Dagur - 16.12.1997, Side 6
6-ÞRIÐJUDAGUR 16.DESEMBER 1997
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFAN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Simbréf augiýsingadeiidar:
Símbréf ritstjórnar:
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. A MANUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
460 617HAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Forsætisráðherra
á að stjóma
í fyrsta lagi
Merkilegt er að skoðanaleiðtogar og umræðustjórar á þjóð-
málasviðinu telji það undur og stórmerki að forsætisráðherra
veiti ráðherrum sínum aðhald og leiðsögn. Nýjasta dæmið er
af fjármálaráðherranum, en eins og fjölmiðlar hafa riljað upp
er það ekki í fyrsta, og vonandi ekki síðasta skipti sem forsæt-
isráðherra hefur vit fyrir ráðherrum sínum. Það er í raun hlut-
verk forsætisráðherra að veita forystu, miðla málum og högg-
va á hnúta - þegar þarf.
í öðru lagi
Ríkisstjórnir hafa tíðum verið samsettar af 10 litlum forsætis-
ráðherrum, og hver farið sínu fram án íþyngjandi ákvæða um
að hegða sér eins og hluti af heild. Þingflokkar velja ráðherra-
efni, oft á furðulegum forsendum, og síðan skiptast verkefni
milli samstarfsflokka á enn öðrum skilmálum. Niðurstaðan er
kraðak verkefna og manna - og veitir þá ekki af öflugum for-
sætisráðherra sem getur skikkað sitt fólk. Sá dagur hlýtur að
koma að forsætisráðherra (í samráði við forystu samráðs-
flokks) velji ráðherra og taki á þeim ábyrgð - og geti vikið þeim
þegar svo stendur á. Tald sjálfur pokann þegar illa fer.
í þriðja lagi
Það er til marks um hve stutt við erum komin í verkstjórn og
vinnuskipulagi á æðstu stöðum að þyki tíðindum sæta að odd-
viti ríkisstjórnar taki af skarið í mikilvægum málum, þegar ráð-
herrar missa niður um sig. Að þessu Ieyti hefur Davíð Odds-
son fetað sig í rétta átt eftir því sem honum vex ásmegin, og
ekki nema gott eitt um það að segja. Gallinn er hins vegar sá
að í Sjálfstæðisflokknum eru eintómar gungur sem þora ekki
að segja svo mikið sem „fyrirgefðu" þegar keisarinn sjálfur birt-
ist klæðalaus.
Enda myndi hann ekki fyrirgefa.
Stefán Jón Hafstein.
Pólltísk endurviimsla
Þá eru R-lista flokkarnir að
verða búnir að velja fólkið
sem á að taka þátt í prófkjör-
inu í janúar fyrir þeirra hönd.
I flestum tilfellum eru breyt-
ingarnar ekki miklar og ekki
mikill fjöldi nýrra andlita.
Framsóknarmennirnir voru
ímynd sinni trúir - einn nýr
frambjóðandi kom fram sem
ekki hafði verið í framboði
fyrir flokkinn áður. Honum
var að sjálfsögðu hafnað.*
Gömlu brýnin eru líka á sín-
um stað hjá Allaböllunum þó
ekki hafi þar allir verið
í framboði áður. En
það er Alþýðuflokkur-
inn sem heldur uppi
merki breytinga og
endurnýjunar hjá R-
listanum því þar koma
bæði óháðir og nýir fé-
lagar inn í púkkið, en
þeim gömlu er miskunnar-
lausl kastað út.
Nýir en þó
gamlir
Þannig eru hvorki meira né
minna en tveir nýir kandídat-
ar í framboði, sem til þessa
hafa ekki verið kenndir við Al-
þýðuflokkinn sérstaklega.
Þetta eru þeir Hrannar Arnar-
son og Helgi Pétursson.
