Dagur - 29.11.1997, Síða 18

Dagur - 29.11.1997, Síða 18
34 - LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 POPPLÍFIÐ t LANDINU ......Jl með meiru ■ Sem kunnugt er gekk leikverkið Veðmálið eftir Mark Medoff glimrandi vel hjá Leikfélagi Islands í sumar. Tónlist af ýmsu tagi tengist verkinu og nú nýlega kom út geislaplata með henni auk ríkulegrar „rúsínu í pylsuenda" Lögin á plötunni eru flest erlend, en umsjón með tónlistinni í leikrit- inu hafði Emilíana Tbrríní. Syngur hún í þremur lögum, í tveimur ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, en í hinum þremur Iögunum seml tekin voru sérstaklega upp fyrir plötuna er Guðmundur Pét- ursson gítarleikarinn góðkunni að mestu í aðalhlutverki. Að- urnefnd rúsina er svo hið bráðskemmtilega titillag kvik- myndar Oskars Jónassonar, Perlur og svín, sem ungfrú Em- ilíana syngur með „stæl“. Lagið samdi Ólafur Gaukur og er það eitt út af fyrir sig þess virði að gefa þessari plötu gaum. tónlistarfyrirbæri og menning- una þar í kring, t.d. pönkið og diskóið, varð hippatónlistin nokkuð á eftir hérlendis. Spilverk þjóðanna, sem eftir nokkra mótun spratt frarn árið 1973-74, verður að teljast visst dæmi um „síð-hippasveit“, en hún fór ekki að láta að sér kveða í útgáfu fyrr en 1975, en þá voru liðin heil sjö ár frá upphafi þessa hippafyrir- bæris. En Spilverkið var mun meira en bara hippafyrirbæri, Sveitin varð á sínu útgáfuskeiði ein vinsælasta poppsveit Iandsins og verður eldd hvað síst minnst fyrir það. En ekki er ástæða til að rekja söguna frek- ar hér, því út er komið vandað 20 laga safn, sem segir sög- una í hnotskurn og ekki bara í tónum, heldur textum líka auk þess sem góð úttekt á ferlinum fylgir í rituðu máli. Nú hafa reyndar a.m.k. þrjár plötur Spilverksins verið endurút- gefnar á geislaformi, en safnútgáfan nú er engu að síður góð. Svo mun ekki loku fyrir það skotið, að Egill, Valgeir, Bjólan, Diddú og o.fl. komi fram í tilefni af útgáfunni, en það hefur ekki verið ákveðið svo vitað sé. / .gjMjMllÉlllíÍÉÍÍtP1*1^ 'v \Merks Merk saga Spilverksins Eins og má segja með fleiri Það verður ekki annað sagt en þetta árið sé við- burðarríkt hvað varðar tón- og ljóðskáldið mikla, Megas. Eigi færri en þrjár plötur honum tengdar eru að koma út á þessum síðustu vikum ársins og hver með sínu sniði. Þar ber fyrst að telja endurútgáfuna á tónleikaplötunni margfrægu, Drög að sjálfsmorði, Megasarlög er það svo í öðru lagi, túlkunarplatan bráðskemmtilega þar sem margir af helstu ungtónlistarmönnum landsins fara mikinn í að glæða lög og texta hans nýju lífi. Síðast en ekki síst er það svo ný plata að hans eigin hálfu, Fláa veröld, sem kom út fyrir stuttu. Má segja um hana, að hún sé beint framhald af Til hamingju með fall- ið frá því í fyrra. Fláa veröld er líkt og sú mikil að vöxtum með ýmsum tónlistarlegum blæbrigðum, en er e.t.v. ekki eins hrá, blúsuð, í rótunum. Fyrir hendi eru svo sem alltaf íyrr, innihaldsríkar og krefjandi textasmíðar, sem stinga á ýmsum kýlum og senda tóninn til þeirra sem eiga, með þeim hætti sem meistaranum er einum lagið. Leikur að orðum og skírskotanir „með háðsglotti á vör“ eru áberandi eins og svo oft áður og hitta örugglega í mark ef að líkum lætur. Dæmi um orðaleiki er t.d. nafn plötunnar sjálfrar, sem óneitanlega fær mann til að hugsa um verk annars borgarskálds, Tómasar Guðmundssonar, Fagra veröld (sem Megas hefur auðvitað lesið og orðið hrif- inn af). Og annað slíkt dæmi er eitt af skemmti- legri