Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 2S.NÓVEMBER 1997 Xhypr ÍÞRÓTTIR Enn einn sigur Lakers Los Angeles Lakers eru enn tap- lausir í NBA körfuboltanum. A sunnudagskvöldið voru nágrann- arnir í Clippers lagðir, 119-102. E. Jones var stigahæstur Lakers með 28 stig en hinn ungi Kohe Bryant skoraði 24. Lakers lék enn einu sinni án miðherjans Shaquille O’Neal, en núna er það magavöðvi sem hrjáir tröllið og verður hann frá næstu vik- una. Boston Celtics gerði sér lítið fyrir og sigraði Grant Hill og fé- laga í Detroit, 90-86. Hinn frá- bæri Antoine Walker var yfir- burðamaður á vellinum og skor- aði 29 stig. Þetta var sjöundi sig- ur Celtics á tímabilinu og hafa þeir byrjað óvenju vel en á síð- asta tímabili kom sjöundi sigur- inn ekki íyrr en 5. janúar! Chicago lagði Sacramento nokkuð auðveldlega á útivelli með 33 stigum frá Michael Jord- an, þar af 18 í öðrum leikhluta. Lokatölurnar 103-88, en þetta var einungis 2. sigur meistar- anna í þeim 6 útileikjum sem lið- ið hefur spilað. Mitch Richmond var stigahæstur f liði heima- manna með 23 stig. Að lokum unnu New York Knicks auðveld- an sigur á Vancouver, 104-84. Patrick Ewing fór fyrir sínum mönnum að vanda og skoraði 19 stig en Bryant Reeves skoraði 18 fyrir Vancouver. — jj HANDBOLTI Wuppertal lagði Kiel Ólafur Stefánsson skoraði átta mörk, fimm þeirra úr vítum, og Dagur Sigurðsson var með fímm mörk, þegar Wuppertal vann mjög óvæntan útisigur á THW Kiel, 28:31, þegar liðin mættust 1. deildinni í handknattleik í Þýskalandi á laugardag. Geir Sveinsson skoraði þrjú af mörk- um Wuppertal, en liðið varð fyr- ir miklu áfalli í leiknum. Dagur Sigurðsson handarbrotnaði og Ieikur ekki með liðinu næstu tíu vikurnar. Botnlið deildarinnar, Tusem Essen, sem Patrekur Jóhannes- son leikur með, vann stórsigur á Flensborg, 35:23, en önnur úr- slit urðu þessi í deildinni: TBV Lemgo- Wallau-Massenh. Eisenach-Magdeburg Nettelstedt - GWD Minden B. Dormagen- Niederwiirzb. Rheinhausen- Gummersbach Staða efstu liða: rI’BV Lemgo 10 261:235 16 THWKiel 10 275:251 15 SG Wallau- Massenh. 10 247:227 14 SG Flensburg- Handew. 10 248:222 12 TuS Nettelstedt 10 289:266 11 GWD Minden 10 258:244 1 1 Wuppertal 10 261:250 11 Niederwur/.bach 9 218:211 10 23:22 23:20 26:26 20:20 23:27 Páll Þórólfsson var valinn í íslenska landsliðshópinn sem maetir Júgóslövum í tveimur leikjum í riðlakeppni EM. Á myndinni sést hann skora eitt marka Aftureldingar í sigrinum á Haukum siðastHðinn laugardag. - mynd: bg PállogAmarí landsliðshópiim Páll Þórólfsson, hornamaður úr Aftureldingu, og Amar Péturs- son úr Stjörnunni voru valdir í íslenska landsliðhópinn, sem leikur fyrri leik sinn gegn Júgóslövum í riðlakeppni EM í Laugardalshöll nk. fimmtudags- kvöld. Þeir Páll og Arnar taka sæti þeirra Björgvin Björgvins- sonar, Gústafs Bjarnasonar og Dags Sigurðarsonar, en sá síðast- nefndi handarbrotnaði um helg- ina í leik með Wuppertal og leik- ur ekki næstu tíu vikurnar. Þor- björn Jensson tilkynnti landsliðs- hóp sinn í gærdag og hann er skipaður