Dagur - 13.03.1998, Page 5
Tkyptr.
FRÉTTIR
9 > V ' 1. > s V. I i ' r ÍS > l
FÖSTUDAGUR 1 3.MARS 19 9 8 - S
MiMð starf er eftir til
að koma meðferðar-
málum bama og img-
linga í viðunaiidi horf
hér á landi. Fagfólk á
að hleypa foreldrum
meira iim í meðferð-
ina.
Sigrún Magnúsdóttir, félagsráð-
gjafi hjá Vímulausri æsku, telur
að sundrung ríki í forvarna- og
meðferðarmálum barna og ung-
linga hér á Iandi, eflaust vegna
fjársveltis. Hún segir að það hafi
verið slys í kerfinu þegar með-
ferðarheimilinu Tindum var lok-
að fyrir nokkrum árum og líkleg-
ast hafi þar vegið þyngst pólitísk
ósamstaða. Vegna þessarar lok-
unar þurfi nú nauðsynlega nýtt
meðferðarúrræði á suðvestur-
horni landsins.
Þetta kom fram á ráðstefnu
um vímuefnamál, sem foreldra-
hópur Vímulausrar æsku stóð
fyrir í Reykjavík í gær.
að taka unglinginn inn á með-
ferðarstofnun,“ sagði Sigrún
meðal annars í erindi sínu á ráð-
stefnunni.
Leita beint til stofnana
A ráðstefnunni kom fram skýr
ósk um að foreldrar geti leitað
beint til meðferðarstofnana í
stað þess að þurfa að fara gegn-
um langan og tímafrekan feril,
meðal annars gegnum barna-
verndarnefnd, áður en barnið
kemst í meðferð. Sigrún var á
sama máli. Ekki þyrfti barna-
verndarnefnd eða félagsráðgjafa
til að taka ákvörðun um að barn
þyrfti að komast í meðferð. For-
eldrar væru fullkomlega færir
um það.
„Það þarf ekki svona mikið
kerfi kringum unglinginn," sagði
hún og bætti við að það væri „úr-
elt að leita til barnaverndar-
nefndar eftir aðstoð." Foreldrar
vilji vera virkir og ábyrgir. Þeir
eigi að geta heimsótt meðferðar-
heimilin, skoðað þau og sótt
beint um að komast að á því
heimili, sem þeim líst á. - GHS
Sjfl einnig bls. 8.
Hestaferðum
aflýst
„Þetta er rosalegt. Og þótt mað-
ur verði af peningum vegna
þessa þá eru áhyggjur mínar
fyrst og fremst bundnar við
hestana sem veikjast í hrönn-
um,“ sagði Einar BoIIason, eig-
andi Ishesta, sem hefur orðið að
aflýsa fyrirhuguðum hestaferð-
um vegna hrossaveikinnar sem
nú geisar.
Einar segir að vel á fimmta
hundrað manns eigi bókað í þær
ferðir sem útlit sé fyrir að þurfi
að aflýsa. „Við Iokum okkar
hesthúsum alveg fram til 27.
mars en þá vonumst við til að
þeir hestar sem hafa veikst verði
búnir að ná sér. Við höfum verið
í samvinnu \dð hestaleigu hér á
höfuðborgarsvæðinu. Þar veikt-
ust hross fyrr en hjá okkur og
þess vegna er ég að vona að við
getum tekið hross þaðan í gagn-
ið 22. mars. Það er hins vegar
Ijóst að megnið af okkar starf-
semi verður Iömuð út þennan
mánuð og bara nú um helgina
þurfti að aflýsa ferðum fyrir 140
manns,“ sagði Einar Bollason.
Á ráðstefnu Vímulausrar æsku í gær kom fram að foreldrar þurfi og vilji vera virkari
i meðferðarúrræðum og ættu að hafa val um á hvaða meðferðarheimili þeir og
börnin fara. mynd: hilmar þór
Skipta skopiun
Sigrún telur að foreldrar hafi
ekki fengið að taka nógu virkan
þátt í meðferðarstarfi unglinga
undanfarin ár. Foreldrar séu að-
alþolendur í vímuefnaneyslu
unglinga, þeir fari illa andlega og
líkamlega og því þurfi að hjálpa
þeim að aðstoða hvert annað.
Það hafi einnig sýnt sig og sann-
að að samstarf við foreldra geti
skipt sköpum í meðferð ung-
lingsins. Það sé því mikilvægt að
hafa foreldra með í ráðum og
taka ekki völdin af þeim í með-
ferðarmálum. Unglingurinn
komi alltaf aftur til foreldranna.
„Það er til heilmikið af foreldr-
um sem geta veitt unglingnum
sínum þá aðstoð sem hann þarf.
Ef þetta fólk þarf aðstoð til þess
þá þarf að leggja aðstoð og vinnu
í að hjálpa þeim að aðstoða ung-
linginn. Foreldrarnir eru fjár-
sjóður. Það er ódýrara að hjálpa
foreldrum að hjálpa unglingi en
Nærri 3% verðbólga
Hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuðina mælir verðbólg-
una á 2,9% hraða. I febrúar hækkaði vísitalan um 0,4%, mest vegna
hækkana á fatnaði og markaðsverði húsnæðis.
