Dagur - 29.11.1997, Side 4

Dagur - 29.11.1997, Side 4
20 - LAUGARDAGUR 29.NÓVEMBER 1997 I^IT MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Elías Snæland Jónsson skrifar bóka i HILLAN Einmana vegferð Lífshlaup Oddnýar Erlendsdóttur Sen var í senn óvenjulegt og ævintýralegt. Hún var bóndadóttir af Álftanesi sem neitaði að sætta sig við menntunarleysi og einhæf, erfið bústörfin, dreymdi um ferðir til erlendra ævintýrastaða, barðist til mennta, missti fyrsta mann- inn sem hún elskaði í sjóinn, 115 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20 Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir 9. sýn. í kvöld Id. uppselt 10. sýn. á morgun sud. uppselt 11. sýn. fid. 4/12 nokkur sæti laus 12. sýn. 5/12 uppselt sun. 7/12 laus sæti Fiðlarinn á þakinu eftir Boch/Stein/Harnick Id. 6/12 uppselt föd. 2/1 laus sæti Smíðaverkstæðið kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma Krabbasvalirnar eftir Marianne Goldman í kvöld Id. næst síðasta sýning föd. 5/12 síðasta sýning Ath. sýningin er ekki við hæfi barna Sýnt í Loftkastalanum kl. 20 Listaverkið eftir Yasmina Reza föd. 5/12 LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mád. 1/12 „ísland fullvalda ríki“ Fjölnismenn sem eru full- hugar 10. áratugarins standa fyrir dagskránni. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. 13-18, miðvikud.- sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. dreif sig til náms og starfa í Edin- borg þar sem hún dvaldi í ellefu ár, kynntist þar og giftist kín- verskum menntamanni, fór með honum og barni þeirra til Kína þar sem hún átti heima í fimmt- án ár, missti frumburð sinn úr hundaæði en eignaðist tvö önnur börn, og sneri loks aftur heim til Islands án eiginmannsins en með börnin tvö þegar Japanir hertóku Shanghai árið 1937. Það er að sjálfsögðu eitthvað sérstakt við konu sem fer svo óhefðbundna Ieið gegnum lífið. Sonardóttir hennar og nafna tekst á við það verkefni f bókinni „Kínverskir skuggar" að rekja ævi ömmu sinnar og lýsa þeirri sterku innri hvöt sem knúði hana til að leita gæfunnar á fjarlægum slóðum en rak hana jafnframt að Iokum heim aftur. Þetta var sú sterka útþrá sem segir: Förum af stað! án þess að vita af hveiju, svo vísað sé til brots úr ljóði Baudelaires sem voru henni hjartfólgin. Framandi lond Bókinni er skipt í þijá megin- hluta eftir kaflaskiptum í lífi Oddnýar Erlendsdóttur frá Breiðabólsstöðum á Alftanesi. Fyrsti hlutinn rekur unglingsár- in; hefst árið 1903 þegar Oddný var 13 ára og lýkur árið 1909, en þá hefur hún lokið námi og held- ur til Edinborgar að starfa hjá Is- lendingi þar. Hana hafði frá barnsaldri dreymt um að heim- sækja framandi lönd og þjóðir. Nú varð það að veruleika, en föð- Oddný Erlendsdóttir. Myndin er tekin á árum hennar í Edinborg. ur hennar varð svo mikið um að sjá dótturina fara um borð í skip- ið sem bar hana frá Islandi að hann sagist hafa verið viðstaddur útför hennar (bls. 83). Annar hlutinn lýsir meira en áratugar dvöl hennar í Edinborg, þar sem hún aflaði sér frekari menntunar samhliða starfinu og kynntist nýju fólki - þar á meðal Kwei Ting Sen, kínverska náms- manninum sem síðar varð eigin- maður hennar. Þessum hluta lýk- ur þegar Jiau koma í stutta heim- sókn til íslands ásamt bami sínu áður en haldið er á heimaslóðir