Dagur - 13.03.1998, Side 1
i
Midlunartillaga
líkleg iim helgina
Náist ekki samkomu-
lag í sjómaunadeil-
uirni fyrir suuuudag
hefst frestað verkfall
sjómauua - Dagur hef-
ur heimildir fyrir því
að ríkissáttasemjari
íhugi sterklega að
leggja fram miðluuar-
tillögu náist sam-
komulag ekki fyrir
helgi.
„Ef sjómannadeilan leysist ekki
fyrir sunnudag liggur að mínum
dómi fyrir að Þórir Einarsson
sáttasemjari leggi fram miðlunar-
tillögusagði Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vest-
ijarða, í samtali við Dag um stöð-
una í þessari langvinnu vinnu-
deilu. Takist ekki samningar fyrir
sunnudagskvöld hefst boðað
verkfall sjómanna á miðnætti.
Pétur benti á að bæði sjómenn
og útgerðarmenn væru búnir að
leggja blessun sína yfir hug-
myndir þríhöfðanefndarinnar til
lausnar stærstu deilumálunum.
Það sem eftir stæði væru ekki
sambærileg stórmál. Það auð-
veldi sáttasemjara að koma með
miðlunartillögu um þau atriði
sem eftir er að leysa.
Dagur hefur það eftir heimild-
um, sem hann telur áreiðanlegar,
að sáttasemjari íhugi sterklega að
leggja fram miðlunartillögu ef
ekki semst og stefnir í verkfall á
sunnudagskvöld. Um annað sé
hreinlega ekki að ræða eins og
komið er í deilunni, sem virðist
Ekki þykir ólíklegt að Þórlr Einarsson
ríkissáttasemjari leggi fram miðlunartil-
lögu í sjómannadellunni um helgina.
óleysanleg. Fari svo frestast
verkfall sjómanna þar til búið er
að greiða atkvæði um tillöguna.
Sömu heimildir herma að báð-
um deiluaðilum þætti þægilegt
að láta sáttasemjara bjarga and-
liti þeirra með því að leggja fram
miðlunartillögu. Sjómenn benda
þó á að síðast þegar ríkissátta-
semjari lagði fram miðlunartil-
Iögu í sjómannadeilu hafi hún
verið felld. Staðan sé hins vegar
önnur nú en þá.
Enginn samningsvilji
„Maður getur auðvitað ekki met-
ið það hvort komið sé að því að
ríkissáttasemjari komi fram með
miðlunartillögu í sjómannadeil-
unni. Það er alfarið hans að meta
það. Hins vegar er alveg Ijóst að
allt stendur eins fast og það get-
ur staðið í deilunni, og viðræður
því gagnslausar enda samnings-
vilji útgerðarmanna enginn,"
sagði Guðjón A. Kristjánsson,
forseti Farmannasambandsins, í
samtali við Dag. — s.DÓR
Brjáluð
sala á
Söngvaseið
„Það er hreinlega brjáluð sala á
Söngvaseið. Þetta er meiri háttar
fjör,“ segir Ragna Garðarsdóttir,
sem stýrir miðasölu hjá Leikfé-
lagi Akureyrar. I gær var nánast
uppselt á allar sýningar um helg-
ina sem og þá næstu.
Hin viðamikla sýning á
Söngvaseiði hefur hlotið góðar
viðtökur hjá gagnrýnendum sem
leikmönnum og þrátt fyrir að
hún sé kostnaðarsöm, ríkir bjart-
sýni hjá LA um árangurinn. Eins
og fram hefur komið eru líkurn-
ar á tapi vegna sýningarinnar
miklar eftir að sætum var fækkað
í Samkomuhúsinu samfara and-
litslyftingu þess, en fullkomin
sætanýting gæti breytt stöðunni.
„Eg er búin að vera hér lengi
og mér sýnist miðað við önnur
verk LA að þessi sýning verði ör-
ugglega í hópi alvinsælustu sýn-
inga miðað við fyrstu viðtökur.
Þá er ég að tala um sýningar eins
og Leðurblökuna, Kysstu mig
Kata, Piaf og Ættarmótið," segir
Ragna. — BÞ
Lykilhótel
í Skútu-
staðaskóla
Jón Ragnarsson, hótelhaldari
Lykilhótela, sem reka hótel víða
um land, átti hæsta tilboð í
Skútustaðaskóla sem opnuð
voru í gær. Þrjú tilboð bárust í
skólann. Tilboð Jóns var rúmar
24 milljónir, tilboð Péturs Geirs-
sonar 16 milljónir og tilboð frá
Mývatni ehf., Yngva Ragnari
Kristjánssyni, var 8 milljónir.
Jón Ragnarsson segist ekki
hafa átt von á því að hann yrði
svo langt fyrir ofan næsta tilboð.
„Mér finnst það næstum því
dónaskapur að leggja fram mikið
lægra tilboð í þessa húseign,"
segir Jón og segir að verðið sé
sanngjarnt að sínu viti. Hann
segir að gistirými vanti á svæð-
inu og hann telji hagkvæmt fyrir
lykilhótel að reka hótel á þessum
stað.
Jón hyggst opna Lykilhótel í
sumar í Skútustaðaskóla með 37
tveggja manna herbergjum.
„Þetta verða herbergi í háum
gæðaflokki og öll með baði.“
Hann gerir ráð fyrir því að kostn-
aður við nauðsynlegar breytingar
vegna nýrrar starfsemi í húsinu
muni verða um 40 milljónir
króna.
Eignar-
namið
ógilt
Hæstiréttur hefur ógilt eignar-
nám sem Garðabæjarkaupstaður
tók á landi í sunnanverðum Arn-
arneshálsi í apríl 1996.
Um er að ræða alls um 34
hektara óbyggt land í eigu ellefu
einstaldinga. Deilt var um efni
lagagreina um eignarnám af
skipulagsástæðum og þróunar
sveitarfélagsins. Dómararnir féll-
ust á að bærinn hefði haft laga-
legan rétt til að taka landið eign-
arnámi, en öðru máli gegndi um
hvort staða hafi verið til þess.
Garðabær náði samningum við
landeigendur út af tveimur öðr-
um spildum á Arnarnesi árið
1990, en ekki náðist samkomu-
Iag um verð á þessari spildu.
Mikið bar á milli í framburði
málsaðila um árangur samninga-
viðræðna, en Hæstiréttur taldi
að samningaleiðin hefði ekki
verið fullreynd og dæmdi því
eignarnámið ógilt. — FÞG
1 Nv11 símanúmerl
4 í 6 0 2 5 0 0
SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA
Skipagata 9 • Pósthóif 220 • 602 Akureyri
■■■■■■
Hringrásardælur
SINDRI
-sterkur í verki
_____mwwmiuMiitmra
+ •
I