Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 11
Ik^Mr FÖSTUDAGVR 28.NÓVEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR „En eg er sem daufur ...6t Maður að nafni Geoffrey Cain, kynntur í danska vinstriblaðinu Information sem varaformaður Raoul Wallenberg-félagsins og einn af ritstjórum Web-Avisen, skrifaði nýlega í fyrrnefnda fjöl- miðilinn grein, þar sem hann tekur vestræna mennta- og fræðimenn allóþyrmilega á bein- ið. Segir hann að hjá ófáum þeirra gangi sjálfshatur vestur- landamannsins svo langt, að í umfjöllun um sögu gyðingdóms, íslams og kristni og samskipti þessara trúarbragða jaðri við að þeir falsi söguna íslam í vil. Cain tínir til nokkur dæmi um þetta, m.a. Monty Python-sjón- varpssyrpuna um krossferðirnar og ýmis skrif sagnfræðinga, trú- arbragðafræðinga, fornleifafræð- inga og áhugamanna um þessi efni. Krossfarar og Almohadar Margir kannast efalaust við frá- sagnir af grimmdarverkum krossfara er þeir tóku Jerúsalem árið 1099. Fyrir skömmu skrifaði höfundur einn danskur að kross- farar hefðu við þetta tækifæri drepið slíkan fjölda fólks að blóðið á götunum hefði náð hestum þeirra í kvið. Fornleifa- fræðingur einn sömu þjóðar, með miðaldir sem sérgrein, telur að vísu að manndráp þessi hafi ekki verið meiri en svo að kross- riddararnir hafi vaðið blóðið í öklda. Eitthvað á þessa leið hafa margir kristnir menn Iýst þess- um sigri trúbræðra sinna. Cain, sem greinilega hefur í huga að blóð er vökvi og leitar því niður í móti, leyfir sér að halda því fram að þessar lýsingar virtra fræðimanna standist ekki náttúrulögmál. Hann ræðst líka gegn ummæl- um sem oft heyrast höfð yfir og eru á þá leið að í arabíska/ísl- amska heiminum hafi múslímar, gyðingar og kristnir menn alltaf búið saman í sátt og samlyndi. Greinarhöfundur þessi nefnir t.d. Almohada, heitttrúaða ísl- amska berba í Atlaslöndum (Maghreb) sem 1180-1269 eða þar um bil höfðu ríki er náði yfir Atlaslönd og Suður-Spán. Þetta var sem sé samtímis krossferð- unum. Um Almohada skrifar Cain að þeir hafi gert gyðingum og kristnum mönnum í ríki sínu tvo kosti: að turnast til íslams eða deyja. Ekki er ósennilegt að kristnin hafi verið þurrkuð út í Atlaslöndum á þessum tíma. „Meira en menn geti afbor- ið“ Víst er um það að í kristna heim- inum þekkja menn drjúgum bet- ur til hryðjuverka krossfara, trú- bræðra sinna, í Palestínu og Sýr- landi en hryðjuverka Almohada o.fl. múslíma. Sögnin um um- burðarlyndi múslíma í garð ann- arra trúflokka í íslamslöndum mun raunar ekki einungis komin til af sjálfshatri vesturlanda- manna, heldur vegna þess að sagnfræðingar þeirra þekkja miklu betur til Evrópusögunnar en sögu íslamsheims. Sennilega byggist sú útbreidda skoðun, að gyðingar hafi jafnan notið meira umburðarlyndis í ísl- amska heiminum en þeim kristna, á takmarkaðri þekkingu vesturlandamanna á sögu þess fyrrnefnda. Bat Ye’or, egypskur Vestrænir fræði- og meimtameim sagðir draga taum íslams til þess að fá vestur- landameun til þess að sætta sig við komandi íslömsk yfirráð. rithöfundur gyðingaættar, sem sent hefur frá sér ritverk um kjör gyðinga og liristinna manna und- ir stjórn múslíma, hetur eftir hinum þekkta gyðverska Iækni og heimspekingi Maímonídesi (1134-1204) að aldrei hafi nokk- ur þjóð unnið gyðingum slíkt mein, niðurlægt þá og hatað sent arabar. Maímonídes skrifaði Baksvið einnig: „Þótt arabarnir hafi nið- urlægt okkur svo, að það sé meira en menn geti afborið ... þá á við okkur það, sem rithöfund- ur, er naut náðar Guðs, skrifaði: „En eg er sem daufur, eg heyri það ekki, og sem dumbur, er eigi opnar munninn ...