Dagur - 25.11.1997, Síða 3

Dagur - 25.11.1997, Síða 3
 ÞRIÐJUDAGUR 2 S .NÓVEMBER 1997 - 3 FRÉTTIR L Ekki beint gegn R-listaniun Framsóknarmenn eru harla ánægðir med eigin verk og telja sig hafa staðið við fiest kosningaioforð sín. Þeirhafa engan áhuga á sameiningarbröiti féiagshyggjufiokkanna. Framsóknarmeim leg- gja á það áherslu að bjóða fram í eigin nafni í sem flestum sveitarfélögum, segir í ályktun miðstjómar fiokksins. Framsóknarmenn hafa engan áhuga á að vera með í þeirri sam- einingarhrinu félagshyggjuflokk- anna sem setur mark sitt á und- irhúning sveitarstjórnarkosning- anna næsta vor. 1 ályktun aðal- fundar miðstjórnar Framsóknar- flokksins, sem haldinn var um helgina, er lögð áhersla á að flokkurinn bjóði fram „lista í eig- in nafni í sem flestum sveitarfé- lögum“, eins og segir orðrétt. Sigrún Magnúsdóttir, oddviti framsóknarmanna í Reykjavfk, segir ályktuninni ekki beint gegn Reykjavíkurlistanum, enda hafi það Iengi verið yfirlýst stefna Framsóknarflokksins að æskileg- ast sé að flokkurinn bjóði fram sér. „En það er breyting á pólit- ísku landslagi þegar þeir flokkar sem starfa með okkur í Reykja- víkurlistanum eru að ræða sam- einingu á landsvísu og ekkert óeðlilegt þótt miðstjórn flokksins kveði fast að orði um þetta.“ Efling byggðakjarna 1 stjórnmálaályktun miðstjórnar kemur fram að framsóknarmenn eru'harla ánægðir með eigin verk og samstarfið í ríkissljórninni. Þeir telja sig liafa staðið við flest sín kosningaloforð og að sá bati sem nú sjáist merki um í ís- lensku efnahagslífi muni á næstu misserum skila sér til fólksins í landinu. Miðstjórnin hvetur til þess að unnið verði skipulega að því að jafna skilyrði til búsetu í Iand- inu. Hún telur að efling byggða- kjarna sé enn til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf um allt land. Efling sveitarfélaga og tilflutn- ingur verkefna til þeirra frá rík- inu geti einnig stykt búsetu á landsbyggðinni. Einnig þurfi að framfylgja nú þegar ákvæðum stjórnarsáttmálans um lækkun húshitunarkostnaðar, jafna þurfi kostnað við aðgang landsmanna að ljósleiðaranum og standa verði vörð um jafnrétti til náms, m.a. með aukinni jöfnun náms- kostnaðar. Sophia Hansen. Sendiherraim í vitiiasfúku Dómari í Istanbúl í Tyrklandi vill að Olafur Egilsson sendi- herra og Katrín Fjelsted beri vitni í máli gegn Halim A1 vegna brota hans á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur sínar. Réttað var í málinu í sakadómi í Istanbúl í gær. Samkvæmt upp- lýsingum samtakanna Börnin heim sýndi lögmaður Sophiu fram á að ekki stæðust fullyrð- ingar Halims um að dætur Sophiu vildu ekki hitta hana. Dómarinn óskaði þá eftir því að Olafur og Katrín bæru vitni um þetta efni þegar réttað verður næst í málinu í febrúar. Þau voru bæði viðstödd þegar Sophia hitti dætur sínar síðast. Dómari þessi dærndi Halim í 4 mánaða fangelsi fyrr á þessu ári, en því var áfrýjað. Vilja sameiningar- úrslitin ómerk Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, „fær á baukinn“ hjá tveimur fyrrverandi bæjarfulltrúum á Sauðárkróki vegna framkvæmdar kosningar um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði nýveríð. Framkvæmd samein- mgarkosningaima í Skagafirði kærð. Krafa að úrslitin verði dæmd ómerk. SjiíklÍTigiim á sjókra- húsinu á Sauðárkróki mismunað í kosning- unni? Sýslumanninum á Sauðárkróki hefur borist kæra frá Erlendi Hansen og Herði Ingimarssyni, fyrrverandi bæjarfulltrúum á Sauðárkróki, vegna kosningar- innar um sameiningu sveitarfé- laga í Skagafirði 15. nóvember sl. Krefjast þeir ógildingar kosn- inganna þar sem verulegir ann- markar hafi orðið á framkvæmd- inni. Hörður og Erlendur segja í kærunni að framlagning kjör- skrár hafi verið með öllu óheim- il. