Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 7
15^L*r:
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 - 7
ÞJÓÐMÁL
Tap, grátur og fiskeldi
ÞORÐUK
INGIMAKS
SON
blaðamaður
skrifar
Fyrr á þessu hausti komu for-
svarsmenn fiskvinnslufyrirtækja
saman til árlegs aðalfundar í
Skíðaskálanum í Hveradölum. A
fundinum var flutt yfirlitsræða
um stöðu atvinnugreinarinnar.
Ræðan var athyglisverð fyrir þær
sakir að hún hefur Iítið breyst á
milli ára. Atvinnugreinin tapar og
auk hinna hefðbundnu tapfrétta
frá Hveradölum berast einnig
fréttir af taprekstri einstakra
framleiðslufyrirtækja í sjávaraút-
vegi, einkum þeirra sem frysta
holfisk í landi.
Kjarni málsins
íslendingar geta ekki lifað á
landslagi, segir Guðbergur
Bergsson í einni af bókum sín-
um. Þeir geta heldur ekki treyst á
að lifa af úthafsveiðum í framtíð-
inni. Ætli þeir að efla matvæla-
framleiðslu til muna verða fleiri
möguleikar að koma til en þeir
sem fiskveiðilögsagan og úthafs-
smugurnar bjóða. Þeir verða að
framleiða hluta hráefnisins sjálf-
ir og er þá komið að kjarna máls-
ins. Gert er ráð fyrir að um það
bil einn af hveijum þremur fisk-
um, sem snæddir verða í veröld-
inni innan tíðar, verði til í eldi.
Fólki fjölgar og þörfin fyrir mat-
væli vex. Á meðan ýmsar þjóðir
auka fiskeldi og framleiðslu
margvíslegra rétta úr eldisfiski
stara íslenskir útvegs- og skip-
stjórnarmenn á sjókortin og Ieita
að úthafssmugum til þess að
sigla í og veiða. Veiðimannaeðlið
virðist landanum svo í blóð borið
að áratugir hafa ekki dugað til
þess að vekja ræktunarmanninn í
þeim þegar að sjávarlífi kemur.
Brugðu sér í bússur
Eins og kunnugt er reyndu Is-
lendingar fyrir sér með fiskeldi
fyrir nokkrum árum en með mis-
jöfnum árangri og því næst upp-
gjöf. 1 stað þess að leita að
hentungum eldisstofnum með
vísindalegum forskriftum
brugðu þeir sér í bússur, gripu
háfa í hönd, óðu út í árnar og
hífðu hrygnur. Þeir kreistu
hrognin úr þeim og ólu seiði
sem þeir hófu að selja til er-
lendra eldisstöðva. Hins vegar
gleymdist að athuga hvort ís-
lenski villilaxinn hefði mögu-
leika á að lifa við aðrar aðstæður
en þær sem verið hafa honum
náttúrlegar um aldir. Seiðin
voru seld og flutt í hlýrri sjó þar
sem aðrar fisktegundir héldu til
og aðrar bakteríur höfðust við
en við Islandsstrendur. Seiðin
þoldu þessi umskipti illa. Þau
höfðu ekki mótefni gegn sjúk-
dómum og hlýrra umhverfi flýtti
kynþroska þeirra þannig að kyn-
áráttan var vextinum yfirsterk-
ari. Eldisfyrirtækin gáfust því
upp eitt af öðru með tilheyrandi
titringi í fjárfestingakerfinu.
Þróimarfé og þróunarstarf
Þótt þannig hafi tekist til mega
landsmenn ekki stöðugt horfa
reiðir um öxl til þessara mistaka.
Þau kostuðu sitt en á þá fjár-
muni verður að Iíta sem ákveð-
inn fórnarkostnað við að hefja
nýjan atvinnuveg. Þótt ef til vill
hefði mátt komast hjá þessum
mistökum þá mega þau ekki
blinda mönnum framtíðarsýn
þegar um lífsmöguleika þjóðar-
innar er að ræða. Benda má á
dæmi þar sem öðruvísi hefur
verið farið að og þróunarfé not-
að til þess að vinna að uppbygg-
ingu framtíðar atvinnuvegs.
Fiskeldi Eyjafjrðar er dæmi um
slík vinnubrögð. Allir fjármunir
sem lagðir hafa verið í það fyrir-
tæki eru þróunarfé, áhættufé,
sem ekki er gert ráð fyrir að skili
arði fyrr en verkefnið er á enda.
