Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
POPPLÍFIÐ í LANDINU
Sú staðreynd að Birgir Örn Steinarsson gítarleik-
ari og söngvari, Eggert Gíslason bassaleikari,
Daníel Þorsteinsson trommari og Páll Ragnar Páls-
son gítarleikari, hafa unnið og starfað saman í
hljómsveitinni Maus í heil fimm ár, á þeim tíma
haldið sér vel við með spilamennsku og fleira sem
þróast hefur jafnt og þétt, er örugglega megin-
ástæða þess hve góð niðurstaðan er á þriðju plötu
hljómsveitarinnar, Lof mér að falla að þínu eyra,
sem nú er nýkomin út. Það leggst hreinlega allt á
eitt svo vel takist. Umgjörðin er í hæsta gæðaflokki,
upptaka og hljóðvinnsla til fyrirmyndar og útsetn-
ingar sömuleiðis. En það sem auðvitað skiptir
mestu, tónlistin sjálf, sem fyrr kraftmikið rokk með
ýmsum poppáhrifum og nú kannski straumlínulag-
aðra en á fyrri tveimur plötunum, er betri og
þroskaðari en nokkru sinni fyrr og við hana fléttað-
ir MJÖG GÓÐIR ÍSLENSKIR TEXTAR. Má segja,
að bæði Maus og Botnleðja ásamt fleirum (Bubba
auðvitað Iíka) hafí endanlega afsannað bábiljuna
um að ekki sé hægt að syngja rokk á íslensku. Það
er bara rangt, eins og margir af texstum Birgis á
plötunni sanna. En einhverja af þeim eða lögunum
er engin sérstök þörf á að taka út. Með hverri
Maus vinna stóran sigur með nýju plötunni.
hlustun virkar gripurinn nefnilega jafnari og betri.
Rétt eins og plata Botnleðju í fyrra, Fóik er fífl,
sýnir Lof mér... fram á að íslensk rokktónlist er
orðin fyllilega sambærileg við það besta sem gerist
erlendis. Og það á ekki bara við þessa plötu né
bara rokkið, íslensku rappsveitirnar, Spýruplatan,
þar sem sjö rokk- og poppsveitir af yngri gerðinni
eiga lög o.fl. eru greinileg dæmi um það að mikið
líf og gróska er í gangi nú í íslenskri tónlist. Að lok-
um ber svo að geta þáttar Roger O’Donnell fyrrver-
andi/núverandi hljómborðsleikara með The Cure
(þar sem söngvarinn Robert Smith er heilinn).
Hljómborðsleikur hans er ekki ýkja afgerandi fyrir
plötuna, en þegar og ef hún kemst á erlendan
markað (sem nú er víst í bígerð) verður það örugg-
lega metið til tekna að hafa hann innanborðs. En
sem sagt, ein af skemmtilegri og betri plötum árs-
ins.
ri+tii ir^^f rnfn inri^f nr i
faiunvuu gem i/unu ci i
Wales og flest sem því
ágæta landi viðkemur,
hefur löngum staðið í skugga
af nágrannaþjóðunum á Bret-
landseyjum. Þó eru undan-
tekningar á því eins og geng-
ur. í tónlistinni eru t.a.m.
ekki margir Walesbúar þekkt-
ir, nema hvað auðvitað að
kolanámutenórinn Tom Jones
hefur verið stjama í um 30 ár
og borið hróður Iandsins víða.
í seinni tíð hafa ýmsar
rokksveitir verið að koma frá
Wales, sem náð hafa hylli.
Þar ber helst að nefna Manic
Street Preachers, þá góðu
sveit og í kjölfarið hafa svo
siglt, Ocean Colour Scene,
Katatonia 60ft dolls o.fl.
Nýjasta nafnið frá Wales er svo sveit sem þykir vera
líkleg til stórafreka, Stereophonics, en platan
þeirra, Worlds gets around, hefur fengið mjög góð-
ar viðtökur. Krefjandi og góðar lagasmíðar með
innihaldsríkum og jafnvel ljóðrænum textum, lýs-
ingin á plötunni, sem þykir vera ein allrabesta ný-
smíð ársins. Kemur Stereophonics frá smábænum
Cwmanan og hefur þrátt fyrir ungan aldur meðli-
manna, starfað hátt í áratug. Fremstur í flokki er
söngvarinn og gítarleikarinn Kelly Jones, sem er
hálfgert undrabarn, hefur samið Iög og ljóð frá því
hann var barnungur auk smásagna og sjónvarps-
leikrits. Hafa Keily og félagar hlotið einróma lof
gagnrýnenda og þeir verið sammála um að á ferð-
inni sé rokksveit sem virkilega er varið í.
