Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9.DESEMBER 1997 - S FRÉTTIR Vélstjórar útiloka ekki frestim verkfalls Fulltrúar Sjómannasambandsins og Alþýðusambands Vestfjarða ásamt útvegs- mönnum voru boðaðir á sáttafund í Karphúsinu i gær. Ef að Hkum lætur verður eitthvað um furdahöld í kjaradeiiu sjómanna og útvegsmanna á næstunni til að afstýra verkfalli á fiskiskipaflotanum. Sáttafundír í deilu sjómanua og útvegs- manna. LÍÚ ræðir verkbann. Ósamstaða meðal sjómanna. Svo getur farið að vélstjórar fresti boðuðu verkfalli sem á að koma til framkvæmda í byrjun næsta mánaðar, eða 1. janúar nk. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélagsins, segir að það sé ekkert heilagt í þessum efnum. Hann minnir á að vélstjórar geti frestað boðuðu verkfalli í allt að 28 daga. Slíka frestun þarf að til- kynna útvegsmönnum með að- eins þriggja daga fyrirvara. Ef stjórn Vélstjórafélagsins tekur ákvörðun um að fresta boðuðu verkfalli um einhverja daga, verður það aðeins gert til þess að allir sjómenn á fiski- skiptaflotanum verði samstíga í verkfalli, hafi ekki samist áður. Atkvæðagreiðsla um verkfall stendur t.d. yfir hjá undirmönn- Vidræður aftur ígang „Þetta verður í fyrsta sinn sem við hittumst eftir landsfund Al- þýðubandalagsins og flokksráðs- fund Alþýðuflokksins í byrjun nóvember. Fólk hefur verið í ýmsum önnum þennan tfrna en nú er verið að taka upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, í sam- tali við Dag í gær, í lilefni þess að í dag munu hann, Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, og Guðný Guð- björnsdóttir frá Kvennalista hitt- ast til að ræða samstarfsmál þessara flokka. Sighvatur Björgvinsson. Sighvatur sagði að samstarfs- mál félagshyggjuflokkanna vegna sveitarstjórnarkosninganna væru víða ákveðin og annarsstaðar væri verið að vinna að undirbún- ingi af fullum krafti. í Reykjanes- bæ og í Kópavogi er samstarf þegar ákveðið. A Akranesi er talið víst að A-flokkarnir bjóði fram saman. A Húsavík var ekki talið að samstarf gæti tekist af ýmsum ástæðum en nú segir Sighvatur að útlit sé fyrir að af því geti orð- ið. Alla vega ætli menn að ræða saman um málið. — S.DÓR um og er stefnt að því að talning atkvæða fari fram 8. janúar nk. Verkbann LÍÚ? Vélstjórar hitta útvegsmenn í Karphúsinu í dag, þriðjudag, og yfirmenn á fiskiskipum í Far- manna- og fiskimannasamband- inu eru boðaðir til sáttafundar Flugráðsmöimuin kom „smuga“ í lögum á óvart, eu Flugleiðir sleppa við eldsneytis- gjald vegna orðalags. „Það sem kom á óvart var að lög- in eru með þeim hætti að sá að- ili sem flytur inn eigin eldsneyti sleppur við að borga eldsneytis- gjaldið og skiptir þá engu máli hvert flogið er. Þetta er ekki í samræmi við okkar skilning á lögunum og má rekja til orða- lagsbreytingar sem samgöngu- nefnd þingsins lagði fram þegar nk. fimmtudag. Af þessum hóp- um eru aðeins vélstjórar búnir að afla sér verkfallsheimildar og þá aðeins á stærstu skipunum, eða þeim sem eru með stærri vélar en 1501 kw. I hádeginu í dag verður stjórnarfundur hjá LÍU þar sem kjaramálin verða rædd. A þeim fundi er líklegt að lögin voru sett,“ segir Hilmar Baldursson, formaður Flugráðs. Eins og fram kom í Degi í síð- ustu viku fjalla Flugráð og Sam- keppnisráð þessa dagana um eldsneytisgjald, sem rukka á af öllu flugvélaeldsneyti sem „selt“ er á Keflavíkurflugvelli. Flug- ráðsmenn hafa haft þann skiln- ing á að eldsneytisgjald sé rukk- að af öllu eldsneyti sem ekki er vegna N-Atlantshafsflugs, en það byggir á gamalli undanþágu. „Við héldum að þetta væri eina undantekningin. Það kom upp ágreiningur varðandi Luxem- borg, sem við könnuðumst við, en síðan kom í ljós að með því að einn aðilinn flytur inn eigið elds- stjórnin muni ræða hugsanlegt verkbann á flotann. Við það mundu öll skip stöðvast en ekki aðeins þau stærstu um áramótin. Ósamstaða Helsta krafa vélstjóra er að hlut- ur yfirvélstjóra verði hækkaður úr 1,50 í 1,75 og hlutur annarra vélstjóra hækld hlutfallslega jafn mikið. Aðrir sjómenn eru andvíg- ir þessari kröfu. Hinsvegar eru sjómenn sammála í áherslum sínum gegn kvótabraskinu og að allur afli fari á markað. Þá vilja menn einnig auka veiðiskyldur útgerða úr eigin kvóta til að koma í veg fyrir brask. