Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 2
2 -ÞRIVJUDAGUH 9.DESEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR Myndin var tekin á Ráðhústorginu á Akureyri um helgina og sýnir einn afjóiasveinunum með sauðkindina svörtu. Á innfelldu myndinni sést tjóðurbandid. Nú stefnir í aö fyrsta málshöfdun heimsins gegn jólasve/num sem Degi er kun- nugt um, muni fara fram i Héraðsdómi Norðurlands eystra innan tfðar. Jólasveinar sóttir til saka? Lög iiin dýravemd brotin þegar kveikt var á jóla- trénu á Akureyri. Líkur eru á lögreglurannsókn og máls- höfðun vegna uppákomu á Ráðhús- torgi sl. laugardag þegar kveikt var á jólatrénu í miðbæ Akureyrar. Jólasvein- ar sem fram komu við þetta tækifaeri, höfðu nefnilega lambhrút meðferðis sér til fulltingis og var hann tjóðraður á sviðinu á meðan sveinarnir sungu, léku og sögðu brandara. Hrúturinn var kynntur sem „jólalambið" og flækti hann sig í tjóðurbandinu og höfðu nokkrir lesendur samband við blaðið í gær og lýstu furðu sinni á atferlis- brenglun barnanna hennar Grýlu. Sigríður Asgeirsdóttir er formaður Dýraverndarsámbands Islands: „Þetta er klárlega lögbrot. Þeim er þetta al- gjörlega óheimilt samkvæmt lögum um dýravernd nema að fengnu leyfi dýra- verndarráðs. I 12. greininni segir að engar sýningar á dýrum megi fara fram nema með leyfi lögreglustjóra og hann á að leita umsagnar dýraverndarráðs. Við munum að sjálfsögðu skoða þetta mál og láta lögregluna vita. Eg er hrædd um að Grýla þurfi að taka í Iurginn á þessum jólasveinum,“ segir Sigríður. Sigríður hugðist ennfremur hafa samband við bæjarstjórann á Akureyri í gær, enda sér Akureyrarbær um fram- kvæmd jólagleðinnar. Að sögn Ingólfs Jóhannssonar eig- anda „jólalambsins" var þeim ekki kunnugt um þær reglugerðir sem Sig- ríður vitnar til. Hins vegar segir hann að hér hafi verið um að ræða hrút af þekktu forustukyni, sauðgæfan og van- an fólki, því hafi hann verið tekinn með á skemmtunina. „Jólasveinninn“ sagði hrútinn ekki hafa hatf meint af þessu, „ég verð ekki beygður með það.“ Nú væri hrútsi hins vegar búinn að missa áhugann á jólahaldi mannfólksins því nú væri kominn fengitími og hann hefði um nóg annað að hugsa. — BÞ FRÉTTAVIÐ TALIÐ Guðbergur Bergssou var í viðtali á Rás 2 í tilefni frétta Dags um frama hans í Hollywood. Hér- lendis er „sannleiksást" svo miMl að sögn Guðbergs að bann bafi orðið að ljósrita bréfið sem barst með tilboð í Svaninn svo sam- landar gætu sainglaðst, eða, sann- færst. í ljós kom nefnilega að ótrúlegur fjöldi hafi hringt vestur til að kanna livort þetta „gæti verið rétt“, svo margir að skrifstofan hafði orðið að skipta um númer vegna truflana frá íslandi! Samsæriskenningar eru alltaf skemmtilegar. Sú nýjasta er uin forstjóra Náttúruvemdar ríkis- ins. Þröstur Ólafsson, formaður hankaráðs Seðlabankans, er með- al 10 umsækjenda, cn Guömund- ur Bjarnason umhverfisráðherra veitir. Nú sjá menn teikn á lofti: Þröstur setur Guðmund í Seðlabankann án aug- lýsingar, en Guðmundur setur Þröst á móti í for- stjórastól. Langsótt? Mjög. En svona er pottur- inn. Heyrst hefur að Davíð Oddsson, ritliöfundur og forsætisráöherra, muni lesa úr nýútkomnu smá- sagnasafni sínu Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar (ekki Guð- björnsdóttur.) á uppákomu þar sem besti vinur Ijóðsins stendur íýrir upplestri um næstu hclgi á Gráa kettinum. Fullyrt er aö þetta verði eini op- inberi upplestur Davíðs. Auk hans munu Einar Már Guðmundsson, Didda, Ámi íbsen og Stcin- grímur Gautur Kristjánsson lesa úr frumsömd- um verkum og