Dagur - 06.12.1997, Page 1
Maður lést og tveir
voru hætt konuiir
Vinnuslysid vard um borð í togaranum Gullveri frá Seyðisfirði, sem liggur við hafnarbakkann á Akureyri. Einn maður lést og tve/r
aðrir lentu í bráðri lífshættu. Innfellda myndin er tekin í átt að hvatbaknum þar sem eiturgufur í keðjukassa urðu eftirlitsmanni
tryggingafélags að aldurtila. - myndir: brink
Rmnlega fertugur
fjölskyldumaður lést í
viimuslysi um borð í
Gullveri MS 12 í gær-
morgim þar sem skip-
ið var í slipp á Akur-
eyri. Tveir aðrir voru
hætt komnir og flutt-
ir á slysadeild.
Eftirlitsmaður frá tryggingafélagi
lést um borð í skipinu Gullveri
MS í Slippnum á Akureyri laust
eftir kl 10:00 í gærmorgun.
Maðurinn var að taka út viðgerð-
ir á skipinu og fór ofan í svokall-
aðan keðjukassa þar sem akker-
iskeðjurnar eru. Keðjukassinn
hafði ekki verið opnaður Iengi en
á honum er svokallað mannop
uppi á hvalbak skipsins og er það
boltað aftur.
Eftirlitsmaðurinn ásamt út-
gerðarmanni, vélstjóra og fleir-
um höfðu Iosað um lokið og þeg-
ar hann fór niður, hné hann
fljótt niður. Þá fór annar maður
á eftir honum og reyndi að taka
hann upp, en missti einnig með-
vitund. Þriðji maðurinn fór þá
niður og munaði litlu að eins
færi fyrir honum nema hvað
hann náði að koma sér að mann-
opinu svo hægt var að toga hann
upp. Þessi maður hafði þá náð
taki á hönd félaga síns þannig að
þeir sem stóðu uppi á hvalbakn-
um gátu komið báðum upp. Sá
var fluttur á slysadeild FSA en
var útskrifaður síðdegis. Þriðja
manninn sakaði ekki en reykköf-
unarbúnað slökkviliðsins þurfti
til að koma manninum sem lést
upp úr keðjukassanum. Að sögn
Daníels Snorrasonar hjá Rann-
sóknardeild lögreglunnar á Akur-
eyri er talið að súrefnisskortur
niðri í keðjukassanum hafi verið
orsök harmleiksins.
„Algjörlega lyktarlaust“
Mennirnir sem fóru niður á eftir
eftirlitsmanninum voru útgerð-
armaður skipsins og vélstjóri, en
þeir sem náðu að hífa þá upp
voru skipverjar og starfsmenn
Slippsins. Gunnlaugur Haf-
steinsson vélstjóri segir ör-
skamma stund hafa Iiðið frá því
að maðurinn sem Iést fór niður í
tankinn þangað til kallað var til
hans, en hlutirnir hafi gerst
hratt. Aðstæður til björgunar
hafi verið mjög erfiðar, mikil
þrengsli og Ioftið baneitrað.
verði í ár en fyrra.
Þórhalla Þórhallsdóttir, versl-
unarstjóri í Hagkaupi, tekur
undir þetta. Komið er tilboð á
flestallar bækur hjá Hagkaupi og
býður verslunin 30% afslátt á
svokölluðu pallatilboði. „Það
hefur þegar orðið mikil sala og
„Þetta gerðist á ótrúlega skömm-
um tíma og munaði bara hárs-
breidd að enn verr færi. Þetta var
algjörlega lyktarlaust og engan
gat órað fyrir því að þetta gæti
gerst," segir Gunnlaugur.
Eftirlitsmaðurinn var búsettur
í Reykjavík og var fjölskyldumað-
ur. Ekki er hægt að birta nafn
hans að svo stöddu. — Bt>/BG
fólk spáir auðsjáanlega mikið í
verðið. Það er fyrr á ferðinni en
vanalega," segir Þórhalla. Sem
dæmi um afsláttinn hjá Hag-
kaupi má nefna að „Sálumessa
syndara" fer úr 3.990 í 2.790 kr.
- BÞ
Annar tvíburanna á leið í gæsluvarð-
hald eftir úrskurðinn. Báðir eiga við
mikla persónuleikaröskun og
alkóhólisma að etja, en geðklofaein-
kenni Sigurðar komu ekki í veg fyrir
þungan fangelsisdóm. - mynd: pjetur
Annar
tvíbnraniia
fékk 16 ár
Héraðsdómarar á Reykjanesi
dæmdu í gær tvíburabræðurna
Sigurð Júlíus og Olaf Hannes
Hálfdánarsyni fyrir að hafa orðið
Lárusi A. Lárussyni að bana í
Heiðmörk 2. október sl. Sigurð-
ur var dæmdur í 16 ára fangelsi
en Olafur í 8 ára fangelsi.
Sigurður átti fruuikvæðið
Sannað þótti að það var Sigurð-
ur sem varð Lárusi að bana með
því að láta 15 kg. stein ítrekað
dynja í höfuð Lárusar. Hann hafi
auk þess átt frumkvæðið að
ránstilrauninni. Einnig þótti
sannað að Ólafur hefði ekið yfir
Lárus eftir barsmíðarnar, en að
þá hafi Lárus verið Iátinn, þvert
á framburð Sigurðar um að Lár-
us hafi þá verið lifandi.
Geðklofi
Dómarar málsins töldu fram-
burð geðlæknis um geðræn
vandamál Sigurðar, einkenni
geðklofa, ekki koma í veg fyrir að
refsing yfir honum myndi bera
árangur. I niðurstöðum sínum
taka dómararnir tillit til þess að
báðir bræðurnir höfðu áður hlot-
ið dóm, en Ólafur rauf skilorð og
Sigurður var á reynslulausn þeg-
ar brotið var framið. Dómarar
tóku og tillit til þess að Ólafur
hefði sjálfur gefið sig fram og
sagt til brots síns.
Akærðu voru auk þess dæmdir
til að greiða fjölskyldu Lárusar
9,6 miíljóna króna skaðabætur,
auk þess sem þeir eiga að greiða
málskostnað, saksóknaralaun og
málsvarnarlaun. — FÞG
Bókastríðið er byrjað
Þótt aðeins séu sex dagar liðnir
af desember er verðstríð milli
bókaverslana hafið og stefnir í
enn harðari slag en áður. Þannig
hefur Bókval lækkað verð á nýj-
um bókum um allt að 40%.
„Þetta eru um 60 bækur, allt frá
10% til 40% afsláttur. Nei ég er
ekki að selja undir kostnaðar-
verði. Ég fæ afslátt frá forlögun-
um, því menn virðast loks að
vakna eftir þijú ár og laga sig að-
stæðum," segir Jón Ellert Lárus-
son hjá Bókvali á Akureyri.
Hann segir að neytendur muni
tvímælalaust fá bækur á betra
1300
milljóiiÍTÍ
Leifsstöð
Blað 2
18
dagar
• til jóla
BIACKSl DECKER
Hondverkf æri
SINDRI h
-sterkur í verki 2
B0RGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024
t