Dagur - 16.12.1997, Qupperneq 4
4 -PRIÐJUDAGVR 16. DESEMBER 1997
FRÉTTIR
L A
HUSAVIK
Sameining A- og G-lista
Viðræður fulltrúa A- og G-lista á Húsavík um sameiginlegt framboð
fyrir kosningar til bæjarstjórnar í vor ganga að sögn vel og ekkert
komið upp á borðið sem hindrað gæti sameiningu. G-listi á nú 3 bæj-
arfulltrúa og A-listi 1, þannig að sameiginlega þurfa listarnir ekki að
bæta við sig mörgum atkvæðum til að fá hreinan meirihluta í bæjar-
stjórn, þ.e. 5 bæjarfulltrúa. Enda segja samningamenn að það sé tak-
markið með sameiginlegu framboði.
Formaður segir af sér
I kjölfar skoðanakönnunar sjálfstæðismanna um uppstillingu á lista
fyrir bæjarstjórnarkosningar, sagði formaður Sjálfstæðisfélags Húsa-
víkur, Friðrik Sigurðsson, af sér. Utkoma Friðriks, sem nú situr sem
forseti bæjarstjórnar, var ekki nógu hagstæð, en hann segir sjálfur að
persónulegar ástæður ráði ákvörðun sinni í málinu.
Hið eina sauna jólahjól!
Bæjarbúar eru duglegir við að skreyta Húsavík fyrir jólin og gerast
margir frumlegir í þeim efnum, enda samkeppni í gangi í bænum um
bestu og skemmtilegustu jólaskreytingarnar. Til þessa telst enginn
hafa verið frumlegri en Guðbergur Ægisson, sem hefur raðað ljósa-
seríum á reiðhjól sitt og stendur það nú skínandi fyrir utan íbúð
Guðbergs. Stefán Hilmarsson er búinn að syngja um „Jólahjólið" um
árabil, og nú er það loksins fundið - norður á Húsavík.
Ár hvalsins
Af 20.540 ferðamönnum sem fóru í hvalaskoðun á Islandi á líðandi-
ári (og þeir verða varla fleiri héðan af) fóru 14.050 frá Húsavík. Enda
tala menn nú um árið 1997 sem „Ar hvalsins" þar í bæ, og fylgja þar
fordæmi Kínveija að nefna árin sín nöfnum málleysinga. Væntanlega
verður árið 1998 á Eskifirði nefnt „Ar Keikós.“
Björk fullviimiir harðvið
Þrjú fyrirtæki á Húsavík hafa stofnað fyrirtækið Björk ehf. sem mun
annast fullvinnslu á harðviði fyrir Aldin hf. Aldin hf. er eina fyrirtæk-
ið á landinu sem flytur inn óunninn harðvið og þurrkar hér, einkum
til útflutnings. Meðal þess sem Björk mun framleiða úr harðviði er
parket, gólflistar og límtrésplötur.
Ekki þykir nafn fyrirtækisins spilla, ef menn hugsa sér útflutning á
framleiðslunni, því líklega hefur ekkert íslenskt nafn fengið betri
markaðssetningu erlendis en nafnið Björk - sem á Húsavík er reynd-
ar nafn á trésmiðju sem starfrækt var fyrr áöldinni.
Hollustuhættir
Meirihluti umhverfisnefndar hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um
breytingar á lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Frum-
varpið er lagt fram þar sem ekki er ráðrúm til að afgreiða heildarlög
um hollustuhætti á haustþingi. Hins vegar er talið nauðsynlegt að
nokkur atriði frumvarpsins öðlist gildi 1. janúar 1998 og er þau að
finna í þessu frumvarpi
Endurhæfingarstöð sjónskertra
Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur Arni og Asta R. Jóhannesdóttir
hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um þjónustu- og endurhæfingar-
stöð sjónskertra. Með frumvarpinu er stefnt að því að auka þátttöku
ríkisins í gleraugnakostnaði einstaklinga yngri en 18 ára. Stefnt er að
því að jafna réttindi þeirra sem eiga við sjónvandamál að stríða gagn-
vart öðrum hópum samfélagsins sem þurfa á sjúkrahjálp að halda.
Fæðingarorlof feðra
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur Iagt fram frumvarp um breyt-
ingar á lögum um fæðingarorlof. Gert er ráð fyrir að feður eigi rétt á
tveggja vikna fæðingarorlofi, séu þeir giftir eða í sambúð, fyrstu 8
vikumar eftir fæðingu barnsins.
Kópavogur hefur verið talsvert í fréttum vegna mikillar fjölgunar mannfólksins þar. En staðurinn hefur aðdráttarafl fyrir fleiri dýrategundir þvl
smyrill hefur tekið sér bólfestu við miðbæinn þar og flögrar þaryfir höfðum manna og milli Ijósastauranna. Smyrillinn hefur haldið til þarna í
u.þ.b. tvær til þrjár vikur og virðist kunna vel við sig. Hér sést hann virða fyrir sér ríki Sigurðar Geirdal ofan af Ijósastaur í nágrenni bæjar-
skrifstofanna. mynd: eól
Yfirvofaiidi verkfaU
hefur þegar áhrif
Framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar
vill að ríkið skoði
vandlega ávimiingiiin
af því að smiði ný
skips fyrir Hafró færi
fram hérlendis.
