Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 5
I FÖSTUDAGVR 28.NÓVEMBER 1997 - S Læknar byrja að draga úr yfirvinnu um helgina og þeir fyrstu ganga út um miðjan jólamánuðinn hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Kjaradeila sjúkrahúslækna er í gjörgæslu og hefur annar sáttafundur ekki veriö boðaður. mynd: e.ól Neyðarástand blasir við á sjúkrahúsum Tekist á itm vinnu- tíma og laun sjukra- húslækna. Viðræðn- slit komu á ðvart. Yf- irvinnubann og upp- sagnir innan seiling- ar. „Þótt vandinn sé mikill, þá verð- ur hann ekki í líkindum við það þegar menn fara að ganga út hver á fætur öðrum um miðjan næsta mánuð hafi samningar ekki tekist áður,“ segir Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Stjórnendur Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur funduðu í gær um þá alvarlegu stöðu sem blasir við sjúkrahúsunum eftir að slitnaði uppúr í kjaraviðræðum lækna og ríkisins. Fram að þeim tíma höfðu menn bundið vonir við að samningar tækjust áður en í óefni væri komið. Þótt annar sáttafundur hafi ekki verið boð- aður er kjaradeilan áfram til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. A meðan er deilan í „gjörgæslu" eins og það var orðað í gær. Um helgina byrja unglæknar, sem einatt eru í stöðu aðstoðar- lækna, að draga úr yfirvinnu og um miðjan næsta mánuð koma til framkvæmda uppsagnir þeirra. Þá fara þeir fyrstu að ganga út. í viðræðum samninga- nefndar lækna við ríkið er tekist á um kerfisbreytingar á yfirvinnu í samræmi við tilskipun Evrópu- sambandsins. Sömuleiðis er gjá á milli samninganefnda um launa- kröfur lækna, þótt eitthvað hafi þokast áleiðis í gerð kjarasamn- ings við sérfræðinga. Jóhannes Pálmason segir að stjórnendur sjúkrahúsanna muni nota næstu daga og helgina til að skoða hvernig brugðist verður við þeirri stöðu sem blasir við sjúkra- húsunum að öllu óbreyttu. Hann segir reynt verði eftir föngum að halda uppi eins háu þjónustustigi eins og unnt verður ef allt fer á versta veg. -GRH að tala um einokun og vilja ekki að ríkið sé atkvæðamikill aðili í samkeppnisrel<stri,“ segir Hall- dór, sem túlkar t.d. hávær mót- mæli gegn gjaldskrárhækkunum Pósts og síma fýrir skömmu svo að almenningur vilji að fyrirtæk- ið verði einkavætt. Gengur ekki upp Halldór segir mörg rök fyrir því að einkavæða íyrirtækið. Er- lendir keppinautar í farsíma- þjónustu séu þegar farnir að bjóða íslenskum fyrirtækjum að kaupa hlutafé til að tryggja við- skipti við þau í framtíðinni. Þetta geti Landsíminn ekki gert að óbreyttu. Ennfremur sé ljóst af umræðunni undanfarið að stjórnmálamenn vilji ekki sleppa hendinni af símanum „og eru með margvíslegar fyrirspurnir og aðfinnslur sem þeir myndu aug- ljóslega ekki gera ef fleiri aðilar kæmu að þátttöku í Landsíman- um. Það er alveg ljóst að fyrirtæki í nútímalegu samkeppnisum- hverfi getur ekki verið milli vita, hvorki hrein rfkisstofnun né einkafyrirtæki. Þessi stutta reynsla sem við höfum af Pósti og síma hf. hefur sannfært mig um að þetta gengur ekki,“ segir samgönguráðherra. -VJ Hljóðfæraleikur i Karphúsinu virðist ekki hafa megnað að bræða peninga- hjartað í samninganefnd rfkisins. Hins- vegar hafði ríkissáttasemjari gaman af. Plötuutgáfa Sínfóniuimar íhættu „Þetta er ekki beinn Ijárhagsleg- ur skaði í bili, en plötusamning- urinn gæti verið í hættu,“ segir Runólfur Birgir Leifsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Iveggja daga verkfall hljóð- færaleikara sveitarinnar, sem hófst í gær og lýkur í dag, gerir það að verkum að ekki tókst að klára upptökur á plötu með tón- list Sibeliusar fyrir útgáfufyrir- tækið Naxos sem hófust í vik- unni. Runólfur Birgir segir að verkfallið geti haft áhrif til hins verra á orðstír hljómsveitarinnar sem hefur verið mjög góður. Kjaraviðræðum hljóðfæraleik- ara og viðsemjenda þeirra lauk um fjögur leytið í fyrrinótt. Ann- ar fundur hefur ekki verið boð- aður. Óvfst er hvort hljóðfæra- leikararnir grípa til frekari að- gerða í kjarabaráttu sinni við rík- ið. Á dögunum komu þeir tón- leikagestum í opna skjöldu þegar þeir dreifðu upplýsingum um bág kjör sín. Fyrir skömmu gekk Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og eiginkona menntamálaráðherra, út af æfingu í Háskólabíói vegna kulda og vindtrekks á sviðinu. -GRH Reynslan af hlutafé- laginu Pósti og síma hefur kennt okkur ad þaö gengnr ekki npp aö breyta ríkisstofn- íunim í hlutafélög án þess að einkavæða þau, segir samgöngu- ráöherra. Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur skipað fimm manna nefnd sérfræðinga sér til ráðu- neytis um stefnumótun í ijar- skiptamálum. Hlutverk nefndar- innar er að meta þróun fjar- skiptamála í næstu framtíð og stöðu Landsímans og annarra fjarskiptafyrirtækja í alþjóðlegu samhengi. Athygli vekur að undir verksvið nefndarinnar fellur einnig hugs- anleg sala á hlutabréfum í Land- símanum. Ákvörðun um einka- væðingu símans hefur ekki verið tekin og það reyndar nær ekkert verið rætt á hinum pólitíska vett- vangi. Fyrir rúmu ári þegar um- ræður stóðu sem hæst um að breyta Pósti og síma í hlutafélag lýsti samgönguráðherra yfir að hann yrði ekki einkavæddur í ná- inni framtíð og ekki í sinni ráð- Póstur og sími var harkalega gagnrýndur fyrir gjaldskrárhækkanir á dögunum og stormuðu fjölmargir á Austurvöll til að mótmæla þeim. Samgönguráðherra túlkar það sem kröfu almennings um einkavæðingu. mynd: e.ól herratíð. Halldór hefur nú skipt um skoðun. „Ég taldi á þeim tíma að það myndi verða friður um Landsímann fyrstu árin, en það er almenn krafa um það í þjóðfélaginu að auka frelsi í fjar- skiptum og almenn krafa um það að hlutabréf í Landsímanum verði seld. Ég hef orðið mjög var við það síðustu vikur. Menn eru FRETTIR Hlutafélög í rOdseis&i verður aðeiukavæöa Sj álfstæðisflokk- ur sterkastur Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt verulega við fylgi sitt undanfarna mánuði, samkvæmt nýrri könn- un Félagsvísindastofnunar og er með nærri 45% fylgi. Flokkurinn fékk 36% í könnun Félagsvís- indastofnunar í maí síðastliðn- um og um 37% f kosningunum 1995. Hinn stjórnarflokkurinn á ekki jafn mikið upp á pallborðið hjá kjósendum. Framsóknarflokkur- inn fengi nú 17,4%, samkvæmt könnuninni, sem er svipað og f maí en 6 prósentustigum minna en í kosningun- um. Athygli vekur að um 11% segj- ast ætla að kjósa jafnaðarmanna- flokk sem ekki er enn orðinn til. Þar gætu verið kjósendur AI- þýðuflokks ogAl- þýðubandalags á ferð, því báðir missa mikið fylgi frá síðustu könn- un. Alþýðuflokkurinn fær aðeins um 10% fylgi núna en mældisl með rúmlega 17% fylgi í maí. Flokkurinn fékk rúm 1 1% í síð- ustu þingkosningum. Alþýðubandalagið er með svipað fylgi og í kosningum eða rúm 14% en það er mun minna en í vor, þegar flokkurinn mæld- ist með um 20% fylgi. Fylgi Þjóðvaka mælist vart lengur, er innan við 1% eins og það hefur verið f könnunum undanfarið. Kvennalisti fær aðeins 2,2% samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar sem er meira en helmingi minna en f síðustu könnun og í kosningum. -V'J Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokks, getur verið ánægður með niðurstöðuna. Slökkviliðsmeim í mál Landssamband slökkviliðs- manna, fyrir hönd slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og kaupskrárnefnd varnarsvæða um að fá ógilda ákvörðun kaup- skrárnefndar um kjaramál. Liðsmenn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa ekki verkfallsrétt og eru kjör þeirra ákvörðuð af kaupskrárnefnd. AI- mennt eru kjör slökkviliðs- manna í Reykjavík til viðmiðun- ar, en kollegar þeirra á vellinum sætta sig ekki við ákvörðun nefndarinnar hvað varðar reykköfunarálag, samvistartíma við vaktaskipti og fleira. - FÞG Landsbyggðar- versluii iiiimikar Kaupmannasamtökin vekja at- hygli á því í Fréttapósti sínum að „blönduð“ verslun hefur dregist talsvert saman samkvæmt virðis- aukaskattsskýrslum fyrstu 8 niánuði þessa árs. Þessi verslu er þó 31% af allri verslun í landinu og í þessum flokki eru kaupfé- Iagsverslanir og Hagkaup. Af þessu draga Kaupmannasamtök- in þá ályktun að samanlögð velta samvinnuverslana, en þær eru allar utan höfuðborgarsvæðis- ins, minnki eða standi í stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.