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki hafi afhent kjörskrárnar, undir- ritaðar af honum sjálfum. Af bókun bæjarstjórnar og bæjar- ráðs verði ekki séð að kjörskráin hafi verið afgreidd og staðfest með lögbundnum hætti og síðan undirrituð af allri bæjarstjórn- inni svo hún öðlaðist lagalegt gildi. „Kosningin gat því ekki far- ið fram með ólögmætri kjör- skrá,“ segir í kærunni. Maimréttindi brotin? Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki, fær fleiri ákúrur. Hörður og Erlendur segja að í tugi ára hafi verið opn- uð kjördeild hluta úr degi á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en svo hafi ekki verið nú, sem skjóti skökku við í kosningum sem hafi ígildi stjórnarskrárbreytinga. Staðhæft er að starfsfólki sjúkra- hússins hafi verið sagt að kjör- deild yrði opnuð og fyrst síðdeg- is hafi endanlega verið Ijóst að ekki yrði af opnun kjördeildar. I Lýtingsstaðahreppi munaði að- eins 2 atkvæðum að sameiningin yrði felld og segir í kærunni að vitað sé að ef nokkrir einstakl- ingar úr þeim hreppi hefðu feng- ið að neyta kosningaréttar síns hefðu úrslitin í Lýtingsstaða- hreppi orðið á þann veg að sjálf- krafa hefði orðið að endurtaka kosninguna um sameiningu sveitarfélaga. Oddvitinn kannast ekki við neitt Dagur bar þetta undir Elínu Sig- urðardóttur, oddvita Lýtings- staðahrepps, í gær, en hún hafði ekki haft spurnir af kærunni og kannaðist ekki við umræðuna. „Eg veit það a.m.k. að við unn- um okkar störf jafn vel hér í Ar- garði og framast var unnt,“ sagði Elín. — BÞ Oddvitinn ekki kæröiir Náttúruvernd ríkisins telur að Gísli Einarsson, oddviti í Biskups- tungahreppi, hafi sýnt slæmt fordæmi þegar hann framkallaði sápu- gos nýverið án þess að hafa heimild til. Að líkindum mun Gísli þó losna \dð lögreglukæru vegna málsins. Stjórn stofnunarinnar átelur ofangreint athæfi oddvitans og telur það skapa slæmt fordæmi fyrir náttúruvernd á lslandi, ekki síst vegna þeirrar stöðu sem Gísli gegn- ir í Biskupstungnahreppi. Eigandi Vegas á yfir höfði sér kæru Islensk fatafella hyggst kæra Harald Böðvarsson, einn eigenda Vegas, fýMr áreitni. Konan ber að Haraldur hafi meinað sér útgöngu úr skrifstofu hans og verið nærgöngull. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 sturtaði hún töflum í sig til að Haraldur leyd'ði henni að fara út og var þá kallað á sjúkrabíl. Síðan hafi hún verið barin og sparkað í hana. Þeg- ar konan hugðist kæra í gær til lögreglu var hún beðin um að koma aftur í dag. Lögreglan er hugs- anlega vanhæf í málinu þar sem Haraldur er sonur Böðvars Bragasonar lögreglustjóra. Sama magn af úthafskarfa Á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar sem fram fór í Lundúnum nýlega var tekin ákvörðun um veiðar á úthafskarfa á næsta ári. lslenskum fiskiskipum verður heimilt að veiða 45.000 lest- ir af karfa á árinu 1998 eða sama magn og nú. Einnig var samþykkt veiðilýrirkomulag á norsk-íslenskri síld utan lögsögu aðildarríkja í samræmi við síldarsamning fimm aðila frá 28. október sl. Er þetta í samræmi við það fyrirkomulag sem gilt hefur á þessu ári. Hálf miUjón í þvagfæraskurðtæki Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykja- \dk færði í gær á 130. afmælisdegi sjóðsins Land- spítala Islands hálfa milljón króna að gjöf. Pening- arnir eiga að renna í sjóð til kaupa á geislatæki til þvagfæraskurðlækninga. Mikil þörf er fyrir slíkt tæki til aðgerða á karlmönnum sem eru með alvar- lega þvagfærasjúkdóma líkt og krabbamein í blöðruhálskirtli. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, afhenti Guðmundi Vikar Einarssyni yfir- JóhannesJónsson. lækni peningagjöfina í gær við hátíðlega athöfn í Höfða í boði borgarstjóra. Böðvar Bragason.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.