Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 12
12 -FÖSTUDAGUR 19.DESEMBER 1997
rD^tr
ÍÞRÓTTIR
L A
Goldin aftur
fyrir áraniót
Það hefur heldur
betur verið ævin-
týrasaga með Vlad-
imir Goldin, hand-
knattleiksmann
KA frá Hvíta-Rúss-
landi. Goldin kom
fyrst hingað í sum-
ar og allt leit út
fyrir að hann
myndi spila með
liðinu og engin
vandræði yrðu
með það. Síðan
voru yfirmenn
hersins í Hvíta-
Rússlandi ekki á
eitt sáttir við að
hermaðurinn væri
að spila handbolta
á Islandi. Goldin fór því aftur
heim og KA menn réru á önnur
mið. Það gekk illa og áðurnefnd-
ir yfirmenn samþykktu að Gold-
in mætti koma og spila með KA-
mönnum fram á vor. Nú er hins
vegar aftur komið
babh í bátinn og
Goldin farinn aft-
ur heim að ræða
við vfirmenn sína.
En kemur þessi
leikmaður/her-
maður aftur? „Eg
hef ekki heyrt í
honum eftir að
hann fór en á að
tala við hann í
kvöld (fimmtu-
dag) og þá skýrist
þetta vonandi. Ég
reikna með hon-
um í lok mánað-
arins,“ sagði Atli
Hilmarsson, þjálf-
ari KA. Það verð-
ur því gaman að sjá hvort Goldin
verði mættur til að skjóta upp
flugeldum á gamlárskvöld hér
fyrir norðan. Kannski skrapp
hann bara heim í jólasteikina!
-JJ
Deplið ekki auga
iþriðju lotu
Boxáhugamenn,
beggja vegna Atl-
antsála, bíða spenntir
eftir bardaga Prinsins
Naseem Hamed við
Kevin KeHey. Þetta
verður stór stund fyr-
ir þá báða þar sem
þeir stíga í fyrsta sinn
í hringinn á aðalveUi
Madison Square Gard-
en. „Deplið ekki auga
í 3. lotu. Þið getið
misst af emliverju,“
segir Prinsinn.
Prinsinn Naseem Hamed, enski
Arabinn, fer í sinn fyrsta bardaga
í Ameríku í kvöld. Eftir allar yi'ir-
lýsingarnar og athyglina sem
Hamed hefur fengið híður Kan-
inn spenntur eftir því hvernig
honum reiðir af. Hann hefur enn
ekki hlotið almenna hylli vestan
hafs en slái hann í
gegn í nótt á hann
vísa frægð og frama
í Bandaríkjunum
auk þess sem
bankainnistæður
kappans hækka
verulega.
Islenskir boxá-
hugamenn þekkja
vel orðið til Naseem
Hamed. Hann hef-
ur sigrað í öllum
sínum 28 bardög-
um og þar af 26
sinnum á rothöggi.
En það styttist í
tapið við hvern sig-
ur. Kaninn krefst
sigurs af sfnum
manni, sem er enginn aukvisi.
Hinn þrítugi Kevin Kelley hef-
ur 47 kappleiki að baki. Hann
hefur unnið 44, gert eitt jafntefli
og tapað tveimur bardögum. Þrjá-
tíu og tvisvar sinnum hefur hann
sent andstæðinga sína í gólfið
með rothöggi. Hann er einfald-
lega fjaðurvigtarboxari númer 1 í
Bandaríkjunum. Það er því morg-
unljóst að nú á Naseem í höggi
við verðugan andstæðing.
Ómar Ragnarsson sagði að
ómögulegt væri að segja fyrir um
úrslitin í þessum bardaga. „Kelley
er ekki mjög þekktur hér þó hann
sé númer eitt í sínum flokld í
Bandaríkjunum. Viðureignin ætti
því að verða mjög skemmtileg. Eg
hlalcka alla vega mikið til að sjá
þá berjast. Prinsinn verður reynd-
ar að vinna sinn fyrsta bardaga í
Ameríku ætli hann að slá í gegn.
En það kemur að því að hann
tapar og þá verður gaman að sjá
hvað hann gerir í framhaldinu.
Kemur hann til baka eða verður
hann bara enn ein fallin stjarna.“
Slær þá út af listanum
Prinsinn hefur reyndar áður
barist við þá bestu í Ameríku.
Boom Boom Johnson reið ekki
feitum hesti frá viðureign sinni
við Naz ferkar en Medina. Það
var ekki nóg með að Prinsinn rot-
aði þá báða, hann sló þá einfald-
lega út af afrekalistunum. Þessir
kappar finnast
ekld lengur meðal
þeirra 12 efstu á
boxlistum tímarit-
anna í dag. Það
glittir í nöfn
þeirra hjá þeirra
eigin samböndum
en annarsstaðar
ekki. Þessir
drengir voru ein-
faldlega fallbyssu-
fóður fyrir
arabann. Listin
að berja er list
hans.
I dag er Kevin
Kelley númer 4 á
lista Boxing 98.
Hvar hann verður
á morgun kemur í Ijós í nótt.
Vinni hann Naseem Hamed verð-
ur hann stjarna á einni nóttu.
Tapi hann viðureigninni verður
hann öllum gleymdur fyrir há-
degi á mánudaginn.
Prinsinn birtist fslendingum á Sýn í
kvöld.