þýðingum. Ilrafn Jökulsson verð- ur kynnir, en liann gaf smásagnasafni Davíðs jirjár stjömur af fimm í ritdómi á Bylgjunni. Davíð getur því mætt glaður til lciks á Iaugardag- inn. Hrafn gékk eins og menn vita nýlega í Sjálf- stæðisflokkinn en pottvcrjar voru ekki á einu máli um hvort flokkstengsl hefðu ráðið því að Davíð samþykkti á V Davíð Odds- son. Guðbergur Bergsson. Guðnín Ágústs- dóttir forseti borgarstjómar ogfomiað- urskipulags- og umferðamefndar. Meirihlutinn í skipulags- nefnd klofnaði. Framtíð Laugavegar 53b enn óráðin. Deilt um verslunarhúsnæði á lóð gamalla húsa. R-listinn klofnaði á Laugavegimim — Var einhver ákvörðun tekin í skipu- lags- og umferðarnefnd um Laugaveg 53h? „Það Iá fyrir að það var ekki meirihluti í nefndinni fyrir Laugavegi 53b. Það voru ekki gerðar athugasemdir um fremra húsið á þessum stað en fulltrúar minnihluta og tveir fulltrúar meirihluta gátu ekki sam- þykkt tillöguna eins og hún lá fyrir. Þá varð niðurstaðan sú að fresta málinu til næsta mánudags. Málið verður svo kynnt í borgar- ráði á morgun (þ.e. þriðjudag). Það þýðir að nú fara aftur f gang einhversskonar viðræð- {( ur. — Af hverju voru menn ekki sammála í meirihlutanum? „Eg held að það hafi legið fyrir mjög Iengi. Fulltrúar minnihlutans komu mér hinsveg- ar á óvart. Ég hélt og fannst á þeim að þeir myndu samþykkja þetta en þeir voru ekki tilbúnir til þess. Þá var annað hvort að fella málið í heild sinni eða fresta þvf. Eg tel lík- legt að afstaða nefndarmanna hafi endur- speglast af þeim mótmælum sem fram hafa komið af hálfu íbúanna. Mótmæli þeirra koma mér ekki á óvart, enda hafa þau Iegið fyrir í langan tíma. Það hefur hinsvegar alltaf Iegið íyrir og m.a. í aðalskipulagi Reykjavíkur að við viljum festa Laugaveginn í sessi sem verslunargötu sem jafnframt styrkír miðborgarsvæðið. Af þeim sökum þarf að vera hægt að koma fyrir á þessu svæði nútímalegum verslunum í bland við þær litlu verslanir sem eru þar fyrir.“ — Er það ekki undarlegt að þið sem standið að R-listanum skulið fá á ylikur kröftug mótmæli tbúa setn vilja vemda gömul hús á Laugavegi gegn byggingu verslunarhúsnæðis ? „Það er ekki ágreiningur um gömlu húsin, enda löngu búið að afgreiða það að J>au megi fara. íbúasamtökin Iögðu það reyndar til í sinni fyrstu athugasemd að það yrði tyrft yfir lóðina þar sem þessi gömlu hús standa til að skapa leiksvæði. Það er hins- vegar verið að amast við þeirri nýbyggingu sem ætlunin er að rísi á lóðinni. Agreining- urinn f nefndinni snýst aðallega um hluta nýbyggingarinnar. Það er hinsvegar þannig að við verðum að meta hvert mál fyrir sig og taka meiri hagsmuni fram yfir minni hags- muni. Við föllumst mjög oft á athugasemdir íbúanna en stundum gerum við það ekki. Sem dæmi um það þegar við fórum ekki að athugasemdum íbúa má nefna byggingu leikskóla við Hæðargarð og byggingu sendi- ráðs Bretlands og Þýskalands við Laufásveg. Þetta er því ekki þannig að mótmæli íbúa séu sjálfkrafa samþykkt með þeim afleiðing- um að borgin hætti við. Við erum kjörin til að taka ákvarðanir, förum yfir allar athuga- semdir, skoðum [rær og tökum síðan af- stöðu. I heildina tekið held ég að það hafi sjaldan í sögu borgarinnar verið tekið jafn oft tillit til athugasemda íbúa að lokinni kynningu og á yfirstandandi kjörtímabili.“ — Finnst þér þá að R-listinn njóti ekki sannmælis þegar ftdlyrt er að hann taki ekki tillit til óska íbiia í skipulagsmálum? „Mér finnst það alveg hræðilega ósann- gjarnt og á ekki við nein rök að styðjast.“ -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.