eiginmannsins - til Kína. Þriðji hlutinn og sá forvitnileg- asti lýsir fimmtán ára dvöl Odd- nýjar í Kína, en þar bjó hún hjá Ijölskyldu eiginmannsins í litlum bæ skammt frá Shanghai. Upp- hafið var ekki sem gæfulegast: tengdafaðir hennar, sem hafði tekið því mjög illa að sonurinn giftist vestrænni konu, var látinn; lík hans beið eftir syninum. Að ýmsu Ieyti setti það tóninn fyrir sambúð Oddnýjar og nýju fjöl- skyldunnar. Þótt hún legði sig fljótlega fram um að kynnast landi og þjóð, og væri full aðdáunar á kínv- erskum þjóðháttum og menn- ingu, átti hún oft erfitt með að samlagast kínversku samfélagi. Hún mætti óvild innan fjölskyld- unnar sem „útlendur djöfull“ og varð jafnvel að sætta sig við að eiginmaðurinn tæki sér hjákonu. Þá minntist hún stundum þeirrar sannfæringar sinnar þegar hún missti ástvin sinn á Islandi, að líf hennar yrði „einmana vegferð, hvernig sem allt velkist" (bls. 77). Og hún kemur sjálfri sér á óvart með því að langa aftur heim til Islands. Skáldað í eyðumar Oddný Sen, höfundur þessarar bókar, var aðeins fimm ára þegar amma hennar lést. Samkvæmt eftirmála hafði hún úr ýmsum bréfum að moða, og sögum innan fjölskyldunnar, en „að öðru leyti er skáldað í eyðurnar" (bls. 267). I samræmi við þetta reynir hún að vera fluga á veggnum þegar löngu liðnir atburðir gerast þótt ekki séu fyrir hendi traustir vitn- isburðir um þá; hún býr sem sagt til samtöl og hugrenningar og jafnvel persónur með vinnulagi skáldsagnahöfundarins. Þetta er auðvitað þekkt aðferð við ritun ævisögu, en afar vandmeðfarin. Mörkin á milli þess sem lesand- inn veit að er raunverulegt og hins sem hann grunar að sé meira og minna tilbúningur höf- undarins verða óljós og vekja fljótt efasemdir um sannleiks- gildi frásagnarinnar. En það breytir engu um að sú Oddný Erlendsdóttir Sen sem birtist í þessari bók vekur aðdáun lesandans fyrir sjálfstæði sitt, dugnað og áræði. Þráðbein stúlka á nítjándu öld Að fara á skíðum styttir stund stúlku fríða spenna mund sigla um víði húna hund hesti ríða slétta grund. Það ætti að vera nóg að yrkja eina svona vísu til að lifa af hvað sem er, líka dauðann. Júlíana Jónsdótt- ir skáldkona kvað þessa vísu með- an hún var ung vinnukona vestur á Kollsá. Nú er komin út bók um þessa konu. Bókin heitir Braut- ryðjandinn og hún er eftir Guð- rúnu P. Helgadóttur. Bókin er ágætt yfirlit um ævi Júlíönu; sagt er ffá umhverfi hennar á Rauðs- gili, svo flækingi á milli margra bæja á Snæfellsnesi, síðan vinnu- konustandinu á Kollsá. Þá er sagt frá veru hennar í Akureyjum og aðallega stuðst við ævisögu Frið- riks Eggers; síðan er farið yfir ár hennar í Stykkishólmi þar sem hún flæktist á milli húsa; síðan er henni fýlgt til vesturheims og aðal- lega stuðst við bréf sem Helga Kress útvegaði höfundi. Það eru einkar falleg bréf sem Helga sagði reyndar frá er Kvennasögusafninu var fundinn staður í Þjóðarbók- hlöðunni. Það var falleg og eftir- minnileg frásögn. Þá er farið yfír þann kveðskap Júlíönu sem íyrir liggur í Stúlku og Hagalögðum og bent á það að margt er þar líkt með þeim kveðskap og Sigurði Breiðfjörð og seinna Jónasi Hall- gnmssyni. Sem er von. Af hverju? Eftir bókina er þó ósvarað þeirri spurningu sem ég hafði oft spurt mig áður en ég sá þessa bók: Af hvetju orti Júlíana? Hvernig stóð á því að munaðarlaus