Hrannar kemur raunar úr
þessari R-lista grasrót, sem á
rætur í Þjóðvaka og Nýjum
vettvangi og þeirri hreyfingu
allri sem vill sameina vinstri-
menn. Einhver myndi því ef-
laust segja að það felist ekki
mjög róttæk endurnýjun í því
að fá hann á listann. A móti
er rétt að benda á að hann
kemur þarna nýr inn og hef-
ur stillt sér upp sem óháðum
frambjóðanda og kemur að
málinu með alveg nýjum
hætti. Því má með nokkrum
________________________
sanni segja að Hrannar standi
ekki aðeins fyrir endurnýjun
stjórnmálanna heldur líka fyr-
ir endurvinnslu stjórnmál-
anna.
Helgi Pé end-
uriinninn
En finnist mönnum Hrannar
endurunninn pólitíkus þá
kemst hann ekki með tærnar
þar sem Helgi Pétursson hef-
ur hælana. Helgi kom fyrst að
R-listanum sem framsóknar-
maður. Síðan hætti
hann í framsókn en
kom endurunninn að
hinu pólitíska starfi
sem óháður. í fyrra-
kvöld gekk Helgi síð-
an í gegnum enn eina
endurvinnsluna og er
nú orðinn flokksbund-
inn Alþýðuflokksmaður.
Hann á því aðeins eftir að
koma fram undir merkjum AI-
þýðubandalags og Kvenna-
lista til að hafa starfað í R-
listanum undir merkjum allra
aðildarhópanna sem að hon-
um standa. Þessi endur-
vinnsla er vitaskuld virðingar-
verð og dregur athyglina að
hlutverki Reykjavíkurlistans
sem pólitískum bræðslupotti
á miðju og vinstri hlið stjórn-
málanna. Spurningin sem nú
vaknar er hins vegar hvar þeir
Gunnar Levý Gissurarson og
Sigurður Magnússon, krötun-
um sem ekki hlutu brautar-
gengi hjá Krötum til prófkjörs
og óháði framsóknarmaður-
inn, sem ekki hlaut náð fyrir
augum fulltrúaráðsins, muni
dúkka upp endurunnir. Val-
kostirnir eru fimm og allir
innan R-lista: Hjá Allaböllum,
Krötum, Kvennalista, Fram-
sókn eða óháðum.
GARRI.
JÓHAJVNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Kristján Jóhannsson „grande
tenore" heillar landa sfna upp úr
skónum þessa dagana eina ferð-
ina enn. Uppselt er á alla tón-
leika hans og komast færri að en
vilja. Og þarf ekki að undra,
maðurinn er snillingur, en ekki
endilega snillingur af guðs náð,
heldur e.t.v. fyrst og fremst snill-
ingur af eigin náð.
Það vill sem sé stundum
gleymast hvað Kristján er í raun-
inni stórmerkilegt fyrirbæri, eig-
inlega undur í tónlistarheimin-
um. Frami hans og núverandi
staða í sönglistinni er nánast
kraftaverk og væri talin lygasaga
í anda Munchhausens baróns, ef
sett væri á þrykk í skáldsögu-
formi eða leikin á filmu.
Ef einhveijum datt í hug á sín-
um tíma og leyfðu sér að halda
því fram opinberlega að þessi til-
tölulega borubratti og háværi
bifvélavirki og járnsmiður, bú-
settur á krummaskuði norður við
Kraftaverkið
Kristján Jóhaimsson
heimskautsbaug, ætti eftir að
verða heimssöngvari og múltí-
milljóner, þá hefði
sá hinn sami verið
hleginn í hel og vart
talinn með öllum
mjalla. Vissulega
höfðu ugglaust
ýmsir trú á því að
gera mætti úr þess-
um manni söngvara
til heimabrúks og
jafnvel í minnihátt-
ar rullur í óperum f
Danmörku, en
ótrúlegt er að nokk-
ur hafi séð það fyrir
sem síðar varð.
Nema hugsanlega
söngvarinn boru-
bratti sjálfur.
Eigið sköpunarverk
Þó Kristján hafi notið stuðnings
margra góðra manna og kvenna,
þá er hann fyrst og fremst sköp-
unarverk sjálfs sín og sinna eðlis-
þátta. Það er afar líldegt að ýms-
ir íslenskir söngv-
arar hafi ekki verið
minni náttúru-
talent en Kristján.
En hann hefur
persónuleikann og
karakterinn fram
yfir aðra. Það er
þessi óbilandi
bjartsýni og trú á
eigin hæfileika og
getu sem öðru
fremur hefur fleytt
honum á hæstu
tinda.
