Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 6
6 - PRIÐJUDAGUR 2 S .NÓVEMBER 1997 ÞJÓÐMÁL jymmur Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@daBur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 kr. A mAnuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Simbréf ritstjórnar: 460 6171 (akureyrí) 551 6270 ireykjav(k) Nýr biskup - nýr tdnn í fyrsta lagi Það var hátíðleg stund í Hallgrímskirkju þegar herra Sigur- björn Einarsson, sem gegndi embætti biskups yfir íslandi með eftirminnilegum hætti um áratuga skeið, færði son sinn, séra Karl Sigurbjörnsson, í biskupskápuna á sunnudaginn. Og þeg- ar hinn nývígði biskup sté í predikunarstólinn kvað að ýmsu leyti við nýjan tón - tón sem ætti að boða gott í samskiptum þjóðar og kirkju eftir þau áföll sem dunið hafa yfir hin síðari ár og veikt mjög stöðu þjóðkirkjunnar í áliti almennings. í öðru lagi „Kirkjan þarf að koma sínum boðskap skýrt fram; það er ekki nóg að hafa bara eitthvað til að lifa af í striti - það þarf líka eitt- hvað til að lifa fyrir,“ sagði séra Karl Sigurbjörnsson í viðtali í Degi um helgina. Og í ræðu sinni við biskupsvígsluna lagði hann einmitt mikla áherslu á samábyrgð kristinna manna með öllum þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu og á jarðar- kringlunni yfirleitt; á skyldu þegnanna til að hjálpa þeim sem eru hungraðir og þyrstir, undirokaðir og fangelsaðir. Með sterkum samlíkingum úr hversdagslífinu dró hann upp mynd af þjóð sem er svo upptekin af eigin lífsgæðakapphlaupi að hún tekur ekki eftir þeim sem eiga um sárt að binda. I boðskap hins nýja biskups felst þannig hvatning til þjóðarinnar og kirkjunnar - hvatning um að horfa ekki aðgerðarlaus á neyð samborgaranna. í þriðja lagi Mörgum hefur fundist að boðskapur kristinnar kirkju hafi að undanförnu drukknað í átökum og deilum innan þjóðkirkj- unnar og auknum áherslum ýmissa kirkjunnar manna á ver- aldleg hagsmunamál. Þeir hinir sömu vænta þess að áherslur muni breytast þegar nýr biskup tekur við embættinu um ára- mótin og að í kjölfarið muni sambúð kirkju og þjóðar fara batnandi. Sá tónn sem einkenndi vígsluræðuna bendir ein- dregið til að séra Karl geri sér ljósa grein fyrir þeim vænting- um sem til hans eru gerðar og ætli sér að standa undir þeim. Elias Snæland Jónsson. Forgangur kappleikja Það gladdi Garra að sjá í frétt- um að ríkssjónvarpið íslenska hefur komið sér upp skyn- samlegri forgangsröðun efnis á dagskrá sinni. Efst á for- gangsröðunarlistanum trónar íþróttaefni hvers konar og ekkert annað getur komið út- sendingum íþróttaefnis úr skorðum. Þetta vita þeir sem ár og síð hafa búið við til- flutning dagskrárefnis vegna útsendinga frá kappleikjum af öllu tagi. Um helgina birtist síðan þessi forgangsröðun í því að tímasetningin á vígslu nýs biskups yfir Islandi réðist af því hvenær sundmót hófst í SundhöIIinni í Reykjavík. Þetta var vitaskuld farsæl Iausn sem skipuleggjendur stórviðburða á Islandi þyrftu að taka sér til fyrirmyndar. Grundvallaratriðið er að sam- komuhald stangist ekki á við þann ramma sem skipulögð íþróttamót setja. Séu íþrótta- viðburðir