Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1997 FRÉTTIR Akrahreppux vill hitaveitu Sveitarstjórn AKralirepps hefur skrifað bréf til Byggðasamlags um hitaveitu í Skagafirði með beiðni um að fá hitaveitu í hreppinn. Það verður ný stjórn sem tekur á þeirri beiðni. Akrahreppur hefur því þokast í átt að samstarfi við aðra hreppa Skagafjarðar eftir samein- ingu þeirra þótt ekki hafi þeir sameinast þeim. Töluverðrar óánægju gætir meðal íbúa Akrahrepps með að hafa ekki fengið að taka afstöðu til sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði en það mál var aldrei tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar (meirihlutinn neitaði að taka málið á dag- skrá) og því síður boðað til borgarafundar til að kanna vilja íbúanna. Þver árfj alls vegur forgangsverkefni Óánægju gætir innan bæjarstjórnar Sauðárkróks með að Samvinnu- nefnd um svæðisskipulag Skagafjarðar skuli setja Þveráríjallsveg milli Skagafjarðar og Húnaþings aftastan á forgangslista yfir fram- kvæmdir til samgöngubóta en ekki fremstan. Eins hafði Samvinnu- nefndin ekki gert ráð fyrir neinum atvinnulóðum nema í þéttbýli, og því vilja Skagfirðingar ekki una. Svæðisskipulag verður auglýst á næstunni og þá geta íbúar skilað inn athugasemdum. Niðursuða á hakkaðri loðnu Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur samþykkt að leggja fram 5 milljónir króna í hlutafélag sem stofnað verður á Sauðárkróki um niðursuðu á hakkaðri loðnu. Skilyrði bæjarfélagsins er að aðrir hluthafar leggi fram óskilyrtar bankaábyrgðir á hlutafé að lágmarki 20 milljónir króna, verksmiðjan verði starfrækt innan sveitarfélagsins og félagið verði stofnað eigi síðar en 1. júní 1998. Áhugi er á að starfsemin verði í húsakynnum Fiskiðjunnar-Skagfirðings og þannig spyrnt við fæti við fækkun starfa í landvinnslu. — GG Nýr meirihluti Nýr meirihluti tók við í bæjarstjórn Isafjarðarbæjar á bæjarstjórnar- fundi á fimmtudag en hann er skipaður tveimur fulltrúum Sjálfstæð- isflokks, einum framsóknarmanni og einum alþýðuflokksmanni og tveimur fulltrúum F-Iista. Kristinn Jón Jónsson (B) var kjörinn for- seti bæjarstjórnar og Jónas Ólafsson (D) formaður bæjarráðs og þeir munu í sameiningu sinna störfum bæjarstjóra þar til ráðið hefur ver- ið í það starf. Kristjáni Þór Júlíussyni var á fundinum veitt lausn frá bæjarstjórastarfinu. Smári Haraldsson (F) var kjörinn formaður fræðslunefndar í stað Ragnheiðar Hákonardóttur (D) en nefndin fær að glíma við húsnæðisvanda Grunnskóla Isafjarðar. Afmæli og vígsla á Þingeyri Ný íþróttamiðstöð með sundlaug var vígð á Þingeyri á laugardaginn og þá fögnuðu íbúarnir einnig 100 ára afmæli barnaskólans á Þing- eyri og 10 ára afmæli Tónlistarskólans. Kostnaði vegna hátíðarinnar verður reynt að koma fyrir innan fjárhagsáætlunar 1997 en einnig á fjárhagsáætlun 1998. Kostnaður við byggingu íþróttamiðstöðvarinnar, sem er nærri 1500 fermetrar, nemur um rúmum 180 milljónum króna. Þar nemur fram- lag jöfnunarsjóðs tæpum 60 milljónum króna. Tengsl vid Nanortalih Bæjarráo Isafjarðar hefur vísað erindi frá grænlenska bænum Nanortalik til menningarnefndar en í því reifar bæjarstjórinn í Nanortalik hugmynd um stofnun vinabæjarsjóðs til styrktar sam- skiptum Isafjarðarbæjar og Nanortalik. A fundi menningarnefndar voru kynnt nöfn þeirra ungmenna sem taka þátt í unglingamóti í Ro- skilde í Danmörku 3.-7. ágúst 1998 á 100 ára afmæli sveitarfélags- ins, sem er vinabær ísafjarðar í Danmörku. — GG Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri, föstudaginn 12. desember 1997 kl. 10 á eftirfarandi eignum: Einholt 8 D, Akureyri, þingl. eig. María Agnarsdóttir og Gunnar Jónsson, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, húsbréfad. og íslandsbanki h.f. Hafnarbraut 7, hluti 07-02-02, Dal- vík, þingl. eig. Verslunin Kotra ehf, gerðarbeiðendur íslandsbanki hf. höfuðst. 500, Nína Áslaug Stefáns- dóttir og Sportís ehf. Lækjargata 11 a, Akureyri, þingl. eig. Birgir Ottesen, gerðarbeiðend- ur Lífeyrissjóður sjómanna og Sparisjóður Akureyrar/Arnarneshr. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. desember 1997. