Dagur - 29.11.1997, Page 9
LAUGARDAGUR 29.NÓVEMBER 19 9 7 - 25
LÍFIÐ í LANDINU
„Þrotlaus vinna held ég að sé
grundvöllur þess að geta ort
góða vísu,“ segir Pétur. „Margir
halda að það
eitt að alast
upp í kring-
um þá sem
kunna vísur
sé nóg til að
geta ort þær.
En menn
þurfa að
kunna skil á
bragfræði og
leggja vinnu í
að yrkja. Yfir-
leitt hnoða
menn saman
miklu af leir-
burði áður en
þeir skapa
einhver verk
af viti. Eftir því sem menn yrkja
meira ná þeir meira valdi á list-
inni og þá verður skáldskapur-
inn áreynslulausari. Þá seytlar
vísan áffam, rétt eins og bæjar-
Iækurinn. Sjálfum þykja mér
það bestu vísurnar. Þegar maður
heyrir þær fínnur maður að þær
gætu ekki verið öðruvísi."
Eftirlætis hagyrðingar
Og eftir þessar upplýsingur ligg-
ur beinast við að spyija þá feðga
um eftirlætishagyrðinga þeirra.
„Af núlifandi mönnum sem
fást við kveðskap hef ég einna
mest gaman af Friðriki Stein-
grímssyni úr Mývatnssveit, Jóni
Eiríkssyni Drangeyjarjarli og
Hjálmari Jónssyni þingmanni,"
segir Pétur. „En flestar vísur
kann ég sennilega eftir Bjarna
frá Gröf eins og þessa:
Hér er bölvuð ótíð oft
og aldrei friður;
það ætti að rigna upp í loft
en ekki niður.
„Skemmtilegasti og besti hag-
yrðingur sem ég hef kynnst á
lífsleiðinni var Heiðrekur Guð-
mundsson skáld,“ segir Halldór
með þungri áherslu á orðinu
skáld. Hann bætir við: „Það er
Ijóst að ef hagyrðingar eru á
annað borð skáld þá standa þeir
öðrum framar. Heiðrekur var
mjög fljótur að yrkja og vísur
hans eru snjallar og efnismiklar.
Þessi er dæmi um það:
Þegar vindur þyrlar snjá
þagna og blindast álar.
Það er -yndi að eiga þá
auðarlindir sálar.
Það er til marks um leikni hans
að þegar hann var sextugur
komu allir bestu hagyrðingar
Akureyrar heim til hans til að
samfagna honum. Allir ortu þeir
til hans vísu og hann svaraði að
bragði með betri vísu. Þetta
kvöld verður mér ógleymanlegt.
Faðir hans, Guðmundur Frið-
jónsson á Sandi, var líka
skemmtilegur hagyrðingur. Faðir
minn kenndi mér þessa vísu eft-
ir hann:
Þegar lymsku og bygaglaum
leggur um byggðir dala,
sá sem dregur Tímans taum
tekur i nöðruhala.
Eldri manna sainkomiir
Margir tengja vísnagerð einung-
is við eldri kynslóð Islendinga.
Er hún kannski deyjandi íþrótt?
„Eg held ekki,“ segir Pétur og
snýr sér að föður sínum.
„Hvernig var þetta þegar þú
varst ungur pabbi, voru allir
yrkjandi?"
„Við ortum mikið í Mennta-
skólanum á Akureyri en ég held
að það sé ekki eins mikið .ort
núna og í þá tíð en ferskeytlan
lifír góðu lífi og ungu skáldin
eru farin að Ieggja meira upp úr
því en áður að yrkja undir göml-
um bragar-
háttum,"
segir Hall-
dór. Hann
stendur
skyndilega
UPP. gengur
að skrifborði
sínu og tekur
upp orðabók.
„Ef einhvern
langar til að
æfa sig f
vísnagerð er
tilvalið að
taka orða-
bókina, finna
orð með
mörgum
merkingum og yrkja gátu þannig
að hver merking sé ein ljóðlína,"
segir hann. „Eg hef ort mikið af
þannig vísum.“ Þegar hann er
spurður hvort hann geti ekki
sett saman eina slíka fær hann
„Margirhalda að það
eittað alastuppí
kringum þá sem
kunna vísursé nóg til
aðgetaortþær.En
menn þurfa að kunna
skil á bragfræði og
leggja vinnu í aðyrkja.
Yfirleitt hnoða menn
saman miklu af
leirburði áðuren þeir
skapa einhververk
afviti. “
sér sæti við skrifborðið og tekur
að fletta orðabókinni. A meðan
fer sonur hans með vísu sem
hann orti fyrir
tveimur árum
þegar verkföll
lömuðu þjóðlíf-
ið og hann
hafði sem
ábyrgur þjóðfé-
lagsþegn og
stuðningsmað-
ur rfkisstjórnar-
innar áhyggjur
af því að verð-
bólgan myndi
þjóta upp úr
öllu valdi yrði
gengið að kröf-
unum:
Á launastríð í landi hér
líst mér engan veginn
þvt grasið dvallt grænna er
í garðinum hinum megin.
Eftir þessa snyrtilegu pólitísku
vísu er talinu vikið að vísnagerð
jafnaldra Péturs sem samkvæmt
frásögn hans virðist vera í Iág-
marki.
