Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 2
2 —FÖSTUDAGUR 28.NÓVEMBER 1997 fD&gwr FRÉTTJR Rúmlega 80 kettir eru vistaðir á Kattholti sem stendur og vantar heimili. Þeirra bíður ekkert annað en svæfing nema landsmenn „ættleiði" þá. Sig■ ríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags íslands, segir ástandið óvenju slæmt. mynd: gs Kettir ekki við sama borð og hundar Formaður Kattavinafélags íslands ósáttur við að sömu reglur gildi ekki um hundahald og kattahald í höfuðborginni. Óvenju inargir kettir nú í óskil- um. „Ástandið er búið að vera óvenju slæmt, óskapleg vanræksla og ég sé ekki hvernig þetta getur gengið lengur öðruvísi en að sett verði Iög um katta- hald. Það eru engar reglur um ketti í Reykjavík en allt í kringum okkur eru sveitarfélög að setja reglur sem gilda jafnt fyrir hunda og ketti,“ segir Sigríð- ur Heiðberg, formaður Kattavinafélags íslands. Ættleiðing og kattamatur Sigríður er í forsvari fyrir Kattholt, hús heimilislausra katta, og hafa skjólstæð- ingar hennar sjaldan verið fleiri en nú. Rúmlega 80 kettir vantar eigendur og til að forða því að þeir fái sprautuna, verður sérstakur Kattholtsdagur í Dýraríkinu, Grensásvegi nk. laugar- dag, þar sem viðskiptavinum verður boðið að „ættleiða“ kött frá Kattholti. Vegleg kattamatargjöf fylgir frá Dýra- ríkinu. Snmir eru svæfðir Allir kettir sem fara inn á Kattholt eru fyrrverandi heimiliskettir og koma yfir- leitt inn á heimilið í gegnum lögreglu eða meindýraeyði. „Það fer mikil dýra- vernd hér fram og mörg dýranna fá heimili. Onnur sofna í húsinu sínu. Því rniður," segir Sigríður. „Lenti einhvern vegiun í köttuuum“ Kattholt er fjármagnað með styrkjum og ljársöfnunaruppákomum, en starf- semin er kostnaðarsöm að sögn Sigríð- ar og kostar mikið sjálfboðastarf. En af hverju ber hún hag katta svo fyrir brjósti? „Eg veit það ekki. Mér þykir vænt um öll dýr og lenti einhvern veg- inn í köttunum. Þetta eru flóknar ver- ur, þeir eru sjálfstæðir og góðir. Mér þykir gott að hafa þá en vildi gjarnan sjá á eftir þeim inn á góð heimili næst- komandi laugardag. - Já, við fylgjumst vel með að þeir fái góða umönnun," segir Sigríður Heiðberg. Faxa um allt land Kettirnir sem Sigríður og samstarfsfólk hafa komið í fóstur, fara til allra lands- hluta. Hún segir t.d. margar kisur á Akureyri hafa komið frá Kattholti og fyrir skömmu hafi hún heimsótt tvo ketti á Svalbarðseyri sem komið var í fóstur frá Kattholti. „Þeir höfðu það gott,“ segir Sigríður. — BÞ t FRÉTTAVJÐTALIÐ Menn eru orðnir nokkuð óþolinmóðir í heita pottin- um eftir fréttum um iiver eigi að taka við stjómar- taumunum í Efstaleiti, þegar Pctur Guðfinnsson, settur útvarpsstjóri, hættir uin áramótin. Ifeyrst hefur að Björn Bjarnason menntamálaráðherra hyggist auglýsa stöðuna lausa til umsóknar eftir helgi. Eins og venjulega em ýmsir sannfærðir um að þegar sé búið að ákveða hver fái hnossið og er helst rætt uir Markús Öm Antonsson, framkvæmdastjóra út varpsins. Fari svo losnar hans staða, sem þyki einnig feit og vænleg og þá geta pottormar o; samsæriskenningasmiðir farið að velta fyrir sé hvern sé búið að ákveða að setja á þann spenann Fulltrúaráð framsóknar- manna í Reykjavík kemur saman um miðjaii desem- ber til að velja úrþá 7 sem fá að taka þátt í prófkjöri R-listans af þeim 8 scm gáfu kost sér. í heita pott- inum þykir inönnum full mikið í lagt að kalla saman fullskipað fulltrúaráð til að hcnda út þeim eina sem ljóst cr að fær ekki að vera með. Pottormum þyk- ir líka skiýtið að enginn skyldi þiggja liöfðing- legt boð frainsóknarmanna um sæti fyrir óflokkshundna, en áttamenningannr ku allir vera bundnir framsókn í báða skó. Því má svo bæta við að næsta víst þykir að Sigrún Magnús- dóttir og Alfreð Þorsteinsson fái flest atkvæði framsóknannanna í endanlegu prófkjöri R-list- ans í janúar. V Sigrún Magnúsdóttir borgarful/trúi. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Kristján Ragnarsson formaðurlíU Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hefur til- hynnt að hann muni fá því breytt að hægt sé að afskrifa kvóta eins og gert hefur ver- ið á umliðnum misserum. Gagnrýnir ekki að hætt sé að afskrifa kvóta — I nmræðunum um afskriftir ú fisk- veiðiheimildum hefur þvt verið varpað fram að um sé að ræða aðferð til að kom- ast hiá skattereiðslum. Er hað ekki til- fellið? „Annars vegar er um að ræða veiðiheimild- ir sem fluttar eru innan ársins og í því tilfelli er það algengt að það sé fært sem kostnaður hjá þeim sem kaupir og tekjur hjá þeim sem selur. Þegar um er að ræða „varanlegar" heimildir hefur verið algengt að kostnaður hefur verið gjaldfærður á því ári sem kaupin eiga sér stað. Því vildi Ríkisskattanefnd ekki una og málið fór fyrir Hæstarétt og hann dæmdi á þann veg hjá útgerð á Vestfjörðum að skylt væri að eignfæra kvótann og síðan afskrifa með allt að 20% heimild á ári, þ.e. á fimm árum. Skýring Hæstaréttar er sú að kvótakerfið sé ekki svo tryggt að það sé breyt- anlegt á hverjum tíma, en þessa fimm ára reglu gefur Hæstiréttur sér á eins konar rétt- lætisforsendum. Varanleg heimild skal þá færast í bókhaldi íyrirtækisins sem eign í stað þess að færast sem gjöld og tekjur og síðan afskrifast." — Vilt þií una áfram þessari niðurstöðu Hæstaréttar? „Þetta er Salomonsdómur, þ.e. höggvið er á hnút þess mismunar að gjaldfæra á árinu eða eignfæra að fullu. Þetta mun draga úr hvata hjá þeim sem betur hefur gengið til að kaupa aðra út, þ.e. það dregur úr kvótakaup- um og hagræðingu sem leiða mun til meiri skattgreiðslu. Eftir stendur að þessi kaup eiga að eignfærast og afskrifast ekki. Þannig mun verða mikið meiri eignfærsla á kvóta í reikningsskilum útgerðarinnar en áður hefur þekkst. Það tryggir bara kvótakerfið enn frek- ar í sessi. Þannig verða efnahagsreikningar sumra fyrirtækja útblásnir af veiðiheimildum sem eru bókfærðar til eignar. Ef afskrift verð- ur ekki færð sem kostnaður í þessu gefur það betri afkomu og hærri skattgreiðslu." — Er verið að gera kvótakerfið varanlegt með þessu? „Það vona ég, og þá erum við að um- gangast auðlind þannig að hún rýrni ekki og endurnýi sig fullkomlega og helst dálítið vel. Nú vill ráðherra undirstrika varanleika kerf- isins en ég ætlast til að eldri reglur gildi um það sem áður er keypt. Ég á hins vegar erfitt með að gagnrýna það að hætt sé við að af- skrifa endurnýjanlega auðlind." — Telur þú mikinn misskilning rtkja um það hvað veiðileyfagjald er? “Talsmönnum þess hefur tekist að koma inn þeirri skoðun hjá almenningi að hér sé um að ræða gríðarleg verðmæti sem fólk sé að glata og gæti haft áhrif á skattgreiðslur þess. Þetta er ekki umræðuvert í dag f ljósi skýrslna frá Verslunarráði og afkomuskýrslu Þjóðhagsstofnunar, útgerðin stendur ekki undir þeim kostnaði, er ekki aflögufær. Ekki má gleyma að við erum í samkeppni erlendis við ríkisstyrktan sjávarútveg þar sem íyrir- tæki fá veiðiheimildir sem viðkomandi ríkis- stjórnir hafa keypt og afhenda án endur- gjalds. Ef við setjum nýja kostnaðarliði á ís- lenska útgerð mun það setja afkomuna og efnahagslífið verulega niður. Það mun fækka störfum og koma aftan að verkafólki í landi og við viljum ekld íþyngja greiðslugetu þeirra sem verst mega sín í þessu landi.“ — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.