Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 3
"*t t k*» r snt X *? Q *■ D*gur. FRÉTTIR t\ \ ii ii> j i ii p n n íi knniAi n <i — C ÞRIÐJUDAGUR 9.DESEMBER 1997 - 3 Þungt xmdir fæti á Kyoto ráðstefnunni Guðmundur Bjarnason: „Það eru stóru aðilarnir sem ráða ferðinni hér, Evrópusambandið, Bandaríkin og Japan. Við hinir fylgjumst með og reynum að gæta hagsmuna okkar I hvívetna." Guðmiindur Bjarna- son umhverfisráð- herra segir að mikill- ar tregðu gæti á lofts- lagsráðstefnunni í Kyoto. ísland fær skiining og skilahoð iini að svigrnmið sé lítið. „Þetta þróast lítió áfram. Það gætir almennt mikillar tregðu og andstæðurnar eru miklar. Og hvað sjónarmið okkar um sér- stöðu íslands varðar þá mætum við skilningi en um leið er okkur gerð grein fyrir því að svigrúmið sé lítið. Það er þungt yfir þessu,“ sagði Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, þegar Dagur náði tali af honum í Kyoto, um miðnætti að staðartíma. Guðmundur óttast þó ekki að loftslagsráðstefnan í Kyoto fari út um þúfur. Hann segir að það gæti dregið til tíðinda á ráðstefn- unni í dag (þriðjudag). „Það eru stóru aðilarnir sem ráða ferðinni hér, Evrópusambandið, Banda- ríkin og Japan. Við hinir fylgj- umst með og reynum að gæta hagsmuna okkar í hvívetna." Islenska sendinefndin leggur í grófum dráttum fram fjóra punkta um sérstöðu Islands og nauðsyn á undanþágum frá end- anlegri samþykkt. Þar er komið inn á mikilvægi sjávarútvegsins, orkusjónarmiðin, bindingu gróð- urs og hversu íslenska efnahags- kerfið er lítið og viðkvæmt fyrir sveiflum. Guðmundur segir að þessi sjónarmið mæti öll skiln- ingi og að menn séu reiðubúnir til að skoða þau, en skilaboðin séu ótvírætt þau að lítið sé hægt að gera. „Mér virðist að það verði þungt undir fæti að ná okkar sjónarmiðum fram og að þótt við mætum skilningi sé lítið svig- rúm. Það er því þröngt um okkar sjónarmið hér. Og ég verð lítið var við réttmæti sérkennilegra frétta um að Bandaríkin sýni sér- stöðu okkar skilning. Þaðan hef- ur ekkert komið sem hönd er á festandi." Guðmundur vildi lítið tjá sig unt mismunandi áherslur innan ríkisstjórnarinnar í stóriðju- og umhverfismálum, t.d. milli hans og Finns Ingólfssonar iðnaðar- ráðherra. „Næstu klukkustundir hér skera úr um framtíðina og ég ætla ekki að fara að glíma við iönaðarráðherra í fjölmiðlum. Hér eruin við með sjónarmið sem ríkisstjórnin er sammála um,“ segir Guðmundur. - FÞG Jökull Sigurdsson. Léstí vmnuslysi Maðurinn sem lést eftir að hafa farið ofan í keðjukassa sem hýsti ankerisfestar í togaranum Gull- veri sl. föstudag, hét Jökull Sig- urðsson, 42 ára, til heimilis að Hellulandi 24 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og 3 börn. Starfsmenn Vinnueftirlits rík- isins á Akureyri hafa ásamt lög- reglu verið að rannsaka slysið og bendir flest til, að sögn Helga llaraldssonar umdæmisstjóra hjá Vinnueftirlitinu, að maður- inn hafi látist vegna súrefnis- skorts. „Þarna er tiltölulega lítið loftrými, allt umhverfi úr járni og járnkeðjur sem ryðga og taka þar með til sín súrefni. Ekkert varar menn við, loftið breytir ekki um lit og þarna er engin lykt,“ segir Helgi. — BÞ 10 bókmeimta- verk tilneíhd 10 bókmenntaverk voru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna í gær. í flokki fagurbók- mennta voru tilnefndar bækurn- ar Elskan mín, ég dey eftir Krist- ínu Ómarsdóttur, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson, Fótspor á himnum eftir Einar Má Guð- mundsson, Landið handan fjarskans eftir Eyvind P. Eiríks- son og Vatnsfólkið eflir Gyrði El- íasson. Ur flokki fræðirita og bóka al- nienns efnis voru tilnefndar bækurnar Hagskinna, Leyndar- mál frú Stefaníu, Nýja ísland, Einar Benediktsson og Vínlands- gátan. Verðlaunin verða afhent eftir áramót .