Athygli vekur að ísland er ekki lengur með hvað lægstu verðbólg-
una í EES ríkjunum. Þar var hún að meðaltali 1,3% ffá janúar 1997
til janúar 1998 og 1,4% í helstu viðskiptalöndum Islands, en hér á
landi var verðbólgan 2,2% á sama tíma, samkvæmt fréttatilkynningu
Hagstofunnar. Aðeins Grikkland var með meiri verðbólgu. - FÞG
Lækjargata 6 skal rifín
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu bæjarverk-
fræðings um að rífa húsið að Lækjargötu 6. Einnig ít-
rekaði ráðið fyrri ákvörðun um að rífa Hafnarstræti
103.
Bæjarráð telur að forsendur gildandi skipulags, sem
gerir ráð fyrir að framangreindar eignir verði rifnar,
hafi ekki breyst í grundvallaratriðum og því sé ekki
ástæða til þess að endurskoða það mál. Sem kunnugt er skemmdist
Lækjargata 6 í eldsvoða 17. janúar sl. en til stóð að rífa húsið. Hús-
friðunarnefnd ríkisins vill að húsið fái að standa vegna menningar-
sögulegs gildis þess.
Forstöðumaður Minjasafnsins, Guðrún Kristinsdóttir, hefur sagt að
verði húsið rifið sé það byggingasögulegt slys. Gísli Bragi Hjartarson,
formaður framkvæmdanefndar, sagði nýverið á bæjarstjórnarfundi að
það væri ekki á verksviði forstöðumannsins að tjá sig um deiliskipu-
lagið. — GG
ísafold gat prentað bækling Bjöms
Fullyrðingar frá menntamálaráðuneytinu um að ein-
ungis prentsmiðja Morgunblaðsins hafi getað prentað
skólastefnubækling ráðuneytisins, eru rangar að mati
forstjóra Isafoldarprentsmiðju.
Þegar Dagur innti Kristþór Gunnarsson, forstjóra
ísafoldar, eftir því hvort Isafold hafi getað prentað
bæklinginn var svarið að það hefði prentsmiðjan
vissulega getað gert. „Við hefðum getað þetta án nokk-
urra vandkvæða,“ sagði Kristþór.
Menntamálaráðuneytið lét prentsmiðju Morgunblaðsins fá verk-
efnið án útboðs, en samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns ráðherra
var leitað upplýsinga hjá öðrum prentsmiðjum. „Það leitaði enginn
frá ráðuneytinu til okkar með þetta verkefni," segir Kristþór. - FÞG
Björn Bjarnason.
Beðið eftír ROdsend-
urskoðun
Sverrir Hermannsson á tali við Davíð Oddsson á aðalfundi Landsbankans. Kaupum
bankans á laxveiðileyfum af fjölskyldufyrirtæki Sverris er lokið.
Bankaráð Landsbank-
ans varð við ósk
Sverris Hermannsson-
ar iim að fresta laxa-
málinu. Bankaráðs-
formaður viU upplýs-
ingar iim hvort at-
hugasemdir hafi verið
gerðar við veiðileyfa-
kaupin af endurskoð-
anda bankans.
Engin niðurstaða varð um Iax-
veiðileyfakaupamál Sverris Her-
mannssonar á bankaráðsfundi
Landsbankans í gær. Sverrir var
spurður um málið á fundinum,
en óskaði eftir að málinu yrði
frestað þar til niðurstaða Ríkis-
endurskoðunar lægi fyrir og varð
bankaráðið við þeirri ósk.
I samtali við Dag sagði Helgi
S. Guðmundsson bankaráðsfor-
maður að á fundinum hefði lax-
veiðimálið verið tekið upp og
Sverrir Hermannsson spurður
um málið. „Sverrir var inntur eft-
ir þessu, en hann óskaði eftir að
fá að svara bankaráðinu þegar
skýrsla Ríkisendurskoðunar lægi
fyrir. Bankaráð féllst á það, enda
örugglega stutt í þá skýrslu. En
bankaráðið óskaði formlega eftir
því við endurskoðanda bankans,
Árna Tómasson, að fá upplýsing-
ar um keypt veiðileyfi á vegum
bankans og dótturfyrirtækja
hans,“ sagði Helgi. Hann sagðist
ekki hafa neinar upplýsingar um
hvort dótturfélögin hefðu keypt
slík Ieyfi, en tók fram að kaup
veiðileyfa af fjölskyldufyrirtæki
Sverris hefðu verið stöðvuð á
síðasta ári.
„Bankastjóramir ráða
þessu“
Samkvæmt heimildum Dags hef-
ur endurskoðandi bankans gert
athugasemdir við laxveiðikaupin
af fjöiskyldufyrirtæki Sverris.
Ekki náðist í endurskoðandann
til að fá þetta staðfest og Helgi
sagði að sér væri ókunnugt um
þetta. „Eg verð að fá frekari upp-
lýsingar um þetta atriði sem þú
nefnir, en ég get sagt þér að
þessu er lokið. Það var formlega
gengið frá því á síðasta ári. Hvort
það hafi komið út úr endurskoð-
un veit ég ekki en ég er að fá þau
gögn. Þetta er eitt af því sem ég
bið um,“ sagði Helgi.
Jakob Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri þriggja dótturfyrir-
tækja Landsbankans, vildi ekkert
segja um veiðileyfakaup dóttur-
fyrirtækjanna. „Spurðu banka-
stjórana. Formaður stjórnar er
Sverrir Hermannsson," sagði
hann. „Þú verður að tala við
bankastjórana, þeir ráða þessum
félögum, ekki ég. Það eru engar
upplýsingar veittar um dótturfé-
lögin hérna. Það hefur aldrei
verið gert og engar breytingar á
því fyrirhugaðar. Þetta eru
rekstrarfélög með ákveðinn til-
gang og punktur,11 sagði Jakob.
- FÞG