Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 11
ÞRIBJUDAGUR 9 .DESEMBER 1997 - 11 Thyptr. ERLENDAR FRÉTTIR Frá óspektunum i Albaníu sídastliðinn vetur: þá vlgvæddist aimenningur. Hætta á blóðbaði í Kosovo Balkanskaginn heldur áfram að vera órólega eða a.m.k. óróleg- asta horn Evrópu. NATO metur málin í Bosníu svo að stríðið þar muni brjótast út að nýju ef gæsluliðið NATO-ríkja o.fl. verði á brott þaðan. Og fréttirnar frá albanska svæðinu halda áfram að vera ískyggilegar og verða jafnvel ískyggilegri. Með albanska svæðinu er ekki aðeins átt við Albaníu sjálfa, heldur og landsvæði byggð Alb- önum í Júgóslavíu og Makedón- íu. Almenningur vopnaðist I Albaníu gekk flest af göflunum sl. vetur en nú heitir svo að þar sé komin á viðunandi regla á ný. En um skeið var ástandið þar þannig að heita mátti að alb- anska ríkið sem slíkt væri hætt að vera til. Almenningur þar vopnaðist þá, hver sem betur gat, enda skammt þar enn til sögualdarstigsins hjá mörgum og urn hríð svo að sjá að einskonar stríð allra gegn öllum væri að hefjast þarlendis. Vopnabúr alb- anska hersins voru þá rænd og feiknamikið af vopnum komst í umferð. Mikið af þeirp er enn í höndum óbreyttra borgara í Alb- aníu en allmikið af þeim hefur lent austur fyrir landamærin - til Albana í Kosovo (Kosova) og Makedóníu. Þetta hefur að mati sérfróðra aðila aukið drjúgum hættu á uppreisn og hernaði í Kosovo og Makedóníu. Kosovo er hérað í Serbíu, sem er annað af tveimur lýðveldum „nýju“ Júgóslavíu (hitt er Svart- fjallaland). Ibúar í Kosovo eru sagðir vera eitthvað um tvær milljónir og um 90% þeirra Alb- anir. Lengi hefur verið illt á milli Albana þar og Serba og þau illindi áttu drjúgan þátt í að koma af stað atburðakeðju þeirri er leiddi til þess að „gamla" Júgóslavía datt f sundur, með al- kunnum afleiðingum. Kosovo- Albanir vilja líklega margir eða flestir annaðhvort sjálfstæði eða sameiningu við Albaníu. Serbum er sárt um Kosovo, vegna þess að saga þeirra er því mjög tengd. Al- bönum hefur þar farið íjölgandi í hlutfalli við Serba, vegna meiri barnafjölda albanskra fjöl- skyldna en serbneskra og að Serba sögn einnig vegna ógnana og jafnvel ofsókna í garð Serba af hálfu Albana. Serbnesk stjórn- völd eru sögð harðráð við Albani í Kosovo. ÖSE áhyggjufull Leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands kváðu hafa komist að raun um að næst- um milljón óbreyttir borgarar af albönsku þjóðerni í Norður-Alb- aníu, Kosovo og Makedóníu séu vopnum búnir. Vestrænir her- málasérfræðingar segja að verið sé að skipuleggja f Albaníu þar- lenda sjálfboðaliða, með það fyr- ir augum að þeir taki þátt í hern- aði með Albönum í Kosovo. Sérfræðingar þessir segja jafn- framt að komi til verulegra átaka með vopnum þar f héraðinu sé hætt við að úr því verði mikil manndráp. Haft er eftir háttsett- Baksvið Eftir upplansnina í Albaníu sl. vetur er miHjón vopnaðra óbreyttra borgara af albönsku þjóðerni í Norður-Albanín, Kosovo og Makedóníu. um evrópskum stjórnmálamönn- um að ástandið í Kosovo sé eitt af því, er nú valdi Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE) mestum áhyggjum. Af hálfu OSE mun nú leitast við að koma á viðræðum milli júgóslavnesku sljórnarinnar og þeirra hófsam- ari af forystumönnum Kosovo- Albana, í von um að með því tak- ist að draga úr spennunni í Kosovo. Frelsisher Kosovo Raunar er svo að heyra á sumum fréttum að varla geti lengur heit- ið að friður ríki í a.m.k. suður- hluta Kosovo. Þar er kominn á kreik aðili sem nefnist Frelsisher Kosovo. Héraðsmenn segjast fátt um hann vita, nema hvað hann muni skipulagður f margar smá- sellur, e.t.v. að fyrirmynd komm- únistaflokka fyrrum. Þar kvað gilda ströng þagnarskylda og mikil Ieynd virðist hvíla yfir starfsemi hers þessa og sam- böndum. Ekki er ósennilegt að hann njóti einhverrar aðstoðar frá Albaníu, með leyfi stjórn- valda þar eða án þess. I orðsend- ingum frá liði þessu vísar það öllum samningum við Serba á bug og segist ekki hafa í hyggju að ræða við þá nema með byssu- kúlum. Vestrænir stjórnarerind- rekar í Belgrad halda því fram að