Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 7

Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 7
 LÍFIÐ í LANDINU LAVGARDAGUR 13 .DESEMBER 199 7 - 23 StUltá kvenna- bylgjuna FM Berglind Hallgrímsdóttir er atvinnumálafulltrúi Akureyrarbæjar. Hún segirmargarkonurstarfa að atvinnumálum en þegarkomi að umræðu um krana og bíla, vegi og skurði,þá séufáarkonur sem tjái sig. „Égskilþetta ekki. Mérfinnst kranarog bílar, vegirog skurðirskipta máli. “ Berglind er Akureyringur, dóttir Hallgríms Indriðasonar, fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Kristínar Aðal- steindóttur, Iektors við Háskól- ann á Akureyri. Hún bjó í London í sex ár en kom aftur til Akureyrar með masterspróf í stjórnsýslufræðum. „Það var hálf tilviljunarkennt að ég fór í stjórnsýslufræði. Ég leiddist mikið út í nútíma þjóð- hagfræði og stjórnmálafræði í B.A. náminu í London, lokarit- gerðin mín var t.d. um sögu efnahagsstefnu Evrópubanda- lagsins. Það var ekki aftur snúið þegar ég komst inn í mjög góðan skóla í þessum fræðum og þá ákvað ég að hella mér í þetta. Eg var ekkert búin að kanna hvað ég gæti gert að náminu loknu, en ég vissi að ég hefði áhuga á efna- hagsmálum, velferðarmálum og vinnumarkaðsmálum og langaði til að fá vinnu því tengda." Ganian að koma aftnr til AkuifyTar „Það var alger tilviljun að ég fékk starf atvinnumálafulltrúa á Akur- eyri,“ segir Berglind. „Mig lang- aði að flytja til íslands og fá starf innan stjórnsýslunnar. Starf sem tengdist náminu á beinan hátt. Eg þurfti að koma heim haustið 1995 til að sinna ákveðnu erindi en þá vildi þannig til að þáver- andi atvinnumálafulltrúi á Akur- eyri var að hætta og það vantaði mann til að reka skrifstofuna í millibilsástandi. Fljótlega var Helgi Jóhannesson ráðinn en ég var áfram starfsmaður skrifstof- unnar. Ilengdist hér. Eg tók síð- an við starfi atvinnumálafulltrúa í febrúar á þessu ári.“ Það var því tilviljun sem réði því að Berglind settist aftur að á Akureyri og hún segir að þetta hafi allt saman gerst mjög hratt. „Þetta var einstaklega gleðilegt og gaman að geta unnið að þess- um málum hjá Akureyrarbæ. Líka að geta kynnst aftur því sem er í gangi í bænum. Það hefur verið afar fróðlegt." Staröð krefst mikillar þolinmæði Það er margt sem felst í starfi at- vinnumálafulltrúa og segir Berg- lind að hún sé n.k. tengiliður Ak- ureyrarbæjar við atvinnulífið. „Hér veitum við ráðgjöf þegar fólk veit ekki hvert það á að snúa sér í kerfinu. Við veitum styrki tvisvar á ári og síðan eru ýmis verkefni í gangi sem tengjast at- vinnumálum. Við erum mikið í samstarfi við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og vísum á milli okk- ar verkefnum eftir því sem við á.“ Það er mikið leitað á skrifstof- una til Berglindar og hún nefnir að töluvert af þeim styrkjum sem fertugum karlmanni hefði verið tekið öðruvísi sem nýjum atvinnumálafulltrúa heldur en mér. Að vera kona íþessu starfi þýðir það að ég er ekki ein afköriunum í gufunni á.föstudögum. atvinnumálanefnd hafi veitt hafi nýst mjög vel. „Það er líka vegna þess að það fólk sem hingað kemur er duglegt að vinna að sínum verkefnum og hugmynd- um. I sjálfu sér er það því ekki okkur að þakka. Ég vona bara að sú ráðgjöf sem við veitum nýtist fólki vel. Bærinn hefur tekið þátt í atvinnulífinu á ýmsan hátt og hér á skrifstofunni höfum við ákveðin tæki til að vinna að því að styrkja atvinnulífið. Mikið af þeirri vinnu sem við innum af hendi er hins vegar ósýnileg og þess eðlis að við getum ekki verið að veifa henni út á við. Hlutirnir þurfa tíma og það þarf oft mikla þolinmæði." Henni hefur þótt starfið skemmtilegt, ...