Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 4
4 -ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR rO^tr Sjö fengu Evrópusambandsstyrk Sjö íslensk rannsóknarverkefni fengu nýverið styrk úr Leonardo da Vinci áætlun Evrópusambandsins. Leonardo áætluninni er ætlað að stuðla að rannsóknum og þróunarstarfi á sviði starfsmenntunar. Verkefnin sjö fengu samtals rúmar 65 milljónir króna í styrk. Sam- starfsnefnd atvinnulífs og skóla fékk styrk til tveggja mannaskipta- verkefna, Rannsóknastofnun Háskólans til að rannsaka og skrá þörf fyrir menntun í ófaglærðum störfum og Skólaþjónusta Eyþings fékk styrk til að þróa aðferðir í starfsnámi fyrir fatlað fólk, svo nokkuð sé nefnt. Alls var sótt um styrki vegna 13 verkefna. SÍF íjárfestir í Noregi Stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hefur samþykkt að dótturfyrirtæki sölusambandsins í Noregi, Mar-Nor, kaupi helmings- hlut í fiskframleiðslufyrirtækinu Hovden Fiskindustri í Norður Nor- egi. Kaupin eru liður í uppbyggingu Mar-Nor og er ætlað að styrkja út- flutning þess á stöðluðum salfiskafurðum sem henta lyrir markaðs- kerfi SIF. Nýr Flugleiðavefur Flugleiðir hafa opnað nýjan vef á Internetinu og segja forsvarsmenn fyrirtækisins hann boða byltingu í sölumálum þess. Hægt er að bóka farmiða hvert sem er á vefnum, skrá sig í vildarklúbb Flugleiða og skoða upplýsingar um fargjöld og Iaus sæti. Flugleiðir hafa einnig opnað vefi í Bandaríkjunum og Bretlandi og verið er að undirbúa vefi fyrir 12 önnur markaðssvæði lyrirtækisins, alls fimmtán vefi á 9 tungumálum. Nýr og breyttur sjukrabíll Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur tekið í notkun nýjan og fullkom- inn sjúkrabíl. Bíllinn er meira áberandi í útliti en eldri sjúkrabílar og helg- ast það af því að sjúkra- flutningamenn telja að bílarnir verði að vekja meiri athygli í umferðinni svo að þeir komist leiðar sinnar með sem minnstum töfum. Rauði krossinn á sjúkrabílana og rekur en Slökkvilið Reykjavíkur annast sjúkraflutningana. Sjúkraflutningar voru nærri 12 þúsund í fyrra. FullsMpaö framkvæmdaráð Erlendur Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs Fjárfestingabankans. Með ráðningu hans er framkvæmdaráð bankans fullskipað, en í því sitja auk Erlendar, Bjarni Armannsson, forstjóri, Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri viðskiptastofu og Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri skulda og áhættustýringar. Erlendur Magnússon hefur starfað hjá Nomura Bank International undanfarin ár og annast tengsl bankans við Norðurlönd og Eystra- saltsríkin. SVR til Akraness Stjórn SVR hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Akraneskaup- staðar um samvinnu um almenningssamgöngur með tilkomu jarð- ganga undir Hvalfjörð. Fyrir utan Reykjavík þjónustar SVR m.a. íbúa á Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Ef samningar takast við Skagann er ekki talið ólíklegt að áður en langt um líður hægt verði að ferðast með vögnum SVR allt vestur til Borgarness. Gjaldtaka endurskoðuð Fræðsluráð hefur samþykkt að setja á laggirnar nefnd til að skoða gjaldtöku íyrir lengda viðveru nemenda í skólum eftir að skóladegi lýkur. Astæða þykir að skoða þetta mál vegna mismunandi viðveru- tíma nemenda eftir því hvort um er að ræða einsetinn eða tvísetinn skóla. Kostnaður foreldra vegna viðveru barns í skóla eftir skóla fer eftir fjölda viðverutíma, en getur numið allt að 8-10 þúsund krónum á mánuði. Aldraðir byggja Byggingarnefnd hefur samþykkt erindi Samtaka aldraðra um bygg- ingu fjölbýlishúss með 23 íbúðum við Dalbraut 16. Stærð hússins verður um 2800 m2 á fjórum hæðum ásamt kjallara. Togarar MHF urðu að „góðkunningjum “ Akureyringa sem höfðu þá fyrir augum í allan fyrravetur þar sem þeir lágu bundnir við Torfunefsbryggjuna. Togarar MHF viö veiðar í Barentshafi Mecklenhurger Hoch- seefischerei (MHF) í Rostock í Þýskalandi, dótturfyrirtæki Út- gerðarfélags Akureyr- iuga (ÚA), hefiir selt einn af fimm togurum félagsins, Bootes, tfi