Ymsir landar
hans hafa illa þol-
að opinskáar yfir-
lýsingar hans um
eigið ágæti og fýlst við þegar
Kristján segir þeim til syndanna,
líkt og menn reiddust Kiljan þeg-
ar hann gaf út Alþýðubókina. Og
sumir segja sem svo: Vissulega
getur hann sungið, en því getur
maðurinn ekki tamið sér hóg-
værð og lítillæti hins agaða lista-
manns.
Ef Kristján byggi yfir hógværð
og lítillæti og setti ljós sitt æfin-
lega undir mæliker, þá hefði
hann aldrei farið utan til söng-
náms og aldrei náð þeim tindum
sem hann nú maklega stendur á.
Kristján Jóhannsson er sá
heimslistamaður sem hann er, af
því að hann er eins og hann er
en ekki öðruvísi. Hann er þar
sem hann er af því að hann er
skapheitur ofurhugi en ekki gufa
og vingull. Og fyrir það eigum
við að vera þakklát. Og fagna öll-
um hans sigrum, sem um leið
eru okkar. Því kraftaverkið Krist-
ján Jóhannsson sýnir okkur að
ekkert er ómögulegt í þessum
heimi.
T^ur
Á Gróska aðfá aðild
að viðræðum vinstri-
flokkanna?
Stjórn Grósliu fór fram d
formlega aðild að samfylking-
arviðræðum vinstriflokkanna
en svarið var nei.
Sighvatur Björgvinsson
formaður Alþýðuflokltsins.
„Það er rangt að
Grósku hafi ver-
ið hafnað. Stjórn
Grósku var til-
kynnt að viðræð-
ur leiðtoga flokk-
anna væru að-
eins undirbún-
ingsviðræður og formlegar við-
ræður ekki hafnar. Við tjáðum
þeim það að okkur þætti ekki
eðlilegt að samtök sem ekki væru
flokkur, ættu ekki þingmann og
hygðu ekki á framboð kæmu inn
í undirbúningsviðræður, en gæf-
ist kostur á að vera með þegar
raunverulegar viðræður heljast.
Það var aðeins einn af fimm full-
trúum Grósku óánægður með
það svar.“
Hrannar B. Arnarsson
„Já, að sjálf-
sögðu. Um leið
og forysta Al-
þýðubandalags-
ins hefur gert
upp við sig að
hún vilji hefja
undirbúning að
sameiginlegu framboði verður að
kalla alla áhugasama aðila að því
borði. Þessar viðræður mega
aldrei lokast inni í þröngum, lok-
uðum flokksstofnunum. Gróska
mun halda sínu striki og undir-
búa sameiginlegt framboð jafn-
aðarmanna þar til það gerist."
Margrét Frímannsdóttir
formaðurAIþýðubandalagsins.
„Þessar viðræður
eru í dag milli
formlegra stjórn-
málaflokka og
verður til að
byrja með. Aðild
að þeim á ung-
liðahreyfing Al-
þýðubandalagsins og sú hreyfing
stóð meðal annars að þvi að stof-
na Grósku. Eg tel það vera
óbeina aðild Grósku að þessum
viðræðum og það er af hinu
góða. Á þessari stundu er erfitt
að meta hvort bein aðild Grósku
verði að veruleika síðar meir.“
Björgvin G. Sigurðsson
stjómarmaðurí Grósku.
„Stjórn Grósku
óskaði eftir aðild
að viðræðunum
vegna þess að
þar á Gróska er-
indi. Það hefur
farið fram gríðar-
lega mikil mál-
efnavinna innan Grósku síðasta
árið og árangurinn Ieit dagsins í
ljós í „Hinni opnu bók“ í nóvem-
ber. Við viljum í fyrsta Iagi skila
þessari málefnavinnu inn í við-
ræðurnar og í öðru lagi minnum
við á, að Gróska var stofnuð utan
um eitt markmið; að samfylkja
vinstrimönnum. Svarið er já. Við
getum hjálpað til og fært margt
jákvætt með okkur í viðræðurn-
í stjóm Grósku.