skipulagðir á áveðn- um tímum er eðlilegt að menn miði önnur hátíðarhöld við það - svo framarlega sem menn hafi áhuga á að frá þeim sé sagt í sjónvarpinu. Kristnitakan Og þar sem óðum styttist í aldamótin er eðlilegt að hvað úr hverju fari að koma fram íþróttadagskráin fyrir það árið. Það er afar brýnt að fyr- ir Iiggi sem fyrst hvaða kapp- leikir eða viðburðir aðrir verða á þessu merkisári og þá ekki síður hvar þeir verða og klukkan hvað. Meðan þetta liggur ekki fyrir er í rauninni ekkert hægt að skipuleggja dagskrá Kristnitökuhátíðar- innar. Það þýðir lítið að vera að boða til landsins alþjóðlegt gallerí trúar- og þjóðarleið- toga og gefa þeim upp ýmis V konar tímasetningar og dag- skrár ef svo kemur í Ijós að þessi kristnidagskrá stangast kannski á við sundmót í Sundhöllinni og öll dagskráin riðlast. Heppni að hafa Jiílíus Árekstur helgarinnar gefur ákveðið fordæmi um mikil- vægi - hann segir hvað á að víkja fyrir hverju. Sundmót eru ekki og hafa ekki verið á undanförnum árum vinsælt sjónvarpsefni og það hefur ekki verið mikill fjöldi sem þau hefur sótt. Sundmótin eru í flokki með júdói, tennis, keilu og öðrum þeim fþróttum sem trekkja ekki að áhorfend- ur í þúsundatali. Nú hefur sá staðall verið settur að fyrir út- sendingu frá slíkum viðburði má flýta biskupsvígslu. Því er ljóst að Kristninefnd gæti orð- ið að fresta eða flýta hátíðar- höldum á Þingvöllum ef svo illa vildi til að knattspyrnu- Ieikur yrði boðaður einhvern fýrirhugaðra hátíðisdaga árið 2000. Það er því augljóslega ekki tilvilun að til forustu í Kristninefnd hefur verið ráð- inn Júlíus Hafstein, sem er öllum hnútum kunnugur í íþróttahreyfingunni, þó hann standi þar tímabundið utan gátta eins og er. Júlíus getur einmitt nýtt sér þekkingu sína á sviði íþrótta við skipulagn- ingu hátíðarhaldanna og komið í veg fyrir að Kristnihá- tíðin árið 2000 þurfi að færast á milli daga vegna árekstra við beinar útsendingar frá kapp- leikjum. Júlíus mun auðvitað tryggja að Kristnihátíð stang- ist ekki á við íþróttir og trufli útsendingar frá kappleikjum. GARRI „SÍS“ transit gloria mundi Það er engu Iíkara en að Sam- band íslenskra samvinnufélaga sé horfið af yfirborði fóstuijarð- ar. SlS, hinn forni risi í íslensku samfélagi á svo mörgum sviðum, Golíat kaupfélaganna og sam- vinnuhreyfingarinnar hefur sem sé ákaflega lítið látið á sér kræla síðustu misserin, rétt eins og einhver lítill Davíð hefði slöngvað örlagasteini í höfuð hans. Og það er næsta víst að ef gerð væri skoðanakönnun meðal þjóðarinnar og spurt hvursu er það með SÍS þessa dagana, þá myndi þorri manna svara: SlS? SIS er ekkí til lengur. SÍS lifir! Og ef marka má fjölmiðla þá er Sambandið ekki lengur til, því það hefur nánast ekkert verið minnst á það mánuðum, ef ekki árum saman í fjölmiðlum. En SÍS er reyndar ennþá til. Og í október sl. komu formenn aðildarfélaga Sambandsins sam- an til fundar og ræddu framtíð og hlutverk Sambandsins. Og sendu reyndar öllum Qölmiðlum fréttatil- kynningu fyrir skömmu um efni fundarins að honum loknum. En enginn þeirra sá ástæðu til að nýta sér tilkynn- inguna til efnisgerð- ar. SÍS, fyrirbærið sem tröllreið íslensk- um fjölmiðlum með einum eða öðrum hætti um árabil, þyk- ir ekki lengur frétta- efni. Og er sú Snorrabúð greinilega orðin stekkur hvað það varðar. 