Dagur - 29.11.1997, Page 17
LÍFIÐ í LANDINU
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 - 33
Islenskirkarlareru lok-
aðir, sjálfstæðir og ,fín-
irstrákar“, miklirfjöl-
skyldumenn sem láta
konumar sínar mikið
um ákvarðanatöku.
Harry, Peter og Davíð
segja frá því hvemig ís-
lenskirkarlmenn koma
þeim fyrirsjónir.
finnst íslenskir karlmenn mun
sjálfstæðari en ungverskir en það
fari þó svolítið eftir aldri. Hann
segir að ungir strákar séu talsvert
fyrir átök og reiðubúnir að beijast
fyrir einhveijum málstað eða
gegn honum ef sannfæring þeirra
og skoðanir bjóða svo.
„Unglingarnir, ungir strákar og
menn gleyma sér oft og eru til-
búnir til að gera hluti sem fyrir-
fram er vitað að ganga ekki upp.
Harry Buchisa Mashinkila, 33ja
ára Zambíumaður, hefur búið á
Islandi í rúmt ár, er kvæntur og á
þriggja vikna dóttur. Hann telur
að íslenskir karlmenn séu mjög
lokaðir og kunni ekki „small
talk“, að spjalla létt við ókunnugt
fólk, heldur sýni bara á sér þurra
og kalda forhlið. Eftir að hafa
umgengist útlendinga í nokkurn
tíma opni þeir sig allt í einu og þá
komi í Ijós að þetta séu fi'nir
strákar, traustir og góðir vinir og
kunningjar. Þeir séu gríðarlegir
fjölskyldumenn og vinni mikið,
hvort sem það sé eðli þeirra eða
eitthvað annað.
„Líf þeirra snýst í kringum fjöl-
skylduna og börnin,“ segir Harry
og þegar hann er spurður hvort
íslenskir karlar séu sjálfstæðir
segir hann „nei, ég myndi ekki
halda það. Þeir gera ekkert nema
að ráðgast fyrst við konuna sína.
Þeir eru ekki mjög háðir konun-
um sínum en þeir taka ákvörðun
í samráði og konan stendur mikið
á bak við daglega ákvarðana-
töku,“ útskýrir hann.
í Afríku er karlmaðurinn höfuð
Qölskyldunnar og það er hann
sem tekur ákvarðanirnar á heim-
ilinu. I flestum tilfellum vinnur
hann fyrir fjölskyldunni og konan
Harry, frá Zambíu, segir að það sé erfitt að kynnast íslenskum karlmönnum. Þeir séu
mjög lokaðir og kunni ekkiþá list að spjalla létt og skemmtilega við ókunnugt fólk.
Þeir sýni á sér þurra og kalda forhlið en þegar komið sé inn fyrir skelina þá komi í
Ijós að þetta séu „fínir strákar". - mynd: eól
er heima að sinna börnunum, að
sögn Harrys, þó að þetta sé auð-
vitað að breytast í Afríku eins og f
Evrópu og Bandaríkjunum.
Synda gegn straumniun
Peter Máté, 35 ára, hefur verið
búsettur hér á landi í tæp átta ár.
Hann er ungverskur að uppruna
en alinn upp í þáverandi
Júgóslavíu. Hann er kvæntur, á
tvo stráka, og kennir í tónlistar-
skólanum á Alftanesi. Peter
Mér finnst þeir stundum synda
gegn straumnum og Ienda beint á
vegg. Þetta er kannski sjálfstæð
ákvarðanataka en það getur haft
neikvæð áhrif fyrir framtíðina og
þunglyndi getur fljótt komið upp
þegar hlutirnir ganga ekki eftir
eins og vonast var til,“ segir
hann.
- Þrjóskir kannski?
„Getur verið.“
Peter segir að ungverskir karl-
menn hafi ekki tileinkað sér jafn-
Davíð Janis frá Indónesíu segir að I gamla daga hafi íslenskir karlar haldið fast í karlmennskuímyndina, „ég er karlmaður, ég ræð öllu",
en virðing þeirra fyrir konum hafi aukistsíðan og kurteisin sömuleiðis. - mynd: eól
mikið sjálfstæði og þeir íslensku.
Þeir hafi verið bældir niður í sós-
íalísku þjóðfélagi og því feimnir
við að sýna sjálfstæði. Þetta hafi
reyndar breyst fyrir sex til sjö
árum og batnað til muna síðan.
Peter kynntist miðaldra ís-
lenskum karlmönnum úti á landi
þegar hann bjó þar í nokkur ár og
segir að ölÍ samskipti við þá hafi
verið mjög jákvæð. Menn á aldr-
inum 50-60 ára séu skapmiklir
og hafi gaman af Iífinu, fari á
tónleika og syngi í kórum, ferðist
mikið og skemmti sér við bridds,
íþróttir og böll. Honum finnst
áhugi á listum mun almennari
meðal fslenskra karla en ung-
verskra.
„Almennt eru íslenskir karlar
mjög góðhjartaðir og miklir fjöl-
skyldumenn. Góðsemi og hjálp-
semi er ekki jafn augljós hjá okk-
ur eins og íslenskum körlum,“
segir Peter.
Hann telur að skilnaðartíðni sé
há á Islandi og það virðist koma
honum á óvart að eftir tiltölulega
stuttan tíma telji Islendingar sig
hafa reynt til þrautar að láta
hjónaband ganga. Það er á hon-
um að heyra að Ungverjar taki
slíkum hlutum mun alvarlegar
enda bendir hann á að þeir séu
vanir því að taka ákvarðanir til
lengri tíma litið. Sjálfur kveðst
hann vera óvanur því að taka
skyndiákvörðun. „Eg er lítið fyrir
reynsluakstur."
Virðingm hefur auldst
Davíð Janis er að uppruna frá
Indónesíu en hefur búið á Islandi
í 27 ár, er hér kvæntur, á fjögur
börn og löngu orðinn íslenskur
ríkisborgari. Davíð segir að við-
horf og framkoma íslenskra karla
til kvenna hafi breyst gríðarlega á
þessum 27 árum frá því hann
kom hingað fyrst. I gamla daga
hafi íslenskir karlar haldið fast í
karlmennskuímyndina, „ég er
karlmaður, ég ræð öllu“, en virð-
ing þeirra fyrir konum hafi aukist
og kurteisin sömuleiðis. I gamla
daga hafi til dæmis karlmenn
aldrei opnað dyr fyrir konum og
tekið óstinnt upp að erlendir
menn gerðu það. En þetta hafi
breyst.
„Þetta er kynslóðin sem hefði
bara drepist úr hungri fyrir fram-
an ísskápinn, gat ekki einu sinni
„Almennt eru íslenskir karlar mjög góðhjartaðir og miklir fjölskyldumenn. Góðsemi
og hjálpsemi er ekki jafn augljós hjá okkur eins og Islenskum körlum, “
segir Peter Máté, frá Ungverjalandi.
opnað ísskápinn og fengið sér
mat en það er nú bara grín,“ segir
hann og fer að tala um hvað ís-
lenskir karlar séu vinnusamir,
duglegir að axla ábyrgð á fjöl-
skyldu sinni og sinna börnunum.
Þeir séu að vísu lokaðir gagnvart
útlendingum í fyrstu og fylgist
með þeim úr fjarlægð í nokkurn
tíma. Taki þeim svo opnum örm-
um. — GHS