lög- um plöt- unnar, Tíu fötin keisar- ans, sem snýr út úr heitinu á hinu fræga ævintýri H.C. Ander- sens, Nýju fötin keisarans. Annars fer almennt best á því að hver dæmi fyrir sig og túlki það sem fyrir augu og eyru ber þegar Megas er annars vegar. Það er orðin fræg saga, gömul og ný, að menn finni ótrúlegustu merkingar út úr textum kappans og verði uppnumdir af tónsköpun hans, bæði í já- kvæðri og neikvæðri merkingu. Þannig á það líka að vera og víst er að Fláa veröld gefur tilefni til slíks um leið og hún sýnir að Megas er sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Adams slæst í hópinn Kanadíski gallabuxn- arokkarinn, Bryan Adams, er án efa /f|| einn af vinsælustu tónlist- armönnum samtímans. FwgÉMEÆ Nægir bara að nefna það ^ ' eitt, að lagið hans, Every- . thing I do I do it for you, er eitt það langsettnasta á toppi breska vinsældalist- ans frá upphafi, en lagið * íA var sem kunnugt er í myndinni um Hróa hött. Kappinn á svo fjölmörg önnur lög sem orðið hafa Bryan Adams < vinsæl, t.d. Summer of spennandi „L 69, Run to you og mörg fleiri. Það verða því eflaust margir ánægðir nú i byrjun næsta mánaðar þegar nýjasta afurð kappans kemur út. Nánar tiltekið verður það á mánudaginn og slæst Adams þar í hóp fjöl- Pit Bryan Adams er að senda frá sér spennandi „Unplugged" plötu. greinilega í gangi reyndar oft áður). annars nær nýjar, York. margra annara tónlistar- manna við gerð hennar. Um er að ræða „Unplug- ged“ plötu, sem einfald- lega mun heita, Bryan Adams MTV Unplugged. Á gripnum verða í það minnsta 13 lög, þar af 3 glæný, sem gerir plötuna athyglisverðari en ella. Eitt nýju laganna nefnist Back to you og verður það gefið út á smáskífu eftir rúma viku. Hin nýju lögin tvö heita, A little love og when you love someone. (Mikil ást hjá rokkaranum, eins og Upptökurnar á plötunni eru fóru fram í október í New Bergmál bjartra radda Engum blöðum er um að fletta, að systkinin Ellý og Vil- hjálmur Vilhjálmsbörn eru í hópi bestu söngvara íslandssög- unnar. Þá er sérstaða þeirra beggja ótvíræð og það hlýtur að teljast einstakt að tvö systkini hafi náð að marka sér slíka sérstöðu og þau tvö. Sitt í hvoru lagi gerðu þau ógleymanlega hluti, en saman sungu þau einnig lög sem greipst hafa í þjóðarsálina. Bergmál hins Iiðna er plata þar sem er að finna öll þau lög sem Ellý og Vilhjálmur sungu saman, samtals 18. Upptökur þessar eru reyndar misjafnar, börn síns tíma, en þetta safn hlýtur að teljast fagnaðarefni fyrir marga og er merk heimild um þessar mildu og fögru systkinaraddir. Þessa plötu geta landsmenn eignast á sérkjörum með því að ganga í tónlistarklúbbinn sem stendur að útgáfunni. fíJJ&ml afturáferð N. Bretinn JJ Soul hefur verið búsettur hérlendis í nokkur á og troðið upp með hljómsveit vopnaður sinni djúpu og hljóm- miklu rödd. Fyrir tveimur árum sendi hann ásamt valin- kunnum íslenskum tónlistarmönnum frá sér plötuna, Hungry for news og nú er JJ Soul band aftur á ferðinni með plötu, sem kallast City life. Stílhreinn og nokkuð góður djass með blúskeim í bland er á ferðinni nú eins og á fyrri plötunni og eru Iögin 13 sem hana prýða öll eftir JJ og Ingva Þór Kormáksson utan eins, Fully Valentine, eftir þá Rodgers Regers og Hammerstein. Platan má teljast nokkuð aðgengi- Ieg og rödd JJ gerir hana býsna sérstaka. Annars vita gestir staða á borð við Blúsbarinn og Kringlukrána hvað er á ferð- inni þar sem JJ Soul band er.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.