Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 13
ÞRIDJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR L. Haukar áfrarn í bikarnuni Bikarmeistarar Hauka tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, 22:19, í köflóttum leik í Ásgarði á sunnudag. Óvæntustu úrslit helgarinnar urðu hins vegar sigur 2. deildarliðs Gróttu/KR á Víkingi, 24:19. Dregið verður í keppninni næsta laugardag. Cole frábær Með tveimur mörkuin frá Andy Cole og einni bombu frá Beckham héldu meistarar Manchester áfram sig- urgöngu sinni. Stan Collymore skoraði fyrsta mark sitt á Villa Park og Totten- ham mátti þola sitt stærsta tap frá 1935 þegar Chelsea kom í heimsókn. í stórleik helgarinnar tóku strák- arnir hans Roy Evans í Liverpool á móti meisturum Manchester United. Fyrri hálfleikur var fjör- ugur þrátt fyrir að mörkin Iétu á sér standa. Nicky Butt fékk gult spjald strax á 10. mínútu og var heppinn að sjá ekki það rauða skömmu síðar frá góðum dómara leiksins David Elleray. Man- chester réði ferðinni mest allan hálfleikinn en vörn Liverpool var mjög ótraustvekjandi og í sífelld- um vandræðum með þá Andy Cole og Teddy Sheringham. I síðari hálfleik fóru síðan hlutirn- ir að gerast. Andy Cole, sem er búinn að vera frábær hjá Man- chester liðinu það sem af er leik- tíðinni, nýtti sér fáránleg mistök Bjorns Tore Kvarme í vörn Liver- pool og Robbie Fowler jafnaði af vítapunktinum. Roy Evans skipti þá Patrick Berger inná í sóknina hjá Liverpool og tók varnar- manninn Kvarme útaf. Við þetta snérist leikurinn aftur United mönnum í hag og David Beck- ham skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu og Andy Cole innsiglaði sigur Man. Utd. Skallamark Ian Wright réði úr- slitum á St. James þar sem Arsenal mætti Newcastle. Wright, sem ekki hafði skoraö í sjö leikjum í röð, skoraði af stuttu færi eftir undirbúning Dennis Bergkamp. Aston Villa vann öruggan sigur á Coventiy 3-0. Leikurinn er Andy Cole er búinn að vera frábær hjá Manchester United. minnistæður fyrir þær sakir að Stan Collymore skoraði sitt fyrsta mark á Villa Park. Þetta var annað mark Collymore á Ieiktíðinni en það eru 14 leikir síðan hann skoraði það fyrra! Tveir leikmenn Coventry fengu að líta rauða spjaldið í Ieiknum, Williams á 45. mínútu og Gary Breen á þeirri 89. Lee Hendrie og Julian Joachim bættu síðan tveimur mörkum við fyrir Villa í síðari hálfleik. Leikmenn Chelsea fylgja Manchester United eins og skugginn á stigatöflunni og um helgina unnu þeir auðveldan 6-1 sigur á Tottenham í Lundúna- slag. Eftir að staðan hafði verið jöfn 1-1 í hálfleik hrundi vörn Tottenham í þeim síðari. Norð- maðurinn Tore Andre FIo skor- aði þrennu fyrir Chelsea en Gi- anfranco Zola var þeirra besti maður og átti þátt í fimm mörk- um liðsins. George Graham, fram- kvæmdastjóri Leeds, tók við verðlaunum sem framkvæmda- stjóri nóvembermánaðar fyrir leikinn gegn botnliði Everton. Leeds liðið átti hins vegar alleit- an dag og getur þakkað Gary Speed, leikmanni Everton og fyrrverandi leikmanni Leeds, að niðurstaðan varð markalaust jafntefli því hann misnotaði víta- spyrnu. Derby County vann góðan sig- ur á West Ham með tveimur mörkum frá Dean Sturridge. Bæði mörkin verða skrifuð á markmann Hammers, Miklosko. Þá sigraði Blackburn Bolton 3-1. Einn leikmaður Bolton var rek- inn út af í lok fyrri hálfleiks og sigur heimamanna því aldrei í hættu. Chris Sutton skoraði fyr- ir Blacburn og er hann marka- hæstur í deildinni ásamt John Hartson hjá West Ham. Úrslit helgariimar og staða Sunnudagur Wimbledon-Southampton 1:0 - Earle 18 Laugardagur: Liverpool-Man. Utd. 1:3 - Fowler vsp.59 - Cole 50, 74, Beckham 70 Aston Villa-Coventry 3:0 - Collymore 21, Hendrie 71, Joachim 85 Blackburn-Bolton 3:1 - Gallacher 4, Sutton 21, Wilcox 90 - Frandsen 84 Newcastle-Arsenal 0:1 - Wright 36 Leeds-Everton 0:0 Tottenham-Chelsea 1:6 - Vega 44 - Flo 40, 63, 85, Di Matteo 48, Petrescu 59, Nicholls 78 Leicester-C.Palace 1:1 - Izzet 90 - Padovano 43 Derby-West Ham 2:0 - Sturridge 10, 49 Staðan er nú þessi fyrir leik Sheffield Wed. og Barnsley í gærkvöld: Man. Unit. 17 114 2 43:13 37 Chelsea 17 111 5 41:18 34 Blackburn 17 9 6 2 30:18 33 Arsenal 17 8 6 3 31:18 30 Leeds 17 9 3 5 26:19 30 Leicester 17 7 6 4 22:15 27 Derby 16 8 2 6 30:24 26 Liverpool 16 7 4 5 27:17 25 Newcastle 14 7 3 4 18:18 24 Wimbledon 17 6 4 7 19:21 22 West Ham 17 7 1 9 24:28 22 Aston ViIIa 17 6 3 8 19:23 21 Crystal Pal. 17 5 5 7 17:22 20 Bolton 17 4 7 6 13:24 19 Sheff. Wed. 16 5 3 8 28:37 18 Coventry 17 3 8 6 13:24 17 Southampt. 