Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 12
12 -FÖSTUDAGVR 28.\ÓVEMBER 1997 DISKOTEK FATLAÐRA I tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðra 3. desem- ber verður hið árlega Diskótek fatlaðra í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla laugardags- kvöldið 29. nóvember kl. 19.30 - 23.00. Pizzur í boði. Aðgangur kr. 300 Þroskahjálp á Norðurlandi eystra. Bændur - landeigendur Óskum eftir að leigja silungsveiðiá frá og með næsta sumri. Áhugasamir vinsamlega sendið upplýsingar um staðsetningu, meðalveiði síðustu ára, tegund afla, auk ann- ars sem skipti máli, á afgreiðslu Dags, Strand- götu 31, 600 Akureyri, merkt „Veiði“ A KOPAYOGSBÆR Lausar stöður Leikskólinn Arnarsmári við Arnarsmára. Lausar eru stöður leikskólakennara allan daginn og eftir hádegi. Einnig vantar matráð í fullt starf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Brynja Björk Kristjánsdóttir, í síma 554-1988 Leikskólinn Álfaheiði við Álfaheiði. Laus er staða leikskólakennara eftir hádegi. Einnig vantar leikskólakennara, þroskaþjálfa eða vanarn starfsmann v/stuðnings í hlutastarf. Upplýsingar gefur Elísabet Eyjólfsdóttir í síma 564-2520. Starfsmannastjóri Tollstjórinn í Reykjavík Deildarstjóri Laust er til umsóknar starf deildarstjóra endurskoð- unardeildar hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Um er að ræða starf sem felur í sér umsjón með endurskoðun á tollskjölum sem tollstjórinn í Reykjavík annast. Æskilegt er að umsækjendur hafl reynslu af tollamál- um og hafi lokið prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands eða hafi sambærilega menntun eða mikla starfsreynslu á þessu sviði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfs- kjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyidur starfsmanna rfkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 8. desember nk. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. febrúar 1998. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigmundur Sigurgeirsson, starfs- mannastjóri, í síma 560-0423. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, sendist tollstjóranum í Reykja- vík, Tollhúsinu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Öll- um umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tollstjórinn í Reykjavík 20. nóvember 1997. ÍÞRÓTTIR Geir Sveinson og félagar héidu til Svartfjallalands með flugi sl. nótt og þeirra biður erfitt verkefni á sunnudaginn, í lokaleiknum við Júgósiava i riðlakeppni EM. - mynd: bg Von íslands um EM sæti er veík Möguleikar íslenska landsliðsins um sæti í lokakeppni Evrópu- mótsins á Italíu á næsta ári eru aðeins fræðilegar eftir tap gegn Júgóslövum, 21:24, í fyrri leik liðanna í riðlakeppni EM. ís- Ienska landsliðið var vel stutt af 3400 áhorfendum sem troðfylltu Laugardalshöllina en þrátt fyrir góðan stuðning var eins og takt- inn vantaði í íslenska liðið, sér- staklega í sóknarleiknum, sem var á köflum staður og án veru- legrar ógnunar. Júgóslavar mættu mjög vel stemmdir til leiks og segja má að þeir hafi haft undirtökin frá upphafsmín- útunum. Þremur mörkum mun- aði í leikhléi, 9:12, og þrátt fyrir lífsmark hjá íslenska liðinu í síð- ari