Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 2
2 -PRIÐJUDAGUR 2S.NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR L A Brátt varð um gamanið hjá Huldu Gunnarsdóttur, fréttamanni á Stöð 2/Byigjunni, um helgina þegar hún meiddist illa á fæti á leiðinni á 100 ára afmælisfagnað Blaðamannfélags íslands. Hún verður fjarri fréttamennskunni næstu vikur en hyggst ekki sitja aðgerðalaus á meðan. mynd:bg Fréttamanni varð fótaskortur Huldu Guimarsdóttur varð fótaskotur um helg- ina. Hvorki á tuugunui ué í fréttamannsstarfinu heldur við holræsi skammt frá Hótel íslandi þar sem 100 ára afmæli Blaðamannfélags íslands var haldið hátíðlegt. Fréttamaður Stöðvar 2/Bylgjunnar, Hulda Gunnarsdóttir, varð fyrir því óhappi síðastliðið Iaugardagskvöld að detta í holræsi og slasa sig á fæti. Hún missti meðvitund um tíma. Slysið varð FRÉTTA VIÐ TALIÐ rétt fyrir utan Hótel Island þar sem Hulda var ásamt starfsfélögum og mökum á leið í 100 ára afmælisfagnað Blaðamannafélags Islands. „Eg var að fara út úr strætisvagnin- um og datt ofan í opið holræsi við Ar- múlaskólann. Ég hélt fyrst að þetta væri ekkert alvarlegt og reyndi að ein- beita mér að því að laga skóhælinn, en það næsta sem ég man er þegar ég rankaði við mér í sjúkrabíl," segir Hulda sem slapp við fótbrot en tölu- vert blæddi inn á beinhimnu. Fylgdar- Iið fréttakonunnar bar Huldu inn í söluturinn Arnesti þar sem hlúð var að henni á meðan beðið var sjúkrabíls. Hún Iét svo vita af sér um klukkan 21.00 og létti starfsfélögum hennar þá mikið, enda ógaman að skilja við konu sem þeir höfðu árangurslaust reynt að koma til meðvitundar. Hulda ætlar ekki að láta málið kjurrt Iiggja vegna frágangs borgarinnar á ræsinu. „Maður á að geta gengið um göturnar óhult án þess að eiga á hættu að lenda í slysi við hvert fótmál. Ræsið var opið f alfaraleið og án þess að ég viti hverjum um er að kenna er þetta mjög alvarlegt mál sem ég á eftir að skoða frekar.“ - Og er þetta í fyrsta skipti sem þú misstígur þig með þetta dramatískum hætti í fréttamannsstarfinu? „Það má með sanni segja. Ég held ég hafi aldrei lent jafn illa í því og þetta kvöld.“ — BÞ .T^ur Það fór fyrir brjóstið á mörgum í heita pottinum að Sjónvarpið skyldi klippa á útsendingu frá biskupsvígslunni á sunnudag- inn til þess að hleypa að Kalla og vofunni í svokölluðum 3-bíó- sýningum. Tímasetningar kirkjunnar manna stóðust ekki nákvæmlega og frekar en seinka 3-bíóinu var slökkt á útsending- unni úr Hallgrímskirkju í miðj- um sálmasöng. Heyrst hefur að margir hafi hringt ævareiðir í Sjónvarpið og lýst hneykslan sinni. Flestir vildu kenna íþróttadeildinni um því síðdegis var bein útsending frá sundkeppni, en deildin er sögð alsaklaus að þessu sinni. Lítið lagðist fyrir kappann Öss- ur Skarphéðinsson þótti mönn- um á Pressuballinu um helgina. Þjóðargersemin Diddú fór á kostum og söng flögrandi um salinn þar til hún bauð upp í vals - nýskipuðum ritstjóra sem missti karlmennskuna ofan í súpudiskinn og þorði ekki út á , gólf með hinni fögru dívu söng- karphéðinsson. listarinnar. Hún trúði auðvitað ekki eigin augum og eyrum, og enginn þeirra hundruða spariklæddra gesta sem mændu á kappann afneita glitklæddri söngkonunni. En urriðinn hristi bara hausinn, svo það kom í hlut Atla Steinarssonar að bjarga stéttinni og taka sveiflu - með stæl. Kvennamálin hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík eru sívin- sælt umræðuefni í heita pottin- um. Eins og áður hefur komið fram mun það hafa komið upp að Guðrún Pétursdóttir verði kölluð inn á lista sjálfstæðis- manna