Á þeim áratug sem þróunarverk-
efni Fiskeldis Eyjafjarðar hefur
staðið hefur tekist að ná fram
klaki og uppeldi lúðuseiða í eld-
isstöð og nú síðast framleiðslu á
fullvöxnum matfiski.
Tvöföldun fiskeldis í Öxar-
firði
Dæmi um jákvæða framtíðarsýn
á þessu sviði einnig að finna í
byggðunum við Oxarfjörð. Þótt á
ýmsu hafi gengið í byrjun fram-
leiða fiskeldisstöðvarnar í Lón-
um í Kelduhverfi og á Núpamýri
í Öxarfirði nú yfir tvö þúsund
tonn af eldisfiski á ári. Uppistaða
þeirra er framleiðsla á Iaxi en
einnig er framleitt nokkuð af
bleikju auk þess sem farið er að
þreifa fyrir sér um eldi fleiri fiski-
tegunda. Aðstæður við sjó eru
góðar og jarðhita er að finna á
báðum þessum stöðum eins og
víðar í héraðinu og er hann þeg-
ar nýttur með góðum árangri á
Núpamýri. Ljóst er að þetta
svæði hefur möguleika á mun
meiri framleiðslu en þegar á sér
stað og ætti að vera kappsmál
heimamanna að auka það. Til
þess þurfa að koma til auknar
jarðboranir og möguleikar á nýt-
ingu jarðhitans. Einnig þarf að
koma til öflugra markaðs- og
sölustarf á erlendum vettvangi.
Þessi tvö fiskeldisfyrirtæki þurfa
að þróa með sér samstarf og lík-
legt er að styrkur fiskeldisins á
þessu svæði myndi aukast við
sameiningu þeirra. Því er ekki
óeðlilegt að leiða hugann að því
að með réttum aðgerðum mætti
auka framleiðslu og verðmæta-
sköpun þessara fyrirtækja um
helming eða meira og myndu
þau jafnvel geta framleitt álíka
magn af fiski og kvóti Húsvíkinga
heimilar að veiða.
Þekking og reynsla sem verð-
ur að nýta
Við uppbyggingu Fiskeldis Eyja-
fjarðar og eldisstöðvanna við Ox-
arljörð hefur orðið til þekking og
reynsla sem þarf til þess að hefja
fiskeldi til vegs og virðingar sem
atvinnuveg hér á landi. Með hlið-
sjón af erfiðleikum sjávarútvegs-
ins við að útvega sér hráefni úr
sífellt fjarlægari úthafssmugum
hlýtur aðeins að vera tímaspurs-
mál hvenær stærri útvegsfyrir-
tækin fara að huga að fiskeldi.
Dæmi um það er þegar fyrir
hendi þar sem öflug útgerðarfyr-
irtæki hafa lagt Fiskeldi Eyja-
fjarðar lið í þróunarstarfi.
Tæpast hægt að taka
alvarlega
Landsmenn mega engan tíma
missa í þessum efnum. Ef þeir
fara ekki að huga að þessum at-
vinnuvegi af meiri alvöru en ver-
ið hefur verða aðrir til að fj'Ila
þann markað sem er og mun
skapast. I stað þess að horfa á sí-
vaxandi útvegskostnað og
stöðugt tap fiskvinnslunnar
verða þeir að taka höndum sam-
an um að nýta sér þá þekkingu
sem fyrir er í landinu til þess að
byggja upp fiskeldi af alvöru. I
því liggur framtíð aukinnar mat-
vælaframleiðslu að miklum
hluta. Á meðan útvegsmenn og
fiskverkendur skæla í Skíðaskál-
anum í stað þess að snúa sér að
nýjum viðfangsefnum á borð við
fiskeldi og sölu eldisafurða er
tæpast hægt að taka umræðuna
um matvælaland framtíðarinnar
alvarlega.
„Á þeim áratug sem þróunarverkefni Fiskeldis Eyjafjarðar hefur staðið hefur tekist að ná fram klaki og uppeldi lúðuseiða i eld-
isstöð og nú siðast framleiðslu á fullvöxnum matfiski, “ segir Þórður m.a. í grein sinni.
