Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 6
6- FÖSTUDAGUR 28.NÓVEMBER 1997
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
fíitstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk. :
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Simbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
460 6171 [AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Strákar í skóla
í fyrsta lagi
Okkur stráknunum gengur ver í skólanum en stelpunum:
lægri einkunnir, minni áhugi, verri framkoma, mikil „neikvæð
athygli“. (Les: skammir, þras, mæða, rekinn úr tíma; kennar-
inn: „...skil bara ekkert í...“). Byrjum að slást. Og eyðileggja.
Skólinn virðist ekki gerður fyrir stráka segja jafnréttiskarlarn-
ir. En við berum okkur vel og þykjumst geta allt, miklu frekar
og betur en stelpurnar. Dæmigert: hug herða, kjcl klífa. Það
gera sannir karlmenn allra alda, líka í grunnskólum. Margrét
Pála Olafsdóttir fóstra vissi þetta fyrir löngu og fékk nýlega
heiðursverðlaun Jafnréttisráðs fyrir að skilja sundur kynin -
báðum til góðs.
í öðru lagi
Á efri unglingsárunum og í byrjun fullorðinsskeiðsins erum
við komnir langt afturúr stelpunum: þær kunna meira og geta
meira. Við hættum frekar í skóla, leggjum grunn að ævilangri
áfengissýki, höldum á glæpabrautina og Iendum í fangelsi
miklu oftar en stelpurnar; þeir okkar sem erfiðast eiga taka
eigið líf miklu frekar en þær. Svo byrjum við að lemja þær. Þá
taka þær börnin frá okkur. Sín börn. Og við eigum undir náð
og miskunn þeirra hvort við fáum að sjá þau eða vera með
þeim. „Sameiginlegt“ forræði er bara formsatriði. Á miðjum
aldri hafa sektin og skömmin loks náð að greipast óafmáanlega
í vitund okkar. Síðan fullkomnast ferillinn: við deyjum. Langt
á undan þeim.
í þriöja lagi
Það sem byrjar í skóla er bara byrjunin á lífsins skóla. „Karla-
veldið" er hvorugu kyni gott. Sönn jafnréttisbarátta er barátta
beggja kynja. Saman. Fyrir því besta í fari hvors, svo bæði fái
notið kosta sinna og eðliseiginleika. Það er gáfulegt að færa
jafnréttisumræðuna inn í skólana og gera það með vísan í
gamla og Tdtra frænku: „strákar eru og verða strákar“. Það á
ekki að vera ávísun á vandræði og óhamingju.
Stefán Jón Hafstetn.
Eigi skal höggva
Eitt helsta tómstundagaman
þjóðarinnar undanfarin ár
hefur verið að finna auða
bletti og planta í þá trjám. Þar
sem loku er fyrir jjað skotið að
tré þrífist hafa menn dreift
lúpínufræi, þannig að undrun
má sæta að landið hafi ekki
fengið viðurnefnið eyjan
fjólubláa, eins og ásýnd þess
er um hásumar. Ræktunar-
menn eira engu undir jjví
kjörorði að betra sé að veifa
röngu tré en öngvu.
Garri er sjálfur ekki saklaus
af þessu brölti sem
teygir anga sína inn
á húsalóðir, þar sem
litlu sætu trjánum
er plantað hvar sem
hægt er að drepa
niður fæti. Þessi til-
hneiging hefur nú
verið við lýði um
nokkurt skeið og
litlu sætu trén á lóð-
armörkunum orðin
að ferlíkjum sem teygja rætur
sínar upp í salernisskálar ná-
grannanna.
Rætur deilna
Nágranninn sem áður brosti
kumpánlega yfir lávaxið lim-
gerðið og þakkaði skjólið af
litlu öspunum, sendir nú ill-
yrmislegt augnaráð þegar
hann hreinsar trjákvoðu af
bílnum sínum með nýjasta
undrablöffinu úr Sjónvarps-
markaðnum. Hatrið vex þegar
vinnuflokkur grefur upp
klóakið og hreinsar rótar-
hnúða sem fangað hafa minn-
ingar liðinna sælustunda í
formi fyrrverandi tilvonandi
afkomenda sem enduðu æv-
ina í allherjarflækju verja og
rótarkerfis.
