Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 3
X^ir. FÖSTUDAGUR 2 8.N ÓVEMBER 1997 - 3 FRETTIR BærLnn á hausinn? Meirihluti bæjarstjórnar á ísafirdi er sprunginn eftir aö Sjálfstæðisflokkurínn klofnaði. Myndin er tekin á bæjarstjórnarfundi í október af bæjarfulltrúunum Sigurði Ólafssyni, Ragnheiði Hákonar- dóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur. Mynd GS Bæjarstjóriim á ísafirði hættur og seg ir álit fagmanna að enguhaft. Allar líkur séu nú á að bæjarsjóð- ur fari á kúpuna eftrir að fallið var frá kaupum á húsnæði Norðurtangans fyrir grunnskólaun. Meirihluti bæjarstjórnar ísa- fjarðarbæjar féll í gær og sagði bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlí- usson, upp störfum sem bæjar- stjóri. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í málinu eftir að sam- þykkt var í fyrrakvöld á auka- fundi bæjarstjórnar að falla frá kaupum á frystihúsum Norður- tangans sem framtíðar skólahús- næði. Lengi hefur verið rætt um að nýta hús Norðurtangans á Isa- firði fyrir grunnskólann en Þor- steinn Jóhannesson, fráfarandi oddviti sjálfstæðismanna áður en þeir klofnuðu, sagði í gær að andstaðan við þá hugmynd væri eldd bara byggð á rökum um menntun heldur einnig á nei- kvæðri afstöðu manna til Bása- fells sem sameinaðist Norður- tanga. Strauinhvörf bæjarstjómar Kristján Þór Júlíusson segir í uppsagnarbréfi sínu að bæjar- stjórnarsamþykktin í fyrrakvöld gangi þvert á þau grundvallar- sjónarmið sem hann hefði haft að leiðarljósi í störfum sveitar- stjórnarmanna. „Hún hefur að engu álit fagmanna, starfsfólks, skóla og fulltrúa foreldra og tek- ur ekkert tillit til tillagna og sam- þykkta fræðslunefndar sem er bæjarstjórn til ráðuneytis um málefni grunnskólans. Svo und- arlegt sem það er, hefur bæjar- stjórn ennfremur að engu eigin samþykktir sem gerðar voru með 10 samhljóða atkvæðum fyrir nokkrum vikum." Bærinn á hausinn? Síðast en ekki síst segir Kristján Þór að með samþykkt tillögunn- ar neiti menn að horfast í augu við bágan fjárhag bæjarfélagsins og áhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda á framtíð bæjarsjóðs ísafjarðarbæjar. Reikna megi með að samþykkt tillögunnar muni hafa í för með sér a.m.k. 500 millj. kr. skuldaaukningu í bæjarsjóð á 3 árum, eða úr 1200 milljónum króna í 1700 milljón- ir. Myndun nýs meirihluta var óljós í gær en viðmælendur blaðsins á Isafirði töldu ekki ólíklegt að Jónas Olafsson, Sjálf- stæðisflokki, yrði í burðarhlut- verki þar. Sennilega mun Krist- inn Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sem setið hefur í minnihlutanum, hafa áhuga á meirihlutasamstarfi en hann hefur gagnrýnt fráfarandi meirihluta harðlega fyrir ómark- vissa fjárhagsáætlun. — BÞ Ingvi Hrafn Jónsson. Langá stefnir Lngva HraÍJii Langá ehf., fyrrum veiðiréttar- hafi í samnefndri á í Borgarfirði, hefur stefnt Ingva Hrafni Jóns- syni, fyrrum samstarfsaðila um ána og núverandi fréttastjóra út- varps Matthildar, til greiðslu rúmlega hálfrar milljón króna skuldar. Runólfur Agústsson og Ingvi Hrafn voru samstarfsaðilar í Langá og leigðu ána, en upp úr samstarfinu slitnaði er Ingvi Hrafn yfirbauð félagið og fékk ána til fimm ára gegn 23 millj- óna króna greiðslu. Gekkst Arn- grímur Jóhannesson í Atlanta í ábyrgð fyrir Ingva Hrafn. Langá krefur Ingva Hrafn um hálfa milljón sem félagið lánaði hon- um vegna fyrri samnings um ána. Stelpur læra betur en eru oftar eiiiitiana Umtalsverdur muiiur á kyiijuiiimi á fLestum sviduni kom fram í könnun meðal jius unda efstu bekkinga í gnmnskólum lands- ins. Mun hærra hlutfall stráka en stelpna telur skólanámið til- gangslaust og leiðinlegt. Stelpur eru undantekningarlítið hærri á prófum og læra betur heima. Þrefalt fleiri strákum (37%) en stelpum er vísað úr tfmum eða sendir til skólastjóra og reknir úr skóla (6%). Stór hluti nemenda fer mjög seint að sofa, og strákar enn seinna en stelpur. Fjórum sinnum fleiri strákar (45%) hafa verið kýldir og tvöfalt fleiri strák- ar (63%) en stelpur viðurkenna að hafa hrint einhverjum. Á hinn bóginn segjast helmingi fleiri stelpur en strákar einmana og niðurdregnar, þrátt fyrir að þeim reynist auðveldara að fá stuðn- ing og hlýju frá foreldrum