Um hryðjuverk múslíma og
hræsni íslenskra hlaðamanna
Þessum Iínum er ekki beint til
þeirra fáu blaðamanna sem for-
dæma hryðjuverk undir öllum
Irringumstæðum. Þeim er beint
til þorra islenskra blaðamanna
sem gera það ekki.
Fjölmiðlum á Islandi og víða á
Vesturlöndum er tíðrætt þessa
dagana um hryðjuverk músl-
ímskra samtaka í Egyptalandi
gegn vestrænum ferðamönnum.
Þessi morð voru framin á sak-
lausu fólki en höfðu að yfirlýstu
markmiði að fá stjórn Egypta-
lands til að leysa úr haldi músl-
ímskan fanga.
Það sem greinir hryðjuverk frá
öðrum almennum glæpum eru
tveir meginþættir. Hryðjuverkum
er beint gegn saklausu fólki með
það fyrir augum að aðgerðin hafi
áhrif á þriðja aðila, t.d. stjórn-
völd. Jafnframt eru hryðjuverk -
andstætt almennum glæpum - yf-
irleitt tengd pólitísku eða hug-
myndafræðilegu markmiði.
Fjöldamorðin í Egyptalandi eru
að þessu Ieyti dæmigerð hryðju-
verk. Þeim var beint að saklausu
fólki og markmið þeirra var að fá
stjórnvöld til að leysa fanga úr
haldi.
Islenskir blaðamenn telja með
réttu að morðin á tugum erlendra
ferðamanna í Egyptalandi hafi
verið fólskuleg hryðjuverk. En
fordæming þeirra er óheiðarleg.
Þegar vestræn ríki, þ.m.t. Is-
land, beita hryðjuverkum gegn
múslímum, njóta þessi hryðju-
verk þegjandi velþóknunar ís-
lenskra blaðamanna, jafnvel þeg-
ar umfang hryðjuverkanna er
margfalt meiri en öll hryðjuverk
múslímskra samtaka til sarnans.
Dæmi um þátttöku Islands í
hryðjuverkum - aðgerðum sem
beint er gegn saklausum borgur-
um til þess að stjórnvöld þeirra
breyti um stefnu - er viðskipta-
bannið gegn írösku þjóðinni. Við-
skiptabanninu er beint gegn öll-
um óbreyttum borgurum Iands-
ins, án tillits til aldurs, kyns,
þjóðfélagsstöðu eða meintrar
sektar. Markmið viðskiptabanns-
ins með þessum hóprefsingum er
að fá almenna borgara í Irak til að
þrýsta á stjórnvöld sín að virða
kröfur Oryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Það skiptir engu máli
hvort þessar kröfur séu réttar eða
ekki. Hryðjuverk eru glæpsamleg
hurt séð frá réttmæti hinna yfir-
lýstu markmiða hryðjuverka-
mannanna.
Bandarísk og bresk yfirvöld
hafa í raun viðurkennt að þau
tækju þátt í hryðjuverkum gegn
almenningi í Irak. I kvöldfréttum
í Ríkisútvarpinu 17. nóv. síðast-
liðinn var t.d. haft eftir breskum
embættismönnum að „stjórnir
Bretlands og Bandaríkjanna væru
reiðubúnar til þess að draga úr
þjáningum írösku þjóðarinnar ef
Bagdad-stjórnin virti samþykktir
Sameinuðu þjóðanna..." I þessari
setningu felst hótun um að haida
áfram aðgerðum gegn óbreyttum
borgurum meðan stjórnvöld við-
komandi borgara láti ekki undan.
Þessi hryðjuverk hafa þegar leitt
til dauða einnar milljónar óbreyt-
tra borgara, þar af 600.000
barna. Við Iraksstjórn er sagt: Ef
þið látið ekki undan drepum við
200 af ykkar börnum á hverjum
degi. Við almenning í írak er sagt:
EI þið rísið ekki gegn einræðis-
herranum, munum við traðka
ykkur og börn ykkar í svaðið. Þið
getið sjálfum ykkur um kennt að
við séum að drepa börnin ykkar.
Niðurstaða
Framlag íslenskra blaðamanna í
þágu hryðjuverka gegn börnum í
Irak er að vísu óbeint og felst að-
eins í kristilegri hræsni. En með
framferði sínu tryggja þeir
íslenskum hryðjuverkamönnum
starfsfrið til að taka þátt í refsi-
verðum verknaði.