Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 10
10- FÖSTUDAGUR 28.NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR L Búseta best tryggð með sametningiuini Borgarhafnarhreppur, Suðursveit 113 íbúar (4,63%) Hofshreppur, Öræfi 108 íbúar (4,42%) Bæjarhreppur, Lón 47 íbúar (1,93%) Aust Hornafjarðarbær 2173 íbúar (89,02%) sýslu Kosið verður um sam- eintngu fjögurra sveitarfélaga í Austur- Skaftafellssýslu á morgun og verði það samþykkt verður sýsl- an eitt sveitarfélag. Sameining Hafnar í Hornafirði, Hofs-, Bæjar- og Borgarhafnar- hreppa kom fyrst til umræðu í sýslunefnd Austur-Skaftafells- sýslu í fyrrahaust, en samþykkt var snemma á þessu ári að efna til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna. Horfnafjarð- arbær er langstærstur sveitarfé- laganna fjögurra með tæplega 2500 íbúa eða 89% af heildinni. Verði samrfningartillagan felld í einu sveitarfélaganna eða tveimur, verður kosið aftur um sameiningu hinna í ársbyrjun 1998, en kosning til nýrrar sveit- arstjórnar verður 23. maí 1998, ef af sameiningu verður. Samhliða kosningum mun fara fram skoðanakönnun um nafn á hið nýja sveitarfélag, og þykir mörgum nokkuð einsýnt að það muni bera nafn stærsta sveitarfélagsins, Hornafjarðar. Markmið sameiningarinnar er að efla sveitarstjórnarstigið þannig að auðveldara verði að þjóna íbúum í samræmi við kröf- ur þeirra og löggjafans, að styrk- ja byggð og efla atvinnulíf í sýsl- unni og einfalda stjórkerfi sveit- arfélaganna og gera ákvarðana- töku og framkvæmdir markviss- ari. Tryggt verður jafnræði allra íbúa gagnvart þjónustu sveitarfé- lagsins. Þorsteinn Geirsson, formaður sameiningarnefndar, segir að samstarf sveitarfélaganna um stærstu málaflokka hafi staðið í hartnær þrjá áratugi svo ekki verður mikil breyting þar á, einna helst að sparist í yfirstjórn. Fjárhagur sveitarfélaganna stendur nokkuð vel. Ibúum hef- ur hins vegar fækkað ár frá ári og þar með hafa tekjumöguleikarnir verið að skerðast. 1 Bæjarhreppi eru íbúar t.d. ekki nema um 50. „Grunnskólanemendum í Bæj- arhreppi hefur verið ekið til Hornafjarðar síðan 1981 en skólar hafa verið reknir í hinum hreppunum, en auðvitað ræðst þetta af því að börnum fækki ekki mjög rnikið," segir Þor- steinn Geirsson. - En liverjir ern helstn ókostir við sameiningu? “Það var í upphafi viss ótti í sveitunum við að missa skólana en ég held að fólk sjái að það er best hægt að treysta búsetuna með stærri einingum. Ef alltaf hallar undan fæti með fólks- fækkun í hinum dreifðari byggð- um þá er sameining tilraun til að sporna við þeirri þróun.“ — GG 500 millj- óna aröur af Fríhöfninni Vörusala Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli jókst um 390 milljónir (18%) í fyrra í 2.600 milljónir. Hagnaðurinn minnk- aði eigi að síður um rúmar 90 milljónir (15%). Astæðan er rak- in til þess að Fríhöfnin greiddi nær 1 50 milljónir i áfengisgjald. Hagnaðurinn, kringum 500 milljónir, var allur greiddur í rík- issjóð í formi arðs. Meðalálagning Fríhafnarinnar var um 55% á árinu. Hún hafði þó lækkað um liðlega fjórðung frá árinu áður, að mestu Ieyti vegna álagningar áfengisgjalds í tolli sem nú er komið inn í inn- kaupsverð áfengis. Afengi og tóbak er 30% af sölu Fríhafnarinnar, ilmvötn 20% og sælgæti 15%. Tæki eru síðan um fjórðungur heildarsölunnar og aðrar vörur kringum 10%. — HEI Hagnaður Fríhafnar/nnar á Keflavíkurvelli lækkaði um rúmlega 90 milljónir í fyrra. Réttaröryggi aukið Stjómsýsla borgar- iiniar sætir eftirliti umboösmaniis AI- þingis. Réttaröryggi borgarbúa hefur verið aukið með breytingum á lögum um starfssvið umboðs- manns Alþingis sem gengu í gildi sl. vor. Samkvæmt þeim lögum nær starfssvið umboðmannsins einnig til stjórnsýslu sveitarfé- laga en ekki aðeins ríkisins. Það þýðir að borgarbúar geta skotið málum sínum til umboðsmanns- ins ef þeir eru ekki sáttir við stjórnsýslu borgaryfirvalda. Á fundi borgarráðs kom fram að þessi breyting var gerð að frumkvæði borgarinnar. Með henni var jafnframt komið til móts við þær hugmyndir sem R- listinn hafði um stofnun um- boðsmanns Reykjavíkur á sínum tíma, þ.e. að auka réttaröryggi íbúa borgarinnar. — GRH (HUu/oOtU^ /atnaÆiHfrw /Scuh& ow tWi/w/anc/í' Opið virka daga 11-18 Laugavegi 101 • Sími 562 1510 Stjómin styður Guðbjöm Degi hefur borist svohljóðandi yfirlýsing frá Landssambandi kúabænda vegna umfjöllunar blaðsins um fund sem Fagráð í nautgríparækt stóð fyrir að Þing- borg í Flóa þann 12. nóvember síðastliðinn. „Stjórn Landssambands kúa- bænda lýsiryfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra sam- bandsins (Guðbjörn Árnason) og störf hans. Framkvæmdastjórinn hefur frá upphafi starfað eftir samþykktum félagsins og sam- kvæmt fyrirmælum stjórnar. Stjórn LK væntir þess að fram- kvæmdastjórinn starfi að fram- Jólaglögg í „Nýju Rósinni“ Hverfisgötu 8-10, þriðjudagskvöldið 2. desember kl. 20.30. Síðasti fundur með Jóni Baldvini. Jólakjólasýning. Samband Alþýðuflokkskvenna Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Guðbjörn Árnason, hagfræðingur. fara- og hagsmunamálum kúa- bænda hér eftir sem hingað til.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.