V___________________________
Þannig verður náttúran og
gróandinn, sem fyrrum vöktu
unnaðskenndan hroll yfir því
að kannski væri Island ekki
jafn fjarri gróðurvöxnum
heimi siðmenningarinnar, að
rót rammra illdeilna. Það hef-
ur nefninlega aldrei mátt saga
tré á Islandi.
Mann uxidir tré
Þekktar eru deilur bænda og
skógræktarmanna sem birtust
meðal annars í deilú Hákons
Bjarnasonar skóg-
ræktarfrömuðs og
Halldórs Pálssonar
fyrrverandi Búnað-
armálastjóra. Hall-
dór hélt því fram að
Island væri gras-
land og hér yxu
ekki tré. Þessu
mótmælti Hákon
og sagði að það
þyrfti ekki annað
en að líta á kirkjugarðana til
að sjá að þessi fullyrðing
stæðist ekki. Halldór svaraði
um hæl að skógrækt á Islandi
yrði dýrkeypt ef mann þyrfti
undir hvert tré.
Spádómur Halldórs er nú
að koma í ljós. Fagurt mannlíf
sem birtist í kærleika milli
granna er í hættu vegna þess
trúaratriðis að tré megi ekki
fella. Krónur aspanna skulu
drottna yfir lifendum og
dauðum í landinu þar sem
lokaorð Snorra Sturlusonar
eru runnin mönnum í merg
og bein: Eigi skal höggv'a.
GARRI.
BIRGIR GUÐ-
MUNDSSON
skrifar
Samkvæmt aðalfrétt Dags í gær
hefur ríkið ekki efni á að hirða
þær tekjur sem það fær af skött-
um sem skattborgarar eru þegar
búnir að borga. Þetta efnaleysi
ríkisins hefur orðið til þess að
skattar að upphæð 2,3 milljarð-
ar, sem almenningur er þegar
búinn að punga út fyrir, lendir
hjá Pétri og Páli úti í bæ! í frétt
Dags kom það fram að 480 aðil-
ar skulda meira en eina milljón í
virðisaukaskatt og var þar vitnað
til skýrslu Ríkisendurskoðunar
um að það væri óásættanlégt að
sumir komist upp með að halda
eftir þeim vörslusköttum sem
þeir innheimta á meðan aðrir fá
á sig dóm fyrir nákvæmlega sama
hlutinn.
Ástæðan sem gefin er fýrir
þessari mismunandi meðferð
brotamanna er sú, að ekki sé
nægur mannafli til staðar til að
sinna vanskilamálum og auk þess
séu úrræðin sem yfirvöld hafa til
Skattmeim í viimu
upp á hlut?
að taka á málum af þessu tagi í
miklu ólagi. Ríkisendurskoðun
virðist kasta boltanum til skatt-
rannsóknarstjóra og vill að hann
tald á málinu en skattrannsókn-
arstjóri segir einfaldlega: „Miðað
við núverandi ástand í skattsvik-
um þjóðfélagsins og mannafla er
það ógerlegt.“
Sofa rólegir
Manneklan hjá skattrann-
sóknarstjóra gerir það að
verkum að einungis er
hægt að sinna 30-40 van-
skilamálum vegna virðis-
aukaskatts á ári, allur
annar tími starfsmanna
fer í að rannsaka annars
konar skattsvik. Af þessum 480
sem skulda skil á milljón eða
meira getur mikill meiri hluti
sofið rólega og óttalaust fyrir
skattrannsóknum. Eftir sem
áður verða að lágmarki 340-350
þeirra óáreittir með sínar skuldir
vegna þess að verið er að spara
pening við að rukka þær inn.
Það er oft sagt að það sé dýrt
að vera fátækur sem er rétt. En
þetta er vitaskuld algerlega út í
hött. Ef einungis þeir peningar
sem eru í vanskilum vegna þegar
álagðs og innheimts virðisauka-
skatts skiluðu sér í ríkis-
kassann myndi hin póli-
tíska umræða geta verið
með allt öðrum hætti.