eftirtöldum leikmönn- um. Markverðir: Guðm. Hrafnkelsson, Val 275 Bergsveinn Bergsveinss., UMFA 131 Reynir Reynisson, Fram 9 Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Drammen 195 Páll Þórólfsson, UMFA 9 Róbert Sighvatsson, Dormagen 47 Geir Sveinsson, Wuppertal 323 Konráð Olavson, Niederwurzbach 151 Ólafur Stefánsson, Wuppertal 79 Arnar Pétursson, Stjörnunni 0 Jason Ólafsson, UMFA 15 Róbert J. Duranona, Eisenach 29 Patrekur Jóhannesson, Essen 134 Valdimar Grímsson, Stjörnunni . 227 Júlíus Jónasson, St. Gallen 259 Óvænt á Anfield Manchester United og Blackbum uiinu bæði sæta sigra í ensku úr- valsdeildinni um helgiua. Arsenal sem lengst af hefur verið við toppinn þurfti að játa sig sigrað í annað skiptið á þessu keppn- istímahili, þegar strákamir hans Ron Atkinson tóku á móti þeim í Sheffield. Óvæntustu úrslit í úrvalsdeild- inni á þessu keppnistímabili voru þó án efa á Anfíeld Road þar sem nýliðarnir, Barnsley, báru sigurorð af Liverpool, 0:1. Líkur á sigri Barnsley fyrir Ieik- inn voru 9-1 hjá veðbönkum, enda hafði Barnsley fengið tutt- ugu mörk á sig í þremur síðustu leikjum og líldegt til að „bæta“ met Swindon sem fékk á sig 100 mörk á einu tímabili í úrvals- deildinni. Eina mark Ieiksins kom eins og óinnpökkuð jólagjöf frá Patrick Berger sem var að hlaupa aftur í vítateignum þegar boltinn fór í hann og fyrir fætur Ashley Ward sem þakkaði fyrir sig. Barnsley varðist vel í síðari hálfleiknum og Þjóðverjinn Karl- Heinz Riedle fór illa að ráði sínu í tvígang í upplögðum færum. Wimbledon var síst slakari að- ilinn gegn toppliði Manchester United í fyrri hálfleiknum og ef sóknarmenn liðsins hefðu verið aðeins sparkvissari, er aldrei að vita hvernig Ieikurinn hefði þró- ast. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 3. mínútu síðari hálfleiks- ins, þegar Nicky Butt kom gest- unum yfír og stuttu síðar skoraði varamaðurinn David Beckham annað mark Man. Utd. með sinni fýrstu snertingu í leiknum. Heimamenn náðu að jafna en leikmenn Man. Utd. settu þá í fjórða gírinn, bættu við þremur mörkum og innbyrtu 1700. deildarsigur félagsins. Leikmenn Derby léku sér að Coventry eins og köttur að mús í fyrri hálfleiknum og staðan var orðin 3:0 eftir 38 mínútur. Nokkurt hik virtist koma á Ieik- menn Derby þegar þeir misstu fyrirliða sinn, Jacob Laursen, af velli eftir brot Gary McAlister og leikurinn jafnaðist í síðari hálf- leiknum. Gordon Strachan, framkvæmdastjóri Coventry, sagði eftir leikinn að lið sitt hefði aldrei átt möguleika, en kvaðst vera ósáttur við dómgæslu David Ellery. Strachan sakaði dómar- ann um að hafa skellt á sig hurð, þegar hann hugðist ræða málin í leikhléi. Strachan sagði jafn- framt að hann teldi það tíma- bært að þeir sem blésu í flautuna gerðu það í fullu starfi, en ekki í aukastarfí. Ron Atkinson, hinn nýráðni framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday, féldt óskabyrjun þeg- ar lið hans sigraði Arsenal 2:0. Heimamenn komust á sporið eftir varnarmistök rétt fyrir leik- hlé sem Andy Booth nýtti