17 5 I 11 21:26 16 Tottenham 17 4 4 9 14:28 16 Everton 17 3 4 10 16:27 13 Barnsley 16 4 1 11 14:43 13 Átta mörk hjá Diiranona Róbert Julian Duranona skoraði átta mörk þegar lið hans Eisenach lyfti sér af mesta hættusvæðinu í þýsku 1. deildarkeppninni í hand- knattleik með sigri á Gummers- bach á útivelli, 29.30. Wuppertal mátti þola tap á heimavelli sínum gegn Flensborg- Handewitt, 24:26, og skoraði Ólaf- ur Stefánsson sjö af mörkum heimamanna. Þá gerðu Konráð Olavson og félagar hjá Niederw- urzbach jafntefli á heimavelli sín- um gegn Grossvaldstadt, 24:24. Önnur úrslit urðu þau að Minden lagði Dormagen, 28:24, og Magdeburg og Nettelstedt ' Róbert J. Duranona. gerðu jafntefli, 28:28. Lemgo hefur 16 stig, THW Kiel 15 og Wallau Massenheim 14 í efstu sætum deildarinnar. A botninum eru Tusem Essen og Rhein- hausen sem hlotið hafa 5 stig eftir 10 leiki, Dormagen er með 6 stig eftir 11 leiki, Gummersbach 7 stig eftir 11 leiki og Eisenach er í 12. sætinu með 7 stig. Hameln, liðið sem Alfreð Gíslason þjálfar, er með 10 stig og leikur tíunda Ieik sinn í kvöld, gegn Grossvaldstadt á úti- velli. Kristján þjálfar KR-inga Kristján Harðarson, fijálsfþróttaþjálfari, liefur verið ráðinn til að sjá um þrek- og styrktarþjálfun meistaraflokks KR í knattspyrnu. Krist- ján sem er 33 ára gamall er fyrrum Islandsmethafi í langstökki og keppti fyrir Islands hönd á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Hann hefur verið þjálfari í frjálsum íþróttum frá árinu 1989. Markalaust í Saudi Arahíu Islenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði 0:0 jafntefli við Saudi-Ar- abíu í vináttuleik þjóðanna sem fram fór í Radih sl. sunnudag. Guð- jón Þórðarson tefldi fram ungu og reynslulitlu liði sem varðist vel og uppskar jafntefli gegn heimamönnum sem undirbúa sig af kappi fyr- ir heimsmeistaramótið í Frakklandi, næsta sumar. Helgi Kolviðsson og Pétur Marteinsson komust næst því að skora fyrir Island í leikn- um, skot Helga var varið og skalli Péturs fór framhjá. Hinum megin á vellinum greip fyrirliðinn Kristján Finnbogason vel inn í leikinn og varði eitt skipti mjög vel. Lið íslands: Kristján Finnbogason, Óskar Hrafn Þorx'aldsson, Pét- ur Marteinsson, Gunnlaugur Jónsson, Sverrir Sverrisson, ívar Bjarklind, Helgi Kolviðsson, Brynjar Gunnarsson, Gunnar Már Más- son (Jóhann B. Guðmundsson), Tryggvi Guðmundsson (Jakob Jón- harðsson), Helgi Sigurðsson (Hilmar Björnsson). Haukar hetri eftir hlé Bikarmeistarar Hauka tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum í Bikar- keppni HSI á sunnudaginn þegar liðið lagði Stjörnuna í Iþróttahús- inu Asgarði 22:19, eftir að Stjörnumenn höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik, 14:10. Halldór Ingólfsson skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Magnús Magnússon gerði fimm mörk fyrir Stjörnuna. Önnur úrslit í keppninni urðu þau að Valsmenn unnu yfirburðasigur á IR í Iþróttahúsi Seljaskólans, 34:21, þar sem Davíð Ölafsson skor- aði níu mörk fyrir Val, Grótta/KR lagði Vfking 24:19, á Selfossi lögðu Framarar heimamenn 37:23, Afturelding lagði IR-B 29:20 og HK sigraði Austra/Val á Neskaupstað 32:24. Leik Harðar og ÍBV var frestað, en hann hefur verið settur á annað kvöld. Þórir til Framara Þórir Áskelsson, sem verið hefur varnar- og miðjumaður með 1. deildarliði Þórs á Akureyri, hefur ákveðið að leika með úr\'alsdeildar- liði Fram á næsta keppnistímabili. Þórir hefur leikið með Akureyrar- liðinu mörg undanfarin ár, en er nú við nám í Reykjavík. Þórður skoraði sigurmark Þórður Guðjónsson skoraði sigurmark Genk, sem Iagði Ghent að velli 2:1 í belgísku 1. deildinni um síðustu helgi. Mark Þórðar kom á lokamínútunum eftir að vörn Ghent hafði opnast illa. Chelsea gegn Man. Utd. Dregið var í 3. umhTrð ensku bikarkeppninnar um helgina. Stórleik- ur umferðarinnar verður án efa viðureign núverandi bikarmeistara Chelsea gegn Englandsmeisturum Manchester United. Þau úrvals- deildarlið sem drógust saman eru Liverpool og Coventry, Derby- Southampton, Everton-Newcastle og Bolton-Barnsley. Arsenal er talið líklegast til sigurs f keppninni að mati veðbanka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.