Upphæðin dugar í miklu
meira en að leysa vanda
Borgarspítalans og lands-
byggðarsjúkrahúsanna,
Háskólanna og svo mætti
lengi telja.
Hlutaskiptakerfi
Miðað við þær upphæðir sem
hér um ræðir ættu vinnulaun
fleiri starfsmanna að vera fljót að
borga sig. Trúi menn því ekki
ættu skattayfirvöld að íhuga að
taka upp hlutaskiptakerfi að
hætti sjómanna á þessu sviði.
Það þyrfti ekki að vera stór hlut-
urinn sem hver starfsmaður
fengi fyrir að landa hverjum
skuldaþorskinum, til að hann
hefði dágóðar mánaðartekjur.
Raunar eru yfirgnæfandi líkur á
að ásóknin yrði veruleg í að kom-
ast í slíkt skipspláss hjá skatt-
rannsóknarstjóra og kauptrygg-
ingin þyrfti ekki að vera há fyrstu
árin f það minnsta.
í frétt Dags í gær kom raunar
fram bæði hjá skattrannsóknar-
stjóra og formanni fjárlaga-
nefndar að menn væru að skoða
leiðir til að taka á þessu máli.
Það er vonum seinna. Ólíklegt er
annað en pólitísk samstaða náist
um málið á Alþingi og betur ef
svo færi að næsta þjóðarsátt yrði
ekki um litlar kauphækkanir til
okkar launamannanna, heldur
um aðgerðir gegn skattsvikurum
og þeim sem stinga undan virðis-
aukaskattinum okkar.
Skúli Eggert
Þórðarson skatt-
rannsóknarstjóri.
Ertu sátt/sáttur við nið-
urstöðuna sem kemur
fram í könnun Félags-
vísindastofnunar
(D=44,5%, B=17,4%, A=9,9%,
G=14,2%, V=2,2% ]0=, 8%
Óstofn. jafnciðarm.fl =10,9%)
Einar Kr. Guðfmnsson
þingmaður Sjálfstæðisfloliksins.
Annað væri
ósanngjarnt.
Þetta undir-
strikar sterka
m á 1 e f n a -
stöðu Sjálf-
stæðisflokks-
ins og þannn
árangur sem
ríkisstjórnin
er að sýna.
Það sem er ánægjulegt er að
flokkurinn hefur jafna stöðu
meðal allra aldurshópa. En þetta
er ekki kosningaspá, heldur vís-
bending um stöðu flokksins nú.
Margrét Frímaimsdóttir
formaðurAlþýðubandalagsins.
Það er
kannski svo-
lítið erfitt að
meta hana,
þar sem
töluverð u r
fjöldi lýsir
yfir stuðn-
ingi við sam-
e i g i n 1 e g t
f r a m b o ð
vinstri manna. En að teknu tilliti
til þess held ég að við í Alþýðu-
bandalaginu getum sæmilega við
unað.
Guðmundur Bjamason
varaformaðurFramsólmarflokltsins.
A u ð v i t a ð
vildum við
stöðu flokks-
ins betri, þó
flokkurinn
hafi jafnan
komið betur
út úr kosn-
ingunum en
könnunum.
Umræða um
breytingar á flokkaskipan að und-
anförnu hefur dregið meiri at-
hygli að þeim flokknum en Fram-
sóknarflokknum. Það kann að
skýra stöðuna að einhverju leyti.
Þá má nefna að í ríkisstjórnar-
samstarfinu er Framsóknarflokk-
urinn með viðkvæm ráðuneyti,
sem mikil umræða hefur verið
um að undanförnu.
Sighvatur Björgvinsson
formaður Alþýðufloliksins.
Bæði og.
Það sem ég
er ánægður
með er að sjá
mikið fylgi
við sameig-
inlegt fram-
boð jafnað-
a r m a n n a ,
sem eldd var
spurt um í
könnuninni - en fær engu að síð-
ur stuðning 11% kjósenda. Auð-
séð er að stuðningurinn er að
verulegu leyti til kominn frá
stuðningsmönnum Alþýðuflokks
og ekkert einkennilegt við það,
því slíkt framboð hefur verið
markmið flokksins.