Dagur - 29.11.1997, Síða 10

Dagur - 29.11.1997, Síða 10
■c p ° * 1 \r T f> r n ,'x r. « — LAUGARDAGUR 29.NÓVEMBER 1997 tölvur DIGITAL A ISLANDI Vatnagörðum 14, sími 533 5050, fax 533 5060, http://www.digital.is LÍFIÐ 1 LANDINU Reykingafólk er með útblástur Útblástur mælist hjá reykingafólki og því er það að menga um- hverfið meðan það reykirogjyrstáeftir. Það merkilega erað út- blásturmælist líka hjá þeim sem reykja ekki nema óbeint. ,Jú, kolsýrlingur (kolmónoxíð) er eitt af brunaefnunum sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið lfkt og koltvísýringur í útblæstri bíla. Kolmónoxíð verður til við bruna á sígarettum, og fólk dregur það að sér í miklum mæli þegar það reykir,“ svaraði Krist- björg Marteinsdóttir, sem und- anfarna daga hefur boðið við- skiptavinum Ingólfsapóteks að mæla þéttni kolmónoxíðs í út- blæstri þeirra. Mælingin sýnir jafnframt það hlutfall blóðkorna sem er án súrefnis vegna þessa eiturefnis. I stórreykingamanni geta jafnvel 10% blóðkornanna verið án súrefnis. Ems og sjóræningjar í æöuniun „Eg nota oft þá líkingu, að þegar þú dregur að þér kolmónoxíð vinnur það eins og litlir sjóræn- ingar sem ræna blóðkornum sem eiga að flytja súrefni en flytja eiturefni í staðinn - þannig að hjartað þarf að vinna hraðar og erfiða meira til að viðhalda eðlilegum súrefnisflutningi um líkamann," sagði Kristbjörg. Raunar myndast kolmónoxíð í örlitlum mæli við bruna í líkam- anum sjálfum. Fólk sem er alveg laust við reyk mælist með gildi 2. Hjá reykingafólki segir Krist- björg gildið ráðast af því hvað mikinn reyk það dregur ofan í Iungu og hvenær dagsins mælt er. Það gæti verið frá 10 og hæst hafði Kristbjörg séð 77. Koldí- oxíð getur líka mælst í útblæstri hjá börnum reykingafólks vegna óbeinna reykinga þeirra meðal foreldranna. „Hjá krökkum hef ég séð upp í gildi 12, sem er þá eins og vægar reykingar." Mest þegar fólk fer í háttiun Þéttni efnisins segir Kristbjörg að mælist mest rétt eftir að fólk hefur reykt, en síðan byrji lík- aminn að losa sig við það. Það taki hins vegar 12 tíma, svo venjulegur nætursvefn nægi ekki. Hjá þeim sem reykir reglu- lega hækkar gildið eftir þ\a' sem Iíður á daginn. „Alagið á hjarta, æðar og lungu er því mest þegar fólk fer að sofa,“ sagði Krist- björg. Þéttni í lungum mælist t.d. á bilinu 20-25 hjá þeim sem reykir pakka á dag og 40-50 hjá tveggjapakka-manni - sem þýðir þá að 7-8% blóðkorna hans eru súrefnislaus. — HEI / m j ÓIASTJA RNA N ER KOMIN í BfÓMAVERSlANIR UM EANDAflT Jólastjarnan er viðkvæm fyrir kulda og dragsúg. Því er sérstök ástæða til að benda söluaðilum á að pakka henni vel inn fyrir viðskiptavini sína. íslensk jólastjarna er ræktuð í mörgum stærðum og verðflokkum. Berið saman verð og gæði! BÆTUM IÍFIÐ MEÐ BIÓMUM! BLOMAMHHSTÖÐIN s Islenskir garöyrkjubœndur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.