Eins og landsmenn hafa orðið varirvið á þess-
um vettvangi og víðar, hellast nú yfir nýjor
plötur ofýmsu tagi.
Flauelsmjúkar hendur, er nafnið á plötu sem söngkonan Jó-
hanna Þórhallsdóttir hefur sent frá sér. Er á henni að finna
bæði erlend og innlend lög í djass, þjóðlaga og klassískum
stfl sem Jóhanna syngur með aðstoð manna á borð við
Tómas R. Einarsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Semur sá
síðarnefndi m.a. titillag plötunnar auk þess að spila á gítar.
Jóhann G. snýraftur
Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarmaður, málari og fleira, hef-
ur haft frekar hægt um sig á tónlistarsviðinu f seinni tfð, en
nú er komin út plata með lögum eftir hann, sem spanna
a.m.k. 20 ára tímabil. Nýtur Jóhann aðstoðar á borð við,
Selmu Björnsdóttur, Emilíönu Torríní, KK og Jóns þúsund-
þjalasmiðs Olafssonar, sem á að mestu leyti hugmyndina að
gerð plötunar. Ber platan heitið, Asking for Iove.
Jólastjama Diddúar
Diddú, Sgrún Hjálmtýsdóttir, er án
efa ein ástsælasta söngkona þjóðar-
innar og gildir það bæði um hina
fyrri, feril hennar sem söngkona Spif
verksins m.a. og þann á klassiska
sviðinu er hún hefur verið á í seinni
tíð. A nýrri jólaplötu, Jólastjarna, sem
nú er rétt komin út hjá Skífunni.
sameinar hún þessar hliðar sínar með ágætum árangri og
vönduðum. Þarna eru sígildir söngvar á borð við Hátíð í bæ,
Ó, helga nótt og Ave Maris Bachs, þjóðvísur á borð við Það
á að gefa börnum brauð og erlend í líkingu við Mary’s boys
child, Jesus Christ, sem Boney M gerðu ekki hvað síst vin-
sælt og heitir það hér, Sonur Maríu. Er þessi blanda vel við
hæfi þegar söngkona á borð við Diddú á í hlut og ætti eng-
inn að verða svikinn af þessari vönduðu plötu.
. Söngkvartettinn Rúdolf úr Kópavogi;
er eins og Diddú í jólahugleiðingum 1
og hefur sent frá sér plötu með eldri;
og yngri jólasöngvum og nefnist hún,
Jólavaka. Er flutningur þeirra einfalcl-
ur en áhrifamikill, án undirleiks. er
þetta a.m.k. önnur platan frá Rúdolf,
því fyrir tveimur árum sendu þau frá sér aðra jólaplötu, Jóla-
söngva.
Lohsins Hljómasafn
Eftir að lög hinnar einu sönnu Bítlasveitar íslands, Hljóma
frá Keflavík, hafa verið að koma út með ýmsum hætti, hing-
að og þangað með hinum og þessum á geislaformi síðustu
ár, var löngu kominn tími á að fá útgefið gott safn bestu og
vinsælustu laga í upprunalegum út-
gáfum. Nú er Ioksins komið að því.
Frá Spori er komin út vegleg geislaút-
gáfa þar sem heil 25 af þekktustu
lögunum er að finna Með Rúnna
Júll, Gunnari Þórðar, Engilbert og
öllum hinum sem komu við sögu.
Hljómar urðu til árið 1963, um
haustið, en lögin á plötunni eru frá
1965 til 1967. Þar með talin eru lög
sem sveitin hljóðritaði sem Thor’s Hammer, þrjú að tölu.
Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Þú og ég, Æsandi fögur
o.s.frv. o.s.frv. Hver perlan um aðra þvera er þarna og varla
nokkurt lag sem sakna má. Ber að fagna þessari útgáfu
mjög.