27.000 sainviiuiumenn En Sambandið er reyndar enn á meðal vor, þó það sé vissulega mun hljóðlátara og umsvifa- minna nú en áður. Þrátt fyrir uppgjör Sambandsins á sínum tíma, þá er sam- vinnustarf í landinu enn mjög öflugt, að- ildarfélög innan Sambandsins eru 20 og félagsmenn um 27 þúsund. Mörg kaupfélagana eru með umfangsmikla starfsemi og meðal stærstu og öflugustu fyrirtækjanna í sín- um byggðarlögum. Enda ræddu for- mann aðildarfélaga Sambandsins það á fundinum að leggja áherslu á að Sambandið verði að nýju öflugur málsvari samvinnuhreyfingar- innar. Og að nauðsynlegt væri að samvinnuformið með sínum sér- einkennum yrði gert að góðum valkosti í íslensku viðskiptaum- hverfí. Glaðir samviimuseppar Það upplýsist sem sé hér með í Degi, fyrstum íslenskra fjöl- miðla, að Sambandið er ennþá fjöldahreyfing, ef ekki í fullu fjöri þá a.m.k. við þokkalega heilsu, og félagsmenn Sam- bandsins eins og áður sagði, tæp 30 þúsund. Þetta gleður auðvita gamla samvinnuseppa eins og yfirritaðan. Og hver veit, kannski eigum við eftir að éta yfir okkur af hlutabréfum í framtíðinni og villast af Ieið í verðbréfaþokunni. Og þá er kannski vænlegt að rifja upp að oft er það gott sem gaml- ir kveða og kíkja aftur á sam- vinnuformið og athuga hvort þar er ekki ýmislegt nýtilegt að finna. Kaupféiag Eyfirðinga iifir en mat greinarhöfundar er að „go/íat Kaupfélaganna", sé varia iengur tii i huga þjóðarinnar. sBurtla svairad Hvemigfannst þér vígsluræða Karls Sigur- bjömssonar biskups? Júlíus Hafstein Jramkvænidastjóri Kristnitökuafinæl- is. Mér fannst ræða sr. Karls Sigur- hjörnssonar prýðileg og flutningur sr. Ragnars Fjalars Lár- u s s o n a r, fyrrum sam- starfsmanns Karls í Hallgrímskirkju, á punkt- um úr ævibrotum sr. Karls fal- legur. Þá er ástæða til að þakka starfsfólki Biskupsstofu, Hall- grímskirkju og sóknarnefndar þar fyrir vel unnið verk í sam- bandi við vígsluna. Sr. Hjálmar Jónsson presturog þingmaður. Ræðan var prýðileg. Hún var sterk boðun út frá guð- spjalli dags- ins, lík pre- dikaranum og gefur góða vís- b e n d i n g u um framhaldið. Sr. Flóki Kristinsson Evrópuprcstur. Mér féll ræðan að mörgu leyti vel í geð. Að m i n n s t a kosti kvað við annan tón en hjá fráfarandi biskupi, að því leyti að Karl hvatti til þess að fólkið í landinu sýndi hvert öðru um- hyggju- og miskunsemi. Hér heyrðist trúarlegur tónn, en ekki þetta veraldlega fjas sem ein- kennt hefur yfirstjórn kirkjunnar á síðustu misserum. Sr. Kristján Válur Ingólfsson rektor í Skállwltsskóla. Mér fannst prédikunin frábær. Við vígsluræðu er það þannig að menn gætu verið upp- teknir af v í g s I u n n i sjálfri og sjálfum sér. Það var Karl Sigurbjörnsson biskup hins vegar ekki, heldur predikaði eft- irminnilega út frá guðspjalli dagsins, sem var í 25. kafla Mattheusar; það sem þér hafið gert einum hinna minnstu bræðra, hafið þér gert mér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.