“ (Sálmarnir 38:14.) Dhimmis (“Verndaðar þjóðir", svo kölluðu múslímar fólk af öðrum trúarbrögðum er laut yfirráðum þeirra) urðu sem sé að vera múslímum undirgefn- ir og ástunda sjálfsritskoðun, skrifar Cain. Eftir 50-100 ár... Cain: Þessi háttur margra vestr- ænna fræði- og menntamanna - að gera sem mest úr ódæðisverk- um „sinna" manna en hliðra sér hjá því að vekja athygli á ódæðis- verkum múslíma, jafnframt því að téðir fræðimenn reyna að telja sínu fólki trú um að undir stjórn múslíma hafi þeir og fólk af öðrum trúarbrögðum lifað í friði og vináttu allra í garð allra - mun að einhverju leyti tilkominn af því að fræðimenn þessir, sem fleiri, hafa fyrir augunum að ný- búar frá Tyrklandi, Pakistan og Arabalöndum verða sífellt fleiri í Evrópu í hlutfalli við innfædda. Nýbúarnir, skrifar Cain, taka margir félagsform sín og menn- ingu með sér til Evrópu. Hann telur Iíklegt að eftir svo sem 50- 100 ár verði múslímar orðnir svo margir í Evrópu að þeir hafi náð þar völdum og innfæddir Evr- ópumenn muni þá verða í svip- aðri aðstöðu og dhimmis löngum í löndum íslams. Að áliti Cains minnir „smjaðr- ið“ fyrir íslam nú á „forheimsk- unarherferðir" í þágu Sovétríkj- anna lungann úr öldinni og „kumpánlegt smjaður" fyrir Þýskalandi nasismans um skeið. „Kannski halda þessir höfundar [sem greinarhöfundur telur að stígi úr hófi fram í vænginn við íslam], að Vestrið verði betur undir það búið að aðlaga sig fjöl- þjóðlegri Evrópu þar sem múslímar ráði mestu, ef vestur- landamenn hafi þegar svo langt er komið ýtt staðreyndum sög- unnar til hliðar og sett auglýs- ingu í staðinn.“ Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.Sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á neðangreindri eign verður háð á henni sjálfri mið- vikudaginn 3. desember 1997, kl. 10.00: Strandgata 45, hl. 01-01-01, íbúð í vesturhl, Akureyri, þingl. eig. Gunn- ar Jónsson, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, húsbréfad. og Metró-þýsk-íslenska ehf. Sýslumaðurinn á Akureyri 27. nóvember 1997 Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Netanjahu vill ekki vera neinn Saddam ISRAEL - Benjamín Netanjahu, forsætisráð- herra Israels, er nokkuð svekktur þessa dagana vegna þess að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur þráfaldlega þverneitað að hitta hann að máli þrátt fyrir að Netanjahu hafi gert nokkrar tilraunir til þess undanfarnar vikur. Clinton er sagður telja Netanjahu bera ábyrgð á ógöngun- um sem friðarferli Israela og Palestínumanna er komið í, auk þess sem samskiptin við Arabaríki fari versnandi vegn meintrar linkindar Banda- ríkjanna í garð Israels. I blaðaviðtali sagðist Netanjahu hins vegar afar óhress með að Bandaríkjamenn hegði sér eins og hann væri Saddam Hussein. Fyrrverandi samherjar leysa frá skjóðunni SUÐUR-AFRÍKU - Nokkrir af fyrrverandi samherjum Winnie Madikizela-Mandela í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu hvítu minnihlutastjórnarinnar skýrðu frá því í gær að lífverðir hennar hefðu nauðgað skólastúlkum í Soweto, og sá atburður hafi valdið því að ungir piltar hafi borið eld að húsi hennar í hefndarskyni. Lífverðirn- ir hafi verið ógnvaldar í hverfinu og komið óorði á nafn Mandela. Winnie Mandela var óróleg undir framburðinum og er hætt að hlæja að því sem fram fer fyrir Sannleiksnefndinni Benjamin Netanjahu er óhress með að Clinton umgangist sig eins og Saddam Hussein. Námskeið um mæliaðferðir og tækninýjungar í hitamælingum Hvernig getur þú mælt hitastig samstundis og án snertingar? Hvernig getur þú mælt hitastig án þess að skemma vöruna eða umbúðirnar? Hvernig getur þú losnað við skriffinnskuna? Hvernig getur þú uppfyllt kröfur löggjafans með lágmarksfyrirhöfn? Hvernig getur þú notað sírita til að koma í veg fyrir vandamál? Hvernig hitaskráningarkerfi hentar íþínum rekstri? Hvernig getur þú sannreynt hvort hitamælarnir þínir séu réttir? Hótel KEA, Akureyri, 1. desember kl. 13 -17 Fiskislóð 94 Reykjavík Sími: 561-8600 Fax:561-8606 Aðalfundur Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, föstudaginn 5. desember 1997 og hefst fundurinn kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 í samþykktum félagsins. ptl Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins um afnám á tilskildum lágmarksfjölda hluthafa á aðalfundum og hluthafafundum. E Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Skinnaiðnaðar hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.