Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 1
I
1
Verð í /ausasö/u 150 kr.
Föstudagur 28. nóvember 1997
80. og 81. árgangur - 226. tölublað
Isafjarðarbær hótar
að hymdraga keimara
i
60 Jmsuiid króna
staðaruppbót ekki
greidd ef uppsagnir
standa. Fræðslunefnd
utan gátta. Ólga með-
al kennara.
„Fólk eins og ég sem er búin að
vera í kennslu á þriðja ár og er
með réttindi er að missa af 60
þúsund krónum. Eg dreg hins-
vegar mína uppsögn til baka ef og
þegar mér hentar,“ segir Jóna
Benediktsdóttir, kennari við
grunnskóla Isafjarðar.
Bæjaryfirvöld á ísafirði hafa
skriflega hótað að greiða ekki
staðaruppbót til þeirra kennara
sem ætla að standa við uppsagnir
sínar. Kennararnir hafa frest í
nokkra daga, eða til mánaða-
móta, til að ákveða sig, annars
verða þeir af þessari greiðslu í
mánaðarbyrjun. Þarna er um að
ræða 18 kennara. Alls sögðu 20
kennarar upp störfum en tveir
hafa dregið uppsagnir sínar til
baka. Aðrir tveir hafa hætt við að
draga uppsagnir sínar til baka
vegna hótana bæjaryfirvalda og
rifu bréfið sem þeir ætluðu að af-
henda skólayfirvöldum. Þá hefur
bærinn framlengt uppsagnarfrest
Það er varla ofsögum sagt að það sé
ólga um málefni grunnskólans í ísa-
fjarðarbæ. Húsnæðismál skólans eru
uppíloft og kennarar verða hýrudregn/r
um tugi þúsunda króna um mánaða-
mótin efþeir hætta ekki við uppsagnir
sínar.
kennara um þrjá mánuði, eða til
1. apríl nk. Þetta er í fyrsta skipti
sem þessi staðaruppbót er á fjár-
hagsáætlun bæjarins.
Villta vestrið
„Þetta sýnir kannski svolítið við-
horfið. Menn eru ekkert að hugsa
um frið, saminga og slíkt. Þannig
að þetta er mjög klaufalegt af
bæjaryfirvöldum ef þau ætla sér
að halda frið,“ segir Jóna.
Hún vekur jafnframt athygli á
því að á sama tíma og ísafjarðar-
bær hefur þessar hótanir í
frammi við kennara hafa önnur
bæjarfélög farið aðrar leiðir við
kennara sem sagt hafa upp. Þar
hefur þess verið farið á leit við þá
að þeir dragi uppsagnir sínar góð-
fúslega til baka vegna þess að það
kemur sér illa fyrir bæjarfélagið
að missa góða starfskrafta.
Utan gátta
„Eg hef ekki séð neitt svona
bréf,“ segir Ragnheiður Hákonar-
dóttir, formaður fræðslunefndar
ísafjarðarbæjar. Hún segist engu
að síður hafa heyrt ávinning af
þessu máli. Hinsvegar sé það
bæjarstjóra og skólastjóra að
túlka það hvernig farið er með þá
heimild í fjárhagsáætlun að
greiða staðaruppbót til kennara.
- GRH
íslenskur
flugvöllur
í Mongólíu?
Fimm manna sendinefnd fslend-
inga er nýkomin frá Mongólíu,
þar sem rætt var við ráðamenn
og viðskiptamenn um möguleg
viðskipti íslands og Mongólíu.
Blaðið hefur fengið staðfest að
rætt hafi verið um að íslending-
ar veiti meðal annars sérfræði-
og tækniráðgjöf við uppbyggingu
á stórum alþjóðaflugvelli í Ulan
Bator. Engir samningar voru
gerðir og sendimenn eru fámálir
um viðræðurnar.
Auk möguleika á gríðarstórum
viðskiptum í tengslum við upp-
byggingu alþjóðaflugvallar var
rætt um viðskipti og ráðgjöf á
sviði orkumála. Þá var rætt um
hugsanlegan innflutning á
skinnum og ull frá Mongólíu til
íslands.
Sendinefndina skipuðu þeir
Egill Skúli Ingibergsson og
Ragnar Munasinghe verkfræð-
ingar, Haukur Hauksson vara-
flugmálastjóri, Reynir Eiríksson
vélaverkfræðingur hjá Skinna-
iðnaði á Akureyri og Ingólfur
Einarsson frá flugfélaginu Atl-
anta. Ferðin var ekki síst farin að
frumkvæði Ragnars, sem í dag
fer til Berlínar til að ræða nánar
við talsmenn frá Mongólíu. Þá
mun vera afráðið að sendinefnd
komi frá Mongólíu til íslands í
næsta mánuði. — FÞG
Óskað eftir ættleiðingu
Ófremdarástand er i Kattholti, þar sem myndin var tekin í gær, en meira en áttatíu óskilakettir hafa hrannast þar upp að
undanförnu. Formaður Kattavinafélags íslands segir skrýtið að engar regiur séu um kattahald i höfuðborginni.
Næsta iaugardag mun Kattholt í samvinnu við Dýraríkið standa fýrir samkomu þar sem iandsmenn eru beðnir um að
ættleiða heimilslausa ketti. Sjá bls. 2 - mynd: bg
Bamavemd
til Bosníu
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
verja 50 milljónum króna til að
aðstoða Bosníu og Herzegóvínu
við mæðra- og ungbarnavernd.
Starfshópur utanríkisráðherra
lagði til að hópur lækna, hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæðra frá
Sarajevo, Mostar og Tuzla kæmi
hingað til lands til að endurnýja
þekkingu sína á barna-, kven-
sjúkdóma- og fæðingarlækning-
um og til að læra að skipuleggja
ungbarnavernd. Það hefur verið
samþykkt og einnig er áformað
að íslenskir læknar fari síðar til
þessara þriggja borga til að fylgja
málinu eftir og annast frekari
kennslu.
Ríkisstjórnin ákvað sem kunn-
ugt er í ársbyijun 1996 að verja
110 milljónum króna til upp-
byggingar í Bosníu og Herz-
egóvínu og er þetta hluti af þeirri
Ijárveitingu. — VJ
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra.
mBBEfflKHBBBHHB
Heims-
V f-. II endir er í
Jm wr \ «B| nánd
SLN Á m&L' ■£$ Blað 2
BBBBnfflHSHBHHm
Símtnn
•X einka-
væddur
j ' Bls. 5
wmmmmmmmmmmmmmmmm
BIACKS.DECKER
Hnndverkfæri
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTUNt 31 > SÍMI 562 T222 • BRÉFASÍMI 562 1024