róttækir serbneskir þjóðernis- sinnar, ekki síst fylgismenn Vojeslavs Seselj, blási í glæðurn- ar í Kosovo. Haft er eftir fréttamönnum frá Vestur-Evrópu að júgóslavneski herinn sé farinn að þeita skrið- drekum og vígþyrlum gegn Frels- isher Kosovo, sem ráði mörgum sveitaþorpum í Suður-Kosovo að nóttu til, en júgóslavneski her- inn meðan bjart er. I Makedóníu er einnig grunnt á því góða miili albanska þjóð- ernisminnihlutans þar, sem er fimmtungur landsmanna eða meira, og meirihluta þjóðarinnar Makedóna. Hér er bæði um að ræða átök þjóða og trúarbragða. Serbar og Makedónar eru slavneskir og rétttrúnaðarkristnir en Albanir telja sig afkomendur lllýra hinna fornu og mikill meirihluti þeirra játar íslam. Albönum fjölgar drjúgum hraðar en kristnum grönnum þeirra og samkvæmt fólksfjölgunarspá gerðri fyrir nokkrum árum verða Albanir orðnir fjölmennasta þjóðin í Júgóslavíu árið 2010 - í stað Serba. Vitneskjan um þessa þró- un eykur Albönum dirfsku en Serbum og Makedónum ótta. Það bætist við gagnkvæmt hatur. Hreyfing á loftslagsráðstefnimni JAPAN - Ræða Als Gore, varaforseta Bandaríkjanna, á loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Japan í gær, hleypti að nokkru nýju lífi í umræðurnar. Gore boðaði m.a. meiri sveigjanleika af hálfu Banda- ríkjanna, en Bandaríkin hafa hingað til ekki viljað ganga jafn langt og Evrópusambandið í skuldbindingum um að draga úr losun svo- nefndra gróöurhúsalofttegunda. Gore sagði óhjákvæmilegt að gerðar yrðu mismunandi kröfur til ríkja, en framlag þróunarríkjanna þyrfti að vera „veriilegt". Aðeins þrír dagar eru þar til ráðstefnunni lýkur, en mat manna í gær var að hreyfing væri í átt til samkomulags. Leitað í rústimum RUSSLAND - Björgunarmenn unnu í gær hörðum höndum við að grafa í rústum fjölbýlishússins, sem eyðilagðist þegar rússnesk her- flutningavél hrapaði á laugardag í bænum Irkutsk í Síberíu, og höfðu þeir fundið nærri sextíu lík, en af þeim var ekki búið að bera kennsl á nema sex. Atta manns var enn saknað, en margt var þó óljóst um heildarfjölda látinna. Sömuleiðis var ýmislegt óljóst um tildrög slyss- ins. 23ja manna áhöfn var í flugvélinni, og fórust þeir allir. Dario Fo fór á kostum á Nóbelshátíð SVÍÞJÓÐ - ítalska Ieikritaskáldið Dario Fo tók við Nóbelsverðlaun- um sínum í gær, en ræðan sem hann flutti við það tækifæri var ekki á hefðbundnum nótum, og raunar líkari Ieikþætti en ræðuflutningi. Gestir fengu í hendur 25 blaðsíður með litríkum teikningum, sum- um frekar óhugnanlegum, sem Fo lagði síðan út af í ræðu sinni og fór að sögn á kostum. Átt þú rétt á endurgreiðslu? Peir sem voru yngri en 21 árs þegar tannréttinga- meðferð með spöngum eða teinum hófst, geta átt rétt á endurgreiðslu hluta kostnaðar. Um tannrétt- ingar, sem hófust þann 1. desember 1997 eða síðar, gildir eftirfarandi um þátttöku Tryggingastofnunar: Sjúkratryggingar veita styrk að upphæð kr. 100.000 vegna tannréttingar sem krefst meðferðar með föst- um tækjum í a.m.k. annan góm. Ekki er veittur styrkur vegna endurtekinnar meðferð- ar sem áður hefu verið styrkt samkvæmt reglum þessum eða eldri reglum. Endurgreiðsla vegna tannréttinga hefst ekki fyrr en að lokinni ísetningu fastra tækja. Framvísa skal reikningum sem eru jafnháir eða hærri en eftirfarandi greiðslur og eru styrkir þá greiddir samkvæmt neðangreindu. 1. að hámarki kr. 40.000 að lokinni upphafsmeðferð. 2. að hámarki kr. 30.000 a.m.k. 12 mánuðum eftir fyrstu greiðslu. 3. að hámarki kr. 30.000 að meðferð lokinni eða a.m.k. 12 mán. eftir aðra greiðslu. Hafi meðferð hafist á tímabilinu 1. janúar til 30. nóvember 1997, er greitt fyrir fyrsta hluta meðferðar samkvæmt reglum tryggingaráðs frá 21. febrúar 1997. Um greiðslu annars og þriðja hluta fer samkvæmt ofangreindum reglum sem trygg- ingaráð samþykkti þann 27. nóvember sl. Sótt er um styrki til Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða utan Reykjavíkur á eyðubiöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir tannlæknadeild Trygginga- stofnunar. TRYGGINGASTOFNUNtJ? RÍKISINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.