Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 8

Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 8
24 - LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU Tkypr Rætt við Þorstein Gíslason aflaskip- stjóra, bamakennara, fiskimálastjóra, al- þingismann og tiltölu- lega nýútskrifaðan handavinnukennara. Þráttfyrirerfiða bar- áttu við hjartasjúk- dóm segirhann einmitt síðustufimm árin þau ánægjuleg- ustu í lífi sínu. Þorsteinn Gíslason, aflaskip- stjóri, barnakennari, fyrrum fiskimálastjóri og alþingismaður, beið 18 mánuði eftir að fá hjartaaðgerð. Hann er eins og nýr maður eftir hjartaaðgerð og endurhæfingu. Jón Birgir Pét- ursson ræddi við Þorstein um ný viðhorf og gamla tíma, fjöl- breytta starfsævi til sjós og lands. Þrír bræður sunnan úr Garði, Þorsteinn, Eggert og Arni Gíslasynir, sem lést í flugslysi í Mexíkó í vor, áttu allir eftir að verða metaflamenn. Þorsteinn Gíslason er á sjö- tugasta aldursári, teinréttur, grannur og með örfá grá hár í vöngum. Aflaklóin mikla er vel fram gengin, einkum eftir hjartaaðgerð á Landspítala og endurhæfingu á Reykjalundi. Hann segist hafa bæði séð og fundið sjálfur kraftaverk gerast á báðum þessum stofnunum. Erfíð bið í 18 mánuði - Þtí þurfiir að btða lengi eftir hjartaaðgerð, Þorsteinn. Hvemig tilfinning var það uð btða svo lengi? „Það kom í ljós við áreynslu- próf í Hjartavernd, sem ég óskaði eftir, að það vantaði veru- lega á blóðflæðið. Hjartalínurit- ið sýndi hins vegar ekkert at- hugavert. I kjölfarið var ég þræddur sem kallað er, ástand hjartans og kransæðanna var kannað. Þá kom í ljós að þrjár aðalkransæðar voru 90% stíflað- ar og önnur 90% stífluð. Ég var blásinn tvisvar og æðarnar víkk- aðar og fóðraðar með ryðfríum stálfóðringum. En þær aðgerðir gögnuðust ekki og endaði með uppskurði og ígræðslu nýrra æða. En þú spyrð um biðina. Hún var verst, tók 18 mánuði og reyndi mjög á þolrifin," segir Þorsteinn Gíslason. Biðlistar f heilbrigðiskerfinu eru Iangir eins og kunnugt er. Þorsteinn segir að slíkir listar ættu fortakslaust að hverfa, það l-J i., . j i .tji . r ’ðuU ö li’ífj tnol tffiiiiíb n/./inafj sé dýrt fyrir þjóðina að láta fólk bíða aðgerðalaust um langan tíma í stað þess að flýta aðgerð- um og endurhæfingu svo sem mest má vera. „Ég hef sagt sem svo að þau tæki sem þarf til að koma upp til dæmis nútfma hjartaþræðingu eins og núna er að koma á Landspítalanum, kostar ekkert meira en tækin sem eru í brú meðaltogara. Sjálfsagt eru það tugir milljóna eða á annað hundraðið. En ég er sannfærður um að peningarnir mundu spar- ast á einu ári. Hér á landi starfa hjartalæknar, skurðlæknar, hjúkrunarlið og sjúkraþjálfarar sem eru afar hæft fólk og örugg- Iega á heimsmælikvarða. Ég tel að það sé fyllsta ástæða til að bjóða öðrum þjóðum upp á þá þjónustu sem hér er í boði,“ sagði Þorsteinn. Þverhausi kennt að hlýða Þorsteinn segir að endurhæfing- in skipti sköpum. Hann segir að Reykjalundur, stofnun sem byggð var af einkaframtakinu á sínum tíma, með eldmóði ofur- huganna, geri útslagið fyrir hjartasjúklinga og aðra sem þurfa á endurhæfingu að halda eftir veikindi. „Ég var svo heppinn að fá úr- vals sjúkraþjálfara, Örnu Karls- dóttur frá Húsavík, sem er ung stúlka en afar ákveðin. Henni reyndist það létt verk að láta gamlan þverhaus og frekjuhund eins og mig hlýða sér. Hún kenndi mér mannasiðina. Til dæmis komst hún á snoðir um að ég hafði eitthvað breytt lyfja- inntökunni og var farinn að færa mig til í æfingahópunum. Þá Ieit hún á mig með vandlætingarsvip og spurði: Því skarstu þig ekki upp