Dagur - 19.12.1997, Qupperneq 1

Dagur - 19.12.1997, Qupperneq 1
H ■ ■ ■■- ■ Zí'St- SSpgHk> ’ '£ '*& Ií... Sfe : .■ ■■;:'■ '' ■■■• ■■:,-': w ■ v'tó-:. m • ^pSp*'- -i ■ ;;t Föstudagur 19. desember 1997 80. og 81. árgangur - 24 7. tölublað Fjöldi sjúMinga kcmur vanjnærðnr Um fimmtimgur sjuklinga sem lagður er iun á Landspítal- ann er vaunærður, sem getur tafið fyrir bata og kostað lengri spítalavist. Nýjar rannsóknir á vegum Land- spítalans og Háskóla Islands leiddu í ljós að fimmti hluti sjúldinga, uppkominna yngri en 70 ára, sem lagðir eru inn á Landspítalann eru vannærðir, sem dregur úr batalíkum, eykur hættu á aukaverkunum og lengir legutíma. I sumum tilfellum þurfa sjúklingar af þessum sök- um að liggja 1 til 2 eða jafnvel 3 vikum lengur á spítalanum í sér- hæfðri næringarmeðferð. Málið snýst því ekki einungis um lé- legra heilsufar heldur líka heil- mikla peninga. Vaiuiæring oft vandamál við irmlögn „Þetta hlutfall kom alls ekki á óvart, því Landspítalinn tekur við veikasta fólki lands- ins, sem margt er áður búið að vera heima hjá sér veikt og lystarlítið,“ sagði dr. Inga Þórsdóttir, forstöðumaður Næringarstofu Landspítal- ans, sem stjórnaði rannsókn- inni. Hafi fólk verið veikt í nokkum tíma þá geti þetta oft verið nokkurt vandamál við innlögn, sem brýnt sé að taka á sem allra fyrst: Reyna að fá þessa sjúklinga til að borða betur eða að veita þeim jafnvel aukanæringu á annan hátt, t.d. með nær- ingu í æð, nái þeir ekki að borða nægilega. Fylgjast þurfi grannt með því að næring- arástand þeirra haldi ekki áfram að versna inni á stofnuninni, heldur sæki í betra horf. Þá vannæringu sem fyrst verð- Sú stadreynd aó sjúklingar koma margir vannærðir inn á spítala iengir tegutima þeirra og tefur bata. ur vart segir Inga rýrnun á hand- leggjum og fótum og öðrum vöðvum. Skortur á einstökum vítamínum og steinefnum sjáist mun seinna. Nauðsyn næringar gleymst í tækniþróuninni Þetta grundvallaratriði - næring- arástand sjúklinganna - segir hún svolítið hafa gleymst í allri tækniþróuninni sem orðið hefur á sjúkrahúsum á undanförnum árum, jafnt á íslandi sem annars staðar. Sé því full þörf á að huga betur að þessu atriði í allri með- ferð innan heilbrigðisstofnana. „Þetta er orðið alþjóðlega þekkt vandamál og víða er nú verið að vinna á svipuðum nótum og við höfum verið að gera hér á Land- spítalanum," segir Inga. „Við höfum þróað eyðublað sem er einfalt í notkun til að finna snemma þá sjúklinga sem meta þarf nánar með tilliti til næringarástands og þörf á sér- hæfðri meðferð. Vísindagrein um þetta efni verður birt á næsta ári,“ sagði dr. Inga Þórsdóttir. - HEI Vélstjórar óttast lög Vélstjórafélags íslands hefur ákveðið að fresta áður boð- uðu verkfalli um áramót um hálf- an mánuð, eða til 16 janúar nk. hafi ekki samist fyrir þann tíma. Utvegsmönnum og ríkissáttasemj- ara var tilkynnt þetta á árangurs- lausum sáttafundi í gær. Sam- hliða þessu frestast boðað verk- bann LIÚ til sama tíma. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Islands, segir að ein helsta ástæðan fyrir frestuninni hafi verið ótti við að stjórnvöld mundu grípa til setningu bráða- birgðalaga um áramótin þegar þingið er í jólaleyfi. Það hefðu menn fengið að reyna í verkfalli sjómanna á fiskiskipaflotanum í ársbyrjun árið 1994. — GRH Helgi Laxdai, formaður Véistjóraféiags Islands. Flest börn hlakka mikið til jólahátíðarinnar sem framundan er, en suma hlakkar jafnvel enn meira til áramótanna og alls fjörsins sem þá verður. Víða um land eru menn nú farnir að leggja drög að áramótabrennum og uppi á Brekkunni á Akureyri voru þeir Ásbjörn Tryggvi Svanbjörnsson [t.v.j og Ágúst Magni Sigurðsson að kanna aðstæður við brennuna sem þar er verið að hlaða. - mynd: brink wmmmmsmsmmmm 5 dagar til jóla Skyrgáutur Premium miðlarar Sævar Marinó Ciesielski. Sævar fer til Strassborgar Höfnun Hæstaréttar á endur- upptöku Geirfinns- og Guð- mundarmála verður áfrýjað til Mannréttindanefndarinnar í Strassborg. Sævar Marinó Ciesi- elski leitaði ásjár ríkisstjórnar- innar vegna þess kostnaðar sem óhjákvæmilegur er við áfrýjun til mannréttindadómstólsins. Sævar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt að veita styrk til að greiða kostnað við þýðingar og einnig lögfræðikostnað. Hann segir að kæran til mann- réttindanefndar muni snúast um það hvernig Hæstiréttur mat þau nýju gögn sem fram voru lögð þegar hann fjallaði um beiðnina um endurupptöku. Benjamm fær verðlaun Benjamín Dúfa vann fyrstu verðlaun á Cinemagic International Festival for Young People, sem er stór og rnikil kvik- myndahátíð sem haldin er árlega í Belfast. Þar eru sýndar myndir sem ætl- aðar eru börnum, heimildar- myndir jafnt sem leiknar myndir og teiknimyndir. Fimm kvikmyndir í fullri lengd voru tilnefndar til sérstakra verð- launa á hátíðinni. Þrjár þeirra eru frá enskumælandi löndum, ein frá Italíu og síðan Benjamín dúfa frá Islandi. Myndin er eins og kunnugt er byggð á sam- nefndri sögu Friðriks Erlings- sonar og leikstjóri myndarinnar er Gísli Snær Erlingsson. Úr Benjamín Dúfu. Vnrmnskiptnr AífaLaval SINDRI % -sterkur í verki

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.