Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 10
10 - ÞRIBJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR Oíi#ur Ekkert smá skemmti- LEGUR r Furuvöllum 3 ■ 600 Akureyri Sími 461 2288 ■ Fax 462 7187 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Vélfræðingar! Að Verkmenntaskólanum á Akureyri vantar kennara í vélstjórnar- greinum frá og með upphafi vorannar 1998. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir ásamt greinargerð um fyrri störf berist Verk- menntaskólanum á Akureyri, Eyrarlandsholti, 600 Akureyri, fyrir 9. desember nk. Ekki er þörf á sérstökum eyðublöðum. Æskilegt er að umsækjendur séu vélfræðingar með menntun í uppeldis- og kennslufræðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hef- ur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið gefur undirritaður í síma 461 1710. Skólameistari. Húsf riöunarsjóður Húsfriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsfriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsfriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og hús- um sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsfriðunar- nefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1998 til Húsfriðunarnefnd- ar ríkisins, Þjóðminjasafni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsfriðunarnefnd ríkisins. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri föstudaginn 28. nóvember 1997 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Grænamýri 15, Akureyri, þingl. eig. Aðalheiður M. Steindórsdóttir, gerð- arbeiðendur Akureyrarbær og Líf- eyrissjóður verslunarmanna. Hafnarstræti 86, íb. 01-02-01, Akur- eyri, þingl. eig. Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Hildur María Hans- dóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar. Hafnarstræti 97, hl. 2D, Akureyri, þingl. eig. Hönnunar-/verkfræðistof- an ehf. gerðarbeiðendur Akureyrar- bær og Iðnlánasjóður. Hafnarstræti 97, hl. 5A, Akureyri, þingl. éig. Byggingarfélagið Lind ehf., gerðarbeiðendur Bílanaust hf., íslandsbanki hf. höfuðst. 500 og Landsbanki íslands höfuðstöðvar. Hafnarstræti 97, hl. 5A Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind ehf, gerðabeiðendur Bílanaust hf, íslandsbanki hf höfuðst. 500 og Landsbanki íslands Höfuðstöðvar. Hólsgerði 2, Akureyri, þingl. eig. Hallur Jósepsson og Árni Evert Ing- ólfsson, gerðarbeiðandi Húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar. Hrafnabjörg 1, Akureyri, þingl. eig. Þorsteinn H. Vignisson, gerðarbeið- andi Húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Litlidalur, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Jónas Vigfússon og Kristín Thorberg, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins. Lóð úr landi Akurs, Eyjafjarðarsveit, þingl eig. Hjalti Þórsson, gerðar- beiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar. Tröllagil 23, Akureyri, þingl. eig. Hólmfríður Pétursdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Ægisgata 19, Litla-Árskógssandi, þingl. eig. Jón Ríkharður Kárason, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar. Sýslumaðurinn á Akureyri, 24. nóvember 1997. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Róleg helgi hjá lögreglunni Dagbók lögregluuuar í Reykjavík 21. til 24. nóvember. Umferðannálefni Höfð voru afskipti af fimmtíu ökumönnum vegna hraðaksturs og voru nokkrir þeirra sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Þá voru 11 grunaðir um akstur und- ir áhrifum áfengis. Umferðarslys Um helgina var lögreglu tilkynnt um 34 umferðaróhöpp. Arekstur varð á Miklubraut við Rauða- gerði á föstudagsmorgun. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til skoðunar, annar vegna eymsla í brjósti og hinn í hálsi. Fjarlægja varð bæði ökutækin af vettvangi með kranabifreiö. Ekið var á 9 ára pilt um klukk- an fimm á Iaugardag á Nesvegi. Pilturinn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn mikið slasaður. A sunnudagskvöld varð árekstur á Suðurlandsbraut við Alfheima. Flytja varð fjóra einstaklinga á slysadeild til skoðunar vegna eymsla í baki, hálsi og innvortis. Bæði ökutækin voru óökufær og því flutt af vettvangi með krana- bifreið. Rruiiar Rétt fyrir þrjú að morgni laugar- dags var tilkynnt um eld í bílskúr í Hlíðahverfinu. Miklar skemmdir urðu í bílskúrnum og meðal annars brann þar bifreið. Þá var tilkynnt um reyk í stiga- gangi á Háaleitisbraut um tvö leitið á laugardag. Reyndist þar hafa gleymst pottur á eldavél. Eignaspjðll Nokkuð bar á því að unglingar væru að vinna skemmdarverk á eigum borgara með því að spreyja á þau með málningu. Tveir piltar 15 og 16 ára voru handteknir við slíka iðju eftir miðnætti á laugardag við Hall- veigarstaði. Þeir voru fluttir á lögreglustöð. Þá voru þrír aðrir handteknir við sömu iðju í undirgöngum á Miklubraut við Lönguhlíð. Þar voru haldlagðir 60 úðabrúsar. Að morgni sunnudags voru síðan 3 unglingar teknir er þeir vour að spreyja á veggi skóla í austur- borginni. Innbrot Að morgni sunnudags vaknaði húsráðandi í Vesturbergi upp við mannaferðir í húsi sínu. Brota- maður náði að hlaupa á brott en hann hafði tekið til nokkur verð- mæti til að hafa á hrott með sér. Maðurinn er ófundinn. Annað Tveir tvítugir piltar voru hand- teknir er þpir, voru að selja ung- lingsstúlkum áfengi við grunn- skóla. Þeir hafa báðir oft komið við sögu við slíka iðju áður. Maður dreginn iim í húsagarð og bariirn Úr dagbók lögregl- imnar á Akureyri vikirna 17.-24. nóvember 1997. Vikan var frekar tíðindalítil og störf lögreglunnar einkenndust af hefðbundnum verkefnum. Snar þáttur í starfi lögreglunnar er eftirlit með umferðinni og er með því reynt að fá ökumenn til að virða umferðarreglurnar og stuðla þannig að slysalausri um- ferð. Það má ekki gleymast að markmið umferðarlöggæslu er að fá alla til að fylgja umferðarregl- unum því slys og óhöpp í umferð- inni má yfirleitt alltaf rekja til brots aðila á einhverjum reglum umferðarlaganna. Reynslan hef- ur sýnt að ekki er unnt að ná þessu markmiði nema að beita þá viðurlögum sem staðnir eru að umferðarlagabrcrtum. Yfirsjónir ökiuiianna Sé litið til yfirsjóna ökumanna síðustu viku þá báru 99 atvik íyr- ir augu lögreglumanna sem þeim þótti ástæða til að hafa afskipti af. Þar af voru 7 kærðir fyrir of hraðan akstur, 4 fyrir ölvun við akstur, 2 fyrir að aka án ökurétt- inda, 19 fyrir að vanrækja að færa ökutæki til aðalskoðunar, 6 fyrir að vanrækja að færa ökutæki Lögreglan á Akureyri við eftiriitsstörf. til endurskoðunar og aðrar yfir- sjónir varða síðan hin aðskiljan- legustu umferðarlagabrot. Jólaglöggin fraimiiiiJaii Það er ánægjulegt hversu fáir voru staðnir að of hröðum akstri þrátt fyrir góðar aðstæður en dapurlegra að 4 voru staðnir að akstri undir áhrifum áfengis og er sérstök ástæða til að hvetja öku- menn til að að gæta sín nú þegar í hönd fer tími hefðbundins gleð- skapar í fyrirtækjum og stofnun- um tengdur komu jólanna. Að hafa áfengi um hönd á vinnustað er vondur siður sem oft hefur orðið fyrirtækjum til vansa en er sem betur fer á undanhaldi og verður vonandi brátt úr sögunni. Skráð eru 13 umferðaróhöpp og minniháttar meiðsl í þremur þeirra. I einu þeirra var grunur um ölvun við akstur. Brotist inn í Endurvinnslu Eitt innbrot er skráð en þar var farið inn í Endurvinnsluna við Réttarhvamm en litlu stolið. Eitt minniháttar fíkniefnamál kom upp í vikunni og því miður þá telst það ekki lengur til tíðinda. Helgin var með venjubundnum hætti, ölvun í meðallagi og þurftu fimm að gista fanga- geymslur vegna ölvunar. Þrjár Iíkamsmeiðingar eru skráðar en meiðsli urðu ekki alvarleg. Bariun í húsagarði I einu tilvikinu var maður dreg- inn inn i húsagarð í miðbænum og gengið í skrokk á honum þar. Árásarmaðurinn gaf sér tíma til að koma gleraugum sínum á ör- uggan stað áður en hann gekk til verks og er óvíst hvernig farið hefði ef vegfarandi hefði ekki orðið árásarinnar var og látið lögregluna vita. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur hálf- meðvitundarlaus á sjúkrahús, mikið bólginn og skrámaður, en mun ekki hafa hlotið alvarlega áverka. Arásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglu- stöð þar sem hann viðurkenndi að hafa ætlað að veita mannin- um ærlega ráðningu og ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll. Bað hann svo lögregluna að sækja gleraugun sín sem hann vísaði á í garðinum. Hann hefur oft kom- ið við sögu lögreglunnar áður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.