sér að fullu og Guy Whittingham inn- siglaði sigurinn, stuttu fyrir Ieikslok. John Barnes var flestum að óvörum settur í fremstu línu Newcastle þegar liðið tók á móti Southampton. Barnes þakkaði fyrir sig og skoraði bæði mörk liðsins í 2:1 sigri. Newcastle var sterkari aðilinn allan límann, en náði ekki foryslunni fyrr en þeg- ar stundarfjórðungur var til leiksloka. Bjarni Guðjónsson var ekki á Ieikskýrslu hjá Newcastle. Vinstri hakvörður Blackburn, Steve Croft, skoraði sigurmark liðs síns gegn Chelsea í fyrri hálfleiknum og hefndi þannig ófaranna frá því í deildarbikarn- um, þegar Chelsea hafði betur. Guðni Bergsson var að venju f liði Bolton og Arnar Gunnlaugs- son kom inn á sem varamaður í markalausri viðureign gegn Leicester. — FE UMFAá toppiim Afturelding endurheimti topp- sætið í 1. deild karla í hand- knattleik um helgina. Mosfells- bæjarliðið lagði Hauka að velli á laugardag og FH-ingar, sem sáttu á toppnum fyrir umferð- ina, máttu þola tap gegn Stjörn- unni sl. sunnudagskvöld. Urslit leikja urðu þessi: ÍBV-KA 25:31 UMFA-Haukar 25:23 Breiðablik-Fram 20:29 FH-Stjarnan 20:23 Víkingur-ÍR 24:24 Valur-HK 30:24 Staðan er nú þessi: Afturelding 10 8 0 2 257:241 16 FH 10 7 1 2 280:239 15 Stjarnan 10 7 0 3 276:257 14 KA 9 6 12 258:234 13 Haukar 10 5 2 3 271:252 12 Fram 10 6 0 4 271:255 12 Valur 10 5 1 4 236:231 11 ÍBV 10 4 1 5 282:284 9 ÍR 10 3 1 6 245:267 7 HK 10 3 0 7 249:255 6 Víkingur 9 1 1 7 217:244 3 Breiðablik 10 0 0 10 227: 30 9 Leikur KA og Víkings, sem frestað var úr 9. umferð, verður leikinn í KA-heimilinu annað kvöld og hefst hann ld. 20. ENGLAND Úrslit urðu þessi í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi. Sunnudagur: Leeds-West Ham 3:1 Hasselbank 77, 90, Haaland 88 - Laugardagur Aston ViIIa-Everton 2:1 Milosevic 36, Ehiogu 56 - Speed vsp. 12. Blackburn-Chelsea 1:0 Croft 1 1 -. Derby-Coventry 3:1 Baiano 3, Eranio vsp. 30, Wanchope 39 - Huckerby 71. Leicester-Bolton 0:0 Liverpool-Barnsley 0:1 - Ward 35. Newcastle-Southampton 2:1 Barnes 55, 75 - Davies 5. ShefT. Wed.-Arsenal 2:0 Booth 42, Whittingham 86 -. Wimbledon-Man. Utd. 2:5 Ardley 70, Hughes 72 - Butt 48, Beckham 66, 76, Scholes 81, Cole 87. Staðan er nú þessi fyrir leik Tottenham og Crystal Pal. í gær- kvöld: Man. United 15 9 4 2 36:12 31 Blackburn 15 8 6 1 27:13 30 Arsenal 15 7 6 2 30:17 27 Leeds 15 8 2 5 23-17 26 Chelsea 14 8 1 5 29:17 25 Derby 14 7 2 5 28:20 23 Leicester 15 6 5 4 19:14 23 Liverpool 14 6 4 4 25:14 22 Newcastle 12 6 3 3 16:16 21 Wimbledon 15 5 4 6 18:20 19 Aston Villa 15 5 3 7 15:21 18 Coventry 15 3 8 4 13:19 17 Crystal Pal. 13 4 4 5 13:15 16 Southampton 15 5 1 9 18:23 16 West Ham 14 5 1 8 18:24 16 Sheff. Wed. 15 4 3 8 25:35 15 Tottenham 14 2 4 7 11:21 13 Bolton 14 2 7 5 10:21 13 Barnsley 15 4 1 10 12:40 13 Everton 14 3 3 8 16:23 12 Markahæstir: Dennis Bergkamp, Arsenal 10 Chris Sutton, Blackburn 10 Francisco Baiano Derby 9 Ian Wright, Arsenal 9 Andy Cole, Man. Utd. 8 John Hartson, West Ham 8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.