Tmdastóll hafði betur í einvígi norðanliðanna í gærkvöld og heldur stöðu sinni í toppbaráttunni en Akureyrarliðið er nær
botninum. mynd: brink
Grtndvíkuigar jóla-
meistarar 1997
Botnslagur 11. iim
ferdar var í Grindavík
í gærkvöld. Jón Sig.
leiðir KR tH sigurs í
Borgamesi. ÍA sigrar
KeflvHdnga. Þórsarar
tapa á heimaveUi.
í frábærum leik toppliðanna í
Grindavík skoruðu gestirnir 4
fyrstu stigin. Eftir það hrökk
Grindavík í gang og Grikkinn,
Kostas, fór á kostum og kæfði
flest skot Haukanna undir körf-
unni, hirti aragrúa varnar-
frákasta, auk þess að skora 13
stig í fyrri hálfleik. Staðan í leik-
hléi var 45:34 fyrir heimamenn í
Grindavík.
Grikkinn hélt áfram að hrekkja
gesti sína í seinni hálfleik. Hauk-
arnir náðu aldrei takti við þenn-
an leik, þeir létu skapið hlaupa
með sig í gönur eins og oft áður
og lentu í villuvandræðum.
Lokamínúturnar voru þó
Grindvíkingum erfiðar, Hauk-
arnir léku stífa vörn og skynsam-
an sóknarleik. En Grindvíkingar
héldu haus. Darryl Wilson og
Konstantin Tsartaris kláruðu
leikinn og gerðu Grindvíkinga að
jólameisturum.
Þórsarar töpuðu fyrir Tinda-
stóli í leik á AkureyTÍ. Fyrri part-
ur fyrri hálfleiks var mjög jafn og
spennandi, en heldur dró sundur
með liðunum þegar leið á hálf-
leikinn. Pressuvörn Tindastóls-
manna virkaði vel á unga bak-
verði Þórs og með Torrey John í
fararbroddi náðu gestirnir níu
stiga forystu fyrir hlé. Staðan f
hálfleik var 50:41.
Þórsarar byrjuðu af krafti í síð-
ari hálfleik og minnkuðu mun-
inn fljótt í fjögur stig. Þá tóku
Tindastólsmenn betur við sér og
unnu á endanum frekar öruggan
sigur. Lokatölur urðu 85:73. Hjá
Tindastóli voru Spánverjinn Nar-
anjo og Torrey John bestir í jöfnu
liði Sauðkrækinga. Þórsarar virk-
uðu andlausir í leiknum og náðu
sér aldrei strik. Góð stemmning
var í húsinu, en fjögur hundruð
manns sóttu leikinn, þó hann
hefði mátt vera betri.
Onnur úrslit kvöldsins: ÍA-
Keflavík 96:86, Skallagrímur-KR
82:98, UMSN-ÍR 102:69 og Val-
ur-KFÍ 85:80.
Staðan er nú þessi:
Grindavík 11 10 1 1019:869 20
Haukar 118 3 942:824 16
TindastóII 11 8 3 862:794 16
KFÍ 1 1 7 4 965:897 14
Keflavík 11 6 5 1048:981 12
Njarðvík 11 6 5 954:890 12
ÍA 11 6 5 871:872 12
KR 11 5 6 898:937 10
Skallagr. 11 4 7 910:1033 8
Valur 11 3 8 849:930 6
Þór 11 2 9 870:1021 4
ÍR 111 10 896:1036 2
Ami Gautur skrifaði und-
ir samniug við Rosenborg
Markvörðurinn Árni Gautur Ara-
son, sem lék með Stjörnunni sl.
sumar, hefur skrifað undir
þriggja ára samning við norska
stórliðið Rosenborg frá Þránd-
heimi, sem án efa hefur verið eitt
alsterkasta félagslið Norðurlanda
á undanförnum árum.
Trond Sollied, sem tekur við
þjálfarastöðu Rosenborgarliðsins
af Niels Arne Eggen, sagði í
norskum blöðum í fyrradag að
Árni Gautur mundi koma til með
að keppa um stöðu í aðalliðinu
við Jörn Jamtfell, sem er 32 ára
gamall. Þjálfarinn sagði það
nauðsynlegt að vera með tvo
góða markverði í liði sínu og það
væri ástæðan fyrir kaupunum á
Islendingnum.
Jamtfell, sem staðið hefur í
marki Rosenborg á síðustu leik-
tíð, hefur þótt nokkuð mistækur,
en hann tók við stöðu Ola By
Rise í aðalliðinu, þegar sá síðar-
nefndi lagði skóna á hilluna fyrir
síðasta tímabil.
Ljóst er að einhverjar breyting-
ar verða á norska liðinu, Harald
Brattbak hefur verið seldur til
Celtic, Roar Strand miðjumaður
fer Iíklega til Olympiakos í
Grikklandi og miðvörðurin
sterki, Erik Hoftun, gæti verið á
förum til Leeds. Árni Gautur er
annar leikmaður sem Rosenborg
fær til sín fyrir tímabilið, Jan
Sörensen kom til félagsins frá
Bodö/Glimt.
Lúðvik lika?
Lúðvík Jónasson hefur æft með
Rosenborgarliðinu í tæpa fjóra
mánuði, eða þangað til norska
liðið fór í vetrarfrí í síðustu viku.
Norska liðið hefur ekki verið á
flæðiskeri statt með miðverði,
þar sem fjórir sterkir miðverðir
eru á mála hjá Iiðinu. Það hefur
því ekki verið pláss fyrir Lúðvík
eins og er, en það kann að breyt-
ast, ef fleiri leikmenn verða seld-
ir frá félaginu.