Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 20
! 51 VtM n 'S V i > 'A . ? ! H V: I A H
U - \ í’
í- ’ • A J
36 - LAU GARDAGU R 29. NÓVEMBER 1997
LÍFID í LANDINU
wtí1.
Stjórn listamannalauna
Auglýsing um starfslaun
listamanna árið 1998
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum
árið 1998, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum
breytingum.
Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda.
2. Launasjóði myndlistarmanna.
3. Tónskáldasjóði.
4. Listasjóði.
Umsóknir einstaklinga skulu hafa borist Stjórn listamannalauna,
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þartil
gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn 15. desember 1997.
Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 1998“ og til-
greina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást
hjá menntamálaráðuneytinu.
Heimilt er að veita starfslaun til stuðnings leikhópum enda verði
þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna.
Umsóknir leikhópa skulu berast Stjórn listamannalauna, mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, á þar til gerðum
eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn 15. desember 1997. Umsóknir
skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 1998 - leikhópar". Um-
sóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu.
Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans
því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista-
mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga
um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.
Vakin er athygli á að hægt er að ná í umsóknareyðublöð á Inter-
netinu á heimasíðu Stjórnar listamannalauna. Slóðin er:
http://www.mmedia.is/listlaun.
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 15.
desember nk.
Reykjavík, 14. nóvember 1997.
Stjórn listamannalauna.
Auglýsing
um starfsleyfistillögur fyrir fiskmjölsverk-
smiðju Krossaness hf., Akureyri
í samræmi við ákvæði 63. gr. í 8. kafla mengunarvamareglu-
gerðar nr. 48/1994, ásamt síðari breytingum, um starfsleyfi
fyrir atvinnurekstur, sem valdið getur mengun, liggja frammi
á afgreiðslutíma hjá bæjarskrifstofunum Geislagötu 9,
Akureyri, til kynningar frá 19. nóvember 1997 til 5. janúar
1998, starfsleyfistillögur fyrir Fiskmjölsverksmiðju
Krossaness hf. Akureyri.
Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögumar skulu
hafa borist Hollustuvemd ríkisins fyrir 5. janúar 1998.
Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögumar
hafa eftirtaldi aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og
forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða
nálægarar starfsemi.
2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir
óþægindum venga mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar.
Hollustuvernd ríkisins,
Mengunarvarnir,
Armúla.
BELTIN
yUMFERÐAR
RÁÐ
Krossgáta
nr. 64
í helgarkrossgátunni er gerður
skýr greinarmunur á grönnum
og breiðum sérhljóðum. Lausn-
arorð gátunnar á að skrifa á
lausnarseðilinn og senda hann
til Dags, Strandgötu 31, 600 Ak-
ureyri merktan: Helgarkrossgáta
nr. 64. Einnig er hægt að senda
símbréf í númer 460-6161.
Verðlaun fyrir krossgátuna að
þessu sinni er bókin Áminntur
um sannsögli. Bókin er eftir Þor-
stein Antonsson. Skjaldborg gef-
ur út.
Lausnarorð krossgátu nr. 61
var Síldveiðar. Vinningshafinn er
Ólöf Þóra Steinólfsdóttir, Ála-
kvísl 11, 110 Reykjavík. Hún
fær bókina Svarti prinsinn eftir
Iris Murdoch.