Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 11
Xk^ur' ÞRIÐJUDAGVR 2 S .NÓVEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Nýfætt barn: Mikil hætta á greindarskeröingu eða líkamlegri fötlun þegar fleirburar fæðast. Ábyigðarleysi lækna gagnrýnt stærri gerðinni. Meðal fjöl- margra vandamála sem upp geta komið eru bólgur og blæðingar í eggjastokkum og alvarleg vökva- teppa sem í einhverjum tilvikum geti orsakað hjartabilun. Þá eiga konur, sem ganga með mörg fóstur, einnig á hættu ýmis önnur vandkvæði á meðgöngu og í fæðingu, sem sum hver geta verið lífshættuleg, auk þess sem börnin þurfi oft á kostnaðar- samri umönnun og eftirliti að halda jafnvel árum saman. Vísindalega nákvæmni skortix Frjósemislækningar hafa að mestu leyti verið eftirlitslausar í raun í Bandaríkjunum, að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki heimilað ríkisstyrki til rannsókna á fóstrum, og þá und- ir þrýstingi frá andstæðingum fóstureyðinga. Þetta hefur orðið til þess að frjósemisrannsóknir hafa fyrst og fremst verið unnar á sjálfstæðum sjúkrahúsum í ágóðaskyni, en ekki af rannsókn- arhópum á vegum ríkisstofnana sem þurfa að leggja tilraunir sín- ar undir mat hjá vísinda- og siða- nefndum. „Að flestu leyti hafa ófrjósem- isaðgerðir hér á landi þróast á sviði gróðafyrirtækja frekar en sem vísindastarfsemi, þannig að margt af því sem læknar eru að gera í frjósemisaðgerðum hefur ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til vísindalegra starfa,“ sagði Thomas Murray, yfirmaður við miðstöð í siðfræði læknavísinda við Case Western Reserve háskólann. Sé frjósemismeðferð hætt í miðju kafi, eins og gagnrýnend- um finnst að hefði átt að gera í þessu tilviki, þá kostar það við- komandi nokkur þúsund dollara og stundum krefjast konur þess að haldið sé áfram. „Það er gífur- legur þrýstingur á að skila ár- angri, en læknarnir verða að draga mörkin á réttum stað,“ sagði Sauer. Annars fær maður það í hausinn aftur, „fólk segir: Þessir andskotans frjósemis- læknar.“ -The Washington Post GUÐSTEINN BJARNASON skrifar Sjöbiiramir í Iowa virðast ætla að spjara sig vel, en margir læknar og siðfræðing- ar efast um að áhætt- an hafi verið réttlæt- anleg. Fæðing sjöburanna í Iowa í Bandaríkjunum er einstæður viðburður sem vakið hefur heimsathygli. Móðir sjöburanna var í gær komin heim til sín og einn þeirra var orðinn laus úr öndunarvélinni, og flest benti til þess að hinir sex myndu spjara sig ágætlega. Bæði læknar og siðfræðingar víða um heim hafa hins vegar gagnrýnt harðlega hlut frjósem- islæknanna sem gerðu Bobbi og Kenny McCaughey kleift að eignast svo mörg börn. Þegar frjósemisaðgerðir eru stundaðar af ábyrgðarleysi og án tillits til aðstæðna, þá er bæði konum og afkvæmum þeirra stofnað í mikla hættu, og það með sívax- andi tilkostnaði fyrir ríki og al- menning. Fyrir örfáum áratugum var fæðing þríbura afar sjaldgæfur viðburður, að ekki sé talað um að fleiri börn fæðist í einu, og þá hafði það aldrei gerst að fleiri en fimmburar hefðu Iifað af fæð- ingu. Nú er hins vegar fæðing fjölbura, þriggja eða fleiri, að nálgast fimm þúsund á hverju ári. Og í flestum tilvikum er það nýrri tækni, frjósemisaðgerðum að þakka. Notaði sama skanunt og síð- ast Þótt flest bendi enn til þess að öll börnin sjö muni verða heil- brigð, þá er oftast, þegar fleir- burar eru fleiri en þrír, um ein- hvers konar líkamlega eða vits- munalega fötlun að ræða hjá einhverjum þeirra. Margir eru því þeirrar skoðunar að ekki eigi að stuðla að fleirburafæðingum þegar hægt er að komast hjá því. Katherine Hauser, frjósemis- Iæknirinn sem McCaughey hjónin leituðu til, varði gerðir sfnar á blaðamannafundi eftir fæðinguna og sagði að hún hefði notast við jafn stóran skammt af frjósemislyfinu og notaður var fyrir tveimur árum, þegar sömu hjón Ieituðu til hennar. I það skiptið varð lyfið til þess að þeim fæddist ein dóttir. Af einhverjum óútskýrðum ástæðum, sagði hún, „náðum við meiri árangri í þetta sinn en við gerðum okkur vonir um. Gagnrýnendur gera sig hins vegar ekld ánægða með þessa skýringu. Þegar læknar McCaughey hjónanna áttuðu sig á því að frjósemisaðgerðin hefði haft í för með sér að um það bil þrisvar sinnum fleiri egg en þeir höfðu búist við hafi náð þroska, hafi þeir