Dagur - 04.12.1997, Page 4

Dagur - 04.12.1997, Page 4
4 -FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1997 FRÉTTIR drykkju og agamál, og sátu einnig fundinn bæjarstjóri, sýslumaður, sóknarprestur, hjúkrunarforstjóri heilsugæslu, kennarar og fulltrúi framhaldsskólanema. Sýslumaður lét þess getið að stofnað hefði ver- ið embætti fíkniefnalögreglu fyrir Austurland sem aðsetur hefði á Eskifirði. Tveir nemendur Verkmenntaskóla Austurlands hafa nýv'er- ið sótt námskeið sem gefur þeim réttindi til að halda fyrirlestra um fíkniefnavandann. Námskeið verður haldið fyrir foreldra barna í 8. til 10. bekk um fíkniefna- og áfengismál. Flugvölliir aöeius opinu af brýuui nauðsyn Bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra, Guð- mundi Bjarnasyni, að óska eftir fundi með flugmálayfirvöldum vegna flugvallar í Neskaupstað. Fram hefur komið að honum verður ekki haldið opnum nema brýna nauðsyn beri til. Jafnframt samþykkti bæj- arstjórn Neskaupstaðar að boða forstöðumenn Fjórðungssjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað og flugumferðarstjóra flugvallar í Nes- kaupstað á sinn fund til að ræða stöðu þessara mála. — GG Fjarkönnunarstofa hjá Veöurstofu Nefnd um stefnumótun í fjarkönnun á Islandi hefur skilað Guðmundi Bjarnasyni umhverfis- ráðherra tillögum og greinargerð, en hann skipaði nefndina í desember í fyrra. Nefndin leggur til að sérstök lög verði sett um Ijarkönn- un og hún verði skilgreind sem sérstakur mála- flokkur innan stjórnsýslunnar á ábyrgð um- hverfisráðuneytis. Með Ijarkönnun er átt við mælingu á geislun frá yfirborði og lofthjúp jarðar með flugvél eða gervitungli, úrvinnslu mæligagna og myndræna framsetningu þeirra. Nefndin Ieggur til að Fjarkönnunarstofa Guðmundur Bjarnason, um- verði vistuð hjá Veðurstofunni og hlutverk hverfísráðherra. hennar verði m.a. að taka á móti gögnum frá gervitunglum og miðla þeim og að tryggja reglu- lega loftmyndatöku af landinu. Vel sótt verðhréfanámstefna Ahugi landsmanna á hlutabréfum virðist mikill. A fimmta hundrað manns sóttu námsstefnu Verð- bréfamarkaðar Is- landsbanka á dögun- um og komust færri að en vildu. Því hefur verið ákveðið að halda aðra í dag og er yfir- skrift hennar: Það eru alltaf tækifæri fyrir einstaklinga á verð- bréfamarkaði. A hundrað manns sóttu námsstefnu Verdbréfamarkaðar Fjallað verður um Islandsbanka á dögunum ogkomust færriað en vildu. bæði innlendan og er- lenda verðbréfamarkaði, um hvernig best sé að ávaxta peningana sína og hvort hagkvæmt sé að kaupa erlend verðbréf í ljósi mikils óróa á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Flogið í sátt við umhverfið Flugþing ‘97 hefst á morgun en yfirskrift þess er: Flugið í sátt við umhverfið. Magnús Jó- hannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytis, fjallar þar um stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum og framtíðarsýn fyrir ís- lenskt flug. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri gef- ur yfirlit um alþjóðlega stefnu í Ilugumhverfis- málum og sjónarmið flugmálastjórnar og Jan Villiam Weck, flugmálastjóri Hollands, greinir frá því hvernig skattlagning og opinberar regl- ur eru notaðar erlendis í þágu umhverfissjón- armiða, svo nokkrir fyrirlesarar séu nefndir. Halldór Blöndal, samgöngu- Flugþing er opið öllum sem áhuga hafa á ráðherra. flug-, samgöngu- og umhverfismálum. Jólaaiuiir þings með minna móti Tæpar 3 vikur eru eft- ir af þinghaldinu, sem á samkvæmt starfsáætlun að ljáka 20. desember. „Eg held að þessi desembermán- uður verði rólegri en áður hefur tíðkast. Það stefnir allt í það,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, þingflokksformaður Framsókn- ar. Fádæma