— BÞ Spuming iun skynsemi Afar líklegt ad Flugfé- lag íslands hætti áætl- unarflugi til Sauðár- króks. íslandsflug tel- ur sig hafa unnið sig- ur. „Jú, það er rétt, að líkurnar eru meiri á að við munum hætta flugi á Krókinn. Annað hvort er að berjast tii síðasta blóðdropa, auka tíðni ferða, eða draga sig í blé. Islandsflug hefur verið með niun betri áætlun en við til Sauð- árkróks," segir Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags fs- lands, Engar aðrar breytingar eru fyr- Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfé- lags íslands. irhugaðar hjá flugfélaginu inn- anlands en Páll telur að ákveðin markaðssvæði líkt og Sauðár- krókur séu ekki til skiptanna. „Þetta er hreinlega spurning um skvnsemi, að reyna að nota kraft- ana annars staðar,“ segir Páll. Ómar Benediktsson, frarn- kvæmdastjóri Islandsílugs, sagð- ist Iíta svo á að ef Flugfélag Is- lands myndi hætta að fljúga á Kjókinn væri það sigur fyrir Is- landsflug. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við höfum aukið mark- aðshlutdeild okkar í hverjum mánuði að jafnaði um 3%. Byrj- uðum með um helming og mér sýnist við vera komnir með 2/3 hluta markaðarins. Ég skil vel að þeir séu að gefast upp á þessu en satt best að segja hélt ég að þeir myndu halda út til vorsins. Já, ég lít á þetta sem sigur," segir Ómar Benediktsson. — BÞ Arkitektar deila vegna Borgarkringl- unnar Kristinn Ragnarsson arkitekt hefur höfðað mál gegn Kringlunni 4-6 ehf. og arkitektunum Halldóri Guðmundssyni og Siguröi Einarssyni vegna breytinganna á Borgarkringlunni. Kristinn teiknaði Borgarkringluna 6, en nú hefur húsið verið sam- einað Kringlunni og húsinu breytt, meðal annars með húsklæðningu. Kristinn telur að með breytingunum hafi höfundarréttur hans verið brotinn. Hinir stefndu hafa krafist frávísunar á grundvelli þess að stefna hefði átt fleiri aðilum, meðal annars enskum arkitekt sem kont að málinu. Hafís vestur af Kópanesi Iskönnunarflug Landshelgisgæslunnar sl. föstudag leiddi í ljós að hafísinn er 38 sjómílur vestur af Kópanesi, sem er skaginn milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar. ísjaðarinn sveigir svo lítillega til norð- urs og er um 42 sjómílur vestur af Straumnesi, milli Aðalvíkur og Rekavíkur. Þaðan liggur ísröndin í norðaustur. Mikið er um nýmynd- aðan ís á svæðinu og fleka, einnig voru vakir og flákar inn á milli þessara staða. Þéttleiki íssins var víða 4-6/10. Ekki er talin mikil hætta á að hafís verði landsfastur að sinni meðan áttin er norðaust- anstæð. StjórasMpti hjá Stöð 2 Hreggviður Jónsson hefur verið ráð- inn forstjórf Islenska útvarpsfélagsins í stað Jóns Ólafssonar, sem gegnt hef- ur starfi forstjóra undanfarin 2 ár samhliða stjórnarformennsku. íslenska útvarpsfélagið rekur Stöð 2, Sýn, Bylgjuna, Stjörnuna og marg- miðlunarfyrirtækið Islandia. Rösldega 230 manns starfa hjá þessum fyrir- tækjum og nemur áætluð velta þeirra rúmum 2,3 milljörðum á þessu ári. Hreggviður hefur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins undanfarin misseri. Jón Úlafsson hættirsem forstjóri íslenska útvarpsfélagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.