Dagur - 13.12.1997, Page 5
LAUGARDAGVR 13.DESEMBF.R 1997 - 21
rD^ftr.
LÍFIÐ í LANDINU
bóka i
HILLAN
Þjóðsagan og
verulelkiim
um. Hann birtir stórfróðlegar
upplýsingar, sem gefa til kynna
að siglingatækni þessara land-
könnuða hafi verið á mun hærra
stigi en menn almennt hafa gert
sér grein fyrir. Hann vitnar í
Stefán Aðalsteinsson m.a., sem
kemst að þeirri niðurstöðu að
„ólíkt öðrum bandarískum kött-
um líti kettir í Boston og New
York út fyrir að vera náskyldir
köttum á eyjum sem norrænir
menn lögðu undir sig, þar á
meðal á Islandi."
Næst þegar Ieið landans liggur
um breiðstræti heimsborgarinn-
ar er þeim ráðlagt að hafa aug-
um hjá sér og svipast um eftir
ferfættum frændum vorum, nor-
rænum. En hvers vegna gerir
Páll ekki ítarlegri grein fyrir
rannsóknaniðurstöðum ís-
Ienskra vísindamanna, sem
stundað hafa borkjarnarann-
sóknir á Grænlandsjökli og dreg-
ið saman stórfróðlegar niður-
stöður um veðurfar og veður-
farsbreytingar á þessum sögu-
legu tímum, í samanburði við
samtímann?
Sögulegt samhengi
I Landafundaatlasium mínum
segir að fyrstu landnemar á
meginlandi Ameríku hafi á ísöld
komizt þurrum fótum frá Síber-
íu til Alaska fyrir u.þ.b. 14 þús-
und árum. Afkomendur þessa
fólks töluðu um fimm hundruð
ólík „Amerind11 tungumál og
breiddust út um alla álfuna.
Næsta þjóðflutingaalda barst frá
Síberíu til Ameríku um Alaska,
norður Kanada og loks til Græn-
lands fyrir u.þ.b. fjögur til átta
þúsund árum. Þetta eru forfeð-
ur Inúíta sem nú byggja þessi
lönd.
Fræðimenn telja að íbúar Am-
eríku hafi hugsanlega verið á
bilinu 30-40 milljónir um það
leyti sem Kristófer Kolumbus
bar þar að landi, hálfu árþús-
undi síðar en forvera hans, Leif
Eiríksson. Ef þessar tölur eru
réttar hefur íbúafjöldi Ameríku
verið heldur meiri en Evrópu á
sama tíma. I ljósi sögulegra
staðreynda af þessu tagi getur
verið pólitískt viðkvæmt mál að
halda því fram að við höfum
uppgötvað meginland Ameríku -
eins og engir hafi komið þangað
á undan okkur. Hætt er við að
afkomendur 40 milljóna frum-
byggja Ameríku, sem námu þar
land þúsundum ára á undan
Evrópubúum, taki það frekar
óstinnt upp þegar sagt er að þeir
hafi verið „uppgötvaðir." Hver er
á undan, gesturinn eða gestgjaf-
inn?
Þetta sögulega samhengi
þurfa Islendingar jafnt sem aðrir
að hafa í huga þegar þeir nú
óska eftir samstarfi við banda-
rísk stjórnvöld um að fagna
„fundi Ameríku11 fyrir eitt þús-
und árum. Þeir sem vilja veg
Kólumbusar sem mestan (hinar
latnesku þjóðir Evrópu og hin
spænskættaða yfirstétt Mið- og
Suður-Ameríku) komust brátt
að raun um það, hafi þeir ekki
vitað það áður, að landnám
Spánverja og Portúgala (og
reyndar Evrópumanna) í kjölfar
Kólumbusar er engan veginn
óumdeilt fagnaðarefni ýmsum
þjóðum Ameríku. Evrópumenn
sitja uppi með það að bera
ábyrgð á ólýsanlegum grimmdar-
verkum og þjóðarmorðum, (eins
og glæpir af þeirri stærðargráðu
eru nú skilgreindir) sem eru
einn svartasti kaflinn í sögu
mannkyns. Það er helzt að ítrek-
aðar tilraunir Evrópubúa til end-
urtekinna þjóðarmorða á 20. öld
minni á glæpaverk forvera þeirra
í Ameríku, og þá undir merkjum
evrópskrar nýlendustefnu.
Norrænir menn urðu hálfu ár-
þúsundi á undan Suður-Evrópu-
mönnum til þess að ná fótfestu
á meginlandi Ameríku. Hefði
landnemasaga Evrópumanna í
Ameríku orðið á annan veg, ef
þeir hefðu haldið þar velli? Sú
staðreynd að forfeður vorir urðu
frá að hverfa, m.a. vegna skorts
á mannafla og vopnum sem og
vegna átaka við innfædda og
mannfalls af þeim sökum, bend-
ir ekki beinlínis til þess. En
missir Ameríku er sennilega
mesti ósigur sem norrænar þjóð-
ir hafa mátt þola frammi fyrir
dómi sögunnar. Ameríka er
meira en einnar messu virði.