Orói á vinnumarkaði hvað varð-
ar sjómenn og vélstjóra hefur
þegar haft áhrif á skipaþjónustu
á landinu. Þannig er óvenju lítið
um verkefni hjá Slippstöðinni á
Akureyri og segir Ingi Björnsson
framkvæmdastjóri að svo virðist
sem slaki hafi myndast: „Ég tel
líklegt að verkfallsumræðan hafi
einhver áhrif. Við skynjum að út-
gerðaraðilar séu að halda að sér
höndum," segir Ingi.
Slippstöðin bauð nýverið í
risaverkefni fyrir Hafrannsókna-
stofnun, smíði nýs skips, og
hljóðaði tilboðið upp á 1,6 millj-
Yfirvofandi verkfall á flotanum virðist vera far-
ið að hafa áhrifá skípasmíðastöðvar eins og
Stippinn á Akureyri, en þar er nú óvenjulítiö
að gera.
arða króna. Hafrannsóknastofn-
un hafði áætlað að kostnaður
næmi milli 1300 og 1400 millj-
ónum en lægsta tilboðið kom frá
Kína og samsvarar aðeins 918
milljónum króna.
Ingi vill ekki leggja mat á hvort
Kínverjar geti smíðað skip fyrir
íslenskar aðstæður en Kristján
Vilhelmsson hjá Samherja dró
færni þeirra í efa í viðtali við Dag
fyrir skömmu. Hafrannsókna-
stofnun mun taka sér einhveijar
vikur í að fara yfir tilboðin og
þótt mikið beri í milli, telur Ingi
ekki óhugsandi að tilboði Slipp-
stöðvarinnar verði tekið. „Mér
finnst eðlilegt þar sem opinberir
aðilar koma að málinu að gaum-
gæfilega verði athugað hvaða
hag ríkið hefði af þvf að taka inn-
Iendu tilboði. Það myndi þýða
heilmiklar beinar tekjur auk
margfeldisáhrifanna.“
Leiða má líkum að því að bein-
ar ríkistekjur vegna smíðinnar
næmu a.m.k. um 200 milljónum
í formi skatta án þess að óbeinn
ávinningur sé tekinn með í
reikninginn. Verkið yrði þó ekki
að fullu unnið hérlendis heldur
er Slippstöðin m.a. í samstarfi
við pólska aðila og yrði skips-
skrokkurinn sjálfur að líkindum
smíðaður í Póllandi. — BÞ
Engar atvinnuleysis-
bætur í verkbanni
Hátt í tvö þúsund sjó-
menii laimalausir um
áramót. Eiga ekki rétt
á atviuuuleysisbót-
um. Félög huga að
bótagreiðslum.
„Þeir sem eru í verkfalli og þeir
sem verkbann beinist gegn eiga
ekki rétt á atvinnuleysisbótum,"
segir Margrét Tómasdóttir hjá
Vinnumálastofnun félagsmála-
ráðuneytisins.
Þetta þýðir að hátt í tvö þúsund
sjómenn á 79 stærstu skipum
fiskiskipaflotans fá engar at-
vinnuleysisbætur þegar verkbann
LIÚ kemur til framkvæmda um
áramótin að öllu óbreyttu. Skipt-
ir þá engu þótt þeir eigi engan
hlut að boðuðu verkfalli vélstjóra
á sömu skipum. Hinsvegar á fisk-
vinnslufólk rétt til atvinnuleysis-
bóta ef það verður sent heim
vegna verkbannsins.
Bætur úr vúmudeilusjóðum
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambands Is-
lands, telur einsýnt að félög við-
komandi sjómanna muni fara að
skoða á hvern hátt verður hægt að
aðstoða þá með bótagreiðslum úr
vinnudeilusjóðum, ef deilan verð-
ur langvinn. Það sé hinsvegar við-
búið að boðað verkbann LIÚ
muni hafa áhrif á framfærslu sjó-
manna þegar þeir verða teknir af
launaskrá og geta ekki skráð sig
atvinnulausa. Sérstaklega þegar
haft er í huga að grunnt er í
buddu margra eftir hátíðarnar og
reikningarnir blasa við.
Þótt útlitið sé ekki kræsilegt
fyrir sjómenn þessara skipa, er
ekki loku fyrir það skotið að vél-
stjórar muni fresta boðuðu verk-
falli um nokkra daga um áramót-
in. Gangi það eftir mun LÍÚ
einnig fresta framkvæmd verk-
bannsins. Akvörðun vélstjóra
mun væntanlega liggja fyrir um
miðja næstu viku, en næsti samn-
ingafundur þeirra og LÍÚ er boð-
aður 18. desember n.k. Atkvæða-
greiðsla annarra sjómanna um
boðun verkfalls 2. febrúar nk. á
að vera lokið 5. janúar nk. og at-
kvæði verða svo talin 8. sama
mánaðar. — GRH