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. srjjííító i vaxandi mæli hafa menn nú áhyggjur afþví hvort loðnukvótinn verði nægur til að eitthvað verði eftir i frystingu og hrognatöku eftir áramót Lo ðnukvótinn að veréa of lítill Loðmiafliim er kom- iimí hartnær 550 liúsimd toim en heild- arkvótiim er 984 þús- und tonn. Vaxandi uggur er um að of lítið verði eftir af kvótanum á næsta ári þegar Ioðnan kemst í vinnslu- hæft ástand til frystingar á Jap- ans- og Evrópumarkað og til hrognatöku íyrir Japansmarkað. Margir halda þó enn áfram veið- um af ótta við vélstjóraverkfall 2. janúar en þó fellur ekki allur flotinn undir verkfallsákvæðin. Aðrir hafa nú þegar hætt veið- um, hyggjast geyma eftirstöðvar kvótans fram yfir áramót þegar loðnan verður feitari og hæf til hrognatöku. Til þess að vinna upp í samn- inga um frystingu á loðnu, sem er um 40 þúsund tonn til fryst- ingar og um 3 þúsund tonn af hrognurr, þarf flotinn að veiða um 300 þúsund tonn af loðnu upp úr sjó. Verðmæti loðnuaf- urða á Japansmarkað gæti numið um 3 milljörðum króna auk þess sem mun minni vinna yrði í landi ef megnið af aflanum færi til bræðslu. Sterk staða íslenskrar síldar- og loðnuframleiðslu mundi einfaldlega hrynja ef ekki bærust loðnuafurðir frá Islandi eitt árið. Samherjaskipið Oddeyrin EA frá Akureyri var f Grindavík í gær eftir löndun í Fiskimjöli & lýsi, en verksmiðjan er einnig í eigu Samherja. Þangað kom skipið með fullfermi, 740 tonn , og hélt síðan áleiðis á miðin við Kol- beinsey, en þangað er 30 tíma sigling. Korni til verkfalls nær það ekki til Oddeyrarinnar. Hólmaborg SU frá Eskifirði, stærsta loðnuskip flotans, var í gær norðaustur af Langanesi í brælu, en flotinn var allur við Kolbeinsey og beið eftir að veður lægði, en þar var ekkert að sjá. Hólmaborgin ber um 2.500 tonn, fulllestuð. Jóhann Krist- jánsson skipstjóri ætlaði að leita á leiðinni vestur eftir en hafði ekki orðið var við loðnu síðdegis í gær. „Það eru ýmsir farnir að velta þvf alvarlega fyrir sér að það gæti orðið of lítið eftir af loðnu til vinnslu eftir áramót ef veiðin heldur áfram með sama krafti allt til jóla. Það eru nokkrir þeg- ar hættir og ætla ekki að byrja aftur fyrr en á nýju ári þegar loðnan kemst í vinnsluhæft ástand. Afurðaverð á loðnumjöli er hins vegar orðið svo hátt að mismunurinn á markaðsverði á mjöli og frystum afurðum er mun minni en oft áður. Það er mikið heilfryst af þeirri loðnu sem nú fæst á Rússlandsmarkað og það fæst þokkalegt verð fyrir hana þannig. Við lönduðum 1.600 tonnum á Eskifirði um helgina og af því fóru um 400 tonn í frystingu," sagði Jóhann Kristjánsson. — GG Verðlagsmimur miimkar á Akureyri KEA Nettó lækkar verð í kjölfar neyt- endakönmuiar. „Njósnari“ frá Bónus í Nettó. Munur á verðlagi í stóru mat- vöruverslununum hefur minnk- að skv. könnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Skoðað var verð á 125 vörutegundum í 6 matvöruverslunum og ef bornar eru saman niðurstöður tveggja kannana, annars vegar í lok sept- ember og hins vegar 2. desember sl., kemur í Ijós að verðlag í KEA Nettó hefur stigið um 5% á með- an meðaltalshækkanir eru óverulegar annars staðar. Þó er Nettó sem fyrr með langhag- stæðasta verðið og leitast við að íylgja Bónus í Reykjavík. Það vakti athygli Vilhjálms Inga Arnasonar, formanns NAN, að Bónus virðist gæta þess að gera betur en Nettó, þar sem starfs- maður Bónuss var staddur í Nettó á sama tíma og starfsmað- ur neytendafélagsins í þeim til- gangi að kanna verðið í búðinni. Kaupangur lækkar Sú verslun á Akureyri sem mest- um breytingum hefur tekið á undanförnum misserum er Kjör- búðin f Kaupangi. Kjörbúðin var að jafnaði með hærra verð en hinar verslanirnar en nú er sú breyting orðin á, að aðeins mun- ar 4-5% á henni og Hagkaupi og Hrísalundi. Þegar tekið er tillit til afsláttar sem ellilífeyrísþegar njóta í Kaupangi, er verðlag orð- ið sambærlegt því sem gengur og gerist í Hagkaupi og Hrísalundi fyrir þann aldurshóp. Verslanirn- ar í Byggðavegi og Sunnuhlíð reka svo lestina með um 3-4% hærra verð en í Kjörbúðinni Kaupangi. I gögnum frá Vilhjálmi Inga Árnasyni kemur fram að eftir að verðkönnun fór í gang hafi KEA Nettó lækkað verð hjá sér um 5- 6% þannig að samkvæmt þvf mun munurinn milli Nettó, Hagkaups og Hríslundar vera aftur orðinn um 20-21%. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.