Einstakt tækifæri, til að hafa
áhrif á gang veraldarsögunnar,
gekk norrænum mönnum úr
greipum.
Leikna kvikmynd um landa-
fundina?
Hvernig fer þá bezt á því að Is-
lendingar minnist afreka for-
feðranna á aldamótaárinu 2000?
Forseti vor, Ólafur Ragnar
Grímsson, kveikti í ímyndunar-
afli margra þegar hann tók upp
hugmyndina um teiknimynd við
hæfi barna um Snorra Þorfinns-
son, fyrsta Evrópubúann sem
fæddist á meginlandi Ameríku.
Það er frábær hugmynd. Ef vel
væri að verki staðið mundi slík
mynd koma sögunni um ævin-
týraleg afrek Leifs, Karlsefnis og
Guðríðar heimskonu til skila í
vitund þess unga fólks, sem nú
byggir þessi lönd. Myndmálið
kemur þeirri sögu miklu betur
til skila en rit fræðimanna, sem
aldrei ná til Ijöldans.
En fleiri hugmyndir koma til
greina. Hvers vegna ekki að
beita sér fyrir leikinni kvikmynd
um siglingar og landafundi for-
feðranna? Ekki vantar persónu-
leika og spennu í þann sögu-
þráð. Hvers vegna ekki að kynna
verk Snorra eða Njálu í flokki
sjónvarpsmynda um merkustu
ritverk mannsandans? En af öll-
um þeim söguefnum, sem til
álita koma sem söguþráður í
metsölukvikmynd fyrir samtíma-
fólk, er saga Guðríðar heims-
reisukonu kannski mest heill-
andi.
Allt er þetta efni sem á heima
á heimasíðum íslenzkra menn-
ingarstofnana og á veraldarvefn-
um. Eða hvað segja menn um
sögusýningu í sýndarveruleika?
Hugmyndin væri að reisa safn
þar sem gestir gætu með
tæknigaldri stigið um borð í skip
landkönnuða og siglt með þeim
til fyrirheitna landsins og numið
þar Iand eins og það heilsaði
landnemunum lítt snortið í ár-
daga. Þetta gerðu Spánverjar til
heiðurs Kólumbusi í Sevilla, á
árinu sem tileinkað var landa-
fundum hans. Þessi sögusýning
sýndarveruleikans í Sevilla er
enn í dag einhver eftirsóttasti
ferðamannastaður Spánar.
Ráðum við við það fjárhags-
lega að hrinda slíkum hugmynd-
um í framkvæmd? Viljum við
samstarf við aðrar þjóðir um að
gera þessari sögu verðug skil?
Hafa aðrar þjóðir skilning og
áhuga á þessari sögu? Banda-
ríkjamenn? Þjóðir Norðurlanda -
afkomendur víkinga? Hið frið-
sæla Norðurlandaráð?
Ein hugmynd, sem varla
þarfnast mikillar umræða eða
undirbúnings, er sú að þýða
þessa afbragðsbók Páls Berg-
þórssonar þegar í stað á ensku.
Þar er að finna á einum stað
hóflega fram setta en sannfær-
andi frásögn af þeim afreksverk-
um, sem okkur ber að minnast
við upphaf nýrrar aldar.
Páll Bergþórsson: Vínlandsgát-
an. 261 bls. M&m. 1997.
Sögur af útilegumönnum hafa
allt frá landnámstíð höfðað til
almennings. Grettir og Gfsli eru
þeirra frægastir frá þjóðveldis-
tímanum, enda skráðar um þá
sjálfstæðar Islendingasögur. Ut-
lagar seinni alda, svo sem Fjalla-
Eyvindur og Halla, lifa bæði í
þjóðsögum og síðari tíma skáld-
verkum - ekki síst í hinu fræga
leikriti Jóhanns Sigurjónssonar.
Kristinn Helgason fjallar um
einn þeirra manna sem náið
tengjast þjóð-
sögunum um
Fjalla-Eyvind í
nýrri bók sinni:
„Arnes - síðasti
útilegumaður-
inn.“ Kveikjan
að athugun
hans á ferli
þessa manns,
sem hét fullu
nafhi Arnes
Pálsson, voru
þær upplýsing-
ar sem hann
fékk fyrir
nokkrum árum
um að hann
væri beinn af-
komandi þessa
„lygalaups" og
„útileguþjófs"
svo vitnað sé til
tveggja algengra
einkunna sem
Arnes hafa verið gefnar.
