Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 8
8- PRIÐJUDAGUR 2S.NÓVEMBER 1997 FRÉTTASKÝRING Dxgur Biðskýli ffldanna Verslimareigendumir og starfsmeim hafa fengið nðg. Þeir ðttast uin öryggi sitt vegna útigangsfólks, sem þó er ekki „gömlu, góðu rónamir“, heldur ungt fólk í „mgli“. Hlemmur er „miðstöð drykkju- og ofbeldis- iiiíiinia og eiturlyfja- sala“. Lögreglan skoð- ar málið. Lögreglustjóraembættið í Reykja- vík fékk í gær í hendurnar undir- skriftalista með nöfnum forsvars- manna um 10 fyrirtækja milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, þar sem aðgerða var krafist vegna „ónæðis útigangsfólks við biðstöð Strætisvagna Reykjavíkur við Hlemm“. Forsvarsmenn fyrir- tækjanna segja í niðurlagi undir- skriftatextans að Hlemmur virðist vera orðinn miðstöð drykkju- og ofbeldismanna og eiturlyfjasala. Þetta er mögnuð ályktun, en í textanum segir um kvörtunina að átt sé við „sífellt ónæði af úti- gangsfólki, þjófnaði og hnupli úr verslunum sem er daglegt brauð, ofbeldishótunum við starfsfólk og það ausið svívirðingum. Dæmi er um að verslunareigendur þora ekki lengur að senda starfsfólk sitt, sem vinnur framyfir venju- legan lokunartíma (kl. 18:00), með fjármuní í næturhólf bank- anna, sem þó eru í svo til næsta húsi.“ Starfsfólk SVR hcfur áhyggjur Það er varla skemmtileg lýsing að lesa fyrir forsvarsmenn Strætis- vagna Reykjavíkur (SVR) að bið- skýlið við Hlemm sé jafnvel orðið miðstöð fyrir ofbeldismenn og eiturlyfjasala. Arni Þór Sigurðs- son, formaður stjórnar SVR, seg- ir að augljóslega verði að skoða þetta mál vandlega. „Vagnstjórar og starfsfólk í bið- skýlinu hefur haft samband og lýst áhyggjum sínum og við höf- um því heyrt um vandamálið. Eg hef áhuga á því að málið verði tekið upp til að sjá hvað hægt er að gera því mér skilst að þetta hafi verið að ágerast að undan- förnu. Astandið á fólkinu sem heldur þarna til er augljóslega vandamál og slæmt þegar svo er komið að fólk er farið að óttast um öryggi sitt. En það þurfa fleiri að koma að þessu máli og þá ekki síst lögreglan," segir Arni Þór. Haraldur Johannessen, starf- andi lögreglustjóri, staðfesti í samtali við Dag að undirskrifta- listinn hefði borist embættinu. „Við vorum að fá þetta í hendurn- ar og erum ekki enn farin að lésfifp Aðgerða er krafist vegna ónæðis útigangsfóiks við biðstöð Strætisvagna Reykjavíkur við Hiemm. Forsvarsmenn tíu fyi vera miðstöð drykkju, ofbeldis og eituriyfja. - mynd: bg SnnMfiit 11, of it, Stórsýning á landbúnaðartækjum Sýnum meðal annars nýa vél frá Case rz 15%afsláttur á öllum vörum i verslun ?% afsláttur á vélum /iWlfíTt’ wraíin^mnnnmit? VELAR & ÞJONUSTA I Ósnyri 1 a, Akuinyii, simi 481 4040 skoða málið. Það verður þó að sjálfsögðu gert. Við munum ræða við forsvarsmenn þessara fyrir- tækja og kanna hvernig þessum málum er háttað og bregðast við í samræmi við það. Eg hef sjálfur ekki fengið vitneskju um að ástandið þarna fari versnandi, en það kann að vera að þetta sé nú með öðrum hætti en verið hefur til þessa. Það verður skoðað sér- staklega," segir Haraldur. Bækur - nótur - frinterki - peningar Þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem Dagur ræddi við voru ekki í vafa um að ástandið hefði versnað upp á síðkastið. Borgar Jónsteinsson í Bókabúðinni Hlemmi segir að ástandið hafi farið hríðversnandi á þeim sex árum sem hann hefði unnið við Hlemm. „Og þá er ég ekki fyrst og fremst að tala um þá sem ég kalla gömlu, góðu rónana, heldur um tiltölulega ungt fólk í rugli, fólk sem virðist tengjast Keisaranum með ótvíræðum hætti. Rónarnir gera lítið á ann- arra hlut nema að vera ekki beint augnayndi." Borgar segir að leiðinleg þjófn- aðarmál hafi komið upp og að þau virðast sldpulögð. „Hingað í bókabúðina kemur þetta fólk og er gjarnan að stela stærri bókum, þeim sem kosta 10 til 15 þúsund krónur. Það fer síðan með bæk- urnar í aðrar bókabúðir og fær innleggsnótur. Það fær síðan frí- merki út á nóturnar og þeim er skipt í peninga í pósthúsunum. Við höfum ráðfært okkur við aðr- ar bókabúðir og þetta virðist vera skipulagt." Þá segir Borgar að starfsfólk fyrirtækjanna búi við stöðugar of- beldishótanir. „Þessar hótanir og svívirðingar fara mjög í taugarnar á okkur. Við erum satt að segja búin að fá hundleið á þessum hótunum um líkamsmeiðingar. Eg er ekki að ýkja þegar ég segi að hér hjá okkur kemur upp vesen einu sinni til tvisvar á dag. Nú viljum við úrbætur," segir Borgar. Ætlaði að ganga í skrokk á mér I gjafaversluninni Tokyo varð Sig- rún Guðmundsdóttir til svara. „Tvisvar sinnum á skömmum tíma hef ég orðið að kalla á lög- regluna. I annað skiptið kom inn maður sem virtist hreinlega ekki vita hvar í veröldinni hann væri staddur. I hitt skiptið kom inn druklcinn maður sem ætlaði að ganga í skrokk á mér. Það er mað- ur sem ég hef oft séð vera með of- beldi og hótanir hér í kring og hefur t.d. oftar en einu sinni ver- ið að abbast upp á þroskaheftan blaðsölumann frá DV. Þetta fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað það er að gera okkur. Þetta bitnar auðvitað á versluninni hér

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.