Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
Tkgur
LIFIÐ t LANDINU
Gunnar Sverrisson
skrifar
Sonur minn 10
ára þurfti á dög-
unum að læra
boðorðin 10 fyrir
tíma í kristin-
fræði (eða heitir
það kannski trú-
arbragðarfræði
nú?). Eg var að
hlýða honum yfir
og snáði þóttist
kunna þetta upp á sína 10 fing-
ur. Og gerðir það reyndar að
mínu mati þar til kom að 10.
boðorðinu og hann sagði: Þú
skalt ekki girnast konu náunga
þíns, ekki þræl hans eða ambátt,
ekki uxa hans eða asna, né
nokkuð það sem náungi þinn á.
Þarna gerði ég athugasemd og
sagði sem var að tíunda boðorð-
ið sem ég lærði í barnaskólanum
hefði fjallað um þjón og þernu,
ekki þræl eða ambátt, þárna
væri því eitthvað málum bland-
ið. Enda alveg ljóst að boðorðið
gæti ekki fjallað um þræl og am-
bátt, því guð hefði verið á móti
þrælahaldi og því alls ekki getað
lagt blessun sína yfir slíkt með
Hórkarl í
hremmingum
því að troða þræl og þernu inn í
boðorð hjá sér, rétt eins og um
sjálfsagðan hlut væri að ræða.
En snáði sat við sinn keip og
sagði að svona væri þetta í bók-
inni sem hann Iærði í skólanum.
Þjóim eða þræll?
Maður gefur sig náttúrlega ekki
svo glatt í trúarbragðadeilum, og
allra síst við son sinn 10 ára.
Svo ég fór að fletta biblíunni,
mundi vel að Móses hafði mætt
með boðorðin í eyðimörkinni og
fann kaflann þar um í Mósebók.
Og þurfti þá ekki frekari vitn-
• anna við, Móses var með þræl
og ambátt inni, ekki þernu og
þjón. En ég gafst ekki upp, þessi
biblía var frá 1914 og sjálfsagt
illa þýdd, svo ég náði í aðra, út-
gefha 1959. Og þar stóð það
sama. Guð hafði sem sé lagt
blessun sína yfir þrælahald, en
uppfræðarar minnar kynslóðar
höfðu leynt okkur því með því
að nota hugtökin þjón og þernu
yfir þræl og ambátt. Svo ég
ræddi þetta ekki frekar við strák.
Htnmaríki einfileypra
En hélt áfram að blaða í biblí-
unni, sem maður gerir auðvitað
alltof sjaldan því þetta er ótrú-
lega magnað verk. Þeir skrifa
ekki svona bækur í dag, sónýfor-
stjórarnir, einararnir og thorsar-
arnir, það er alveg klárt og kvitt!
Og ég blaðaði lengi kvölds. Og
varð æ hrifnari af kyngimagn-
aðri frásögn og meitlaðri speki.
En um leið varð ég minni og
minni karl og nánast hvarf ofan
í stólinn eftir því sem Ieið á lest-
urinn. Eg vissi svo sem fyrir að
ég var ekki merkilegur pappír,
en taldi mig ekki alvondan og
a.m.k. ekki stórkostlegan synd-
ara, hvorki á jarðneskan né
himneskan mælikvarða. En bibl-
íulesturinn sannfærði mig um
annað.
Eg er t.d. stórkostlegur hór-
karl og konan mín verulega ber-
syndug og þetta hef ég beint frá
Jesús sjálfum. Því hver sem
gengur að eiga fráskilda konu
drýgir hór og hver sem skilur við
manninn sinn og giftist öðrum
drýgir einnig hór. Og eina hugg-
un harmi mínum gegn er sú að
helmingur þjóðarinnar, þar með
taldir margir prestar, eru sam-
kvæmt þessu sídrýgjandi hórið
út um allt samfélagið á degi
hverjum.
Til himnaríkis kemst ég auð-
vitað ekki, og er þar reyndar í
góðum hópi, því: „Þeir sem álít-
ast verðir að fá hlutdeild í hinni
veröldinni og upprisunni frá
dauðum, kvænast hvorki né gift-
ast.“ Sem þýðir auðvitað að líkt
er himmnaríki verinu, allir eru
þar ógiftir.
Eg á líka skilið að „fara á elds-
vítið", því ég hef kallað bróður
minn „bjána" og sagt : „Þú ert
heimskingi," við aðra. Þetta er
eldsvítissök að sögn Jesúsar.
Að éta sig til helvítis
Og ég er líka að éta mig beina
Ieið til helvítis á hverjum degi,
ef marka má matvælafræði
Mósesar. Því hann leggur t.d.
blátt bann við áti á mör úr naut-
um, sauðum og geitum. Og ég
sem á blóðmör í massavís í
frystikistunni. Ennfremur meg-
um við aðeins éta þau lagardýr
sem hafa sundugga og hreistur.
Rækjusalat er mitt uppáhald,
þannig að Ijóst er hvert ég stefni
að Ioknu þessu. Hinsvegar hljóta
Grænfriðungar og hvalaskoðun-
armenn að fagna því að hval-
kjötsát skuli vera synd að guðs,
ef ekki manna, lögum.
Afturámóti get ég haldið
áfram að drekka. I barnæsku
vorum við uppfrædd um að
Jesús hafi í raun ekki breytt
vatni í vín, heldur óáfengan
ávaxtasafa, ellegar pilsner. En í
biblíunni stendur reyndar um
brúðkaupið í Kana, eftir að vatni
hafði verið breytt í vín: „Hver
maður setur fyrst góða vínið
fram, en þegar menn eru orðnir
ölvaðir, hið lakara; þú hefur
geymt góða vínið þangað til nú.“
Með öðrum orðum, menn verða
fyllri af góðu víni en löku, og
það var greinilega mikill kengur
í víninu sem Jesús framleiddi,
fyrst það var talið svo gott.
Þarna er, sem betur fer, örlítið
ljós í neyslumyrkri bilbíunnar.