Ævintýralegar sögur
I þeim þjóðsögum sem skráðar
hafa verið um útilegumenn síðari
alda er Arnes Pálsson eins konar
viðhengi við Fjalla-Eyvind og
Höllu; hann er einkum alræmdur
fyrir að hafa verið í samneyti við
þessa frægustu útilegumenn átj-
ándu aldarinnar. Þjóðsagan fer
ómjúkum höndum um Arnes;
hann er sakaður um manndráp
og önnur ódæði á fjöllum.
Á tuttugustu öldinni fékk
þetta útilegufólk eins konar nýtt
líf í leikriti Jóhanns Siguijóns-
sonar sem fór frægðarför um
Norður-Evrópu á öðrum ára-
tugnum. Sú mynd sem skáldið
dró upp af þeim öllum þremur
er eftirminnileg. Það þarf hins
vegar ekki mikið hugarflug til að
átta sig á því að hún er í litlu
samræmi við raunveruleikann,
enda um skáldverk að ræða.
Kristinn Helgason ákvað að
rannsaka þau gögn sem fyrir
liggja um sögu Arnesar Pálsson-
ar og reyna þannig að skilja á
milli þjóðsagna og skáldaleyfa
annars vegar og sannanlegra
staðreynda um líf þessa forföður
síns hins vegar. I því skyni hefur
hann skoðað þau að vísu fátæk-
legu skjöl sem geymd eru á
Þjóðskjalasafni og varpa ljósi á
feril Arnesar, en auk þess kynnt
sér það sem finnanlegt er um
„útiieguþjófinrí' í prentuðum
heimildum.
Lengi í fangelsi
Það er skoðun höfundarins að
honum hafi tekist að greina í
sundur veruleikann og þjóðsög-
urnar, þótt margt sé á huldu um
uppruna og lífshlaup Arnesar
Pálssonar. Hann styðst einkum
við skjöl dómstóla sem fjölluðu
um þjófnaðarmál Arnesar. Sú
saga sem þar birtist er um flest
hversdagslegri en lygasögurnar
og skáldverkin gefa til kynna.
Þannig telur Kristinn sig hafa
sannað að Arnes hafi aldrei ver-
ið í útlegð með þeim Fjalla-Ey-
vindi og Höllu,
sem hann þekkti
sem vinnumaður
þeirra um hríð.
Já, að hann hafi
reyndar aldrei
verið útilegu-
maður þótt hann
hafi um hríð
stolið sauðfé á
miklum kreppu-
tímum. Ógæfa
hans hafi verið
stuldur á pening-
um úr kirkjunni í
Brautarholti á
Kjalarnesi. Að
vísu var skildi
hann svo mikið
af peningum eftir
í kirkjusjóðnum
að vörslumenn
hans urðu aldrei
varir við þjófnað-
inn. En Arnes
sagði sjálfur frá glæp sínum og
það kostaði hann 26 ára fanga-
ríst í „Múrnurrí' - þ.e. í húsi því
sem nú hýsir Stjórnarráð ís-
Iands.
ímyndun og veruleiki
Þær heimildir sem höfundurinn
vitnar til gefa hvorki glæsilega
mynd af Arnesi né samtíma
hans. Þetta var enn eitt tíma-
skeið hörmunga og hungurs þar
sem bjargarlaust fólk átti erfitt
með að draga fram lífið með
heiðarlegum hætti, en harkalega
var tekið á öllum yfirsjónum -
þótt yfirstéttin ætti gjarnan auð-
velt með að fá uppgefnar sakir.
Það er auðvitað þarft verk að
reyna að finna veruleikann á bak
við þjóðsöguna um Arnes Páls-
son og Kristni hefur tekist að
draga ýmislegt forvitnilegt fram í
dagsljósið. Hins vegar hefði
þurft að ritstýra bókinni betur,
gera frásögnina samfelldari og
draga úr endurtekningum. Þá er
undirtitill bókarinnar (síðasti
útilegumaðurinn) skondinn í
ljósi þeirrar niðurstöðu höfund-
arins að Arnes hafi alls ekki ver-
ið útilegumaður.
Það verður að segjast eins og
er að sá Arnes sem birtist okkur
í skáldverki Jóhanns Siguijóns-
sonar er langtum merkilegri en
fyrirmyndin sem eyddi drjúgum
hluta ævinnar í fangelsi og
reyndi þá og síðar að varpa
ljóma á ömurlega ævi sína með
því að Ijúga upp hreystisögum
um ímynduð ævintýr sín á há-
lendi Islands með raunveruleg-
um útilegumönnum. ■
Þannig sér Guðjón Ingi Hauksson „útilegu-
þjófinn" Arnes Pálsson fyrírsér - en Guöjón er
einn af afkomendum Arnesar.