til að Ijölga þar konum. Slíkt er þó talin ólíkleg niður- staða enda Guðrún mikil vin- kona Ingibjargar Sólrúnar. Nú er fullyrt að konan í lífi sjálfstæðismanna í Reykjavík heiti Asdís Halla Bragadóttir, aðstoð- armaður mennstamálaráðherra, og að reynt verði að fá hana inn á listann. Ásdís Halla Bragadóttir. Össur Karl Sigurbjörnsson. Líkur á sérframboði taldar hafa aukist Jóhann G. Berg- þórsson verkfræðingur og bæjarfulltrún. Prófkjörslisti Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði vinn- urekki meirihluta í bæjar- stjóminni. Tveirþriðju flokksmanna á bandi Jó- hanns G. ogfélaga að eigin sögn. — Telurðu að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hafi á að skipa sigurstangleg- um lista við sveitarstjórnarkosningamar á næsta ári í Ijósi niðurstöðunnar í próf- kjöri þeirra um sl. helgi? „Ekki get ég sagt það og það er nokkuð ljóst að þessi listi mun ekki vinna meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það eru margar ástæður fyrir því en fyrst og fremst vegna þess hvað þátttakan í prófkjörinu var döpur. Það var sagt að það væru 1850 manns flokksbundir fyrir prófkjör og heyrst að um 300 manns hafi gengið í flokkinn fyrir próf- kjörið. Miðað við þátttökuna voru það 623, eða einn þriðji sem tók þátt í prófkjörinu. Þannig að ég vil að meina að ég og Ellert Borgar Þorvaldsson eigum þessa tvo þriðju flokksmanna sem ekki kusu í prófkjörinu." — Hefurðu skýringu á þessari dræmu þátttöku? „Okkar lið sniðgekk þetta og einnig þeir sem vildu sættir í flokknum. Það er vegna þess að öllum málaleitunum þeirra um sættir hefur verið hafnað af þessu liði. Þannig að þetta kom mér alls ekki á óvart og útkoman nánast eftir bókinni eftir að við vorum farnir út.“ — Hafa likurnar fyrir sérframboði ykk- ar kannski aukist í Ijósi þessara dræmu þátttöku í prófkjörinu? „Ég mundi segja að líkurnar hafi aukist, en við höfum enga ákvörðun tekið. Við eig- um líka eftir að sjá hvernig klofni.ngsfram- boð krata og klofningsframboð komma í Firðinum mun koma út. Það er hins vegar mikill æsingur í fólki fyrir því að við bjóðum fram, en við bremsum það bara niður enda nægur tími til stefnu. Það er geysilega mik- ið þrýst á okkur að fara fram og reyndar óþægilega mikið. Hins vegar er líka búið að gera okkur þetta mun auðveldara en áður. Samkvæmt nýjum kosningalögum þarf ekki að tilkynna framboð fyrr en þremur vikum fyrir kjördag, þannig að við höfum góðan tíma til að vinna okkar heimavinnu." — Hvað finnst þér um þá hugmynd að sameina Hafnarfjörð, Garðahæ og Bessa- staðahrepp í eitt sveitarfélag? „Það væri auðvitað mjög jákvætt mál. Það liggur hins vegar fyrir að Bessastaðahreppur hafnaði sameiningu við Garðabæ í kosning- um fyrir nokkrum árum. Þá hafa forystu- menn í Garðabæ, bæði bæjarstjórinn og Benedikt Sveinsson, sagt að þeir muni ekki líta við sameiningarmálum fyrr en þeir í Bessastaðahreppi biðja um það. A sama hátt hafa þeir sagt að það þýði ekkert fyrir ykkur í Hafnarfirði að tala um sameiningu við þá í helmingi minna sveitarfélagi nema að við biðjum um það sjálfir. Þannig að mér finnst að boltinn í þessu máli liggja hjá þeim á Álftanesi. Þar á bæ hafa menn lýst því opin- berlega yfir að þeir sjá enga æskilegar for- sendur til að sameinast, hvorki pólitískar sé fjárhagslegar. Þannig að ég sé nú ekkert ger- ast í þessum málum á næstunni. Þar fyrir utan er Hafnarfjörður sjálfum sér nógur og sjálfstæður að öllu leyti. Þannig að þessi sameiningarmál eru að mínu viti margra ára þróun.“ -GRll

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.