sjálfur, Þorsteinn! Þarna vorum við saman 4 til 5 vikur fé- lagar sem höfum verið á Land- spítalanum. Samstaðan var góð, það er ekki lítið atriði að menn nái vel saman og það er ekki minnsta hjálpin í því að menn geti borið saman bækur sínar, kvartað eða hampað góðum ár- angri. Eftir allt þetta ferli er ég rétt eins og nýendurborinn mað- ur, og það vorum við allir félag- arnir, þökk sé afbragðs fagfólki á öllum sviðum á Reykjalundi." Ráðlagt að verða landkrabbi Þorsteinn Gíslason er Garðverji, fæddur í Garðinum á 10 ára af- mæli fullveldis landsins. Ungur fékk Þorsteinn útvortis berkla sem skemmdu liðamót á öðrum fæti. Læknar ráðlögðu honum að halda sig við störf £ landi. Hann fór í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1952. Sama ár innritaðist hann í Stýrimanna- skólann og Iauk prófi árið eftir. Þorsteinn segist hafa verið til sjós meira og minna £38 ár, oft með kennslunni. Þrettán ára var hann fyrst lögskráður háseti hjá föður sinum á Geir goða. Barna- kennslu f Garðinum stundaði 'v • ■ •\i\A ,V'\i ibtöb iitwA Þorsteinn £ 7 ár, þar af sem skólastjóri f sex ár. Þaðan hélt hann til starfa við Stýrimanna- skólann f Reykjavfk og kenndi þar í 24 ár. „Mér fannst þetta bæði skemmtilegt og þægilegt að skipta svona milli starfa, skip- stjóri á sumrin og skólastjóri á veturna. Ég leit á skólastjómina sem aðalstarf, sjómennskuna sem aukastarf þar sem ég slapp- aði af eftir veturinn. Ég var fljót- ari að skipta yfir frá kennslunni yfir á sjóinn en öfugt. Nokkrar vertíðir var ég reyndar til sjós að vetrarlagi, meðal annars í þorskanótarævintýrinu, og tók frí frá kennslunni." Þróttmiklir nemendur - Þú hefur þá væntanlega verið lærifaðir tnargra þeirra sem nú eru í fararbroddi í íslenskum sjávarútvegi? „Að skólanum kom kjarninn úr stéttinni, og það er rétt, margir þeirra sem ég kenndi eru í hópi þróttmestu útgerðar- manna landsins í dag. Samheija- strákarnir, nafnar mínir, voru báðir nemendur mínir, og reynd- ar báðir skipverjar hjá mér. Ég er eiginlega gamalt lukkutröll hjá þeim í Samheija. Þorsteinn Vilhelmsson vill að ég komi og sleppi og spýti á eftir þeim, þeg- ar þeir taka við nýju skipi. Þetta kemur Iíklega til af því að þegar þeir tóku við fyrsta skipinu sínu, Guðsteini, í Hafharfirði um árið, þá var ég einn á bryggjunni og framkvæmdi þessa athöfn. Fáir höfðu trú á kaupunum á þessu illa farna skipi, sem reyndist vel byggt skip, öflugt og gott og hlaut nafnið Akureyrin." Mörg og góð áx með Alla ríka - Var ekki erfitt að tjónka við strákana um borð, erfiðara en skólakrakka og verðandi stýri- menn? „Nei, alls ekki. Það komu margir nemendur og kennarar úr Stýrimannaskólanum með mér til sjós á sumrin. Ég var alltaf með frábæran mannskap sem ég valdi sjálfur. Ég byrjaði á Eskifirði í útgerð með Alla ríka, og saman vorum við Alli og Kristinn bróðir hans í 15 ár. Samvinnan við þá var með ein- dæmum góð,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það að vera með samvalinn mannskap hafi alla tíð verið sitt stóra lán. Hann minnist ekki misheppnaðs út- halds í sínum ferli. - En nú hafa sjómenn fengið það orð á sig að vera slarkarar? „Já, en ég kannast ekki við það. En stundum, voru með mér drykkjumenn og jafnvel óvirkir alkólhólistar, þótt ég hafi alltaf verið bindindismaður á vín og tóbak, sem hefur örugglega hjálpað mér. Þeir reyndust mér vel margir hverjir, voru oft harð- duglegir sjómenn. Mér er minnisstætt atvik að austan. Við vorum á útleið eftir landlegu, w>tsitbtyftí .4í>tí i/. tnUv. w ,t\t>tnj

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.