flækings- stelpa tók upp á því að yrkja? Hvað gaf henni nægan þrótt, kjark, dirfsku til að gefa út bók, fyrstu ljóðabók íslenskrar konu árið 1876? Stúlka heitir bókin. Stúlka punktur ljóðmæli punktur eptir Júlíönu Jónsdóttur f Akur- eyjum. Hvernig í veraldarinnar ósköpunum gat staðið á því að svona kona var til sem gaf út rit sem hét svo ótrúlega fallegu og viðeigandi nafni af því að hún er fyrsta ljóðabók íslenskrar konu. Eins og barátturit, fremst allra í röðinni allra hinna sem síðar hafa komið. Allar bækur eru af- rek. AHar ljóðabækur eru afrek. En það er ennþá óútskýrt afrek af hverju ung kona getur gefið út bók á íslandi árið 1876. Það þyrfti þess vegna að skrifa fleiri bækur um Júlíönu; það þyrfti að skrifa bók þar sem reynt væri af skáldlegu innsæi fremur en eftir venjulegu staðreyndatali að skoða ævi hennar. Mér kemur þá í hug Böðvar Guðmundsson sem breytti sögurytjum úr Borgarfirði í gullfallegar bækur í fyrra og hitteðfyrra. Hvað var það sem gaf Júlíönu Jónsdóttur þennan styrk. Því þarf að svara. Vegna íslenskra bókmennta. Til að fylla upp í eyður í sögu íslenskra kvenna. Ástin Var það Rauðsgil; er einhver skáldauppspretta í Fellaflóanum? Var það ástin sem brást í Akureyj- um? Var það eldur og reiði fá- tæktarinnar sem rak hana áfram? Var það bókakosturinn sem hún fékk að lesa á þeim heimilum þar sem hún bjó? (Sem getur reynd- ar aldrei hafa dugað til heldur kannski hjálpað) Hvernig datt henni í hug að skrifa leikrit um víg Kjartans meðan hún bjó í Stykkishólmi? Þar hraktist hún stöðugt á milli húsa; bjó hálft ár hér, heilt ár þar. Og búslóð henn- ar var áreiðanlega hvorki sófasett né þvottavél; heldur kannski fá- einar stílabækur, rúmföt og kist- ill. Og í Hólminum lagði hún heldur ekki undir sig íbúðir held- ur herbergishorn með rúminu sínu, kistlinum, hillu, handa- vinnu. Júlíana var heldur ekki þannig sett að hún gæti sinnt skáldskap mikið til; hún sló og reri til fiskjar. Hún hjúkraði sjúk- um, gætti barna, bjó um allt inn- an stokks, eldaði mat. I stuttu máli: Þrælaði eins og fólk flest á þeim tíma. Og samdi vísur og ljóð. I bók Guðrúnar P. Helgadóttur er vikið að því að víða hafi Júlíana notað sömu líkingar og stórskáldin Breiðljörð og Jónas; mér fínnst eiginlega gert óþarflega mikið úr því að hún hafí fengið að láni hjá öðrum. Mér fínnst það skyggja á aðalatriðið að hún orti og gaf út tvær bækur. Þökk Júlíana var rétt um miðjan aldur er hún flutti til vesturheims; einu heimildirnar um það eru bréfin sem áður voru nefnd og Júlíana ritaði á efsta degi; síðustu árin sem hún lifði. Fátt annað kemur fram um hagi hennar vestra en það sem lesa má af bréfunum. Þakka ber fyrir bók Guðrúnar P. Helgadóttur. Bókin er vel út gefin með góðum heimildar- skrám og góðri nafnaskrá. Bókin kallar hins vegar á fleiri bækur sem reyna að skyggnast örlítið betur á bak við orðin og ártölin. Bók eða bækur sem reyna að svara því af hverju orti Júlíana Ijóð? Hvaðan kom henni til þess kraftur og kjarkur að standa þráðbein upprétt og stolt framan í þeim veruleika sem á degi hverjum vildi beygja hana í duft- ið. Hún var kvenfrelsiskonan, þráðbein baráttustúlka á nítj- ándu öld. Hvernig? Af hveiju? Um leið og þessi bók er þökk- uð er hinnar næstu beðið með óþreyju.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.