Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 4
é- röSTVDAGVR 28.NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR L ■ A Skuldir bæjarsjóðs Selfoss aukast Áætlun bæjarsjóðs Selfoss um skatttekjur að upphæð 601,6 millj. kr. virðist ætla að standast. Á hinn bóginn benda Iíkur til að almenn rekstrargjöld hækki úr 462,0 millj. kr í 473,3 millj. kr. Það gerist fyrst og fremst vegna hækkunar Iauna. Fjárfestingar bæjaryfirvalda eru rösklega 28 millj. kr. meiri en áætlað var, fyrst og fremst vegna við- gerða á nýju húsnæði bæjarskrifstofa að Austurvegi 2. Þetta þýðir að nettóskuldir bæjarsjóðs munu á árinu hækka um tæpar 30 millj. kr., eða úr 56 þús. í 62 þús. á hvern íbúa. „Þrátt fyrir þessa hækkun telst Ijárhagsstaða bæjarsjóðs Selfoss góð,“ segir í bókun sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á Selfossi í sl. viku. Mjólkuriimleggjeiidiiiii fækkar Alls 11 innleggjendur hjá Mjólkurbúi Flóamanna hafa hætt frá 1. september sl. þegar nýtt framleiðslutímabil hófst. Þá hafa frá áramót- um hætt alls 27 framleiðendur á svæði MBF, sem nær frá Olfusi og austur í Álftafjörð í Suður-Múlasýslu. Það var um síðustu ármót sem innleggjendur á Austurlandi komu inn á svæði MBF og eru þeir 24 talsins. Garðar Eiríksson, fjármálastjóri MBF, segir í viðtali við Dag- skrána, að með tilliti til þessarar viðbótar hafi aðeins þrír innleggjend- ur hjá MBF hætt á árinu. I dag eru um 450 innleggjendur hjá MBF en búist er við að á næstu 5 til 10 árum fækki þeim um að minnsta kosti hundrað. Fjárhagsstaða siukrahúss verði bætt Bæjarstjórn Selfoss samþykkti á fundi sínum í sl. viku að beina til- mælum til heilbrigðisráðherra og fjárlaganefndar Alþingis um að leysa fjárhagsvanda Sjúlcrahúss Suðurlands og Heilsugæslustöðvar Selfoss. Fram kom á fundinum að höfuðstóll sjúkrahússins sé nú nei- kvæður um 26 millj. kr. og heilsugæslu um 8,5 millj. kr. Bæjarstjórn leggur til að fjárveitingar verði auknar, bætt verði við stöðu heilsu- gæslulæknis og að veitt verði fé til áframhaldandi vinnu við undir- búning framkvæmda við sjúkradeild og stækkun heilsugæslustöðvar. Þá segir bæjarstjórn Selfoss að marka verði stefnu í málefnum sjúkra- hússins, það er að efla afköst og sérfræðiþjónustu. LnUUUII INNLENT Blaðamennska á 21. öldiiuii Nemar í Hagnýtri fjölmiðlun við Háskólann standa fyrir málstofu um íslenska blaðamennsku á 21. öld, í Odda næstkomandi laugar- dag kl. 14-16. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um nýja sókn íslenskra fjölmiðla. Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamanna- félagsins, ræðir um atvinnumögu- leika blaðamanna á 21. öld. Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags, fjallar um breytt eignarhald á fjölmiðlum og áhrif þess á störf blaða- og Lúðvík Geirsson, formaður Blaða- fréttamanna. Hallgrímur Thor- mannafélagsins. steinsson í Islandia Ijallar um upp- lýsingarækt og annan rafbúskap á 21. öld og Þorbjörn Broddason pró- fessor fjallar um blaðamennsku á háskólastigi. Betri fundir hjá Rafmagnsveitimni Allir yfirmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafa verið skráðir félagar í nýjum bókaklúbbi Vöku Helgafells, sem heitir Betri árangur. Hann er ætlaður fólki og fyrirtækjum og hugsaður sem leið til símenntun- ar. I klúbbnum er boðið upp á bókaflokk sem heitir 50 mínútna bæk- urnar og kemur út ein bók í mánuði um afmarkað efni. Mörg fyrirtæki hafa þegar gengið í klúbbinn samkvæmt fréttatil- kynningu Vöku-Helgafells en stærsti samningurinn er þó sá við raf- magnsveituna. -v&rr 100 -100 Staðarhreppur Fremri-Torfustaðahreppur 677 Ytri-Torfustaðahreppur - 21.068 222 Hvammstangahreppur 649 Kirkjuhvammshreppur Þverárhreppur Þorkeishólshreppur 147.432 88 79 -37.165 32.276 -200 Peningaleg staða á íbúa 31.12 '96 krónur íbúar 200 Heilagt að upprekstrar- félög haldi nytjarétti Vestur-Húnvetningar sameinast í eitt sveit- arfélag næsta vor, ef sameining hinna sjö sveitarfélaganna í sýslunni verður sam- þykkt á laugardag. Atkvæði verða greidd um sam- einingu 7 sveitarfélaga í Vestur Húnavatnssýslu á morgun. Upphaflega var Bæjarhreppur í Strandasýslu með í umræðunni, enda