Dagur - 29.11.1997, Síða 16
32 - LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997
LÍFIÐ t LANDINU
JÓHANNESAKSPJALL
Sveitavargurinn á flótta
Landsfeðurnir
eru nú ýrnsir
með böggum
hildar vegna hins
svokallaða
„fólksflótta“ af
landsbyggðinni,
þar sem æ fleiri
dreifbýlisvargar
virðast sækja í
„sollinn fyrir
sunnan" eins og það var kallað
fyrr á öldinni og er kannski enn.
Hið opinbera hefur sett úrræða-
gott fólk í þar til skipaðar nefnd-
ir til að kanna ástæður þessa
séríslenska flóttamannavanda-
máls og þess var sérstaklega
gætt að hafa Baldur Hermanns-
son ekki innanborðs, því hann
hefði örugglega harðneitað því
að um vandamál væri að ræða.
Og hefur enda marg sagt: „Leyf-
ið sveitadurgunum að flytja suð-
ur til mín og bannið þeim það
eigi, því hér er mátturinn og
dýrðin." Og mikið til í því,
a.m.k. hvað máttinn varðar, þó
deila megi um dýrðina sunnan
heiða.
Flóttinn lír menninguiuii
En hver er svo niðurstaðan að
mati nefnda- og ráðamannar
Hver er að þeirra dómi ástæðan
fyrir fólksflóttanum af lands-
byggðinni? Jú, fyrst og fremst eru
menn að flýja fábreytni í menn-
ingu, afþreyingu og mannlífi á
þessum krummanna skuðum og
flykkjast því suður að sundunum
bláum þar sem fjölbreytnin ein
ríkir á þessum sviðum.
Það var og. Hvað menninguna
varðar þá má auðvitað deila um
það hvort sé meira menningar-
þroskandi að æfa og taka þátt í
1-2 leiksýningum á vetri og
horfa á aðrar 4-5, eins og helm-
ingur landsbyggðarmanna gerir
að jafnaði, eða fara 2-3svar í
Þjóðleikhúsið. Því staðreyndin
er sú að sá sem býr í kjallara-
holu í Reykjavík, við hliðina á
Þjóðleikhúsinu og skammt frá
Islensku óperunni, er ekkert
nær menningunni en sá sem býr
í dýrindis einbýlishúsi á Húsa-
vík. Enda ekki óalgengt að þegar
maður hittir fólk sem flutti í
menninguna fyrir sunnan fyrir
nokkrum árum og spyr það um
leiksýningar, myndlistarsýningar
og tónleika sem það hefur farið
á, þá kemur oftar en ekki upp úr
dúrnum að viðkomandi hafa nú
reyndar ekki haft tíma til að
sinna neinu af þessu lengi, en
„þetta er alltaf á dagskránni."
Og þetta er sama fólkið og hafði
varla tíma til að stunda vinnu
úti á landi af því að það var á
kafi í alls konar menningar-
brölti, syngjandi í kórum og leik-
andi í Leikfélaginu.
Niðurstaðan er því raunar sú
að menn eru oftar en ekki að
flýja alltof öflugt og krefjandi
menningarlíf úti á Iandi, eru
bara orðnir svo voðalega þreyttir
á öllu þessu menningarvafstri og
þrá því ekkert heitar en að kom-
ast á stað þar sem ekki er
stöðugt verið að draga þá út úr
friðhelgi heimilisins til þess að
sýsla við menningarstarf. Þess-
vegna flytja þeir suður og una
upp frá því glaðir við sitt, ótrufl-
aðir fyrir framan sjónvarpið og
miklir fimleikamenn á öllum
tökkum fjarstýringar.
Fíkniefnasalar eða
forðagæsliunenn?
Þannig háttar sem sé til um fjöl-
breytni og fábreytni í menningu
og aíþreyingu á Iandsbyggð og
suðvesturhorni. En það sem vefst
hinsvegar fýrir pistilpúka er að átt
sig á þessu með „fjölbreyttara
mannlíf sem sveitagladdar ku
sækja svo voðalega í fyrir sunnan.
Hvað er fjölbreytt mannlíf?
Væntanlega er slíkt fyrir hendi
þar sem flestar tegundir eða týpur
af fólki fýrirfinnast. Þannig er
mannlífíð vissulega miklu fjöl-
beyttara við götu í Reykjavík þar
sem í hópi nágranna eru t.d.
þingmaður, fjöldamorðingi, bisk-
up, bamaníðingur, poppstjarna,
fíkniefnasali, tískusýningardama,
innbrotsþjófur og víkingasveitar-
maður, heldur en við götu á
Húsavík þar sem búa fjórir sjó-
menn, þijár fískverkakonur, tveir
rafvirkjar, tveir fyrrverandi forða-
gæslumenn, þrír varabæjarfull-
trúar og einn drykkfelldur blaða-
maður. Þetta er náttúrlega ekki
samanburðarhæft, mannlífið við
Reykjavíkurgötuna er miklu fjöl-
breyttara og litríkara en í Húsa-
víkurgötunni. En á hvorum
staðnum skyldu grillpartíin og
bamaafmælin vera skemmtilegri?
Maunlíf ifinan fanna
Fjölbreytt mannlíf hefst nefni-
lega í hausnum á manni sjálf-
um. Hvar sem menn eru búsett-
ir þurfa þeir fyrst að sætta sig
við sambýlið við sjálfan sig, og
þá geta þeir farið að huga að
fjölbreytni mannlífsins utan
tanna og allt um kring. Húsvík-
ingar eða Raufarhafnarbúar búa
við það mannlíf sem þeir eiga
skilið og þurfa ekkert að flytja
burt til að samlagast „fjölbreytt-
ara mannlífi" annarsstaðar. Og
Reykvíkingar þurfa ekki heldur
að flýja hið meinta borgarstress
út á land til að upplifa ímyndaða
kyrrð og frið. Menn þurfa fyrst
og fremst að taka til í kollinum á
sjálfum sér og þá geta þeir valið
sér búsetu hvar sem er á Iand-
inu, allt eftir því hvað hentar
best þeirra upplagi, kunnáttu og
þörfum. Og unað glaðir við sitt.