Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 13
- LAUGARDAGUR 22.NÓVEMBER 1997
MATARLÍFIÐ í LANDINU
Að þessu sinniförum við með Matargatið íheimsókn. Hitt-
um EivorJónsson íMelasíðunni á Akureyri. Eivorsem er
þekktur listakokkur og bakari lumaráýmsu góðgæti sem
hún ætlarað segjafrá oggefa uppskriftirað. í stuttu
spjalli segirhún að 13 ára hafi hún byrjað að baka og
elda. Hún hafi alltafhaft verulega gaman afþví og verið
dugleg við það. Hafi samt alltafmeira gaman afþví að
baka. Eivor, sem erfrá Svíþjóð, bjó á Siglufirði til margra
ára ásamtfjöslkyldu sinni og hafði nóg aðgera við að
sinna mannmörgu heimili. Segirað einn veturinn hafi hún
verið með níu böm að hugsa um og bakað ofan íþau öll
hvem einasta dag. Hún ernefnilega lítiðfyrirað kaupa
brauð og bakar sitt eigið. Á alltafnýttbrauð, bollurog
snúða ífrystinum. Upp-skriftimar sem húngefuríMatar-
gatið koma úrýmsum áttum.
Eivor Jónsson i eldhúsinu
á Akureyri. Þegar hún er ekki að baka eða elda grípur hún I prjónanna. Er á fullu þessa dagana að
prjóna í jólapakkana. mynd: gs
Kjötbollur
Við byrjum á kjötbollunum. Eivor segir
þessar koma frá heimalandinu en hafa ís-
lenskan keim þar sem hún hafi bætt
lambakjöti í uppskriftina. Það tíðkist ekki
í Svíþjóð. Hún notar þessa uppskrift mik-
ið og segir að gott sé að eiga bollur í
frystinum.
200 g nautahakk
200 g lambahakk
200 g svínahakk
1 dl rasp
1 dl vatn
2-3 msk. haframjöl
1-2 egg
1 stór laukur
salt og pipar
Þefta er einfalt. Lauknum er blandað út í
hakkið. Kryddað vel. Eggjum, vatni, raspi
og haframjöli hrært saman við. Mótaðar
bollur og steiktar á pönnu. Eivor mælir
með að bera fram Dijon sósu frá Knorr
með bollunum.
Ofnbakaður lax
Þetta er góður og einfaldur réttur sem
Eivor hefur notað mikið í gegnum tíðina.
800 g Iaxaflök
sftrónupipar
3 msk. ólífuolía
300 g nýir sveppir
1 agúrka
1 dós aspas
gulrætur
Flakið er roðflett og sett á álpappír á bök-
unarplötu. Það er smurt með olíunni og
kryddað ríflega með sítrónupiparnum.
Sveppirnir eru steiktir á pönnu, saltaðir
og pipraðir eftir smekk. Flakið er grillað í
ofni en þá sett í eldfast mót og grænmet-
inu öllu raðað í kring. Bakað í ofni á
180°C hita í 20-30 mínútur. Gott að bera
fram Dijon sósu með.
Fiskisúpa
Hún er líka góð og þægileg að sögn Eivor.
1 1 vatn
1 teningur fiskikraftur
2 kartöflur
2 gulrætur
A laukur
1 pakki af Toro fiskisúpu
rjómi til að bragðbæta
rækjur eftir smekk
Vatn, kraftur og grænmeti sett saman í
pott og soðið þar til grænmetið mýkist.
Þá er fiskisúpu og rjóma ásamt rækjun-
um bætt út í og suðan látin koma upp.
Gott með góðu brauði.
Kjarnabrauð
Þetta brauð er það besta segir Eivor.
Uppskriftina fékk hún hjá tengdadóttur
sinni og hún hefur notað hana mjög mik-
ið. Segir brauðið alltaf standa fyrir sínu
og geymast mjög vel. Svo er það Iíka
hollt.
'A 1 rúgmjöl
4 dl sjóðandi vatn
'A dl heitt vatn
1 dl mysa
30 g pressuger eða 3 tsk. þurrger
2 tsk. fínt salt
'A dl síróp eða púðursykur
2 dl heilhveiti
300 g hveiti
Sjóðandi vatninu er hellt yfir rúgmjölið
og hrært vel. Lok sett á skálina og bland-
an látin standa næturlangt eða sem því
svarar. Þegar það er búið er vatni, mysu,
geri, salti og sírópi blandað saman í skál.
Gerið látið jafnast vel og blöndunni þá
hellt saman við rúgdeigið ásamt heil-
hveitinu og hluta af hveitinu. Sláið deigið
og hellið því sem eftir er af hveitinu yfir
það. Látið hefast um helming og hnoðið
þá vel. Dýfið því að lokum í hveiti og
klappið það út í köku. Vefjið hana þétt
upp og leggið í smurt mót með samskeyt-
in niður. Breiðið yfir mótið. Bakið í ofni á
neðsta þrepi þegar rúmmál deigsins hefur
aukist um tæplega helming. Hitinn á ofn-
inum á að vera 175°C og bakað í 90 mín-
útur. Vefjið brauðið í rakt stykki og sneið-
ið ekki niður fyrr en daginn eftir.
Jólakarlar
Það fer að líða að jólum og Eivor er farin
að hjálpa dætrum og
tengdadætrum við
baksturinn. Þess
vegna datt
75 g smjör
2 1/2 dl mjólk
35 gger
1 msk. sykur
350-400 g hveiti
Mjólk og smjör er hitað vel, gerinu bætt
út í, þá sykri og hveiti. Hnoðað vel. Látið
hefast í 40 mínútur. Rúllað upp og búnir
til jólasveinar eins og á myndinni, látið
hefast aftur í 20 mínútur. Bakað á 225°C
hita í 8 mínútur. Skreyttir þegar þeir
kólna en augun eru úr rúsínum og skegg-
ið er glassúr úr flórsykri og vatni. Sniðugt
að bera þetta brauð fram með jóla-
grautnum og leggja á hvern disk.