sín- um. Strákamir kannski verr sett- ir? Þetta má lesa út úr niðurstöðum könnunar á vegum Rannsókna- stofnunar uppeldis- og mennta- mála, sem náði til nær átta þús- und nemenda í efstu bekkjum grunnskóla landsins sl. vor. lnga Dóra Sigfúsdóttir dósent kynnti niðurstöðurnar á málþingi undir yfirskriftinni „Strákar í skóla“. Hún benti á að í umræðu um jafnrétti og skólastarf hafi áherslan oftast verið á bætta stöðu stúlkna, enda yfirleitt gengið út frá þeim forsendum að staða þeirra í skólakerfinu væri verri en drengja. Að þeim hafi umræðan aldrei beinst - fyrr en nú. Markmið könnunarinnar væri að kortleggja stöðuna. Lítið heimanám og seint í háttinn Nemendur voru spurðir um skólaeinkunnir í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Með einkunn um eða undir fimm voru strákarnir hlutfalls- lega mildu fleiri, en hins vegar miklu fleiri stelpur með 9-10. I ljós kom að heimanám ís- lenskra ungmenna er fremur lít- ið í samanburði við það sem víða gerist annars staðar. Jafnframt vakti athygli hvað stór hluti nem- enda fer seint að sofa á kvöldin. Aðeins fjórðungur strákanna fer að sofa fyrir ellefu og álíka marg- ir eftir klukkan hálf eitt. Enda kom í Ijós að meira en helming- ur þeirra og rúm 40% stelpnanna mæta syfjuð og þreytt í skólann flesta morgna. Stelpumar fremur leiðar og niðurdregnar Ráðleggingar við heimanám og viðræður við foreldra um pers- ónuleg mál lá strákar og stelpur í líkum mæli. En foreldrar fylgj- ast mun betur með útivist dætra sinna en sona. Enginn munur er á reykingum og drykkju, en tvö- falt fleiri strákar hafa prófað önnur fíkniefni. Þrefalt fleiri strákar (29%) hafa skemmt eða eyðilagt hluti. Stelpurnar koma á hinn bóg- inn miklu ver út þegar litið er á þunglyndi, kvfða, Ieiðindi, sjálfs- mat og ýmsa vanlíðan. Helmingi þeirra hafði leiðst, en bara þriðj- ungi strákanna. Tvöfalt fleiri (25%) sögðust stundum ein- mana og þrefalt fleiri (30%) nið- urdregnar. - HEI Byggmgarleyfi á Þórsgötu fellt úr gildi Umhverfisráðuneytið hefur úrskurðað að byggingarleyfi sem borgar- yfirvöld veittu vegna nýbyggingar við Þórsgötu 2 skuli falla úr gildi. Ibúar við Oðinsgötu kærðu leyfið og töldu fyrirhugaða byggingu allt of stóra og myndi þannig draga verulega úr birtu og sólskini í suður- og austurgluggum húsa sínna og til útivistarsvæðis á Oðinsgötu 9. Leyfið var veitt í skjóli þess að ekki þyrfti að samþykkja deiliskipu- lag vegna þessara framkvæmda sérstaklega, en því mótmæltu kærendur. Umhverfisráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að ný- byggingin hefði það verulegar breytingar í för með sér á næsta um- hverfi að full þörf hafi verið á að gera deiliskipulag fyrir reitinn. Norðlenskir skógarbændur sameina kraftana Félag skógarbænda á Norðurlandi var stofnað í Eyjafirði í gær, en á Norðurlandi eru 42 bændur sem undirritað hafa þinglýstan samn- ing við landbúnaðarráðuneytið, þar af 27 í Eyjafirði, Norðlenskir skógarbændur fengu á þessu ári um 8 milljónir króna frá ríkinu. en á næsta ári verður framlag ríkisins um I 1 milljónir króna. Félag skógarbænda á Norður- Frá stofnfundi Félags skógarbænda á Nord- landi á m.a. að vera vettvangur uriandisem fram fór í félagsheimilinu Laug- ■ x . , c., ... i j. v arborg í Eyjafjarðarsveit mynd: Brínk þess að þrysta a tjarveitingavaldið ———----------------- um íjárstuðning við skógrækt og stefnir að því að selja afurðir bænda í fyllingu tímans. Félagmenn eru þeir bændur sem stunda skógrækt í atvinnuskyni. — GG Stálu haugiframpörtum og íþrótta- skóm Tveir menn hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdir í tveggja mánaða fangelsi hvor fyrir þjófnað. Annar þeirra stal íþróttaskóm, tveimur hangiframpörtum úr Bónus í Hafnarfirði og tveimur kjötlær- um úr 10-11 í Austurstræti. Hinn stal geisladiskum, tveimur mynda- vélum og fatnaði úr Dressmann. Annar þeirra var sýknaður af ákæru um að hafa stolið tveimur úrum. Báðir mennirnir hafa oft. hlotið refsidóma áður og var höfð hliðsjón af sakarferli þeirra við uppkvaðningu dómsins. Hins vegar þótti ekki sannað, gegn neitun þeirra, að þeir hefðu unnið saman að þeim þjófnuðum sem ákært var fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.