átt að hætta að bæta við sæðisfrumum frá eiginmannin- um og reyna aftur eftir einn eða tvo mánuði þegar eggjafram- leiðslan væri orðin heldur hóf- legri. Hefði getað orðið að martröð „I þessu tilviki eru sögulokin góð,“ segir Mark Sauer, yfirmað- ur við kynhormónadeild Col- umbia læknamiðstöðvarinnar í New York. „Ef hún hefði á hinn bóginn látið lífið eða börnin átt ævilangt við taugalömun eða einhver önnur vandkvæði að stríða, þá væri þetta hrein martröð. Og meira að segja er enn hugsanlegt að úr þessu geti orðið martröð, því vel geta kom- ið upp einhver sálræn og félags- leg vandamál. Og samfélagið á svo sannarlega rétt til þess að spyrja hvers vegna þetta gerðist og hvort annarra úrkosta hefði verið völ.“ Roger Kempers, læknaforstjóri í bandarísku hormónalyfjasam- tökunum í Birmingham, Ala- bama, sagði að samkvæmt regl- um samtakanna beri læknum að forðast fleirburafæðingar af HEIMURINN Winnie Mandela kemur fyrir Saim- leiksnefndina SUÐUR-AFRIKA - Sannleiks- og sáttanefndin svonefnda í Suður- Afríku, sem hefur það verkefni að draga fram í dagsljósið glæpi suð- ur-afrískra stjórnvalda á tímum aðskilnaðarstefnunnar, er byrjuð að rannsaka ásakanir á hendur Winnie Mandela fyrir mannréttindabrot. Ásarnt lífvörðum sínum á Winnie Mandela, sem er íyrrverandi eigin- kona Nelsons Mandela forseta, að hafa borið ábyrgð á fjölmörgum morðum og pyntingum. Frú Mandela verður yfirheyrð á föstudaginn, en hefur neitað öllum þessum ásökunum. Prinsamir sleppa ekki viö erfðaskatt- iim BRETLAND - Vilhjálmur og Harry, synir Díönu Spencer og Karls Bretaprins, munu ekki eiga þess kost að sleppa við greiðslu erfðaskatts vegna eigna móður sinnar, en skatturinn nem- ur alls um 800 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt lögum eiga þeir þess kost að sleppa við greiðsluna, en Karl prins, konungsíjölskyld- an og fjölskylda móður þeirra eru á einu máli um að það myndi mælast illa fyrir meðal al- mennings, svo réttara sé að greiða. Karl Bretaprins: Varúð- arráðstafanir gegn al- menningsálitinu. Stærsta gjaldþrot frá stríðslokum JAPAN - Elsta og stærsta verðbréfafyrirtæki í Japan, Jamaichi, er gjaldþrota, og nema skuldir þess meira en 1.500 milljörðum íslenskra króna. Þetta er stærsta gjaldþrot í sögu japanskra fyrirtækja frá því í stríðslok. Gengi jensins féll í kjölfarið, og má vænta þess að gjaldþrot- ið hafi mikil áhrif á efnahagslíf í Japan og jafnvel á verðbréfaviðskipti um heim allan. Gjaldþrotið kom þó ekki á óvart, að sögn verðbréfa- sala á Vesturlöndum. Karadzic vongóður BOSNÍA OG HERSEGOVÍNA - Fyrstu bráða- birgðatölur úr kosningunum í serbneska hluta Bosníu, sem fram fóru um helgina, bentu til þess að flokkur Radovans Karadzics, sem sjálf- ur mátti hvorki vera í framboði né kjósa, hafi unnið sigur í fjölmörgum kjördæmum og hrós- aði talsmaður hans sigri í gær. Endanlegra nið- urstaðna er ekki að vænta fyrr en eftir u.þ.b. tvær vikur, vegna þess hve utankjörstaðarat- kvæði eru mörg. Radovan Karadzic: Tals- maður hans lýsti yfir sigri í gær. Upplýsingar til umsækjenda tímabundin leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, fyrir og eftir áramót 1997-1998. Þeim aðilum sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skot- elda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kjalarnes- og Kjósahreppi fyrir og eftir áramót 1997-1998, ber að sækja um slíkt leyfi til embættis lögreglustjórans í Reykjavík, fyrir 10. desember 1997. Leyfi eru veitt sam- kvæmt reglugerð um sölu og meðferð skotelda, nr. 536/1988. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi samþykki eldvarnaeftirlits vegna sölu, pökkunar- og geymslustaða, einnig leyfi lóðareiganda ef umsækj- andi er ekki umráðamaður lóðar þar sem sala á að fara fram. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16.00, 27. desember 1997, svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. 3. Upplýsingar um fyrirhugaðan geymslustað fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja umsókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölunni sem þarf að mæta á kynningarfund hjá lögreglunni að Hverfisgötu 115, 27. desember 1997, kl. 09.00. Leyfisgjald er kr. 3.000.- Reykjavík 24. nóvember 1997.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.