Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDA GUR 9.DESEMBEB 1997 ÞJÓÐMÁL Ummr mmmmmmmmmmmmrnmmmimmmmmÉmmJLmimmmmmmmaimimmammmmmmmmmmiimmmmm Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Slmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYR0 551 6270 (reykjavík) Óttinn vid ofbeldið í íyrsta lagi Áhrif hinna neikvæðu hliða stórborgarlífsins koma greinilega fram í nýrri skýrslu um búsetu á íslandi. Samkvæmt henni lif- ir um helmingur höfuðborgarbúa í ótta við heilsutjón af völd- um ofbeldisverka og hættulegrar umferðar á götum borgarinn- ar. Meðal borgarbúa er þetta jafn afgerandi og raunveruleg hætta og jarðskjálftinn stóri er í hugum Sunnlendinga og mannskæð snjóflóð hjá Vestfirðingum. Slíkur ótti við líkams- meiðingar af mannavöldum eru tíu til tuttugu sinnum algeng- ari meðal höfuðborgarbúa en íbúa landsbyggðarinnar. í öðra lagi Engin ástæða er til að véfengja þessa niðurstöðu því hún bygg- ir á viðurkenndum aðferðum við könnun á viðhorfum fólks. Hins vegar má vafalaust deila um ástæðurnar. Sumir talsmenn kerfisins reyna að halda því fram að óttinn sé ástæðulaus; hann sé tilkominn vegna umfjöllunar fjölmiðla en endurspegli ekki raunverulega hættu. Það eru kaldar kveðjur til þeirra sem orðið hafa fyrir meira og minna tilefnislausum árásum síðustu misseri og gjarnan hlotið slíka áverka að þeir bera þess aldrei bætur. Og sumir reyndar látið Iíf sitt af mannavöldum. í þriöja lagi Ótti almennings við ofbeldi í höfuðborginni er ekki tilefnis- laus. Allir vita að ýmsir ofbeldis- og ránsmenn ganga lausir. Þótt fáum blandist hugur um að það ógni öryggi samborgar- anna að sleppa slíkum mönnum á götuna eru þeir ekki teknir úr umferð. Nýjasta dæmið um vinnubrögð dómstóla er fyrir- skipun Hæstaréttar um að tveir ofbeldismenn sem tóku þátt í heiftarlegri árás á öryrkja fyrir skömmu skyldu látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Að sjálfsögðu héldu þeir áfram glæpaferli sín- um um leið og þeir sluppu út. Annar þeirra leitaði jafnvel aft- ur á sama fórnarlambið. Kerfi sem sýnir slíkt kæruleysi við meðferð ofbeldismanna er ekki líklegt til að draga úr ótta al- mennings. Þvert á móti hljóta vinnubrögð af þessu tagi að magna tilfinningu öryggisleysis meðal borgaranna. Elías Snæland Jónsson. Ferðamaimafangelsi Garri las gagnmerkt viðtal í Degi í síðustu viku við fang- elsismálastjóra. Þar sagði sá ágæti maður að hráefnisskort- ur væri í fangelsum landsins, og var þar að vísa til þess hversu fáir sætu inni 1' fínu, dýru, nýju fangelsunum sem búið er að byggja til að tryggja að fangar og afbrotamenn geti nú örugglega fengið notið mannréttinda sinna. Ekki kom það þó fram í viðtalinu hvort uppsagnir fangavarða væru yfirvofandi vegna hrá- efnisskortsins, en slíkt er sem kunnugt er ekki óalgengt í fs- lensku atvinnulífi. Engu að síður er blóðugt að vita til þess að fullkomlega frambærilegir fanga- klefar, sem byggðir hafa verið sam- kvæmt nýjustu og fullkomnustu stöðl- um skuli standa auðir og engum til gagns. Þorsteinn A Jónsson fangelsismálastjóri. Fangelsi verði hótel Garra minnir raunar að hafa séð um það frétti í Degi í haust að fangaklefarnir á Ak- ureyri væru meira og minna tómir líka þannig að nægt ónýtt gistirými er til staðar bæði norðan og sunnan heiða. Þó Garra sé illa við að leggjast í atvinnuráðgjöf án þess að taka fyrir það, þá verður ekki hjá því komist að benda á hversu rakið það er að breyta fangelsum í hótel eða gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Málið er raunar svo gott að menn þurfa ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að gistipláss ferðamanna í fangelsum verði tekin í óarð- bæra hluti eins og að hýsa dæmda afbrotamenn. Ef svo óh'ldega vildi til að fangelsisyf- irvöld þyrftu að setja einhvern inn er hægur vandi að skjóta því máli til Hæstaréttar, sem markað hefur þá afdráttar- lausu stefnu að láta enga glæpamenn sitja inni í fang- elsi. Glæpamaima- framleiðslu hætt Sú stefna réttarins kom skýrt fram um helgina þegar síbrotamanni sem barði og rændi öryrkja var var sleppt að kröfu Hæstaréttar til þess eins að brotamað- urinn gæti tekið upp þráðinn að nýju og barið og rænt þennan sama öryrkja. Síðast en ekki síst munu tóm fangelsi leiða til þess að glæpamönnum mun fækka, vegna þess að framleiðsla á þeim stöðvaðist. Það liggur heill dómsúrskurð- ur fyrir um það að fangelsis- málastofnun er glæpamanna- framleiðslufyrirtæki, þannig að ef framleiðslan leggst af vegna hráefnisskorts er augjóst að stutt verður í að glæpamenn hverfa alveg. Þannig væri hægt að bjóða upp á heimsókn ferðamanna til þessa óvenjulegá Iands og f kaupbæti hafa með í