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, segir mikið bera í milli manna og því séu deilurnar við sjómenn ekki auðleystar. Auk þess séu innbyrðis deilur á milli sjómanna sem auðvelda mönn- um ekki að finna lausn, nema sfður sé. Hinsvegar telur hann að menn eigi að geta leyst kjara- deiluna við sjómenn án atbeina stjórnvalda. — GRH neyti sleppur hann við að greiða gjaldið. Þetta kom mönnum á óvart, því mönnum var það ekki ljóst að lögin virkuðu með þess- um hætti. Þarna hefur myndast þessi smuga en hún varð til vegna orðalagsbreytingar sem samgöngunefnd þingsins stóð að þegar lögin voru sett. Við ætlum að skoða þetta mál betur, en það var niðurstaða okkar að bíða fyrst eftir úrskurði Samkeppnis- ráðs,“ segir Hilmar. Samkeppnisráð fjallar í vik- unni um erindi Cargolux, sem heldur því fram að núverandi fyrirkomulag mismuni sam- keppnisaðilum. — FÞG Söluhæstu bækumar Hér á eftir fer listi yfir söluhæstu bækurnar hjá nokkrum bókaversl- unum og höfunda þeirra: Pernimn - Eymimdsson: 1. Bert og baðstrandagellurn- ar/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 2. Fótspor á himnum/Einar Már Guðmundsson. 3. Einar Benediktsson/Guðjón Friðriksson. 4. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar/Davíð Oddsson. 5. Kínverskir skuggar/Oddný Sen. 6. Englajól/Guðrún Helgadóttir. 7. Það var rosalegt/Sigurdór Sig- urdórsson. 8. Everest/Hörður Magnússon. 9. Lífið eftir lífið/Gunnar Dal. 10. Ostalyst 3/Dómhildur A. Sig- fúsdóttir. Mál og meiming: 1. Fótspor á himnum/Einar Már Guðmundsson. 2. Bert og baðstrandagellurn- ar/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 3. Englajól/Guðrún Helgadóttir. 4. Halastjarna/Þórarinn Eld- járn. 5. Lífsins tré/Böðvar Guð- mundsson. 6. Einar Benediktsson/Guðjón Friðriksson. 7. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar/Davíð Oddsson. 8. Stafakarlarnir/Bergljót Arn- alds. 9. Nýjar Island/Guðjón Arn- grfmsson. 10. Kínverskir skuggar/Oddný Sen. Hagkaup: 1. Veislubók Hagkaups. 2. Kökubók Hagkaups. 3. Bert og baðstrandagellurn- ar/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 4. Það var rosalegt/Sigurdór Sig- urdórsson. 5. Ostalyst/Dómhildur A. Sig- fúsdóttir. 6. Gott hjá þér Svanur/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 7. Útkall TF-LÍF/Óttar Sveins- son. 8. Sálumessa syndara/lngólfur Margeirsson. 9. Dýrin okkar/hljóðbók. 10. Galdrakarlinn í OZ. Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki: 1. Það var rosalegt/Sigurdór Sig- urdórsson. 2. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar/Davíð Oddsson. 3. Af ráðnum hug/Danielle Steel. 4. Astinn sigrar/Bodil Forsberg. 5. Englajól/Guðrún Helgadóttir. 6.. Skagfirsk skemmtiljóð/Bjarni Stefán Konráðsson. 7. Fótspor á himnum/Einar Már Guðmundsson. 8. Lífsgleði/Þórir S. Guðbergs- son. 9. Útkall TF-LÍF/Óttar Sveins- son. 10. Margt býr f myrkrinu/Þor- grímur Þráinsson. Tölvutæki Bókval, Akureyri: 1. Bert og baðstrandagellurn- ar/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 2. Englajól/Guðrún Helgadóttir. 3. Gott hjá þér Svanur/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 4. Sögurnar hennar ömmu/Stef- án Júlíusson þýddi. 5. Stafakarlarnir/Bergljót Arn- alds. Flugleiðir borga ekki gjald af eldsneyti á vélar sínar eins og keppinautarnir. Skýringanna er að leita i orðlagsbreytingum sem samgöngunefnd Alþingis gerði á sínum tíma á lögum, segir formaður Fllugráðs. Fhigleiðasmiigan kom Ftugráði á óvart

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.