rússneskrar útgeröar. Togarinn hefur þegar hafið veiðar í Barentshafi en um sölu afurða togarans sjá Fiskafurðir í Reykja- vík. Þeir fjórir togarar MHF sem enn eru í eigu fyrirtækisins eru á þorskveiðum í Barentshafi, á karfaveiðum við Austur-Græn- land, á grálúðuveiðum við Vest- ur-Grænland en einn liggur bundinn við bryggju í Rostock fram á vor, þ.e. þar til karfaveiðar á Reykjaneshrygg hefjast. MHF er auk þess með UA-togarann Svalbak á leigu og er hann á grá- lúðuveiðum við Vestur-Græn- Iand. Frystitogarinn Sólbakur hefur verið á söluskrá og bundinn við bryggju á Ákureyri, en nú hefur hann verið sendur á rækjuveiðar þar sem gert var ráð íyrir að Sval- bakur væri aftur kominn til ÚA, og þá á rækjuveiðar. Iðnaðarrækj- an af Sólbak verður unnin í verk- smiðju Skagstrendings á Skaga- strönd. Hráefnisöflun ÚA hefur gengið vel, hráefni berst bæði frá togurum félagsins og Vísi í Grindavík, og er stöðug vinna í fyrstihúsum félagsins á Akureyri og Grenivík. Línubáturinn Aðalvík KE, sem Kaldafell, dótturfyrirtæki ÚA, keypti fyrir skömmu á Suðurnesj- um, hefur verið seldur til Vísis hf. í Grindavík ásamt 664 tonna þorskígildiskvóta. Jafnframt var gengið frá stefnpmarkandi sam- starfssamningi milli ÚA og Vísis sem felur í sér víðtæka samvinnu milli félaganna á sviði hráefnis- öflunar, skiptum á aflaheimild- um, og fleiru er lýtur að sérhæf- ingu fyrirtækjanna. Vísir mun einbeita sér að saltfiskvinnslu og hafa forgang að því hráefni sem berst að landi hjá ÚA og hentar til þeirrar vinnslu, þ.e. stórum fiski. Laugafiskur í Reykjadal, dótturfyrirtæki ÚA, mun hafa forgang að hausum og hryggjum hjá Vísi og verða þeir þurrkaðir í vinnsluhúsi Laugafisks í Njarð- vík. - GG Einn árásarmannanna er dæmdur morðmgi Einar Sigurjónsson, einn þre- menninganna sem sitja í gæslu- varðhaldi vegna fólskulegrar árásar á öryrkja í síðustu viku, var í desember 1988 dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir manndráp í Innri-Njarðvík, skjalafals og fjöl- mörg þjófnaðarbrot. Að fráteknu gæsluvarðhaldi hefði full refsing leitt til afplánunar til ágústloka 2001, en Einar fékk reynslulausn lyrir nokkru. Einar, sem nú er 33ja ára, var íyrir níu árum dæmdur fyrir að hafa 29. ágúst 1987 banað Ingólfi Ómari Þorsteinssyni með hnífi í verðbúð Brynjólfs h/f í Innri-Njarðvík. Veitti hann Ingólfi hnífstungu í hjartað eftir að rifrildi kom upp milli þeirra á verbúðinni. Einar var um leið sakfelldur fyrir tékkafals og átta þjófnaðar- brot, en meðal þess sem hann stal var gullúr, ljósritunarvél, myndbandstæki og hljómflutn- ingstæki. Fyrir þennan dóm hafði Einar langan sakaferil, hafði 23 sinnum fengið ölvunarsektir og nokkra dóma íyrir hegningarlaga- brot vegna þjófnaðar, ávana- og fíkniefna og fleira. Einar er einn fjögurra bræðra sem lögreglan hefur nokkra reynslu af og í undirheimunum munu þeir gjarnan kallaðir „Dalton-bræður“ í höfuðið á fígúrunum í teiknimyndasögun- um um Lukku-Láka. 21 par staðfesti samvist í fyrra Tuttugu og eitt par staðfesti samvist sína fyrsta hálfa árið sem lög heindluðu slíkt. Stofnun staðfestrar samvistar var heimiluð með lögum um mitt árið 1996. Frá þeim tíma til ára- móta nýtti 21 samkynhneigt par sér þessa heimild. Ellefu þessara para voru tveir karlar en tíu par- anna tvær konur, samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Hjónavígslur voru 1.350 áár- inu, og hlutfallslega heldur fleiri en á umliðnum áratug, en hins vegar töluvert færri en fyrir þann tíma. Næstum fimmta hver (18%) brúðanna hafði áður gengið upp að altarinu og hefur það hlutfall farið hækkandi und- anfarin ár. Hjónum fjölgaði þó ósköp lítið á árinu, því hjúskaparslit voru næstum eins mörg og víglurnar (1.240). Meirihluli þeirra varð vegna andláts annars makans. Og þar var í tvöfalt íleiri tilfellum um að ræða eiginmenn en eigin- konur - þannig að ekkjum fjölg- aði að venju helmingi meira en ekklum. Lögskilnaðir voru 530 á árinu, um 10% fleiri en árið áður. — HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.