„Eg hef þörf fyrir að tala um
vísnagerð, bera mig saman við
aðra en ég hef átt í erfiðleikum
með að hafa uppi á jafnöldrum
mínum sem áhuga hafa á vísna-
gerð,“ segir Pétur. „Eg gekk í
Kvæðamannafélagið Iðunni eftir
að hafa hitt Steindór Andersen
sem taldi sig vera einn af „ungl-
ingunum" í félaginu. Hann var
þá um fimmtugt. Eg hef mætt á
hagyrðingamót úti á landi. Þar
er mestmegnis eldra fólk og
samkomurnar bera þess merki;
dansgólfíð tæmist Idukkan ell-
efu.“ Og Pétur segist vilja aug-
lýsa eftir ungu fólki sem vilji
halda sér félagsskap í Kvæða-
mannafélaginu. Hann nefnir
Steinar Þór Sveinsson sem
helsta vísnafélaga sinn og fer
með vísu sem þeir ortu í sam-
einingu. Tilefnið voru orð Geirs
Haarde á fundi þar sem hann
sagði að fóstrur gætu hækkað
laun sín með því að fjölga börn-
um. Þessi fleygu orð sköpuðu
þennan fyrri part hjá Pétri:
Geir og fóstrur fagna saman
fleygja öllum vörnum
Og Steinar botnaði:
fullnægja ogfjörlegt gaman
fjölga litlum börnum.
Feðgar kveðast á
Nú er komið að því að spyrja
feðgana hvort þeir kveðist á.
Pétur jánkar því: „Eg man eina
vísu sérlega vel. Eg var á leið
heim úr gleðskap klukkan íjögur
um nótt. Það var kalt þessa nótt
og ég var tilbúinn með fyrri part
úr vísu sem ég gat ómögulega
botnað:
Norðanvindur napur hvín
nístir inn að beini
Þegar ég hringdi bjöllunni
heima tók faðir minn á móti
mér og ég fór með fyrri partinn.
Hann svaraði umsvifalaust með
þremur botnum. Eg man bara
þennan:
Ekkert get ég elskan mín
aftur þó ég reyni.
Þegar hér er komið sögu Iítur
Halldór upp úr orðabókinni og
segir með þungri áherslu: „Nei,
þessi botn er ekki góður. Mér
fínnst ekki mikið varið í þennan
botn.“ Hann hristir síðan höfuð-
ið nokkrum sinnum orðum sfn-
um til frekari áherslu. Hann
virðist þó fljótur að gleyma
gömlum syndum og segir: „Mér
þykir vænt um vísnaáhuga Pét-
urs og reyni að efla hann eftir
megni. Ég tek eftir því að ég
held að honum
sömu bókum
og faðir minn
gerði þegar
hann vildi efla
vísnaáhuga
minn. Þannig
gengur arfur-
inn frá kynslóð
til kynslóðar.
Það væri gam-
an ef framhald
yrði á því.“
Það er kom-
ið að því að
kveðja feðgana
og blaðamaður
rukkar þá um
vísnagátur. Þeir leysa verkefnið
bæði fljótt og vel af hendi og svo
er að vita hvort lesendur eru
jafnfljótir að ráða gáturnar og
þeir voru að koma þeim saman.
Vísnagáta Péturs er svona:
Staðarheiti i Kinn og Kjós.
í koti bömin geymir.
Þar hanga menin dýr á drós.
Drykkur um hann streymir.
Og Halldór orti á þessa leið:
Prýði þykir engin að.
Oft sér niður stingur.
Þjóðskáld bjó á þessum stað.
Þenst hún út og springur.
Lausn á gátu Péturs: Háls.
Lausn á gátu Halldórs: Bóla.
Tollkvótar vegna innflutnings á
unnum kjötvörum
Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með
lögum nr. 87/1995 og með vísan til rg. útgeflnni 26.
nóvember 1997, er hér með auglýst eftir umsóknum
um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum.
Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á
skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00.
Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með
símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu
7, 150 Reykjavík og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00
mánudaginn 8. desember 1997.
Landbúnaðarráðuneytinu, 26. nóvember 1997.
Tollkvótar vegna innflutnings
á nautgripa-, svína-, alifugla-
og hreindýrakjöti.
Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með
lögum nr. 87/1995 og með vísan til rg. útgefinni 26.
nóvember 1997, er hér með auglýst eftir umsóknum
um tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa-, svína-,
alifugla- og hreindýrakjöti.
Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu
á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00.
Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða
með símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhóls-
götu 7, 150 Reykjavík og skulu hafa borist fyrir kl.
15.00 mánudaginn 8. desember 1997.
Landbúnaðarráðuneytinu, 26. nóvember 1997.
Hluthafafundur
Stjórn íslenskra sjávarafurða hf. boðar til hluthafafundar
mánudaginn I. desember nk. kl. 14 í fundarsal fyrirtækisins
að Sigtúni 42 í Reykjavík.
Dagskrá:
Tillaga um breytingu á 3.grein samþykkta
félagsins þess efnis, að stjórn félagsins verði
heimilt að auka hlutafé þess um allt að 200
milljónir króna að nafnverði með áskrift nýrra
hluta. Heimild þessi gildi til 30. nóv. 2002 en
falli þá niður að því marki sem hún kann þá
að vera ónotuð.
Stjórn Islenskra sjávarafurða hf.