Og þá er komið að einu lykilatriði í galdrinum við að skrifa ævisögu. Trún- aðarsamband verður að myndast milli þess sem skrifar og þess sem segir frá. Þetta samband þarf að byggja upp og til þess þarf tíma sem viðmælandinn verður að vera tilbúinn að veita. Ýmislegt gerist í samtöliun Þegar skapast hefur trúnaðarsamband fer ýmislegt að gerast í samtölunum sem viðmælandi og höfundur bjuggust alls ekki við. Þegar við Guðmunda Elíasdóttir vorum að rínna að ævisögu hennar fór hún að Iíta ævi sína allt öðrum augum en hún hafði gert í byrjun. Þegar við Arni Tryggvason hófum vinnu við ævisögu hans minntist hann lítillega á að hann ætti við þunglyndi að stríða. Hann var reiðubúinn að ræða um þunglyndið, en það reyndist veigameira en okkur grun- aði og varð að lokum aðal þemað í sög- unni. Við leituðum hins vegar aldrei or- sakanna heldur skýrðum einungis frá þunglyndinu. Þegar ég hóf vinnu með Maríu Guð- mundsdóttur að hennar bók sagði hún mér frá því að hún væri tökubarn. I þetta skipti leitaðist ég við að kafa dýpra. Eftir mikla sjálfsskoðun í vinnuferlinu komst hún að þeirri niðurstöðu að allt hennar líf hefði mótaðist af þeim atburði. Þessi sjálfsskoðun var mikilvæg en tók á, enda er sárt að standa nakinn frammi fyrir sjálfum sér. Þriðja skilyrðið er því að manneskjan sé reiðubúin að fara í gegn- um sársauka \áð vinnsluna, því það er sársaukafullt að kasta blekkingum og tál- vonum og horfa á sjálfan sig í raunsæju ljósi endurminninganna. Með Esra Pét- ursson er öðruvísi háttað en aðra þá ein- staklinga sem ég hef unnið með. Hann er maður sem hafði sjálfur gengið í gegnum sálgreiningu á annan áratug og unnið við sálkönnun sem sérgrein við geðlækningar í rúma þrjá áratugi. Hann kom til mín með mótaða sjálfsmynd, tilbúinn að segja frá sjálfum sér og samferðarmönnum sfn- um á opinskáan og heiðarlegan hátt. Þjáningar og hrenuningar Áherslan í fyrri bókum mínum hefur oft verið á einstaklingi sem hefur gengið í gegnurn þjáningar og hremmingar en sigrast á þeim, finnur sjálfan sig og verð- ur á vissan hátt hetja bókarinnar. En í líf- inu er það svo að aðrir gera ekki bara á hlut manneskjunnar heldur veldur hún einnig öðrum þjáningum. Esra viður- kennir þetta og tekur um leið áhættu, því það er alls ekkert víst að persóna sem játar á sig misgjörðir öðlist samúð Ies- enda. I frásögn sinni leggur Esra einnig að jöfnu hvort manneskjan er lifandi eða látin. I hans huga brejtist manneskjan eða fortíð hennar ekki við það eitt að deyja. Á Islandi hefur gilt sú regla að menn má rakka niður að vild og hafa af „Á ÍFÍösiáz hefnr gilt fk regla szess má rakka szÍhí' viid ag hafa af þeim tsncsð sév. þeir á lífi, cs /dízss szflss nzð ðíezsF mœra ag lafa - es alh fegja vm Aass Fðss/ez^ðss a í'flKSfösjfls hátt." þeim æruna séu þeir á lífi, en látinn mann má aðeins mæra og lofa en alls ekki segja um hann sannleikann á raun- sæjan hátt. Esra gengur í berhögg við dauðahræsnina og talar um manneskj- urnar í lífi sínu eins og þær voru. Sálu- messa syndara er mesta áskorun sem ég hef tekið í leitinni að kjarna manneskj- unnar f formi ærfsögu. Þetta er sú bók sem hefur gefið mér persónulega mest sem höfundi en jafnframt verið erfiðasta bók sem ég hef skrifað. I þessari bók fer ég inn á ný svið sem ævisagnahöfundur og ég get ekki snúið til baka. Kannski verður þetta síðasta ævisagan mín.“ Vanþákklátt hlutverk Nú er injög algengt að líta á höfunda ævi- sagna sem ritara og þeim er )firleit1 eltki ætlað að fara á mikið skaldlegt flug. Hvaða leið hefur þú valið í þínum bókuin? „Höfundur ævisögu er í því vanþakkláta hlutverki að vera í skugga persónunnar sem er að segja frá. Hlutverk hans er oft vanmetið og hann er einungis álitinn vera ritari sem skráir sögu. Eg hef oft leyft mér að fara inn í persónuna og vera hún. Þannig sameinast persónan og höfund- urinn. Eg leyfi mér einnig að skrifa Iýríska kafla, jafnvel þankaganga sem manneskjan hefur ekki sagt mér en ég veit að dvelja í henni. Guðmunda Elías- dóttir sagði mér frá því í nokkrum setn- ingum þegar hún ól son sinn. Eg skrifaði síðan nokkrar blaðsíður um fæðinguna og hugsanir Guðmundu sem byggðust á minni eigin reynslu þegar ég var viðstadd- ur fæðingu tveggja barna minna auk þess sem ég tefldi saman við fæðinguna ógn- um stríðsáranna. Þegar Guðmunda las kaflann sagði hún: „Já, einmitt svona var þetta.“ Eg skrifaði eins og ég væri skáld- sagnahöfundur en kaflinn gekk upp af því hann er skrifaður af innsæi. Ég þekkti forsendur, þekkti persónuna og hugsana- gang hennar. Þannig hef ég unnið í öllum mínum ævisögum. Eg er alltaf sjálfur milli línanna." Finnst þér ævisagan vera vanmetin hók- menntagrein? ,/Evisagan hefur örlítið sótt í sig veðr- ið síðustu árin en er þó enn umhugsun- arlaust afgreidd sem óæðri bókmenntir - þrátt fyrir ævisögulega bókmenntaarfleifð Islendinga, virðingarverðar tilraunir til nýsköpunar á sfðustu árum og gífurlegan áhuga landsmanna á ærfsögunni. Spurn- ingin sem ég fæ oftast er: Jæja, Ingólfur, hvenær ætlarðu að fara að skrifa skáld- sögu? Það getur vel verið að ég eigi eftir að skrifa skáldsögu en það er engin for- senda þess að- ég geti kallað mig rithöf- und.“ - KB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.