hálfleik vantaði það alltaf herslumuninn til að slá Júgóslava út af laginu. Munur- inn hélst 2-4 mörk mestallan hálfleikinn og þegar Ieiktíminn var úti var hann þrjú mörk, 21:24. Ljóst er að það er hægt að laga margt, sérstaldega í sóknarleikn- um. í fyrri hálfleiknum var það aðeins Julian Róbert sem eitt- hvað kvað að en spilið var losara- legt og ef ekki hefðu komið til 3- 4 mörk úr hraðaupphlaupum þá er hætt við að úrslitin hefðu þeg- ar verið orðin Ijós eftir fyrri hálf- leikinn. Það er oft talað um að maður komi í manns stað, en það getur tæpast átt við um þennan leik. Islenska liðið saknaði sárt þeirra Dags, Björgvins og Konráðs. Sérstaklega gekk liðinu illa að fylla skarð Dags á miðjunni, ekki síst vegna góðrar samvinnu hans við Olaf í gegnum tíðina, en sá síðarnefndi sem hefur átt frá- bæra leiki í riðlakeppninni sást varla í Ieiknum. Kannski vegna þess hve lítið var gert af því að blokkera fyrir skytturnar. Þá virt- ist Dejan Peric kunna svarið við flestu því sem íslensku horna- mennirnir reyndu. Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari hefur oft talað um það í gegnum tíðina að lið hans fari alltaf lengstu leiðina til að ná markmiði sínu, en eftir úrslitin í gær má þó telja mjög hæpið að Island nái nokkurn tíma leiðar- enda. Svisslendingar, sem töp- uðu fyrir Litháen með 6 marka mun á heimavelli sínum í gær, koma Islendingum varla til hjálpar í Vilnius á sunnudaginn og því þurfa Islendingar að bretta upp ermarnar og gera hið ómögulega í Júgóslavíu. Úrsllt leikja: Sviss-Litháen 21:27 Ísland-Júgóslavía 21:24 Mörk Islands: Julian Róbert 4, Bjarki 4, Patrek- ur 4, Valdimar 3/3, Geir 2, Júlí- us 2, Ólafur 1, Pálí 1. Markahæstur Júgóslava: Butrulija 7, Jovanovic 6, Stefanovich 5. Staðan í riðlinum: Júgóslavía 5 3 2 0 135:114 8 ísland 5 2 1 2 131:125 5 Litháen 5 2 1 2 125:129 5 Sviss 5 0 2 3 120:142 2 Manchester United er eim með fullt hús Fimmtu umferðinni í Meistara- keppni Evrópu í knattspyrnu lauk í gærkvöld með sex leikjum. Manchester United hélt sigur- göngu sinni áfram og norsku meistararnir Rosenborg lögðu Real Madrid að velli á hálum velli í Þrándheimi. Annars urðu úrslit þessi í leikjunum: A-riðill B. Dortmund-Galatasaray 4:1 But 22, Herrlich 34, Zorc 47, 86 vsp. - Penbe 87. Parma-Sparta Prag 2:2 Chiesa 21, 90 - Novotny 90, Obajdin 90. Dortmund 540 1 11:3 12 Parma 5 2 2 1 5: 4 8 Sparta Prag 5 1 2 2 6: 8 5 Galatasaray 5 1 0 4 3:10 3 B-riðill Man. Utd.-Kosice 3:0 Cole 40, Faktos sjm. 85, Sheringham 90 -. Man. Utd. 5 5 0 0 14: 4 15 Juventus 5 3 0 2 11:8 9 Feyenoord 5 2 0 3 7:10 6 Kosice 5 00 5 2:12 0 C-riðill: Dynamo Kiev-PSV 1:1 Rebrov 17 - Bilde 61 Dynamo Kiev 5 3 2 0 13:4 11 PSV 5 2 2 1 7:6 8 Newcastle 5 113 5:8 4 Barcelona 5 1 1 3 5:124 PSV tryggði sér sæti í úrslitun- um með jafnteflinu i Kiev og hollenska Iiðið fylgir því Dyna- mo í úrslitakeppnina. D-riðill: Porto-Olympiakos 2:1 Jardel 28, 51 - Georgatos 24 Rosenborg-Real Madrid 2:0 Strand 42, Brattbak 53, Real Madrid 5 3 1111: 4 10 Rosenborg 531111: 610 Porto 5 2 0 3 3: 7 4 Olympiakos 5113 4:12 4 Síðasta umferðin í riðlakeppn- inni er Ieikin 10. desember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.