Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 15

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 15
 LAUGARDAGUR 22.NÓVEMBER 1997- 31 LÍFIÐ í LANDINU 99 Hj óluðum berir um borgina“ Jón Ársæll Þórðarson er þekkturfyrir smekkvísi í klæðaburði enda viðurkennir hann óhikað að fötskipti hann máli. Að segja annað væri lygi. „Ég gæti trúað því með íslensku þjóðina að það hafi dregið úr mætti forfeðra okk- ar að vera alltaf blautir í fæturna. Eg hef sannarlega sögu sem skýrir út mál mitt. Ég var í Kaup- skjánum. Jón Ársæll er meðvitaður um klæðaburðinn og ætti reyndar að vita hvað hann er að tala um því að hann átti og rak tískuverslun á Laugavegi á nfunda áratugnum. „Við leigðum þar af manni, sem reynd- ist vel þó leigan væri há. Þessi maður er yfirmaður minn enn þann dag í dag og heitir Jón Ólafsson. „Lífið er samantvinn- að og skrítið," segir Jón Arsæll og heldur áfram með smjörið. Hjólaði nakiirn „A hippatímabilinu var ég mikið fyrir það að fara úr fötum og þá helst öllu. Við vor- um nokkrir strákar f hóp að strika sem kallað var. Hjóluð- þá berir um borgina að nætur- lagi, aðallega í vesturbænum í Reykjavík. I dag væru menn settir í fangelsi og taldir kynferðisglæpa- menn. En við héldum að við værum að breyta heiminum," seg- ir hann og held- ur áfram: „Einu sinni komum við berir á hjól- um niður Framnesveginn um miðja nótt og mættum þá gömlum leigu- bílstjóra. Við sáum að hann varð svakalega hissa því að augun á honum fylltu upp í framrúð- una, þau voru eins og stór- ar undirskálar. Hann hætti að Jón Mæll hefuf eTJag^g swndum gefið ^ mnni P'M zæszh *xí ^ «*, Þ«,a. SS t „öruæle8a áhyggu/ausamennog g tso^jónArsæ-- að hann væn -----' búinn að vinna sem i mannahöfn fyrir mörgum árum og var beðinn um að fara í langferð. Eitthvað gerði það að verkum að ég treysti mér ekki. Sama dag keypti ég mér ágæta leðurskó. Um leið og ég renndi mér í skóna skipti ég um skoðun. Já, föt og skæði hafa áhrif á sálarlíf okkar. Það hef ég sannreynt," segir Jón Ársæll Þórð- arson, fréttamaður á Stöð 2. Jón Arsæll er þekktur fyrir vandaðan og smekklegan klæðaburð enda er hann alltaf afar skemmtilega og jafnvel kíminn til fara á skjánum. Hann hefur haft auga fyrir fatnaði frá því hann var krakki og segist velja sín föt sjálfur. Er engin pjatt- rófa en leikur tveimur skjöldum, fer sokkalaus í búðina eða á inniskónum í Ríkið en birtist svo pottþétt til fara á alltof jengi.“ Jón Ársæll bjó sem pjakkur á Seyðis- firði og Eskifirði og þar segist hann hafa verið frægur fyrir að vera með „bert á milli laga“, eins og kallað var, eða með buxurnar á hælunum. Enda kom það snemma í ljós að gaurinn var dyntóttur á föt. „Fyrstu jakkafötin sem ég eignaðist fór ég aldrei í. Ég fullyrti að þau væru svo sveitó.“ I jakkafötin fór hann aldrei. Á námsárunum fór hann að ganga í notuð- um fötum, hvort sem þar var blankheit- um um að kenna eða einhveiju öðru og um skeið gekk hann í bandarískum her- mannajakka með kúlnagötum úr Ví- etnam-stríðinu. Gekk í rónafrakka „Ég lét jakkann í skiptum. Suður í Júgóslavíu kynntist ég hollenskum pilti sem Iék á fiðlu fyrir mig í nokkra daga. Hann fékk minn jakka og ég fékk hans,“ segir Jón Ársæll. Um skeið gekk hann mikið í síðfrökkum, sem hann kall- aði „rónafrakka" og svo gekk hann mikið í hermannaskyrtum. Og nú er 14 ára sonur hans farinn að ganga í sams konar flíkum þannig að ty, kannski gengur fatasérvisk- an í erfðir. Hver veit. - En er hann glysgjarn í klæðaburði? „Ég veit ekki. Ég held ekki. En mér er ekki sama hvernig fötin eru á litinn. Svo fer það eftir því hvernig stendur á. Ég fór einu sinni til Sovét- ríkjanna í boði þarlendra stjórnvalda en kom fyrst við í Kaupmannahöfn. Þar keypti ég mér jakkaföt, sem voru stórköflóttari en almennt gerist á byggðu bóli. Þessi föt vöktu gríð- arlega athygli í Sovétríkj- unum. Ég fann það í mið- borg Moskvu þar sem voru tugþúsundir manna í grá- um og svörtum jakkafötum. Það var aðeins einn í gulum og grænum risaköflum. Ég leit á mig sem fulltrúa frjálsra og óháðra manna í þessum köflóttu jakkafötum enda voru þau keypt til að sýna Sovét- mönnunum í tvo heimana. Þeir skildu sneiðina. Og svo féll múr- inn skömmu seinna,“ svarar hann. Týnir húfuni Jón Ársæll á einn veikleika í sam- bandi við föt og það eru færeyskar peysur. Hann er mjög veikur fyrir þeim og segir þær henta vel því að í kulda verði þær heitar og hita verði þær kaldar. Hann hefur átt slíkar peysur annað slagið og stundum gefið þær þegar honum er farið að þykja mjög vænt um þær. „Maður á aðeins að gefa það sem manni þykir vænt um,“ segir hann spekingslega og bætir við að hann eigi færeyska húfu líka. Þær séu til í tveimur litum, rauðar fyrir unga og áhyggjulausa menn og dökkbláar fyrir fullorðna og áhyggjufulla menn, menn sem hafi kynnst sorginni, og hann eigi bláa. Húfurnar gefur Jón Ársæll þó ekki. Þeim týnir hann. -GHS „Ég fann það í miðborg Moskvu þar sem voru tugþús- undir manna í gráum og svörtum jakkafötum. Þaö var aðeins einn i guium og grænum risaköfium. Ég leit á mig sem fuiitrúa frjálsra og óháðra manna í þessum köflóttu jakkafötum enda voru þau keypt til að sýna Sovétmönnunum I tvo heimana. Þeir skildu sneiðina, “ segir Jón Ársæll um ferðalagið til Moskvu. Honum er ekki sama um klæðnað sinn enda þekktur fyrir smekkvísi i klæðaburði. mynd: þök..

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.