hefur hreppurinn átt sam- starf við Vestur-Húnvetninga á ýmsum sviðum, t.d. í heilhrigðis- og skólamálum. Bæjarhreppur ákvað hins vegar að draga sig út úr viðræðunum og olli það mörgum sveitarstjómarmönnum í Vestur-Húnavatnssýslu von- brigðum. Andstaða gegn sameiningu er talin vera mest í Ytri-Torfustaða- hreppi en íbúarnir sagðir viljugri í Staðarhreppi, Fremri-Torfu- staðahreppi, Kirkjuhvamms- hreppi, Hvammstangahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshóls- hreppi. Verði af sameiningu tekur hún gildi 7. júní 1998 eftir kosningu sjö fulltrúa í sveitarstjórn. Ef til- lagan verður felld í einu eða fleiri sveitarfélaganna skal strax tekin um það ákvörðun í hverju hinna skuli kjósa aftur um sam- einingu. Stöðugt versnandi fjárhagur Heimir Ágústsson á Sauðadalsá, oddviti Kirkjuhvammshrepps, segir að úrslit sameiningarkosn- inga í Skagafirði og á Austfjörð- um auki líkurnar á því að hrepp- arnir sjö verði sameinaðir. „Fjármál minnstu hreppanna eru stöðugt að fara á verri veg, t.d. kemur yfirfærsla á grunn- skólunum mjög illa út, sérstak- lega skólar með og undir 100 nemendur. Þar sem ástandið er verst fer allt að 80% teknanna ti) byggðarsamlaga, eins og Héraðs- nefndar, sjúkrahúss, fbúða aldr- aðra og skólaskrifstofu og þá vandséð hvað sjö hreppsnefndir hafa að gera. Þær hafa lítil áhrif og verða að treysta á fulltrúa sinn,“ segir Heimir Ágústsson. - En í hverju felast helst rök andstæðinga sameiningar? “Það hefur ríkt svolítil tor- tryggni í þeim sveitarfélögum sem hafa upprekstrarfélög, þó gengið hafi verið frá því að þau haldi sínum nytjarétti, það er heilagt mál í þeirra augum. For- svarsmenn litlu skólanna í Stað- arhreppi og Þverárhreppi eru uggandi um að þeirra skólar verði aflagðir. Þarna verða áfram rekin skólasel eða kennsla yngstu barna, sérstaklega í Vest- ur-Hópi, þar sem eru vondir veg- ir og miklar vegalengdir. Ibúar til sveita eru einnig mjög viðkvæmir fyrir breytingum á tekjuskatti. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mjög mis- munandi, t.d. er Kirkjuhvamms- hreppur með um 14 milljónir króna í tekjuafgang en Staðar- hreppur er með 7 milljóna króna neikvæða stöðu. Einnig hafa ýmsir áhyggjur af því að stærsta sveitarfélagið, Hvammstanga- hreppur, standi illa, en miðað við stærð hreppsins er staða hans ásættanleg." Lítið hefur verið rætt um nafn á sveitarfélagið en viðmælendur hafa talið einsýnt að það verði annað hvort Húnabyggð eða Húnaþing. — GG Reikningar KSÍ eim á elleftu stirndu Fjármál KSÍ þróast í góöa átt, segir for- maöurijiii. Stjómar- meiiii fá rejLknmgana í hendur daginn fyrir ársþing. „Fjármál knattspyrnusambands- ins hafa þróast í ágæta átt og greiðslustaða þess í góðu lagi. Það eru engin vandræði vegna lausafjárstöðu eða útistandandi krafna. Fleira vil ég helst ekki segja um fjármálin fyrr en stjórn- armenn hafa fengið reikninga sambandsins í hendurnar," segir Eggert Magnússon, formaður KSI, í samtali við Dag, en árs- þing sambandsins verður haldið á Akureyri um næstu helgi. Reikningar KSI verða ekki Eggert Magnússon, formaður KSÍ: „Við höfum nú til skoðunar hvernig skera megi niður i landsliðakostnaði." lagðir fram fyrr en á stjórnar- fundi næstkomandi föstudag, daginn áður en ársþingið hefst. Aðspurður hvort ekki væri eðli- legra að reikningarnir Iægju fyrir með betri fyrirvara sagði Eggert að hefð væri fyrir þessum vinnu- brögðum, auk þess sem þingið væri haldið viku fyrr en vanalega og tíminn því knappari. Eggert vildi ekki fara út í ein- staka reikningsliði. „Eg get full- yrt að greiðslustaðan er mun betri en á sama tíma í fyrra. Ég get líka nefnt að fyrsta árið í rekstri okkar á Laugardalsvelli kemur vel út. Samningarnir við borgina hafa staðist fullkomlega og allar áætlanir gengið eftir." Þá sagði Eggert að fjármál KSI hefðu versnað upp úr 1993 þeg- ar sambandið tók á sig dómara- gjöld og aukin mótagjöld, auk þess sem landsliðakostnaður hefði aukist talsvert, ekki síst út- gjöld vegna kvennaliðanna. „Við höfum nú til skoðunar hvernig skera megi niður í landsliða- kostnaði," segir Eggert. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.