Dagur - 22.01.1998, Page 1
Stórtjón í inn-
fLutningi á bílunt
Vatn flæddi í Sunda-
höfn með þeim afleið-
ingum að fjöldi nýrra
bíla skemmdist.
Óljóst hvað verður um
hílana.
Líkur eru á að stórtjón hafí orðið
þegar flæddi í porti Eimskips við
Sundahöfn í Reykjavík, þar sem
31 bíll stóð. Þetta gerðist aðfara-
nótt 30. desember sl. þegar bæði
var stórstreymt og mikil rigning.
Grunur leikur á að vatnið sem
flæddi upp um niðurföll hafí ver-
ið sjóblandað en bílarnir voru ný-
komnir til landsins á vegum
nokkurra bílaumboða og
skemmdust mismikið. Krafa
a.m.k. eins bílaumboðs er að
Eimskip, sem flutti bílana inn,
taki alla bílana aftur og þeir verði
sérstaklega boðnir upp sem
flóðabílar, enda geti umboðin og
neytendur skaðast á kaupum
þessara bifreiða. Ekki liggur fyrir
hver niðurstaðan verður, en mál-
ið er greinilega mjög viðkvæmt.
Seljum ekki skenunda bila
„Þetta var það mikið að vatnið fór
inn á gólf a.m.k. noldcurra bíla,
en niðurstaða liggur ekki enn fyr-
ir. Við munum ekki setja þessa
bíla á markað nema ástand þeirra
sé fullkannað," segir Finnbogi
Eyjólfsson, framkvæmdastjóri
Heklu, í gær. Hann sagðist ekki
vita hvort sjór flæddi upp um
ræsin eða aðeins rigningarvatn
en Hekla krefðist fullra bóta.
Þögn hjá Eimskip
„Hvert er fréttaefnið í þessu,“
spurði yfirmaður trygginga og
innra eftirlits hjá Eimskipi í gær
og vísaði á Steinunni Böðvars-
dóttur kynningafulltrúa sem
sagðist ekkert geta upplýst um
málið, enda varðaði það við-
skiptavini Eimskips. Hún neitaði
að gefa upp hve margir bílar
hefðu lent í flóðinu en heimildir
blaðsins segja þá 31 talsins. 16
frá Heklu, 6 frá Ingvari Helga-
syni, 5 frá Bifreiðum og Iandbún-
aðarvélum, 1 frá Ræsi, 1 frá
Hondu og 2 Suzuki bílar. „Við
viljum fá þessa bíla borgaða út og
að Eimskip merki þá sérstaklega
sem flóðabíla og selji á uppboði
þannig að keypt sé án ábyrgðar,"
sagði Atli Vilhjálmsson, þjón-
ustufulltrúi hjá B&L. „Við höfum
ákveðna reynslu af flóðabílum og
„Komum alls staöar að luktum dyrum, “
segir Runólfur Úlafsson,
framkvæmdastjóri FÍB.
viljum ekki taka þátt í þessu.
Þetta lendir alltaf á viðskiptavin-
inum og bílategundinni," sagði
Atli. Ekki liggur fyrir hvort Eim-
skip verður við þessari kröfu en
skv. upplýsingum blaðsins gæti
tjónið numið frá 12-15 milljón-
um og upp í fullt innkaupaverð
bifreiðanna.
FÍB kom að lokuðum dyrum
Könnun hf. vinnur fyrir tiy'gg-
ingafélögin í þessu máli, en þau
eru allmörg, að sögn Þóris H.
Konráðssonar, framkvæmda-
stjóra. Bæði innlend og útlend.
Þórir ságðist bundinn þagnareiði
en upplýsti þó að niðurstaða
myndi liggja fyrir um miðjan
febrúar. Runólfur Olafsson,
framkvæmdastjóri FIB, segir að
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
hefði fengið ábendingu um málið
en þegar reynt hefði verið að afla
upplýsinga hefði enginn viljað
kannast við neitt, menn hefðu
komið að lokuðum dyrum. „Við
munum beita okkur í framhald-
inu og fýlgjast með framgangi
málsins. Það er langeðlilegast að
bílarnir fari ekki í almenna um-
ferð heldur verði boðnir upp.
Tölvubúnaður bíla er viðkvæmur
og þótt allt virðist í lagi í fyrstu,
geta komið fram skemmdir síð-
ar,“ segir Runólfur. — BÞ
Enntekur
storm-
sveipur toll
Vörubíll sem var að flytja steypu-
einingu fyrir Norðurál valt á
vegamótum Vesturlandsvegar og
Akranesafleggjara á ellefta tím-
anum í gærmorgun. Ástæðan var
vindsveipur sem lagði bílinn á
hliðina og eyðilagði farm hans,
auk þess sem bíllinn skemmdist
nokkuð. Ökumaður slapp með
skrámur. Vesturlandsvegur var
nánast lokaður végna atviksins
frá kl. 11.30-15.30 í gær en fært
var um Akranesveginn. Kranabíl
þurfti til að losa bílinn.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi urðu ekki önnur slys í um-
dæminu vegna hvassviðris en
þetta er annar dagurinn í röð
sem stormsveipir valda slysum.
Vegur hallar nokkuð þar sem bíll-
inn valt auk þess sem steypuein-
ingin er töluvert á hæðina. — BÞ
Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra.
Vont en það
venst
„Þetta var Iokuð skemmtun þar
sem hvert skemmtiatriðið á fæt-
ur öðru var flutt. Eg benti á að
Davíð Oddsson hefði fundið upp
alveg nýja aðferð til að auka vin-
sældir ríkisstjórnarinnar. Hún
byggðist á því að beija á puttana
á samráðherrunum og jafnvel
sjálfum sér líka. Við þetta sýndu
skoðanakannanir jafnan auknar
vinsældir ríkisstjórnarinnar og
fylgið færi upp úr öllu valdi. Eft-
ir sætu ráðherrarnir við borðið
og syngju „Þetta er vont en það
venst.“ Til þess að mýkja þetta
allt saman upp hefði ég ákveðið
að færa forsætisráðherra hamar
með gúmmíhaus og afhenti hon-
um hamarinn og síðan afhenti
ég samráðherrunum belgvettl-
inga til þess að þetta yrði ekki
eins sárt og verið hefði," sagði
Friðrik Sophusson um hamarinn
og vettlingana, sem sagt var frá í
Degi í gær, en herlegheitin af-
henti Friðrik í fimmtugsafmælis-
veislu forsætisráðherra í
Perlunni um helgina.
Páll Pétursson, félagsmálaráðherra.
Þarf enga vettlinga
„Ég skilaði Friðrik vettlingun-
um,“ segir Páll Pétursson, fé-
lagsmálaráðherra. „Ég þarf ekki
að nota þá því það verður ekkert
barið á puttana á mér. Ég reyni
að vanda mig og það hefur ekki
verið barið á þá hingað til og ég
á ekki von á að það verði gert.
En það gæti komið sér betur fyr-
ir Friðrik að eiga tvenna," segir
félagsmálaráðherra. — S.DÓR
. i..S .
9 dagar
Hittumst í kvöld á Kaffi Thom-
sen, Hafnarstræti 17, kl. 21:00.
Fjölbreytt og fjörug dagskrá.
í prófkjör Reykjavíkurlistans
WILO
Perfectao
Hringrásardælur
SINDRI
-sterkur í verki
IMI 562 7222 • BRSFASIMI 562 1024