rólegu haustþingi fer að ljúka. Tæpar 3 vikur eru eftir af þinghaldinu, sem á sam- kvæmt starfsáætlun að ljúka 20. desember. Valgerður segir málin sem afgreiða þurfi fyrir jólahlé færri en oftast áður og átakamál- in einnig færri. Meðal þeirra mála sem væntanlega verður lögð áhersla á að afgreiða fyrir jól eru skaðabótalög, frumvarp um Háskólann, um bann við því að afskrifa kvóta, skipulags- og byggingarlög, vegaáætlun og svo að sjálfsögðu fjárlög og fjárauka- lög. Onnur umræða um fjárlögin átti samkvæmt starfsáætlun að heíjast í dag, en var frestað þar til í næstu viku, þar sem Ijárlaga- nefnd hefur ekki lokið vinnu sinni við frumvarpið. „Það hafa aldrei staðist þessar áætlanir og standast ekki núna heldur," seg- ir Ólafur G. Einarsson, forseti þingsins. Hann segir þinghaldið hafa verið mjög rólegt það sem af er, en vill engu spá um hvort takist að ljúka störfum á tilsettum tíma, því væntanleg sé „gusa“ af stjórnarfrumvörpum sem ráð- herrar reyni að Fá afgreidd fyrir jól- Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, segist eiga von á að stjórnar- meirihlutanum takist að búa til „lotu nú í Iokin eins og áður,“ enda mörg stjórnarfrumvörp lögð alltof seint fram. Hann tek- ur undir með Valgerði að stórá- greiningsmál séu fá, en á þó von á að tekist verði mjög á um frumvarpið um Háskólann enda sé þar vegið að sjálfstæði skól- ans. — vj FISK fjölskylduvænt um jólahátíðina £nginn togara Fisk- iðjiumar-Skagfirðmgs verður á sjó um ára- mót og er það í fyrsta skipti til fjölda ára. Togarinn Skagfirðingur var einn togara FISK á sjó um jól og ára- mót í fýrra en áður voru þeir fleiri sem voru á sjó. Astæðan er sú að mjög gott verð fékkst fyrir þann fisk, aðallega karfa, sem seldur var á fiskmörkuðum í Bremerhaven í Þýskalandi í byrj- un árs en að undanförnu hefur fiskverð erlendis verið að jafnast og hefur verið tilltölulega gott undanfarið miðað við sama tíma undanfarin ár, þ.e. mun minni sveiflur hafa verið í verðlaginu. Forsendur fyrir því að vera að halda togurunum á veiðum um jól og áramót eru þvf að mestu brostnar. Segja má því að FISK sé orðið fjölskylduvænna fyrir- tæki en áður þegar sjómenn geta verið í faðmi fjölskyldunnar á jólahátíðinni. Jón Friðriksson, framkvæmda- stjóri FISK, segir allmikið hafa dregið úr siglingum togara út- gerðarinnar og meira verið land- að í gáma. Enginn togaranna er að fiska í siglingu nú en Skag- firðingur landar karfa í gáma í dag til Þýskalands sem fengist hefur fyrir sunnan land. Togar- inn Hegranes hefur verið að veiða þorsk fyrir landvinnsluna á Sauðárkróld, um 50 til 70 tonn á viku, og hefur aflinn nægt fyrir vinnsluna en aflinn er bæði frystur og saltaður. Meira hefur farið í frystingu, bæði hefur verð verið hagstæðara og eins hefur stærð fisksins passað betur fyrir þá vinnslu, er heldur smár, svo- kallaður millifiskur, en þyrfti að vera stærri fyrir saltfiskvinnsl- una. Frystihús félagsins á Sauð- árkróki og Grundarfirði hafa haft nægjanlegt hráefni til vinnslu í allt haust, eða frá byij- un nýs kvótaárs. Togarinn Skafti er á rækju fyr- ir norðan og landar á Sauðár- króki en aflanum er síðan ekið til vinnslu í rækjuverksmiðju fyr- irtækisins í Grundarfirði. Þar hefur að undanförnu verið unn- inn hörpudiskur og dregið úr rækjuvinnslunni á meðan en henni lýkur í þessari viku og þá verður aukinn kraftur settur að nýju í rækjuvinnsluna. Frystitog- arinn Málmey er út af Vestfjörð- um í þorski og ýsu en Klakkur er í vélarskiptum í Reykjavík en hann hefur verið frá veiðum sfð- an í júlímánuði. Jón Friðriksson segir það ekkert vandamál, hinir togarar útgerðarinnar veiði kvóta Klakks á meðan. — GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.