pakkan- um gistingu í ónotuðu fang- elsi. Þetta er augljóslega sam- setning, sem ekki getur klikk- að. GARRI. JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Á dögunum var verið að Ijalla um túrisma á bresku sjónvarps- stöðinni SKY í aðalfréttatíma stöðvarinnar (en aðalfréttatím- inn er reyndar allan sólarhring- inn). I fréttinni komu fram margvíslegar upplýsingar um fjölda ferðamanna á ári til London og hvað þessi ógurlegi hópur eyddi mörgum billjónum punda í borginni. Og svo glotti fréttamaður og kom með rúsín- una í þessum túristapylsuenda og sagði eitthvað á þessa leið: En hverjir haldiði að eyði mestum peningum í London? Nei, það eru ekki olíufurstar frá Arabalöndum, ekki heldur millj- ónamæringar frá Texas og þaðan af síður „jetsettið" frá Frakk- landi. Þeir ferðamenn sem eyða og spenna meira en aðrir þegar þeir dveljast í Lundúnum, eru engir aðrir en vinir okkar úr norðrinu kalda, Islendingar, sem Eyðsluklær af norðurhjara eyða hvorki meira né minna en 99 pundum á dag! Verslunarvaltarar Sennilega hafa Lundúnabúar sperrt eyrun þegar þeir heyrðu þessar fréttir. En væntanlega ekki frændur þeirra í Newcastle eða Dublin, sem þekkja sína Is- lendinga og þeirra eftirsóknarverða kaupæði í útlönd- um. Nú er það svo að vér Islendingar steypum jafnan stömpum þegar okkur er að góðu getið erlendis, ekki síst ef við teljumst vera fremstir á einhverj- um sviðum og allra best ef við völtum yfir stórþjóðirnar á við- komandi sviði. Hinsvegar hljóta viðbrögð okkar við fréttinni á SKY að vera nokkuð blendin. Eigum við að hreykja okkur af þessu og halda á lofti sem víðast, eða er þetta eitthvað til að skammast sín fyrir og því best að þegja það í hel? Hvað má lesa út úr þessum tíðind- um? Að við séum forríkir eða firna- heimskir, nema hvort tveggja sé? Að við verslum helst ekki í heimabyggð ef nokkur kostur er á öðru og leggjum þar með grunninn að hærra vöruverði hjá höndlur- um hér heima? Ví ðáttuverslunarbrj álæði Það er örugglega rétt að staldra aðeins við og hugleiða þá stað- reynd að á erlendri grundu erum við mestu eyðsluklær meðal þjóða veraldar. Ekki síst nú þeg- ar í hönd fer, og er raunar þegar hafin, mesta kaupti'ð ársins. Þeg- ar jólagjafafylleríið er jafnvel ennþá gegndarlausara en glögg- sullið í vinnunni. Það sem maður óttast kannski mest, en fagnar jafnframt, sem stuðningsmaður íslensltra versl- unarmanna, er að þegar upp verði staðið þá komi í ljós að kaupæði okkar í London sé hjóm eitt og komist ekki í hálfkvisti við víðáttuverslunarbrjálæði okkar fyrir jólin hér heima. Og ef svo reynist, þá skulum við ekkert vera að flagga því sér- staklega að engin þjóð í veröld- inni eyðir að jafnaði jafn miklu fé í desember og við íslendingar, heima og erlendis. Á að byggja olíuhreinsi- stöð í Shagafirði? Rögnvaldur Ólafsson bóndi íFlugumýrarhvammi íBlöndu- hlíð. Það er út af fyrir sig allt í lagi að kanna mál- in, en ég tel hins vegar að rétt sé að markaðs- setja Skaga- fjörð sem ferðamanna- og matvælafram- leiðsluhérað, ásamt smáiðnaði, fremur en að ráðast í svona stór- iðju - sem ég tel að fari ekki sam- an með fyrrnefndum atvinnu- greinum. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðárkróhi. Mér finnst eðlilegt að allir mögu- leikar til stórðiðju hér á Skaga- fjarðarsvæð- inu verði s k o ð a ð i r gaumgæfi- lega. Þar á meðal vil ég láta skoða vel mögu- Ieika á olíuhreinsunarstöð, ef það er inni í myndinni, en ég tek fram að ég hef ekki kynnt mér málið til fulls meðal annars hvað varðar umhverfissjónarmið. Sverrir Sveinsson forstöðumaðurRARIK á Siglufirði. Ekki spurn- ing. Eg hef talað fyrir u P P b y g g - ingu á orku- frekum iðn- aði í Skaga- firði í 30 ár. Því miður gerði nefnd, sem iðnaðarráðherra lét athuga staðarval fyrir orkufrekan iðnað, ekki tillögu um sh'ka staðsetn- ingu í Skagafirði. Ástæðan var að við höfðum ekki nægilega margt fólk til starfa við slíka iðju. Hins- vegar höfðum við aðrar aðstæður ágætar, svo sem möguleika á byggingu góðrar hafnar og á nægri raforku með virkjun Hér- aðsvatna. Jón Magnússon forstöðumaðurByggðastofnunará Sauðárkróki. Eg fagna því að Skaga- fjörður sé kominn inn á kortið hjá iðnaðarráð- herra, en m a r k m i ð h e i m a - manna hef- ur verið að byggja upp vistvænan iðnað - öðru fremur - og starf- semi olíuhreinsunarstöðvar fell- ur ekld að þeim markmiðum. Málið er hins vegar á því stigi að ekki er hægt að taka neina vit- ræna afstöðu til þess. Um er að ræða erlenda fjárfesta sem vita ekki einu sinni hvar Skagafjörð- ur er, né heldur hafa sett fram óskir um staðsetningu á olíu- hreinsunarstöð sinni hér nyðra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.