“en líka kreljandi. Það krefst ákveðinnar þrautseigju því það er ekki alltaf sem eitthvað er að gerast. Einnig eru gerðar ákveðnar væntingar til starfsins og umhverfið hefur væntingar til bæjarins. En raun- veruleikinn er seigur að komast í gegnum. Þetta er því barátta og það er margt sem mætti betur fara.“ Ekki eiu af körlimum í guf- unni á föstudögum I hugum fólks er atvinnumála- fulltrúi frekar karlmaður á fimm- tugsaldri en 29 ára gömul kona. Berglind segist vera sammála en hún hafi aldrei fundið fyrir undr- un á því að kona sinnti þessu starfi. „Hingað til hafa karlar ein- göngu sinnt starfinu en þetta hefur aldrei verið nefnt við mig. Hins vegar held ég að fertugum karlmanni hefði verið tekið öðru- vísi sem nýjum atvinnumálafull- trúa heldur en mér. Að vera kona í þessu starfi þýðir það að ég er ekki ein af körlunum í gufunni á föstudögum. Þetta er öðruvísi. En ég myndi alls ekki segja að það væri erfitt að vera kona í þessu starfi." Frá því Berglind tók við starfinu segist hún hafa orðið tilfinnanlega vör við það hvað konur sjáist lítið á þessum vettvangi. „Konur þurfa að hafa áhuga á verklegum framkvæmd- um, samgöngumálum og þess háttar. Ef haldnar eru ráðstefnur um slík mál þá eru kannski tvær konur sem mæta. Það vantar alltaf konurnar. Þær vinna kannski að atvinnumálum en þegar er verið að tala um krana og bíla, vegi og skurði þá eru rosalega fáar konur sem tjá sig. Eg skil þetta ekki. Mér finnst kranar og bílar, vegir og skurðir skipta máli. Efnahagslífið skiptir oldcur öllu máli og ég skil ekki því konur sýna því miklu minni áhuga en karlar.“ Fróðlegt að hlusta á karlana tala uin steypu Það má segja að hún sé kona að vinna í karlaumhverfi. „í húsinu vinna nokkuð margar konur að atvinnumálum og það er svolítið óvenjulegt. En ég á hins vegar mjög mikil samskipti við karla á miðjum aldri og vinn fyrir þá í þessari vinnu. Þeir eru alls ráð- andi þegar út fyrir dyrnar er komið. En mér hefur ekki fund- ist það slæmt. Þetta vinnuum- hverfi hefur verið mjög sann- gjarnt gagnvart mér og það hefur verið ánægjulegt að vinna í því. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki lent í hlutum sem mér hafa mislíkað en væri ég karlmaður hefði ég alveg getað lent í þessu sama.“ Berglind segir það staðreynd að hún hafi þurft að fara ólíkar Ieiðir í starfinu þar sem hún sé kona. „I sumum verkefnum sem ég kem að þá finnst körlunum oft erfitt að það komi inn ung kona og ætli að láta Ijós sitt skína. Konur í þeirri stöðu hafa almennt tilhneigingu til að fara aðrar leiðir en karlarnir til þess að forðast ógnanir. En þetta er auðvitað persónubundið. Vegna þess að ég er kona hef ég auðvit- að verið stillt inn á kvennabylgj- una FM frá fæðingu og mér hef- ur fundist rosalega fróðlegt að hlusta á karlana tala um steypu.“ HBG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.